Tíminn - 24.11.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.11.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 24. nóvember 1972 „Lægstu launin verða að hækka — ,,mikið hefur áunnizt sl. ár" vv Á ASí-þingi sitja fulltrúar viðs vegar að af landinu. Viðhorf þeirra eru vafa- laust jafnmörg og höfuðin og mun fleiri en staðirnir, sem þeir koma frá. Okkur þótti því vel til hlýða að hitta nokkra þingseta að máli, og spyrja þá um at- vinnuástandið á sínum stað og auk þess um þingstörfin, horfurnar framundan og helztu baráttumál framtiðarinnar. Fara svör þeirra hér á eftir. Röng skipting þjóðarteknanna Fyrst hittum við að máli Jóscp Kristjánsson, frá Raufarhöfn, en hann er einn yngsti fulltrúinn á þinginu. Hann kveður atvinnu- ástandið á Raufarhöfn heldur bágborið, þvi að nú sé búið að selja togbátinn Jökul, sem þar hefur Iagt upp, en nýr skuttogari frá Japan er væntanlegur i vor. A þinginu finnst mér vera allt of mikið þras um þýðingarlitla hluti, segir hann. — Knn hefur ekkert Jósep Kristjánsson verið tekið á þýðingarmiklum málum, heldur mest deilt um keisarans skegg. Ályktanirnar, sem fyrir þinginu liggja er ég óánægður með á margan hátt, einkum upphaflegu tillöguna um kjara og atvinnumál, sem ég tel að brjóti i bága við grundvallar- sjónarmið verkalýðsstéttarinnar, með þvi að segja að stefna beri að sem nánastri samvinnu rikis- valds og aðila vinnumarkaðarins, með það fyrir augum að fá sem örasta og jafnasta framleiðslu- aukningu og vaxandi þjóðartekj- ur, og út frá þvi árvissar kaup- hækkanir verkafólks. Ég tel að lægstu launin séu svo lág vegna rangrar skiptingar þjóðartekn- anna, en ekki sökum of lágra þjóðartekna. Réttlátt skiping þeirra er þvi aðalmálið i dag. Stefnir i rétta átt Guttormur óskarsson, frá Sauðárkróki segir aö þar hafi atvinnuástandið verið gott fram til þessa, en búast megi við minni vinnu i skammdeginu. Heldur ógæftasamt hefur verið og afli misjafn, en margir höfðu atvinnu við slátrun á meðan hún stóð yfir, þ.á.m. fjöldi fólks framan úr Skagafirði. Nú er verulegur iðnaður risinn upp á Sauðárkróki, og atvinna þvi tryggari en viða annars staðar. Þingið finnst mér mjög rólegt og skipulagning þess góð, segir hann, eins finnst mér góður andi rikja hér, þó að vitaskuld slettist upp á vinskapinn öðru hverju. Ég er ánægður með ályktunartillög- una um kjara- og atvinnumálin i heild sinni, og vona að hún verði samþykkt. Mér finnst hún og (íuttorniur óskarsson Ragnar Jónasson Kristján Asgeirsson fleiri tillögur, sem liggja fyrir, stefna mjög i rétta átt, og sýna skilning á þvi ástandi, sem nú rikir á landinu, og þvi sem fram undan er. Ekki staðið nóg að málefnum Saniúel .1. Kliasson, er einn lulltrúanna frá tsafirði. Hann segir m.a. að atvinnuástandið á Isalirði fari mjögeftir gæftum og afla hverju sinni. Nú undanfarið hefurgefið mjög illa, en al'li á linu verið góður, þegar róið heíur ver- ið. Þingið l'innst mér prýðilega skipulagt, en heldur mikið af limanum fer i ómálefnalegt þras, málefnunum er ekki fylgt nóg el'tir, segir Samúel. Saniúel .). Kliasson samlega og vel, segir Ragnar, eiginlega er það miklu rólegra en ég hafði búizt við. Fólkið er sam- stillt, og tillögur mjög i skilningsrikum anda, gagnvart ástandinu eins og það er i dag. Stjórnarskiptin voru verkafólki mjög hagstæð Sæmundur Valdimarsson, frá Dagsbrún i Reykjavik hefur þetta að segja: — Timinn þessa fyrstu daga hefur verið illa notaður. Það er samningabragur á þessu, litið er gert fyrst l'raman af, en síðan á að keyra allt i gegn siðustu nóttina. Ég er ánægður með framkomna lillögu i kjaramálunum, og von- Sæiuundur Valdimarsson Tilraunir með rækjuvinnslu eru i uppsiglingu. Þingið er mjög vel undirbúið, segir hann. Það er ekki við skipu- iagsnefnd að sakast, þó að upp komi ágreiningurAðmínumdómi var ekki hægt að afgreiða mál múrara á annan veg en gert var, enda var niðurstaða beggja til- lagna hin sama — sem sagt að greiða skuldina, og fá þá full rétt- indi til þingsetu. Stjórn ASl hefur haldið vel á málunum þetta kjörtimabil, þó að enn vanti að visu mikið á, að lægstu launin séu nógu há. Stöð- ugt þarf að vinna að þvi að bæta þau og gera þar stórátak. Það er löngu orðið timabært að stöðva þá framrás, sem stöðugt leiðir til aukins launamisréttis. Aðalmál næstu stjórnar verða óneitanlega kjara- og atvinnum., og þar þarf einkum að gæta þess, að bæta laun hinna