Tíminn - 24.11.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.11.1972, Blaðsíða 11
Föstudagur 24. nóvember 1972 TÍMINN 11 SPÆNSKUR BRACDAREFUR Lazarus frá Tormes. Guðbergur Bergsson þýddi úr spænsku og ritaði eftirmála. Útgefandi: Mál og menning, Reykjavik 1972. Þessi saga er rituð af óþekktum spænskum höf. á 16. öld, kom fyrst út 1554. Sagan er upphafs- verk bókmenntateg., sem á spænsku heitir la novela picaresca, en á islenzku myndi nefnast prakkarasaga. Með henni var brotið þvert i bága við þá hefð riddarasagna, sem rikti á þeirri tið, og á eftir fylgdu ýmis verk i áþekkum stil: frægust er saga Cervantes, Don Quijote. Hún hefur löngum verið talin hafa gengið af riddarasögunum dauð- um, og hlaut þvi meiri frama í bókmenntunum en sagan um Lazarus, enda mun stærra verk. Þannig verða það tiöum spor- göngumenn sem vinna sér i sögunni sess brautryðjenda. I rækilegum eftirmála lýsir þýöandinn sögulegri stöðu Lazarusar á þessa leið: „Hún tróö braut nýjum frásagnarhætti með sinni niðurrifsuppbyggingu (!) og fæddi i heim skáldskapar- ins áður óþekkta aðalpersónu: mann af lágum stigum. Hinn ætt- lausi maður, andstæða ættbornu hetjunnar, maðurinn, sem hvorki drýgir dáðir, né vinnur önnur afreksverk, en þau að sigra i lifs- baráttunni sökum klækja sinna, var nú i bók á borð berandi (!)...Annað merkilegt nýmæli lifssögunnar er það, að höfundurinn segir hana i fyrstu persónu og að hún er saga ein- staklings.” Nú er það alkunna að skáld- verk, sem talin eru skipa merkan sess i bókmenntasögu, hljóta tiðum þau örlög að fyrnast þar og rykfalla, enda er stundum sagt i gamni að klassisk séu þau rit- verk, sem allir þekki en enginn lesi. I sinu hefðgróna sæti verða þau i augum almennra lesenda einskærar fornminjar. En þetta á engan veginn við söguna um Lazarus frá Tormes. Hún er klassisk i þeirri góðu merkingu að hana getur hver nútimamaður lesið sér til ánægju eins og hún kemur iyrir. Sagan lýsir flakki Lazarusar með grátbroslegum hætti og samskiptum hans við ærið misjafna húsbændur, að ekki sémeira sagt. Verður þar trúlega minnisstæðastur skjaldsveinninn, sem svo rika stund lagði á að varöveita heiður sinn, þótt hann ætti ekki málungi matar, i bók- staflegum skilningi: „Mér finnst hann hefði átt að sýna minni merkikertishátt, stærlætið hefði eðlilega átt að minnka eftir þvi sem skorturinn jókst. En mitt vit segir mér, að þannig manntegund fylgi fastri reglu. Þeir halla hatt- inum, þótt þeir eigi ekki á lappirnar. Guð verði þeim náðugur, þvi að með þessum ósköpum deyja þeir.” Þannig er lýst jafnt sögumanni sjálfum sem öðrum persónum, i samleik háðs og samúðar fylgir höfundurinn ferli Lazarusar, hversu hann lærir af umhverfinu að beita þeim brögðum, sem að haldi koma, unz hann aðlagast þjóðfélagsskipuninni með hag- kvæmum en býsna hlálegum hætti. Og þó háð og spé sé rikt einkenni sögunnar eru þau orð þýðanda næsta vafasöm, að viðhorf höfundar „til Lazarusar einkennist af sárustu kaldhæðni, sem stendur ofar allri samúð og skilningi.” Sá er einmitt galdur frásagnar að láta þessi tvö sjónarhorn renna saman i eitt, svo að ekki megi finna þar á nein skil: þetta hefur höfundi Lazarusar tekizt og þessvegna lifir bók hans. Eftirmáli Guðbergs Bergs- sonar er um sumt fróðlegur. Einkum er þarflegt að fá i hendur greinargerð um sögulegar for- sendur verksins og þjóðfélagsað- stæður á Spáni þegar sagan varð til. Hitt er vafasamara, að þýðandi útlisti söguna i löngu máli eins og Guðbergur gerir. Lesandanum er enginn greiði gerður með oftúlkun: auk þess skýrir þýðandi söguna með sliku yfirlæti, að engu