Tíminn - 24.11.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.11.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Föstudagur 24. nóvember 1972 |Umsjón:AÍfreð ÞorsteinssonP Björgvin Björgvinsson, hinn snjalli linuspilari Fram, sést hér brjótast fram hjá Þorbirni Guðmundssyni og Stefáni Gunnarssyni (nr. 8) og skora eitt af mörkum sínum i leiknum gegn Val. Björgvin skoraði fimm mörk úr fimm skotum. (Tímamynd Róbert). BJARNI KEMUR HEIM UM JÓLIN - eru Danir að gerast atvinnumenn í handknattleik llinn kunni handknattleiks- maður úr Val, Bjarni Jónsson, sem stundar nám i Danmörku og lcikur þar handknattleik með I. deildarliðinu Arhus KFUM, er væntanlegur heim með fjölskyldu sina um jólin og mun hann dveljast hér l'ram i miðjan janúar 1973. Bjarni sagði i bréfi til vinar sins nýlega að það stæðu til miklar breytingar i dönskum handknattleik — t.d. hættu sex leikmenn að leika með Arhus KFUM yfirstandandi keppnis- timabil. 1 staðinn fyrir þá byrjuðu ungir leikmenn að leika með liðinu og segja fróð- ir menn, að það taki Xrhus KFUM, þrjú ár að ná upp sterku liði með þessum nýlið- um. Stjórn félagsins, er á þeirri skoðun, að leikmenn eigi að herða á æfingum og æfa eftir samskonar „prógrami” og „Austan- tjaldslöndin”. Þaðer að segja, að æfa eins og atvinnumenn. Leikmenn KFUM mótmæltu. Þeir sögðust þá heimta pen- inga fyrir æfingar sinar. Sams konar mál hafa komið upp i fleiri dönskum liðum og er nú talið i Danmörku, að það sé bara timaspursmál, hvenær Danir verða atvinnumenn i handknattleik. Arhus KFUM lék nýlega gegn Kaupmannahafnarliðinu HG og varð, jafntefli 14:14. — Að sögn Bjarna var leikurinn mjög lélegur og sagði hann að á honum hafi sézt, að danskur handknattleikur er á niður- leið. Eins og áður segir, þá er Bjarni væntanlegur heim um jólin og mun hann jafnvel leika tvo leiki með Val eftir áramót. Bjarni getur af þess- um orsökum, ekki leikið með islenzka stúdentaliðinu i hand- knattleik i Heimsmeistara- keppni stúdenta, sem fer fram i Sviþjóð um áramótin. — sos. Bjarni Jónsson, leikur með Val i janúar. Valsmenn tóku Ingólf úr umferð en ekkert dugði - Ingólfur brást ekki lærisveinum sínum, hann stjórnaði þeim eins og góðum meistara sæmir - útkoman varð stórsigur 18:13 Það vantaði illilcga eitt tann- hjólið i „Mulningsvélina”, þegar hún álli að hakka Franiliðið i sig. Ólal'ur Jónsson, lék ekki ineð Valsliðinu og þvílikur niissir — liðið réði ekki við linuspil Fram, sem var frábært i leiknum. Tiu af mörkum Framliðsins voru skoruð af línu, þar sem Sigurður Einars- son, Björgvin Björgvinsson og Sigurbergur Sigstcinsson, léku aðalhlutverkin. Leikurinn var jafn til að byrja með. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 2:2, og svo 4:4, þegar tiu minútur voru til leikshlés. — Þá Ingólfur Óskarsson, fyrirliöi Fram... lærisveinar hans brugð- ust honum ekki. lók Frainliðið góðan sprett og náði að komast yfir i hálfleik 8:4. i siðari hálfleik settu Valsmenn inann til höfuðs Ingólfi Óskars- syni, fyrirliða Fram. — Jón Karlsson fékk það hlutverk að elta Ingólf uni allan völl. Þvf lik viðkenning fyrir gömlu kempuna Ingóll', en.hann stjórnar liði sinu mjiig vel, og má segja, að liann sé hcilinu i liinu unga og efnilega liði Fram. Og Ingólfur brást ckki lærlingunum sinuin, — hann stjórnaði þeim til sigurs, eins og góðum meistara sæmir — útkom- an varð stórsigur 18:13. Leikur Farm og Vals var ekki skemmtilegur fyrir áhorfendur. Um miðjan fyrri hálfleik var staðan ADEINS2:2, og var þá t.d. einu sinni búið að dæma knöttinn af Fram vegna tafa? — Leikað- ferð liðsins gekk ekki upp. Ingólf- ur hljóp