Tíminn - 23.11.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.11.1972, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 23. nóvember 1972 TÍMINN 9 Kirkjan i Sandavogi var reist fyrir fimmtiu og fimm árum Hún er talin ein fegursta kirkja i Færeyjum, og þar er geynidur rúnasteinninn þar sem sá er nafngreindur, er fyrstur reisti byggð i Engjatóftum. einn stað og aukizt jafnt og þétt á löngum tima. Árið 1737 voru komin nitján hús iSandavogi, og bjuggu þar þá sex sæmilega efnaðir menn og 13 efnasmair eða snauðir. 1801 voru húsin orðin tuttugu og þrjú og öld siðar fjörutiu og niu. Á þessari öld hefur vöxtur byggðarinnar verið miklu hraðari, og eru nú i Sanda- vogi i kringum tvö hundruð hús, sem búið er i. Elztu húsin, sem uppi standa, munu vera hundrað og fjörutiu ára gömul, reist af sýslumanni, sem þá sat i Sanda- vogi. bau eru nú verzlunarhús. Sandavogur kemur mikið við færeyska sögu. bar og á Steig var lengi lögmannssetur, og i Sanda- vogi fæddist V.U. Hammer- shaimb, sem kallaður er faðir færeysks ritmáls og einn hinn mesti velgerðarmaður færeyskr- ar tungu. (lamalt iveruhús með torflagi. 1 þekjunni undir torfinu eru næfrar. llinrik Bjarnason blaðar i könnuninni Timamynd Róbert. Félagsfræðileg rannsókn á tómstunda- og skemmtana iðju unglinga í Reykjavík Á vegum Æskulýðsráðs Reykjavikur hefur verið fram- kvæmd félagsfræðileg könnun á tómstunda- og skemmtanaiðju unglinga i Reykjavik, sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. bað var Dóra S. Bjarnason , félags- fræðingur, sem sá um fram- kvæmd könnunarinnar; niður stöður hennar munu m.a. notaðar til grundvallar við endurskipulagningu æskulýðs- starfs i borginni, — auk þess sem þær ættu að geta komið af stað viðtækum umræðum. Hinrik Bjarnason, fram- kvæmdastjóri æskulýðsráðs, kynnti nokkrar helztu niðurstöður könnunarinnar fyrir blaða- mönnum á mánudaginn. Fimm hundruð unglingar voru upphaflega kvaddir til að taka þátt i þessari könnun og voru þeir valdir eftir vissum tölfræðilegum reglum. Voru þeir boðaðir á fund i Glæsibæ og skyldu þeir svara spurningalista, sem fyrir þá yrði lagður. Tæp þrjú hundruð ung- linga mættu,og alls varskilað 277 nothæfum úrlausnum. 1 stórum dráttum má segja, að könnunin skiptist i tvo höfuðþætti: þ.e. það sem lýtur að tengslum ungling- anna við foreldrana og heimilið annars végar og hins vegar inn- byrðis tengsl unglinganna og sér- áhugamál þeirra. Vita ekki um áhugamál l'oreldra sinna. Til að reyna að komast að tengslum unglinganna við for- eldra sina var lögð fyrir þá spurn- ing, þar sem reynt var að komast að þvi, hvað unglingarnir vissu um áhugamál foreldra sinna. bað liggur nokkurn veginn i augum uppi að, ef samskipti foreldra og barna þeirra eru náin, þá hlýtur hvor aðilinn um sig að vita um á- hugamál hins. Fólk, sem ekki þekkir áhugamál hvors annars, getur ekki átt náin samskipti. Svör unglinganna voru samt að meirihluta á þá leið, að þeir teldu, að foreldrar þeirra ættu sér engin áhugamál. Varla er hægt að gera ráð fyrir að yfir helmingur fullorðinna Reykvikinga hafi ekki áhuga á nokkrum sköpuðum hrærandi hlut. Hitt mundi láta nær sanni, að afar litill timi fari i samræður og samveru foreldra og unglinga á heimilum, svo að hvorugur aðil- inn viti um áhugamál hins. Sú er að minnsta kosti ályktun höfund- ar skýrslunnar. Reyndar er það viða i skýrsl- unni, sem höfundur telur sig finna merki um rofnandi tengsl eða upplausn innan fjölskyld- unnar. bað kemur fram,að ung- lingarnir skera sig nokkuð úr öðrum aldursflokkum hvað snertir sjónvarpsnotkun, en þeir telja sig að mjög litlu leyti háða þvi. Höfundur skýrslunnar getur sér til,að sjónvarpsgláp hinna fullorðnu eigi einhvern þátt i minnkandi samskiptum aldurs- hópa innan fjölskyldunnar. bað kemur einnig