Tíminn - 24.11.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.11.1972, Blaðsíða 15
Köstudagur 24. nóvember 1972 TÍMINN 15 Hún skildi strax, hvernig málum var háttað og hvers vegna þeir kusu að tala um þetta undir fjögur augu. Hún vissi sem var, að bezt mundi vera, að hinar konurnar kæmust ekki á snoðir um þetta. Hún hrökk upp úr hugsunum sinum við að frú Portman sagði: ,,Ég fer og tala við Paterson, ég verð að fá að vita, hvað það var, sem hann sagði við hana”. Hjá bil Portmans lá frú Betteson og grét móðursýkislega, en þó var augljóst, að kasíið var að fjara út. Þau höfðu veitt henni alltof mikla at- hygli og aumkað hana geysilega, Ungfrú Alison hafði fundizt það óþarfi og hún sagði: „Það svarar ekki kostnaði. t yðar sporum léti ég það vera”. „Hvað segir þér?” „Ég sagði að það væri ekki ómaksins vert og að i yðar sopum léti ég það vera.” „Þakka, en það vill nú svo til, að þér eruð ekki ég”. „Móðursýkissjúklingar eru svona, þeir halda áfram bara til að vekja athygli og meðaumkun.” „Ég hef engan áhuga fyrir móðursýkinni i henni, það er sann- leikurinn, sem ég vil fá að vita”. „Já — já, gerið sem þér viljið.” „Og ég vil ekki hafa, að þér talið til min á þennan hátt!” bætti frú Portman við „Ég hef þegar þolað yður of mikið!” Frú Portman lagði af stað til mannanna tveggja við buikkinn. Hún var móðguð og gröm yfir þvi, hvernig blendingsstúlkan hafði leyft sér að tala við hana. Alveg var þetta dæmigert fyrir blendingana, hugsaði frú Portman. Alltof margir þeirra voru með einhvern blending til að reyna að láta fólk taka mark á sér og tylla sér til jafns við þá hvitu. Alltof margir höfðu hlotið menntun og voru nú allsstaðar sem kenn- arar eða hjúkrunarkonur og slógu um sig með nýtizku sálarfræði og róttækum skoðunum. Þessir blendingar, sem þóttust vera eitthvað, voru miklu verri en hreinir Burmabúar. „Segið mér herra Paterson, gerið þér yður ljóst, að þér eigið sök á alvarlegu taugaáfalli, sem frú Betteson hefur fengið?” „Nei,” svaraði Paterson. „Það þykir_m'ér leitt að heyra”. „Hún hefur verið algerlega miður sin, siðan þér óðuð upp á hana. „Ekki minnistég þess nú að hafa skammað hana.” „Hún fullyrðir.að svo sé”. Portman blandaði sér i málið og sagði: „Heyrðu góða min, skiptir þetta kast frú Bettesons svona miklu máli?” „Þetta getur þú sagt, sem ekki hefur þurft að annast hana allan siðari hluta dagsins. Hún hefur fengið alvarlegt taugaáfall”. Paterson sneri frá. Hann sá ekki fram á að geta komið blöndungnum i lag um kvöldið, og timi var kominn til að koma tjöldunum upp. „Þér skulið ekki halda, að þér getið skotið yður undan ábyrgðinni með að stinga af, herra Paterson”. „Ég þarf að koma tjöldunum upp, svaraði hann. „Hefðuð þér farið að tjalda i stað þess að stumra yfir frú Betteson, væri hún búin að ná sér núna”. „Við sáum enga ástæðu til að vera hér i nótt, þótt blöndungurinn yðar væri i skralli.” „Nú,en nú verðum við hér samt sem áður i nótt”. „Eruð þér búinn að koma blöndungnum i lag?” „Nei”. „Hvenær verður hann þá kominn i lag?” , Um hádegisbilið á morgun.vona ég.” „Vonið