Tíminn - 25.11.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.11.1972, Blaðsíða 3
Laugardagur 25. nóvember 1972 TÍMINN 1 Listasafni tslands stendur yfir yfirlitssýning á mannamyndum eftir þekkta isl. listamenn. Allar myndirnar á sýningunni eru i eigu Listasafnsins. Þar eru einnig myndir, sem fjalla um dýr og fugla, svo og myndir frá sjávarsíðunni.. Þá eru þarna til sýnis grafikmyndir og teikningar og höggmyndir eftir 16 myndhöggvara. Meðfylgjandi mynd er af forstöðumanni safnsins, dr. Selmu Jónsdóttur, en myndirnar fyrir aftan hana eru af Kristjáni X. Danakonungiog drottningu hans. Myndin til vinstri er af Jónasi Jónssyni frá Hriflu, sem lét mála myndirnar af konungshjónunum. (Timamynd Gunnar). „Felustof nunin" sýnd fréttamönnum — Upptökuheimi stofnun segja Erl-Reykjavik 1 sambandi við blaðaskrif, sem orðið hafa um Upptökuheimili rikisins i Kópavogi, boðaði stjórn- arnefnd þess til blaðamannafund- ar þar I gær. Þar kynnti nefndin tillögur um framtiðarstarfsemi heimilisins, sem hún hefur gert, og eru þetta helztu atriði þeirra: 1. Heimilið tekur á móti drengj- um á aldrinum 13-15 ára, er gerzt hafa brotlegir við lög. 2. Aðgang að heimilinu hafa öll sveitarfélög á landinu. Akvörðun barnaverndarnefndar eða félags- málaráðs á hverjum stað er skil- yrði fyrir vistun.Gert er ráð fyrir að vistunartimi hvers og eins verði 2-6 mánuðir. 3. Á heimilinu fara fram sál- fræði- og félagsfræðilegar rann- sóknir á drengjunum, félagsleg meðferð þeirra og gerðar verða tillögur um áframhaldandi með- ferð aö lokinni vistun. Þessi störf annast sálfræðingar og barnageð- læknir, auk annars starfsfólks. 4. Sveitarfélagi barnsins er ætl- aðaðgreiða 1.500 kr daggjald fyr- ir hvert barn. Heimilið tók til starfa f sept. sl. og er að sjálfsögðu liðinn of skammur timi siðan til að næg reynsla sé fengin. Rúm er á heim- ilinu fyrir 10 börn, en nú eru þar sex, og telja starfsmenn óæski- legt að þeim sé fjölgað mjög ört. Eins og áður hefur komið fram hafa verið ráðnir 17 starfsmenn að heimilinu, þar af eru 11 i fullu starfi. Það eru 6 gæzlumenn, sem starfa á vöktum og eru nokkurs konar „sálufélagar", sem alltaf eru nærtækir, vilji unglingarnir leita til þeirra. Þá eru 3 stúlkur starfandi i eldhúsi, forstöðumað- ur heimilisins, Kristján Sigurðs- son.og loks ein skrifstofustúlka, sem hefur þann starfa að vélrita skýrslur gæzlumanna, sem send- ar eru sálfræðingum, og gegna simavörzlu. (1 húsinu er einnar linusimi). Lausráðna starfsfólkið er 2 kennarar, 3 sálfræðingar og læknir. Sum, en ekki öll, þessara barna hafa komizt i kast við lögregluna, en önnur koma sökum óviðunandi heimilisástæðna eða heimilis- leysis. Er forráðamenn voru spurðir, hvi um opið heimili væri að ræða, svöruðu þeir þvi til, að það sam- ræmdist ekki á neinn hátt áliti nú- timamanna á þessum málum, að loka börn inni til að refsa þeim. Þetta ætti ekki að vera neinn refsingarstaður, heldur þyrfti þarna að skapa samastað fyrir börnin, sem þeim gæti farið að þykja vænt um og litið á sem heimili sitt. Þarna þyrfti að rikja samvinnuandi, þar