fram, að unglingar- nir telja sig i allmiklum mæli óháða foreldrum sinum, bæði hvað snertir almennar hegðunar- reglur og fjárráð. (Aðeins 6% allra unglinganna töldu sig háða foreldrum sinum varðandi vasa- peninga og fatakaup.) Alþreyjingin fyrir mestu Annar forvitnilegur hluti þessarar könnunar er sá, sem fjallar um áhugamál unglinganna og félagslif þeirra og hvað þeim þykir skorta til.að þörf þeirra fyrir félagsleg samskipti sé full- nægt. Ein spurning, sem lögð var fyrir unglingana.hljóðaði svo: Ef verið væri að byggja æskulýðs- og tómstundaheimili i námunda við heimili þitt og þú værir einráður um, hvers konar starfsemi færi þar fram, hvaða fimm atriði myndir þú leggja mesta áherzlu á? bar kemur fram, að dans- skemmtanir eiga mestu fylgi að fagna, þá kemur tónlist og leik- tæki ýmiss konar, en athygli vekur, að störf að hvers kyns íélagsmálum eða pólitik er i núll- punkti. Enginn kýs að starfa i pólitiskum grúbbum taka þátt i rauðsokkastarfi eða þvi um likt, og áhugi á bókmenntum og listum er ekki mikill. í stuttu máli má segja, að alls konar afþreyingar- starfsemi eigi meira upp á pall- borðið en störf að ákveðnum markmiðum, eða skapandi verk- efni yfirleitt. Ef þessi mynd er rétt, er það vissulega vert um- hugsunar fyrir þær stofnanir, sem lengst hafa mótað þetta fólk, þ.e.a.s. skólana og heimilin. En þessar niðurstöður koma einnig víða fram, þar sem fjallað er um áhugamál þeirra, sem spurðir eru. Skyldi hin margumrædda al- þýðumenntun Islendinga vera á undanhaldi. Er sjónvarpið, eins og það er i dag, þeim vanda vaxið að taka við þvi menntunarhlut- verki, sem bóklestur hefur gegnt meðal Islendinga. Lækkun áfengisaldurs Ýmislegt fleira kemur fram i þessari könnun, sem vert væri að minnast á, enda spanna niður- stöðurnar heilar 130 siður. Mikill meirihluti sautján ára unglinga virðist sækja vinveitingahús, og langflestir virðast álita, að lækk- un vinaldurs væri mikið happa- verk, enda geti þeir nú þegar orðið sér úti um vin, ef þeir kæri sig um. Einstaka rödd heyrðist um, að rikið eigi að sjá um dreif- ingu á hreinum kannabisefnum, en þær virðast teljast til undan- tekninga, áhuginn á áfengi er margfaldur á við áhuga fyrir öðrum vimugjöfum. bátt- takendur virðast á einu máli um, að bæta þurfi aðstöðu aldurs- flokksins 15-20 ára til skemmtanahalds og tómstunda- starfs. bá virðast mjög margir óánægðir með tilhögun félags- starfsemi i skólum sinum, en hafa hins vegar áhuga á að taka þátt i henni. Margir unglinganna telja afskipti fullorðinna af tilhögun félagsstarfsemi þeirra allt of mikil. Alþýftumenntunin og líenedikt frá Auðnum. 1 könnun sem þessari lætur höf- undurinn ógjarna uppi álit sitt á þvi, sem fram kemur, en leggur það upp i hendurnar á viðtak- andanum,sem siðar getur dregið sinar ályktanir. Fyrir Islendinga, sem gerzt hafa að töluverðu leyti borgriki má mjög skömmum tima, ætti að vera nokkur fengur að þeim upplýsingum, sem þarna koma fram, og ætti lestur könnunarinnar að geta vakið um- hugsun um ýmsa hluti, sem óþarft er,að liggi i láginni. Eitt atriði að lokum til gamans i sam- bandi við það, sem sagt var áðan um alþýðumenntun Islendinga. Sú fræðigrein, sem nefnist félagsfræði, varð til i Frakklandi og býzkalandi á öldinni sem leið. Á þeim tima var ólæsi almennt meðal alþýðustéttanna i þessum löndum og þekktu þar fáir þessa fræðigrein nema háskólaborg- arar. En sá, sem var fyrstur Islendinga til að nefna hana i riti, var ekki háskólaborgari, heldur bóndi norður i bingeyjarsýslu, sem ekki gat kynnzt henni nema með lestri erlendra rita. bessi bóndi nautekki skólagöngu nema heima i héraði, en fylgdist með þvi, sem var að gerast i háskólum úti i álfu. betta var Benedikt frá Auðnum. jgk

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.