Tíminn - 23.11.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.11.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 23. nóvember 1972 Hann var steinuppgefinn. Sviti, olia og ryk voru orðin að harðri grimu á andliti hans. Hann gekk til frú Portman. „Maðurinn yðar hefur heyrt orðróm um, að kólera sé komin upp, en ég hef ekki trú á, að nokkur fótur sé fyrir þvi”. „Þvi ekki það?” spurði hún. „Það voruð þó þér, sem fyrstir fóruð að tala um kólerubólefni”. „Það var ekki annað en öryggisráðstöfun”. „Já, en ekki hefðuð þér farið að nefna það, ef enginn möguleiki væri á kóleru'Portman sagði: „Það nær ekki nokkurri átt, malarian er senni- lega hættulegri”. „Eins og það væri nú eitthvað betra”, svaraði kona hans. „Hvaðsem þvi liður getum við verið áhyggjulaus”, sagði Paterson. „Við erum með drykkjarvatn til allrar ferðarinnar og þar að auki höfum viðheilmikið af klóri. Við verðum bara að stappa stálinu hvert i annað og haga okkur skynsamlega, þá gengur þetta allt vel hjá okkur”. „Það er svo sem gott og blessað að tala um að stappa stálinu hvert i annað, en þér megið ekki gleyma þvi, að af yðar völdum seinkar okkur um heiian sólarhring eða meira”. „Það er ekkert við þvi að gera”, svaraði Paterson. Paterson fór til majór Brains og Bettesons, sem voru farnir að tjalda með aðstoð Tuesdays og Nadiu. Fyrsta tjaldið var risið og inni i þvi var Nadia á hnjánum við að hreinsa botninn. Paterson stóð andartak og horfði á hana, svo brosti hann til hennar. Hann var ákveðinn i að komast hjá öllu rifrildi og argaþrasi héðan i frá. Slúður frú Portman um Nadiu skyldi ekki einu sinni enda með rifrildi Hannvar sannfærður um, að endalok ferðarinnar væru undir þvi komin, að þau gætu látið sér koma vel saman, þolað bæði súrt og sætt og fundið friðsamlegar lausnir á þeim smávægilegu ágreiningsefnum, sem óhjákvæmilega hlytu að skjóta upp kollinum á leiðinni. Hann var vantrúaður á þetta með kóleruna. Malaria og ef til vill blóðkreppusótt voru óhjákvæmilegar undir slikum kringumstæðum. Hann beygði sig óg fór inn i gulbrúnt rökkrið i tjaldinu, þar sem Nadia kraup með pálmasópinn i keltu sinni. Á sléttri jörðinni mátti viða sjá merki um handlök hennar. Hún horfði á hann þögul, en glamp- inn i svörtu möndlulöguðu augunum hennar var svo sterkur, að hann fann strax hvernig þreyla, gremja og reiði hopuðu úr huga hans. Hann beygði sig og tók með báðum höndum um höfuð hennar, fann mjúka hrafnsvarta hárið og litlu eyrun i lófum sinum. „Þú hefur engin blóm i hárinu”, sagði hann. „Ég skal strax fara og finna blóm”. „Itautt blóm”. „Égskalstrax l'ara og finna bóm”, endurtók hún. llonum lannst hún ekki fullklædd, væri hún ekki með blóm i hárinu. Allt i einu truflaði rödd Portmans hann. Hann stóð fast við tjalddyrnar og hvislaði: „Má ég tala við yður andartak?” Paterson skreið afturábak út úr tjaldinu, og þeir gengu spölkorn frá bilunum. „Tilfellið er, að Hollendingurinn talaði ekki einungis um kóleru —” „Hvað fleira þá”? „Svo virðistsem fimmta herdeildin sétilhér”. „Það er nú ekkert nýtt”. „Fimmtiu Evrópumenn voru myrtir i Shwebo i gær”. „Svo margir Evrópumenn hafa aldrei búið i Shwebo”. „Þetta átti að hafa gerzt i lestá járnbrautarstöðinni i Shwebo”. „Hvaðan hafði hann þetta??” Það hafði Hollendingurinn ekki nefnt.og Portman gat ekki rennt frekari stoðum undir orðróminn. „Þetta er ekki annað en þessar venjulegur sögur, sem alltaf komast á kreik,” sagði Paterson. „Morð, nauðganir, kólera og allt hitt.