er likara en hann vilji giröa fyrir aö lesandinn leggi i hana annan skilning. Hlutverk þýöanda er þó einkum að miðla ritverkum til nýrra lesenda, en siður hitt að segja mönnum fyrir um hvernig þeir skuli lesa þau. Eftirmálinn er vitaskuld fróð- legastur um þýðandann sjálfan, og er vart að efa að þeir, sem mætur hafa á ritmennsku Guð- bergs Bergssonar, muni taka honum tveim höndum. Ég dreg ekki dul á, að sitthvað i stilfari, setningaskipan og orðavali þessa höfundar er mér litt að skapi. Þannig er viða i eftirmálanum að finna smekklitið klambur: telst þó vafalaust hótfyndni, að láta sér ekki vel lika málsmeðferð sliks nýjungamanns sem Guð- bergs. En vart getur sá talizt rit- snjall ersvo tekur til orða: „I bók á borð berandi....fæðingja listformsins..varnaði aðgerðum upplausninni til úrbóta...með orðum einhverra sem gengnir eru undir græna torfu.T fúlustu alvöru lifsins.” og annað orðahröngl er i þessum stil. Og ekki sé ég listræna nauösyn þess (ef gert hefur verið af yfirlögðu ráði) að umsnúa þessum ágæta málshætti: Oft er það i koti karls sem kóngs er ekki i ranni. .Þýðing sögunnar tjóar vist ekki öðrum að dæma en þeim, sem læsir eru á frumtungu hennar. Þýðandi tekur skýrt fram, hversu lita beri á þetta verk, segir það sina „skoðun á þýðingu bókar, að hún sé þýðing, verði aldrei annað en þýðing, og eigi ekki að vera annað en þýðing. Vegna þessarar skoöunar heíur mér aldrei dottiö i hug að islenzka Lazarus.” Við þetta má bæta að þýðing bókar hlýtur einnig að vera þjónusta við tungu og bók menntir þeirrar þjóðar, sem hún er ætluð. Enginn þýðandi kemst hjá að leggja fram slika þjónustu, hversu sem honum fer það úr hendi. Eins og menn vita hafa ýmsar islenzkar þýðingar klassiskra verka heimsins haft ó- mæld áhrif i bókmenntun þjóðarinnar, — vegna þess að þar hafa um vélt málsnjallir menn og listfengir. Og góð þýðing er jafnan með nokkrum hætti nýsköpun. Slikt vill Guðbergur Bergsson forðast eins og heitan eldinn, og ber þvi við, að ts- lendingar eigi ekkert verk hlið- stætt Lazarusi. Þannig hliðrar hann sér hjá vanda þess og veg- semd að skila erlendu skáldverki á islenzka tungu með listrænum hætti. Verki sinu ætlar hann ekki stærri hlut en þann, að það sé sómasamleg versjón: og sú ætlun hefur tekizt að þvi er bezt verður séð. Þannig nær útgafa bókarinnar þeim tilgangi þýðanda „að gefa lesendum kost á að komast i kynni við fyrstu skáldsögu og höfuðrit „evrópskra prakkarasagna." Og vist er gaman að kynnast þessum hrekkjalómi frá sextándu öld, og sjá hve hann er útsmoginn enn i dag. Gunnar Stefánsson. Guðbergur Bcrgsson Nú á þessu hausti hófst starf lýðháskóla i Skálholti. Hann starfar að mestu á vegum kirkj- unnar eða undir hennar merkjum undir stjórn ungs prests, Heimis Steinssonar. Margir spyrja: Hvað er lýð háskóli? Er hann frábrugðinn öðrum skólum? Veitir hann nokk- ur sérréttindi? Gefur hann góða menntun? A þessu ári 1972 er hundrað ára ártiö þess manns, sem fyrstur stofnaði lýðháskóla og tendraði þann loga menntunar og hug- sjóna.sem þeireiga að kveikja til að lýsa, verma og gleðja með. Það er Grundtvig, danskur prestur, skáld og fræðimaður, sem sumir telja einn hinn mesta menningarfrömuð og helzta and- ans stórmenni Norðurlanda fyrr og siðar. Hann er oft nefndur i sömu andrá og Sören Kierkegard, Björnson, Ibsen og Brandes, svo hér má telja merkilegan mann á ferð, þótt flest sé ólikt þvi, sem var i fyrri daga. Lýðháskóli handa þroskuðu fólki, helzt ekki yngra en 18 ára, var ein helzta hugsjón þessa stór- mennis. Þar skyldi vera aðal- inarkmiö að efla þjóðrækni, félagsþroskaog