þér! Og þér eruð alveg rólegur yfir þvi! ” Portman greip fram i og sagði: „Já, en þetta breytir öllu, gerið þér yður ekki grein fyrir þvi, Pater- son. Ég á við þegar-- ”. „Hvað er það, sem þú átt við, væni minn”, sagði frú Portman upp- örvandi. „O, svo sem ekkert,” svaraði Portmann. „Hvernig getur það breytt öllu?” spurði frú Portman. „Ekkert, góða min, ég var bara að þvæla”. Portman reyndi að komast úr klipunni. „Ég veit þið leynið mig einhverju. Paterson vildi ekki segja mér hvers vegna vesalings konan er alveg miður sin, og þú veizt greinilega eitthvað, sem þú ekki vilt segja mér”. „Það er ekkert” endurtók Paterson. „Ekkert, sem skiptir máli”. „Já, enfyrst það skiptir ekki máli, þvi skyldi ég ekki mega vita það”. Þá hrópaði Paterson: „Brain! Gætuð þið Betteson ekki farið að tjalda. Ég kem eftir smá- stund”. Portman varð hálfpartinn feginn, aðákvörðun hafði verið tekin um, að þau yrðu þarna um nóttina. Konan hans sagði ásakandi röddu: „Þetta er nú nógu erfitt fyrir, þó að þú sért ekki á móti mér lika”. „Ég er ekki á moti þér, það er mesti misskilningur.” „Af hverju sýnir þú mér þá ekki þá tillitssemi að segja mér um hvað þið Paterson voruð að tala? Ég er viss um, að þið leynið mig ein- hverju”. Hún talaði svo hátt, að Paterson komst ekki hjá þvi að heyra, hvað hún sagði. ,,! hreinskilni sagt,” hélt Portman áfram, „stæði yður ekki alveg á sama, þótt leiðir okkar skilduhér og við héldum áfram einsömul?” „Jú, mér stæði á sama, en mikið djöfull væri það heimskulegt af ykkur!” „Hollendingurinn sagði, að allir íbúar Burma væru hér á eftir okkur, um það bil fimmtiu kólómetrum sunnar.” „Kemur yður það á óvart? Þeir eru nauðbeygðir til að forða sér rétt eins og við hin.” „Já, en getið þér ábyrgzt, hvað gerist, ef þeir ná okkur?" „Verið nú ekki svona fjandi imyndunarveikur! ” „Ég er ekki imyndunarveikur,” svaraði Portman, „ég er aldrei imyndunarveikur! ” „Farið þá til konu yðar og segið henni að hætta þessu rugli. — Billinn minn verður ökufær um hádegi á morgun.” Paterson leit svo á, að samtalinu væri lokið. Hann efaðist ekki um, að ástandið, sem þegar var orðið alvarlegt vegna hins mikla flóttamanna- fjölda, sem hélt el'tir veginum, gæti orðið ennþá verra og tvisýnna, ef upp kæmi malaria og taugaveiki meðal þessa óttaslegna fólks. En kólera — nei. Jafnvel þótt kóleran væri undanskilin, var nóg hætta á ferðum. Fólkið gat einungis bjargað sér eftir þessum eina lélega vegi. Það mundi byrja með þvi, að fólk færi að drekka vatnið úr eitr uðu drullupollunum, án þess að hugsa um neitt annað en þorstann, og ekki liði á löngu þar til sá fyrsti kollsteyptist á veginum. Nályktin héldi innreið sina og sjakölunum yrði búin veizla um ófyrirsjáanlega fram- tið. En sjálf höfðu þau hreint drykkjarvatn og nóg af klóri. Drykkjar- vatnið gætu þau soðið — það skyldi ekki skorta öryggisráðstafanir frá Patersons hendi. Hann var sannfærður um, að áætlunin, sem hann hafði gert um ferðina, stæðist i öllum smáatriðum. Veginn þekkti hann um það bil tvö hundruð kilómetra lengra, alveg upp að Naga-svæðinu. 