það þekkjum við”. „Já, en ég held nú samt, að eitthvað sé satt i þvi, sem Hollendingur- inn var að segja”. „Jú það finnst manni alltaf, þegar maður heyrir svona nokkuð”. „Og þetta fer alveg með taugarnar i konunni minni”, hélt Portman áfram. „Reyndu þá að hressa hana upp! Við verðum aðeins að taka öllu rólega og með jafnaðargeði og hughreysta hvert annað þá gengur þetta allt eins og I sögu”. „Hún vill endilega, að við höldum áfram”. „Það væri óðs manns æði”. „Og ég er nú eiginlega á sömu skoðun og hún”. Paterson svaraði ekki strax. Blendingurinn var hvorki fugl né fiskur. Kynþáttadeilur siðastliðinna tuttugu ára og endalausar umræðurnar um kynþáttavandamál snerust alltaf um sambúð hvitra og innfæddra, vald hinna hvitu yfirboðara og ástarsambands milli hvits manns og innfæddrar konu. Aldrei var rætt um blendinga og félagslega stöðu þeirra. Blendingarnir sköpuðu sér- stakt vandamál, sem aldrei var tekið til umræðu. Blendingar voru arf- lausir bæði með tilliti til hins hvita föður og innfæddu móðurinnar, þeir voru stéttlaust úrhrak. Þegar niður i dalinn kom, sá hún, að Paterson hafði lagt bil sinum i skugga nokkurra stórra trjáa i jaðri akursins og stóð þar á tali við Portman. Henni datt i hug, að faðir hennar hlyti að hafa verið álika maður og Paterson, og móðir hennar hafði ef til vill likst Burmastúlkunni Nadiu, sem yfirgaf tjaldið um nætur og læddist til Patersons. Þótt timarnir væru breyttir, liktistsamband Patersonsog Nadiu vafalaust mikið þvi, sem átt hafði sér stað milli foreldra hennar fyrir tuttugu árum siðan i sveitinni utan við Arakan, og hún var ávöxtur af. 1 þá daga hafði ekki skipt svo miklu máli, hvort hvitur maður bjó með Burmastúlku. Fyrr eða siðar kom evrópsk unnusta mannsins fram á sjónarsviðið og þá var Burmastúlkan send til sins heima. Það var ekkert til að gera veður út af, og það sem verra var, að ekkert tillit var tekið til afleiðinganna. Um þessar mundir flæddi japanska innrásarliðið yfir landið, og stórir hópar af burmönsku flóttafólki streymdu i norður til að forða sér burt frá striðinu. Vafi ungfrú Alison og kviði liktust að mörgu leyti þvi, sem þjáði majórinn. Atti hún að halda sig hjá þeim innfæddu, sem hún heyrði þó ekki til nema að hálfu leyti og hjálpa þeim, hugga og hjúkra undir oki Japananna — eða átti hún að halda áfram, yfirgefa landið i hörmungum þess ásamt Evrópumönnunum, sem hún innst inni óskaði að tilheyra? Hún hafði brotið heilann um þetta alveg siðan hún vaknaði ringluð og stirð i aftursætinu á bilnum. Oft var hún i svo þungum þönkum, að hún gleymdi alveg hverjum augum hin litu hana. Þegar hún gekk framhjá Paterson og Portman, heyrði hún þann siðarnefnda segja: „Hann sagði, að þetta væri meira en orðrómurinn, það væri stað- reynd, að kólera væri komin upp.” Þetta kom ungfrú Alison ekki á óvart. Kólera hlyti óhjákvæmilega að brjótast út, þegar slikur fjöldi fólks var felmtri slegið á skipulausum flótta. Vafalaust kæmi einnig upp malaria og blóðkreppusótt og ef til vill lika taugaveiki. Hitinn jókst dag frá degi, og á sólbrunninni sléttunni var ekkert vatn að hafa nema úr áveituskurðunum eða gruggugu pyttunum. Slikar aðstæður voru einmitt kjörnar fyrir kóleru. Lárétt 1) Nes,- 6) Stuldur,- 8) La nd n á m sm a ðu r . - 10) Fiskur,- 12) Kusk,- 13) Hæð.