þá til þjálfara liðsins, Karls Benediktssonar og sagði: „Það eru ekki allir með”,og átti þá við leikaðferðina. Stuttu siðar var staðan orðin 4:4 — þá kallaði Karl þjálfari til Ingólfs og sagði: „Þetta er að koma". Og það merkilega skeði, leikur Fram breyttist — Sigurbergur skoraði laglega úr horni, eftir að Fram- liðið var búið að þjappa „Mulningsvélinni" saman. Ingólfur skoraði svo með lang- skoti og stuttu siðar gefur hann á linu til Sigurðs Einarssonar, sem skoraði örugglega. Siðasta mark hálfleiksins skoraði Andres Bridde, af linu staðan var orðin 8:4 fyrir Fram i hálfleik. Valsmenn breyttu bæði um leikaðferð i sókn og vörn i siðari hálfleik. — Jón Karlsson tók Ingólf úr umferð i vörninni og Þorbjörn Guðmundsson, fór að leika fyrir aftan „hafsentinn” i sókninni. Þetta bragð virtist ætla að heppnast — þegar staðan var orðin 11:8, en þá var Ingólfur tek- inn út af og Karl, þjálfari Fram, fyrirskipaði FRJALST SPIL. Þá skoraði Björgvin Björgvinsson, 12:8 með langskoti. Valsmenn saxa á forskot Fram og þegar 10 min. eru til leiksloka, er staðan orðin 12:10. — Þá er Ingólfur aft- ur settur inn á og rétt á eftir sleppur hann undan gæzlu Jóns, fær knöttinn og sendir á linu til Sigurðs Einarssonar, sem skoraði örugglega. Framliðið nær fimm marka forskoti 15:10 og hélzt það út leikinn, sem endaði með sigri Fram 18:13. Framliðið átti ekki góðan leik. Varnarleikurinn var sterkasta hlið liðsins og réði sterk vörn Fram baggamun. Mest bar á Ingólfi og Sigurði Einarssyni, sem átti þrjú skot og þrjú mörk. Björgvini Björgvinssyni, sem átti fimm skot í leiknum og skoraði limm mörk, þrjú af linu, eitt með langskoti, og eitt með gegnum- broti. FRABÆR ARANGUR ÞAD, BJÖRGVIN! I leiknum sýndi Björgvin það, að hann er orðinn okkar langbezti hand- knattleiksmaður.Ungu bræðurnir i liði Fram, þeir Guðmundur og Sveinn Sveinssynir (Sveins i Völ- undi), voru skemmtilegir i leikn- um, — þar eru efnilegir menn á ferðinni. MörkFram, skoruðu: Björgvin 5, Andres 4 (2 viti), Sigurður 3, Pétur 2, Sigurbergur, Sveinn, Guðmundur og Ingólfur, eitt hver. Valsliðið var hvorki fugl né fiskur i leiknum, liðið virðist vanta allan baráttukraft, þegar Ólafur Jónsson, er ekki með til að binda það saman. Það voru að- „Þetta er að koma”... Karl Bene- diktsson, fylgist með leik manna sinna. (Timamynd Róbert) eins tveir menn, sem sýndu lit i liðinu, það voru þeir Bergur Guðnason, og Gunnsteinn Skúla- son, fyrirliði sem bregzt sjaldan. Mörk Vals, skoruðu: Bergur 7 (3 viti), Jón og Gunnsteinn, tvö hvor, Torfi og Stefán, eitt hvor. Leikinn dæmdu þeir Björn Kristjánsson, og Haukur Þor- valdsson, — þeir skiluðu hlutverki sinu með sóma. — SOS Meiddir, veikur og settur út Það vakti athygli á miðviku- dagskvöldiö, að nokkrir fasta- leikmenn 1. dcildarliöanna i handknattleik léku ekki með liðuin sinum, það voru þeir Axel Axelsson. Fram, ólafur Jónsson, Val, Ólafur Tómas- son, 1R, og Þorsteinn Björns- son, Fram. Axel hefur ekki enn náð sér eftir meiðslin i öxl, sem hann fékk i Reykjavikurmótinu — það er óvist hvort hann geti leikið með Framliðinu næstu leiki. Ólafur Tómasson slasaðist á æfingu um daginn. þegar hann tognaði illiiega i magavöðva, — en liann mun Ieika næsta leik með iR-liðinu. Ólafur Jónsson, gat ekki leikið með Val vegna veik- inda. Ilann liggur rúmfastur ineð flensu. Ólafur leikur með Valsiiðinu i næsta leik. Þorsteinn Björnsson, var settur út úr Framliöinu, vegna þess að hann liefur mætt illa á æfingar að undanförnu. óvist er, hvort Þorsteinn leikur meö Framliöinu gegn FH á sunnu- daginn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.