lægstlaunuðu, eins og ég sagöi áðan. Auk þess þarf mjög að bæta kjör þeirra, sem vinna að útflutningsframleiðsl- unni. Það fólk hefur ekki nándar nærri þvi það kaup, sem vinna þeirra segir þjóðhagslega til um. Allt í lagi að lækka kaup þingmannanna llerdis ólafsdóttir, frá Akranesi hefur mikið beitt sér fyriraukinni vinnuvernd og bætt- um aðbúnaði á vinnustöðum. — Ég held að fólk sé nú loksins að vakna til meövitundar um þessi mál. Þetta er t.d. fyrsta þingið, þar sem þessi mál eru i sviðsljós- inu, segir hún. Það er fólkið við framleiðslustörfin, sem hefur erf- iðustu vinnuna og býr við lökustu Stjórnin þarf aö fylgja samþykkt- um þingsins vel eftir. Mikið hefur áunnizt i tið fráfarandi stjórnar, og starf hennar i flesta staði verið gott. Ég vona að næsta stjórn verði ekki siðri og vona allt hið bezta, segir Samúel að lokum. Þingstörf ganga friðsamlega og vel Ragnar Jónasson. frá Fáskrúðsfirði, situr ASt-þing nú i fyrsta sinn. Hann segir, að at- vinnuástandið á staðnum hafi verið gott, en fari nú heldur verznandi sökum gæftaleysis sið- ustu vikur. Ekki mun koma til at- vinnuleysis i vetur að hans áliti, til þess eru framkvæmdir of miklar. Fjöldi manns vinnur við skipasmiðastöðina og verkefni þar skortir ekki. Eins eru á staðn- um miklar byggingaframkvæmd- ir, t.d. eru Póstur og Simi að byggja þar stórt og mikið hús. — Mér finnst þingið ganga frið- ast til að hún verði samþykkt. Siðustu árin hafa verið hagstæð verkafólki, einkum vegna stjórn- arskiptanna i júli 1971. Hjá hinni nýju rikisstjórn hefur sambands- stjórnin mætt meiri skilningi en áður, og mikið hefur áunnizt þetta siðasta ár. enda velvilji rikis- stjórnarinnar greinilegur. Um þingstörfin vil ég segja það helzt, að það virðist mjög vel und- irbúið og miklu pappirsflóði rign- ir yfir fólkið. Launamisrétti allt of mikiö Kristján Asgeirsson, frá Húsavik segir, að atvinnuástand- ið þar hafi verið mjög gott öll sið- ustu árin. — Nú eru þar miklar byggingaframkvæmdir, segir hann, og mikil atvinna á þvi sviði. Aftur á móti hafa aflabrögð verið afleit nú undanfarið og gæftir slæmar. Nú vantar þvi frekar fisk en fólk i fiskiðjuverið, en undan- farið hefur þvi verið öfugt farið. Ilerdis ölafsdóttir skilyrðin. Þar er mikilla bóta þörf. Þingið hefur gengið eðlilega og vel og málin leystst sæmilega greitt, enda er það mjög vel und- irbúið. S.l. ár hefur góður árangur náðst, en enn er lagt i land með að við getum lagt blessun okkar yfir kjör hinna lægstlaunuðustu. Að hækkun á þeim þarf stöðugt að vinna. Til mótvægis við það mætti t.d. afnema vísitöluuppbætur þeirra, sem hafa hærri mánaðar- laun en t.d. 40.000 kr., og eins mætti lækka kaup þingmanna og margra annarra... Eins er mikil vinna framundan, að þvi er tekur til tryggingamála og vinnuvernd- ar. Þar má t.d. nefna verðtrygg- ingu lifeyrissjóðs verkalýðs- félaga, hvernig svo, sem þvi verður fyrirkomið. Afnema þarf vísitöluna í núverandi mynd Höskuldur Helgason, situr þingið fyrir Bilstjórafélag Akur- eyrar, en áður en hann gaf sig að akstri hefur hann unnið mörg lág- launastörf. — Kjör hinna lægst launuðu verður umsvifalaust að bæta, segir hann. Eins er visitalan i nú- verandi mynd algerlega óviðun- andi, eða hvaða réttlæti er i þvi, llöskuldur Helgason að þegar hinn lægstlaunaðasti fær 2.000 kr. i uppbót, þá fái aðrir kannski 5.000 eða 10.000 kr.? Þetta stuðlar að auknu launamis- rétti en ekki að launajöfnuði. Ég sVil visitöluna svo, að hún sé bætur fyrir hækkanir á nauð- synjavörum, og þær hækkanir koma verr niður á láglaunafólki en öðrum, og þvi ætti það að fá hærri bætur, ef nokkuð er. Annars yrði það sjálfsagt réttlátast að allir fengju sömu krónutölu i upp- bót, en ekki sömu prósentutölu einsog nú er. Barnafólk ætti frek- ar skilið hærri greiðslur en aðrir. Eins mætti svo gjarnan afnema visitölubætur á hærri laun en nemur ákveðinni upphæð, t.d. 40.000. Annars virðist einhver feimni rikja við visitöluna hér, fæstir virðast vilja minnast á hana. Ég tel að næsta samningi nefnd ætti að taka hana og allt henni við- komandi til gaumgæfilegrar at- hugunar. Ég bjóst við öðruvisi þingi nú, reyndar er það betur undirbúið en oftast áður, en þetta er alltaf sama kjaftæðið. Útlitið framund- an tel ég slæmt, og lizt fremur illa á allt ástandið, en vonandi tekst þetta allt saman vel, segir Höskuldur að lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.