- 14) Farða- 16) Fugl,- 17) Fljót,- 19) Undin.- Lóðrétt 2) Maður,- 3) Komast,- 4) Þyt.- 5) Málms,- 7) Ólæti,- 9) Maður.- 11) Und.- 15) Máimur.- 16) Æði.- 18) Strax.- Ráðning á gátu No. 1265 Lárétt 1) Sviss.- 6) Ána,- 8) Bál,- 10) Lik,- 12) Um,- 13) LI,- 14) Tak,- 16) Lap,- 17) Oró,- 19) Blámi,- Lóðrétt 2) Val.- 3) In,- 4) Sal,- 5) Áburö.- 7) Skips.- 9) Áma.- 11) Ila,- 15) Kól - 16) Lóm,- 18) Rá,- HVELL G E I R I Fimmtudagur. 23. nóvember. 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45 Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45 : Þorlákur Jónsson heldur áfram lestri sög- ~ unnar um „Þriðja bekk B” eftir Evi Bögenæs (4) Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttirkl. 9.45. Létt lög milli liða. Heilnæmir lifshættir 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.15 Búnaðarþáttur Árni G. Pétursson ráðunautur talar um hirðingu sauðfjár (endurt) 14.30 Bjallan hringir Áttundi þáttur um skyldunáms- stigið, enska og danska. Umsjón hafa Þórunn Frið- riksdóttir, Steinunn Harðar- . dóttir og Valgerður Jóns- dóttir. 15.00 Miðdegistónleikar: Gömul tónlist. Charley Olsen og Otfried Miller leika prelúdiu og fúgur i d-moll og fis-moll eftir Buxtehude. Pro Musica Antiqua kórinn i BruxeUes syngur lög eftir Clément Jannequin: Safford Cape stj. Camillo Wanausek og Pro Musica sinfóniuhljómsveitin i Vin leika flautukonsert i G-dúr eftir Gluck, Charles Alder stj. Enrico Mainardi og Hatiðarhl jómsveitin i Lucerne leika Sellókonsert i A-dúr eftir Giuseppe Tartini, Rudolf Baumgartner st. 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir. Tilkynningar. 16.25 Popphornið Dóra Ingva- dóttir kynnir. 17.10 Barnatimi: Olga Guðrún Árnadóttir stjórnar a. Rabb við litla stúlku Unni Pálsdóttur. b. Unnur Páls- dóttir les kvæði. c. útvarps- saga barnanna: „Sagan hans lljalta litla” eftir Stefán Jónsson. Gisli Halldórsson leikari les (14) 18.00 Létt lög. Tilkynningar. . Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar 19.20 Daglegt mál Páll Bjarnason menntaskóla- kennari flytur þáttinn. 19.25 Giugginn Umsjónar- menn: Sigrún Björnsdóttir, Guðrún Helgadóttir og Gylfi Gislason. 20.05 Gestir i útvarpssalEdna Arthur leikur á fiðlu skozka tónlist frá 18. öld: Keith Glossop og Neil Dodd leika með á selló og sembal. 20.30 Um Samuel Beckett og verk hans Inga Huld Hákonardóttir flytur stutt erindi. 20.45 Leikrit: „Eimyrja” eftir Sainuel Beckett Þýðing: Inga Huld Hákonardóttir. Leikstjóri: Briet Héðins- dóttir. Persónur og leik- endur: Henry ..Erlingur Gislason., Anna.. Þóra Friðriksdóttir., Spila- kennari..Sigurður Skúla- son., Reiðkennari. .Karl Guðmundsson., 21.30 Einleikur á pianó: Rena Kyriakou leikur Prelúdiur og etýður op. 104 eftir Mendelssohn. 21.45 „Hafið”, Ijóðaflokkur eftir Jón dr Vör Jóhann Pálsson les. 22.00 Fréttir 22J5 Veðurfregnir, i sjón- hending Sveinn Sæmunds- son ræðir við Sigmar Friðriksson um lifið á Seyðisfirði i gamla daga. 22.45 Manstu eftir þessu? Tónlistarþáttur i umsjá Guömundar Jónssonar pianóleikara. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.