Tíminn - 23.11.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.11.1972, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 23. nóvember 1972 TÍMINN 13 LEITIÐ UPPLÝSINGA Lands smiöjan LANDSSMIÐJAN 7 SÍMI 20680 Hálfnað erverk þá hafið er sparnaður skapar verðmæti C Samvinnubankinn ' s/ ’ _________ Þingeyri: ÞORSKURINN VILL BARA SMOKKFISK JD—Neðri-Hjarðardal. — Sumarið og haustið fram að vetri var hér gott og gjöfult, þvi að þótt þurrkar væru ekki miklir, var þó samfelldi þurrkkaflinn fyrstu dagana i ágústmánuði svo einsýnn, að hann bjargaði öllu, sem þá var laust, með þeim tækjabúnaði, sem bændur hafa flestir nú ráð á. Þá er votheys- gerð hér svo mikil og almenn, að votviðrin urðu flestum ekki veru- lega bagaleg. Heyfengur er þvi hér allsstaðar með langmesta móti og yfirleitt eru heyin góð. Hér lagðist að vetur, er vika var af nóvember. Fennti á mar- auða jörð, bæði á láglendi og fram til dala. Nýræktir fóru undir snjó algrænar. Um miðjan nóvember kom fé hér almennt á hús og hey og er það mun fyrr en mörg undánfarin ár. Snjór er þegar orðinn mikill á lágléndi og vegir innsveitis þung- færir. Á Þingeyri var slátrað i haust 6961 kind, þar af dilkar 6777, er lögðu sig á 15.5 kg. kjöts að meðaltali og er það svipað og sl. haust. Þyngsta dilkskropp átti Guðmundur Ingvarsson, sim- stjóri á Þingeyri, 26.2 kg. Sjór héðan var ekki sóttur i október, enda litlar gæftir, mann- afli ekki til tviskipta i sláturtið- inni og bátarnir i viðgerð og þess- vegna ekki færir til róðra fyrr en viku af nóvember. Siðan hafa bát- ar kaupfélagsins róið, báðir með linu og aflað vel, enda beitan inn- fluttur smokkfiskur, þvi annað þýðir ekki að bjóða þeim gula. Þorskurinn er bæði stór og jafn og stórýsa veiðist einnig, og er hvor tveggja úrvals hráefni. Óvenju krankfellt hefur verið á Þingeyri undanfarið. Hafa heilar fjölskyldur legið i einu og full- hraustir karlmenn ekki fullvinnu- færireftir vikulegu. Af 80börnum á Þingeyri sluppu aðeins 4 við pestina og loka varð skólanum i bili, þá voru aðeins helmingur barnanna mætt. t kaupfélagi Dýrfirðinga voru aðeins 2 mættir i verzluninni af 6 manna starfsliði i nokkra daga og einn daginn, aðeins einn.Þetta er Bezta fáanlega efnið í hilluinnréttingar í geymslur, vörulagera, vinnuborð, færibönd, vagna o. fl. o. fl. þó að mestu um garð gengið. Á Bildudal er svipaða sögu að segja, en sveitirnar og Núpsskól- inn hafa sloppið miklu betur, enn sem komið er. Læknislaust er á Þingeyri og viðar, og er slikt uggvænlegt. 7834 manns komu í okt. SB—Reykjavik. Til landsins komu i október- mánuði 7835 manns, íslendingar og útlendingar. útlendingar voru öllu fleiri, 4044 á móti 3795 íslend- ingum. Mikill meiri hlutinn kom með flugvélum, aðeins 385 með skipum. Flestir útlendinganna voru Bandarikjamenn, 1970 næstir komu Þjóðverjar 342, þá Bretar 299 og Svisslendingar 284. Frá fjölmörgum löndum kom aðeins einn maður og má þar nefnda Equador, Ghana, Túnis, iran, S-Kóreu, N-Vietnam, Venezúela, Marokko, Paraqyay og Bóliviu. Norðurlandabúar, sem heim- sóttu okkur i október voru færri en oft áður, eitthvað á annað hundrað frá hverju landi. Tilraunaeldhús osta- og smjörsölunnar og SÍS: BÝR TIL UPPSKRIFTIR OG RANNSAKAR MATVÖRUR Trúlofunar- Jjj HRINGIR SB-Reykjavik Tilraunaeldhús Osta- og smjör- sölunnar og Sambands islenzkra samvinnufélaga tók til starfa fyr- ir skömmu.. Mun það annast til- raunastarfsemi i sambandi við hagnýtingu kjöts, injólkurvara og annarra landbúnaðarafurða, sjá um útgáfu uppskrifta og fræðslu- bæklinga og annast vörukynning- ar i