Tíminn - 25.11.1972, Page 1

Tíminn - 25.11.1972, Page 1
IGNIS KÆLISKÁPAR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 * ** 2?A<i ££cUxA/*étaSi. A/ RAFTÆKJADEILD Hafnarslræti 23 Simar 18395 & 86500 Erlendum landhelgis- brjótum fjölgar - ríkisstjórnin mótmælir yfirgangi Breta bó—Reykjavik. Samkvæmt talningu Land- helgisgæzlunnar voru 114 erlend veiðiskip umhverfis landið dag- ana 22.-23. nóvember, er flugvél Landhelgisgæzlunnar taldi erlend veiðiskip á Islandsmiðum. Af þessum fjölda voru 81 brezk- ir og þýzkir togarar að ólöglegum veiðum innan fiskveiðilandhelg- innar, þar af voru 62 brezkir og 19 þýzkir. Brezku togararnir voru flestir á veiðum á Strandagrunni, á þeim stað, sem atburðirnir gerðust i fyrradag, og i Norð- fjarðardýpi, og voru 22 togarar á hvorum stað. Þýzku togararnir héldu sig flestir innan fiskveiði- markanna út af Vestfjörðum og djúpt á Mýrargrunni, — einmitt á þeim stað, sem islenzk veiðiskip hafa kvartað undan ágangi Þjóð- verja siðustu daga. Að auki voru 11 brezkir togarar á siglingu innan 50 sjómilna markanna og niu þýzkir togarar voru á siglingu og á löglegum veiðum. Sjö færeysk skip voru á veiðum samkvæmt heimild og eitt lá i höfn, og fimm belgiskir togarar voru á veiðum sam- kvæmt heimild. Einar Ágústsson, utanrikisráð- herra boðaði igær JohnMcKenzie sendiherra Breta, á sinn fund, og bar fram mótmæíi islenzku rikis- stjórnarinnar i tilefni af yfirgangi brezkra togara við islenzk fiski- skip á miðunum norður af Vest- fjörðum i fyrradag. Einar Agústsson og John McKenzie ræddust við góða stund. Ræddu þeir m.a. um fyrir- hugaðan viðræðufund um land- helgismálið milli islenzku og brezku rikisstjórnarinnar, sem hefst i Reykjavik á mánudaginn. 300 m styttri, en þúsund sinnum betri — nýi Suðurlandsvegurinn formlega opnaður í gær — hver kílómetri kostaði 10 milljónir Klp—Reykjavik. i gær var Suðurlandsvegurinn nýi formlega tekinn i notkun. Þá var lokið við að lcggja varanlegt slitlag á kafla úr llveradala- hrekku og upp á Hellisheiði. Þar incð var búið að leggja slitlag á veginn alla leið austur að Selfossi, 58.2 km. leið og hann opnaður fyr- ir umferð. Engin sérstök athöfn fór fram á veginum, þegar hann var allur opnaður. Það eina sem gerðist, var að langferðabifreið með sam- gönguráðherra Hannibal Valdi- marsson, þingmann Suðurlands- kjördæmis, forráðamenn hinna ýmsu verktaka, fyrirtækja og aðra gesti innanborðs, ók fyrst eftir nýja kaflanum, — en siðan var haldið til Selfoss, þar sem gestum var boðið til hádegisverð- ar og þar var vegurinn formlega opnaður með ræðu ráðherra. Þetta mikla mannvirki, sem nú er tekið endanlega i notkun, er mikil samgöngubót fyrir Sunn- lendinga. Hann er frá Lækjar- torgi i Reykjavik að Selfossi 58,2 km. að lengd, en það er 300 metr- um styttra en gamli vegurinn, sem Sunnlendingar og aðrir hafa orðið að hossast eftir undanfarin ár. Vegurinn er ein akbraut 7,3 breið með tveim akreinum, nema i Kömbunum, þar sem akreinar eru þrjár. Hann er lagður bundnu slitlagi og er nær allur nýbygging, nema á um 3,8 km kafla i Svina- hrauni