sem málin væru rædd og gagnkvæmt traust skapazt. Meginvandamál barn- anna liggur i skilningsleysi á þeim og gerðum þeirra, og það ætti allt að geta lagazt, ef tækist lið opin uppeldis- forráðamenn með samvinnu að gera börnunum Ijósa stöðu sina i samfélaginu, og þær siðareglur, er þar giltu. Nokkurt vandamál gæti orðið að útvega börnunum samastað að lokinni dvöl, en að sögn forráða- manna verður þeim ekki sleppt, fyrr en hann er fundinn. Um gæti verið að ræða að taka t.d. á leigu herbergi fyrir þau, þaðan sem þau gætu haft samband við heim- ilið og stundað sitt nám eða vinnu. Sum væru að visu aftur úr i skóla, og þörfnuðust sérkennslu, en skyldunám er búið hjá flestum. Þá barst talið nokkuð að blaða- skrifum undanfarinna daga, og kom fram hörð gagnrýni meðal forráða- og vistmanna á fjöl- miðla, og fréttir frá lögreglunni. t þvi sambandi má geta þess, að mikil leynd hefur hvílt yfir starf- semi heimilisins, og fjölmiðlar fengið misgóðar upplýsingar, t.d. fékk sjónvarpið tvo helztu ráða- menn stofnunarinnar til sin i haust, en öðrum fjölmiðlum var þá ekki gefinn kostur á fréttum frá heimilinu. I gær lofað svo Sigurjón Björnsson Þjóðviljanum að birta viðtal við sig, degi áður en blaðamannafundurinn, sem þá var ákveðinn, var haldinn. Krist- ján Sigurðsson hefur aftur á móti neitað blaðamanni Timans um viðtal áður i haust. Hefði það fengizt þá eða einhver annar kynnt stofnunina, er ósennilegt að til undangenginna blaðaskrifa hefði komið, en þau eru óneitan- lega búin að gera það að verkum að stofnunin er ekki slik felustofn- un og hún var. Með þessu nýja heimili var fyrrverandi upptökuheimili lagt niður, en þar voru afbrotabörn tekin inn i nokkra daga á meðan á rannsókn i máli þeirra stóð. Lög- reglan hefur nú áhyggjur af þvi, hvað gera eigi við slik börn, t.d. þann dreng, sem forðum var i umsjá barnaverndarnefndar (ekki lengur) og er nú staðinn að innbrotum nótt eftir nótt. For- ráðamenn sögðu að nauðsynlega vantaði slíkt hús, þar sem loka mætti börnin inni i nokkra daga, en töldu það ekki leysa neinn vanda. Annað hvort yrði að koma til sjúkrahúsmeðferð, eða meira lokuð stofnun en þessi. Aðspurðir um hvort ekki hefði verið sótt um vist fyrir þennan dreng á heimilinu, sögðu þeir að svo væri, en hann væri talinn þarfnast sjúkrahúsmeðferðar, og ætti þvi ekki heima á heimilinu. Aftur á móti virtist ekki ganga að koma honum inná spitala, hann væri t.d. talinn of ungur til að vera tekinn inn á Kleppsspital- ann, en enginn gat sagt, hvað hægt væri að gera nú i millitið- inni. Á að loka hann inni og þá hvar? Reyndar upplýstist að þeir, sem um málið ættu að fjalla teldu bezt að biða, en það verður þá kannski orðið enn erfiðara að bjarga honum. t tilefni af þessu kom fram, að i athugun er að byggja þarna við hliðina lokaðri stofnun, ef til vill á tveim stigum, þar sem alger vandræðabörn yrðu lokuð inni nokkurn tima á meðan mál þeirra væru rannsökuð, og siðan eitt- hvaðfrjálsari deild, samt lokaðri, en sú deild, sem nú er risin. Yrði þarna þvi um að ræða e.k. undir- búningsdeild til að gera