kristilegt siögæð- isuppcldi. Læra skal fyrir lifið,en ekki fyr- ir skólann. Þess vegna eru próf i tölum talin litilsvirði, en hins veg- ar mest um vert að efla háttvisi, ábyrgðartilfinningu og fagur- skyggni. Hið lifandi orð skyldi vera aðalkennslutækið. Þess vegna var og er einkum kennt i fyrirlestrum og samtöl- um, jafnvel með fundarsniði. Námsefni er skipt i flokka undir leiðsögn kennara, sem leiðbeina bæöi um bókaval, efni og aöíerðir til sjálfsnáms. Einnig er gefinn kostur á venju- legu lexiunámi, einkum i tungu- málum og stilæfingum. Þá eru ferðalög og nú orðið nivndasýningar mikilvægur þátt- ur i kennslu og námi lýðháskól- anna. Bókasöfn slikra skólaeruog beinlinis kennslutæki og mikið notuð á sem hagkvæmastan hátt. Fjölbreytt tónlister og talin alger nauðsyn til menntunar á lýðhá- skólum. Og ekki má nú gleyma, að frjálslegt og auðúgt félagslif er talið meðal hins mikilsverðasta i námsefninu. Umræðufundir eru um fjöl- breytt efni ásamt söng einu sinni og tvisvar á viku og föst venja að hafa guðsþjónustu á helgum dög- um og jafnvel stuttar bænar- stundir kvölds og morgna. Inntökupróía er ekki krafizt, en æskilegt að nemendur hafi lokið gagnfræðaprófi eða einhverju hliðstæðu námi, séu þjálfaðir i félagslifi og auðugir að reynslu úr atvinnulifi og starfsháttum sinn- ar þjóðar. Árelius Nielsson. Fjölbreytt lifsreynsla og lifandi áhugi er talið bezt i undirbúningi til náms i lýðháskólum. En auð- vitað er skólanám góð undir- staða, hafi það veitt andlegan þroska. I lýðháskólum eru sumir stú- dentar, aðrir iðnverkamenn og enn aðrir aðeins úr reynsluskóla lifsins. Þar læra nemendur ef til vill ekki siður hver af öðrum en af kennurum skólans. Lýðháskóla er ekki ætlað að vera fræðslustofnun fyrst og fremst, heldur miklu fremur menningarmiðstöð til að efla per- sónuleika nemenda og þátttak- enda i verkefnum skólans. Sú námstilhögun, sem sögð er algengust nú,er sú, að nemendur sitja i kringum stórt borð eða borðasamstæðu. Oft verður naumast greint i fljótu bragði hver kennarinn er, enda geta allir verið það eftir vissum reglum. Nemendur taka einnig virkan þátt i stjórnun og ákvörðunum skólans. Þar er nemendaráð, sem skipar aftur margs konar nefndir. sem eiga að starfa til aukins þroska og meiri ábyrgðar. Lýðháskólar Norðurlanda eru sagðir sitt með hverju sniði. I dönsku skólunum situr enn hið „lifandi orð” i öndvegi i anda Grundtvigs. Norsku skólarnir leggja meiri áherzlu á hagnýtar námsgreinar og jafnvel starfs- fræðslu ,og i þvi ganga sænsku skólarnir enn lengra með öllu sinu föndri og listrænu vinnu- brögðum. Þeir fá bezta og jafnasta að- sókn, en þar er einnig bezt aðbúð og vinnuskilyrði öll til fyrirmynd- ar. En ekki skyldi þó gleymt, að verkleg aðstaða, aðferðir og tækni eru og mega ekki verða annað en tæki til að þjóna aðal- markmiði lýðháskólanna — þjóð- rækni án hroka, félagsþroska með fórnarlund og siðgæðis- þroska i kristilegum anda og frjálsum án allra fordóma og flokkadrátta. Slik menningarstofnun verður væntanlega i Skálholti um ókomin ár og aldir. „Ljós yfir landi, þaö er þörfin mest”. Vartyrði viðleitni og tak- mark lýöháskóla á Islandi betur orðað en i erindi eins af helztu nemendum hins islenzka bað- stofuskóla, Stephans G. Steph., er hann segir: „Þitt er menntað afl og önd eigir þú fram að bjóða: llvaxsan skilning, baga hönd hjartað sanna og góða. Gott er þá einnig að minnast þess, að baðstofumenningin is- lenzka með kvöldvökum sinum var einn helzti þátturinn i hugsjón Grundtvigs, er hann skóp lýðhá- skóla sina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.