1267 Lárétt 1) Magi,- 6) Eins,- 8) Tal,- 10) Bleik,- 12) Bor,- 13) Guð - 14) Melódia,- 16) Fersk,- 17) Fiskur,- 19) Sæti,- Imðrétt 2) Ari,- 3) Ná.- 4) Gný,- 5) Gulls,- 7) Hasar - 9) Nói,- 11) Sár.- 15) Tin,- 16) Ani - 18) Nú,- Lóðrétt 2) útibú,- 3) Drykkur,- 4) Dýr - 5) Fjárhirðir,- 7) Fáni,- 9) Fiska,- 11) FugL- 15) Varfærni,- 16) Hár,- 18) Kusk .- Háðning á gátu No. 1266. Lárétt 1) Tangi,- 6) Rán,- 8) Uni,- 10) Ýsa,- 12) Ló,- 13) As,- 14) Lit,- 16) Ara,- 17) Inn,- 19) Snúin,- HLIODVARF Föstudagur 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna ki. 8.45: Þorlákur Jónsson heldur áfram lestri sög- unnar um „Þriðja bekk B” eftir Evi Bögenæs (5) Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Fræðslu- þáttur um almanna- try ggingar kl. 10.25: Fjallað um ellilifeyri. Morgunpopp kl. 10.40: James Taylor syngur og leikur. Fréttir kl. 11.00 Tón- listarsagan: Endurt. þáttur Alla Heimis Sveinssonar. Tónleikar kl. 11.35: Christian Ferras og Pierre Barbizet leika Sónötu fyrir l'iðlu og pianó nr. 2 i d-moll op. 121 eftir Schumann. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12,25 Fréttir og veðuríregnir. 1,3.00 Við vinnuna: Tónleikar 14.15 Við sjóinn Jóhann J. E. Kúld og Ingólfur Stefánsson r:rðast við um saltfisk- verkun. (endt.) 14.30 Siðdegissagan: „Gömul k.vuni’’ eftir Ingunni Jóns- dóttur Jónas H. Jónsson á Meium les (5) 15.00 Miðdegistónleikar Julia Hamari, Paulos Raptis Vasile Marinoiu og Teresa May-Czyzowska syngja nokkur lög eftir Haydn, Brahms og Hugo Wolf og ariur eftir Puccini, Mascagni, Verdi og Gounod. 15.45 l.esin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir 16.25 P o p p h o r u i ð 17.10 Lestur úr nýjun barna- liókum 17.40 Tónlistartimi barnanna 18.00 Lélt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill 19.35 Þingsjá Ingólfur Kristjánsson sér um þátt- inn. 20.00 Sinfóniskir tónlcikar I'rá útvarpinu i Bcrlin Fil- harmóniusveitin i Berlin leikur. Karl Böhm stjórnar. a. Sinfónia i Es-dúr (K543) eftir Mozart b. Sinfónia nr.r i E-dúr eftir Anton Bruckner. 21.30 Fyrir vcstan haf Þorsteinn Matthiasson segir frá komu sinni á elliheimilið i Selkirk, þar sem hann hitti að máli ölaf Hallsson o.fl. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Útvarps- sagan: „úthrunnið skar” cftir Graham Greene Jóhanna Sveinsdóttir les • (15) 22.45 Lög unga fólksins Ragn- heiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 23.45. Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. ilii 111 li FÖSTUDAGUR 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Draumar Baldurs. Teiknimynd, byggð á frásögn Snorra-Eddu um aðdragandann að dauða Baldurs, óhappaverk Haðar blinda, eftirleikinn og refsinguna, sem Loki Laufeyjarson varð að sæta að leikslokum. (Nordvision -- Sænska sjónvarpið) Þulur Óskar Halldórsson. 20.50 Fóstbræður. Brezkur sakamálaflokkur af léttara taginu. Gróðakerfið. Þýðandi Vilborg Sigurðar- dóttir. 21.40 Sjónaukinn.Umræðu- og fréttaskýringaþáttur um innlend og erlend málefni. 22.40 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.