börnin hæf til dvalar á opna heimilinu. Allt er þetta þó i frumathugun og ekkert hægt að segja um hvert framhaldið verður. Níunda bókauppboð Knúts Bruun SB-Reykjavik Knútur Bruun heldur niunda bókauppboð sitt i Atthagasal Hótel Sögu Á mánudaginn kl. 17. A uppboðinu verða seldar ýmsar fágætar bækur, ritverk og tima- rit. Úr uppboðsskránni má nefna eftirfarandi verk: Af staða- og héraðsbyggðum, Kristleifur Þor- steinsson, Úr byggðum Borgar- fjarðar 1.-3. bindi, Reykjavik 1944-1960, af ættfræðiritum Bryn- leifur Tobiasson, Hver er maður- inn, tslendingaævir. I .-II. Reykjavik 1944. Þá verða seld rit- verk Gunnars Gunnarssonar i 21 bindi gefin út i Reykjavik 1941-63. Af ljóðabókum má nefna Svein- björn Egilsson, Ljóðmæli, Reykjavik 1856, auk ýmissa rimnaútgáfa. Af timaritum má nefna Verðandi 1. árgangur, Kaupmannahöfn 1882 og timarit Hins islenzka bókmenntafélags 1.-25. ár, Reykjavik 1880-1904. Þá verða seldar nokkrar ferðabækur á uppboðinu. Að venju verða seld 100 númer. Golfmenn þinga Arsþing Golfsambands Islands — framhaldsþing, verður haldið i dag á Hótel Loftleiðum og hefst kl. 14,00. Þar verða rædd mál, sem ekki gafst tlmi til að ræða á ársþinginu, sem fram fór i sum- ar, og þótti golfmönnum betra að boða til nýs fundar, en að fara að afgreiða mál i timaþröng, eins og sum ársþing hafa neyðzt til að. gera. Þau mál, sem þarna verða til umræðu, eru m.a. fjármál GSI, en milliþinganefnd hefur kannað hugmyndir að fjáröflun til handa GSI. Einnig mun verða rætt um landsliðsæfingar og fleira. Allar byggingavörur SIS á einum stað Á föstudaginn s.l., opnaði Sam- band isl. Samvinnufélaga byggingavörusölu á baklóð verzlunar sinnar að Suðurlands- braut 32, en þangað hafa nú verið fluttar þær þungavörur, sem hingað til hafa verið seldar úr vörugeymslunum við Grandaveg, svo sem timbur, steypujárn, spónaplötur, vatnsrör og margt fleira. Baklóðin við Suðurlandsbraut 32 liggur að Ármúla og er nr. 29, við þá götu, og þaðan er nú inn- akstur til afgreiðslu á þessum þunga- og byggingavörum. Svo sem skýrt var frá á sinum tima keypti Sambandið þessar fasteignir sumarið 1971, og var með þeim kaupum m.a. haft I huga að fá aðstöðu til að koma allri byggingavöruverzlun fyrir- tækisins I borginni á einn stað. Með flutningi þessum að Granda- vegi hefur þeim áfanga verið náð, og hefur nii verið sköpuð þarna stórbætt aðstaða frá þvi sem áður var til sölu og afgreiðslu á öllum byggingavörum, jafnt smærri sem stærri. Byggingavörusala Sambandsins annast smásölu á Reykjavíkursvæðinu á öllum byggingavörum og afgreiðir auk þess þær byggingavörur til kaup- félaganna, sem þau fá ekki send- ar til sin beint frá útlöndum. Með hinni nýju starfsaðstöðu mun deildin I framtiðinni leggja á það höfuðáherzlu, að hafa þarna á boðstólnum sem fjölbreyttast og bezt úrval af hvers konar byggingavörum á einum stað, enda hafa viðtökur viðskiptavina við þessa bættu þjónustu verið góðar, þann tima, sem verzlunin hefur þarna verið starfrækt. Nú er timbur, steypujárn og fleira flutt af Grandaveginum á baklóðina við Suðurlandsbraut 