og á stöku stað i ölfusi, þar sem undirbygging gamla vegarins hefur verið notuð. Malaraxlir meðfram veginum eru viðast hvar um 1,5 m breiðar, nema á Hellisheiði, þar sem þær eru 3,0 m breiðar. Er það gert vegfarendum til öryggis i slæmri færð og illviðrum, en vegurinn fer hæst i 370 m hæð yfir sjó. Framkvæmdir við veginn hafa annazt, Vegagerð rikisins, bórisós s.f., Istak h.f., Oliumöl h.f. og verkfræðiskrifstofa Sig- urðar Thoroddsen. Þegar verkið var boðið út var veginum skipt i kafla og hver þeirra ekki hafður stærri en það, að islenzkt fyrir- tæki gæti ráðið við verkið, enda kom á daginn, að þau voru með lægstu tilboðin. Framkvæmdir við þennan veg hófust fyrst árið 1966, er lagður var vegur ofan Sandskeiðis, en siðan var aftur tekið til við fram- kvæmdir árið 1969 og loks aftur árið 1970 — að tekið var til óspilltra mála við lagningu þessa vegar og þeim áfanga náó i gær. Til þessara framkvæmda var tek- iö lán hjá Alþjóðabankanum, sem lánaði allt að 50% i framkvæmda- kostnaðinum. En heildarkostnað- ur við þennan veg er um 500 milliónir króna, eða um 10 milljónir á hvern kilómeter. Kostnaður er samkvæmt verð- lagi á framkvæmdartima og tek- ur til alls kostnaðar, einnig brúa og ræsa, eftirlits með fram- kvæmdum, færslu lagna og girð- inga og kaupa á landi undir veg- inn og efni til vegarins. En eins og Hannibal Valdi- Framhald á bls. 19 Til ham- ingju Ja, til hamingju. Hugrún Pétursdóttir hetur ástæöu til að óska manni sínum, Marteini Geirssyni, til hamingju, því að í gær hlaut hann sæmdarheitið ,,Knatt- spyrnumaður ársins". Sjá nánar á íþróttasiðum. (Timamynd Róbert). Áfyllingunni varð að fresta Þó—Iteykjavik. Það hlæs ekki beint hyrlega fyrir þeim lofthelgjamönnum. Kn ákveðið liafði verið að loftbclgur- inn Vindsvalur yrði fylllur með vetni, og köfnunarefni i gær. Vegna veðurs var ekki hægt að fylla Vindsval þcssum lofttegund- um, þar scm veður á Sandskeiði var mjiig slæmt I gær, rok og rigning. í fyrrakvöld fór hluti af Vind- svalsmönnum inn i Áburðarverk- Nýi Suöurlandsvegurinn er 58,2 km langur. Svona litur vegurinn út við llveragcrðiséð úr lofti. (Timamynd Gunnar) smiðjuna i Gufunesi, en þá var verið að fylla 36 súrefniskúta af vetni og köfnunarefni. Það verk gekk að óskum og um miðnætti gátu piltarnir haldiö af stað upp á Sandskeið með kútana. Þar voru þeir teknir af flutningabilum, og lagðir á jörðina skammt frá Vind- svali, þar sem hann lá saman- brotin á jörðinni. Þá þegar var veðrið orðið það slæmt, að ekki var talið reynandi að byrja áfyll- inguna, og var ákveðið að verkið skyldi biða morguns. Fóru siðan allir i bæinn, nema tveir piltar, sem gistu i hjólhýsi sem Vind- svaismenn hafa fengið léð hjá Gisla Jónssyni h.f. 1 gærmorgun var veðrið enn verra og varð þvi að fresta áfyllingunni enn, en við skulum vona að hægt verði að byrja áfyllinguna i dag. Ekki verður þess þó að vænta, að verkinu ljúki fyrr en i kvöld eða á morgun, þar sem það þarf að fylla kúta a.m.k. þrisvar sinn- um, en rúmtak Vindsvals er 1500 rúmmetrar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.