verzlunum. Osta- og smjörsalan hafði áður um þriggja ára skeið rekið litið tilraunaeldhús, þar sem gerðar voru margvislegar tilraunir i sambandi við islenzkan ost til matargerðar. Þótti starfsemi þessi gefa það góða raun, að Af- urðasalan réði i þjónustu sina tvo húsmæðrakennara, Guðrúnu Ingvarsdóttur og önnu Finnsdótt- ur til að vinna að kynningu á vör- um þeim, sem fyrirtækið selur til verzlana. í siðustu sláturtið voru haldnar kynningar i mörgum verzlunum i Reykjavik og Hafnarfirði, þar sem kynntir voru réttir úr innmat og dreift uppskriftum. Guðrún Ingvarsdóttir dvaldist i Sviþjóð i tvo mánuði til að kynna sér starfsemi tilraunaeldhúsa þar. F’yrsti uppskriftabæklingur til- raunaeldhússins er kominn út og nefnist hann — Tólf lambakjöts- réttir frá tiu löndum. Er honum dreift i verzlunum nú i sambandi við auglýsingadagskrá i sjón- varpinu. Þá er það hlutverk tilraunaeld hússins að hafa heilbrigðis- og gæðaeftirlit með vörum, sem framleiddar eru hjá Afurðasöl- unni og mun Anna Finnsdóttir hafa þær rannsóknir með hönd- um. „Treystum okkur ekki til Fljót afgreiösla Sent i póstkröfu GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON gullsmiður Bankastræti 12 að þekkja a\\a þjóna landsins" | HjÚkrunarkonur daHofla morlrt til uoif incíocnlii lm\7r\tii 9 flriclrnr* r»f KoX Gjafir til sjúkrahúss Akraness GB—Akranesi. Ingvar Gunnarsson, Laugar- braut 14, Akranesi, er lézt 8. októ- ber s.l., arfleiddi Akranes að ibúðarhúsi sinu, sem er tveggja ibúða vandað steinhús. Bruna- bótamat þess er 1 milljóh og 200 þús. kr. Einnig hefur sjúkrahúsinu bor- izt 10.000 króna gjöf frá börnum Ingibjargar ólafsdóttur og Gunn- ars Bjarnasonar, Vesturgötu 111, Akranesi. Þess skal getið að gjaf- ir til sjúkrahússins eru frádrátt- arbærar til skatts. $ Klp-Reykjavik. Starfsfólk áfengisútsalanna i Reykjavik hefur skrifað yfir mönnum sinum hjá ÁTVR bréf, þar sem þeir biðja um að verða leystir undan þeirri ábyrgð, að þurfa að þekkja alla þjóna borgarinnar. Ástæðan er sú, að þeim hefur verið uppálagt að afgreiða ekki þjóna, eða annað starfsfólk veit- ingahúsanna, um verulegt magn af áfengi. Er þetta gert til að koma i veg fyrir að veitingahúsin geti selt áfengi, sem ekki er sér- staklega merkt til veitingasölu. Eða með svonefndum VH-miða. Einn starfsmanna i útsölu hér i Reykjavik, sagði i viðtali við Timann, að þeir sem þar ynnu, treystu sér ekki til að þekkja alla þjóna eða starfsfólk veitingahúsa borgarinnar. Enda væri kaupið hjá þeim svo lágt, að þeir hefðu ekki efni á þvi, að heimsækja þessi hús svo oft, að þeir næðu að þekkja allt starfsfólkið. Einnig væri það spurning, sem væri erfitt að svara, hvað væri — talsvert magn af áfengi. Sumir teldu það talsvert magn ef þeir keyptu 2 flöskur, aðrir, ef það væru 10 eða 12 flöskur, og það væri ekkert óalgengt að keypt væri meir en það, eins og t.d. i sambandi við afmælisboð eða brúðkaup. Það væri þvi heldur hvimleitt, að þurfa að spyrja alla, sem keyptu eitthvað meir en 5 til 6flöskur-, hvort hann væri þjónn. Ef svo væri, ætti þá ekki að af- greiða hann, þó svo að hann væri að kaupa fyrir sjálfan sig. Þjónar drykkju áfengi lika, — svipað og aðrir tslendingar. VL. Hjúkrunarkona óskast að barnadeild Heilsuverndar- stöðvar Reykjavikur frá n.k. áramótum. Fullt starf. Frá sama tima óskast einnig hjúkrunarkona til afleys- inga i heimahjúkrun, tvo daga I viku. Forstöðukona veitir nánari upplýsingar i sima 22400. fcl ■ýcT 0. W / v j » ' :•, v* ‘•Mvr • .v- >* r Ileilsuverndarstöð Iieykjavikur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.