32. „Bezta fréttablaðið" Ekki birtast enn fréttir i Mbl. af aðalfundi Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðis- manna i Reykjavik og er þó brátt liðinn hálfur mánuður siðan fundurinn var haldinn. Astæðan er augljós. i fyrsta lagi: Hinn nýi formaður Heimdallar er Gunnarsmað- ur. t öðru lagi: Formaöur út- gáfustjórnar Arvaks h.f., er gefur út Mbl. er Geir Hall- grimsson. Það hafa ekki heldur birzt enn neinar fréttir af aðalfund- um Hverfasamtaka Sjálf- stæðisflokksins i Reykjavik i Mbl., enda vann Gunnar og hans lið þar umtalsverðan sig- ur, en Geir fór halloka að sama skapi. Hins vegar birtist frétt I Mbl. I gær, þar sem boðað er til skyndifundar i Fullti úaráði Sjálf s tæðisfélaga nna i Keykjavík n.k. mánudags- kvöld. A þar að fjalla um til- lögur að nýju skipulagi Sjálf- stæðisflokksins i Reykjavfk. Er allt útlit fyrir, að það verði mikill átakafundur. Gunnars- menn vilja, að hverfasamtök- in kjósi 5 fulltrúa hvert á Landsfund Sjálfstæðisflokks- ins, enda telja þeir sig geta náð töglum og högldum i hverfasamtökunum eftir mikla sókn á aðalfundum þeirra. Geirsmenn eru and- vigir þessu og vilja að full- trúaráðið kjósi alla fulltrúa á Landsfund. A aðalfundum hverfasam- takanna voru kjörnir fulltrúar i fulltrúaráð og einnig á aðal- fundi Heimdallar, þar sem Gunnarsmenn urðu ofan á. Þessir nýju fulltrúaráðsmenn fá hins vegar ekki sæti í Full- trúaráðinu fyrr en á aðalfundi þess. Þess vegna rjúka Geirs- menn nú til og vilja láta gamla fulltrúaráðið afgreiða til- lögurnar um nýtt skipulag flokksins i Reykjavik, áður en Gunnarsliöið ryðst inn með fullum atkvæðisrétti á næsta aðalfundi fulltrúaráðsins, þegar staða Gunnars hefur stórbatnað. Átökin magnast Kunnugir segja, að Geir hafi verið nokkuð vanbúinn sókn Gunnars í hverfasamtökunum og i Heimdalli og ekki haft þann viðbúnað, sem hann hefði getað. Hann bjó sig hins vegar betur undir aðalfund Hvatar, félags Sjálfstæðis- kvenna, og hirti alla stjórn og fulltrúa. Konuriki Geirs er þvi meira en Gunnars. Fréttir af aðalfundi Hvatar munu þvi birtast i Mbl. svo fljótt, sem við verður komið. Undir lok nýafstaðins Flokksráðsfundar Sjálfstæðis- flokksins gerði m.a. Þorvald- ur Garðar Kristjánsson, al- þingismaður, að umtals«fni in is in uiiii iii Mbl. gagnvart einstökum þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins. Ekkert væri sagt frá ræðum sumra þing- manna en aðrir, sem greini- lega væru i sérstakri náð hjá ritstjórninni fengju langar frásagnir af öllu, sem þeir segðu, án tillits til mikilvægis málefna. Deildi Þorvaldur fast á útgáfustjórn Mbl. fyrir þessi vinnubrögð, þ.e. á Geir Hallgrimsson, formann' Ar- vakurs. Greinilegt er, að það er þessi harða gagnrýni, sem nú ræður tregðu Mbl. til frétta- flutnings af flokksstarfi Sjálf- stæðisflokksins. Það eru Gunnarsmenn, sem verið hafa úti I kuldanum. Gagnrýninni svarar Geir með enn meira frosti. Það á alveg að frysta þá úti i Mbl. Fróðir spekúlantar i sjálf- stæðisflokknum og þeim fer nú Framhald á bls. 19 ,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.