Tíminn - 23.11.1972, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.11.1972, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Fimmtudagur 23. nóvember 1972 lll■allllHllllll I lÍJll tnm Ævinlýrapcrsónan James Bond er orðin eins og Tarzan. Gerðar eru kvikm. um hetjuna, en enginn leikari endist til að í'ara nteð hlutverk hennar til lengdar. Sean Connery var lengi seigur við kolann, en gafst upp eitir að hann var búinn að leika i nokkrum James Bond myndum og aflífa i þeim nokkra tugi manns og bjarga brezka heims- veldinu nokkrum sinnum frá þvi að lenda i klónum á kommum og öðrum vondum mönnum og verið ein styrkasta stoðin undir vestrænni menningu, en stundum að visu með hjálp vina sinna i CIA. begar Connery gafst upp var reyndur annar leikari i hetju- hlutverkið, George Lazenby. Hann reyndist litt hæfur, og nú á Roger Moore að leika Bond i kvikmynd, sem gera á eftir sögunni ,,Live and let die”. Hann er þaulvanur hetjuhlut- verkum i sjónvarpsþáttum, þar sem hann hefur um árabil barizt við bófa og komma, ekið hrað- skreiðum bilum, drukkið meira áfengi en róni getur látið sig dreyma um að innbyrða á langri og stormasamri ævi og elskað fieiri konur en nokkur soldán hefur komizt yfir i samanlagðri múhameðstrú. Sem sagt, hann ætti að fara létt með hlutverk James Bond. Áður en kvikmyndatakan hófst varð að gera nokkra breytingu á útliti Moores, það varð að klippa hann, þvi Bond var upp á sitt bezta áður en sitt hár komst i tizku. Aðalhjásvæfu Bonds i nýju kvikmyndinni leikur Jane Seymour og þykir slikt ekki litil upphefð fyrir ungar og litt reyndar leikkonur, enda brosir hún gleitt á með- fylgjandi mynd. A litlu myndinni er Sean Connery, alias James Bond, heldur breiður og heimsmanns- legur á svipinn, þrátt fyrir augnayndið sem hann virðir fyrir sér, og myndi kannski lyftast brúnin á einhverjum i siiku samkvæmi. — fog ætla aldrei að gii'ta mig, sagði gamli sjóarinn, — Kkki einu sinni þó fundinn verði upp varalitur, sem er á bragðið eins og skro. Litii stúlka kom inn i búð og bað um finini kiió al' kartöflum. — Kiga það að vera stórar eða litlar kartöflur? spurði kaup- maðurinn. — Auðvitað litlar, þvi ég get ekki borið þær stóru. — Loksins hef ég komizt að þvi. t*ér liafið ofnæmi fyrir fjöðrum. Svo var það ritstjórinn, sem fékk eftirfarandi bréf frá Skota: — Kf þér liættið ekki að birta allar þessar lygasögur utn nizka Skota i blaðinu, hætti ég að fá það iánað.... — Ilvað segirðu urn friðsæla lielgi. spurði hann. — Kg er til. svaraði hún — en ætlar þú að drekkja krökkun- um? — Jæja, eigum við að ganga i efnahagsbandalagið? —- Mér er alveg sama, bara ef ég fæ að taka köttinn minn með. ÓÍ0BER6 — Skitt með það. Við hefðum livort sem er kafnað úr inengun lieima. Drykkjumaðurinn var á sjúkrahúsi allmikið slasaður. Þegar hann var spurður um orsakir slyssins, svaraði hann: — Sko, það var afskaplega stór svört kónguló i loftinu, og þegar ég ætlaði að stiga ofan á hana, datt ég... DENNI DÆMALAUSI Langar þig til að vita hversvegna ég er svona fúll? Síðasti isbill suntarsins var rétt að fara.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.