Tíminn - 25.11.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.11.1972, Blaðsíða 6
TÍMINN Laugardagur 25. nóvember 1972 5; m , ¦*. A I ffi 1 V Sv B Laust starf Rafmagnsveita Reykjavikur óskar eftir að ráða starfsmann til skrifstofustarfa. Æskilegt er,að umsækjendur hafi verzlunar- eöa sam- vinnuskólapróf, eða sambærilega menntun. Um framtiöarstarf getur verið að ræða. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofu Rafmagnsveitunnar, Hafnarhúsinu 4. hæð. Umsóknarfrestur er til 1. september 1972. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR ^^M^i^íMil^^&^^^ h m i §;> •':V. Jóhann Hansen, sveitarstjóri: BÍLASKODUN & STILLING Skúlagötu 32. HJOLASTILLINGAR MOTORSTIUINGAA L J Ú S ASTILLINGAR Látið stilla i tíma. Fljót og örugg þjónusta. 13-10 0 Tilkynning til kaupgreiðenda Kaupgreiðendur, sem hafa i þjónustu sinni starfsfólk, sem búsett er i Kópavogi, eru minntir á að skila nú þegar öll- um þeim sköttum, sem þeir hafa tekið af starfsfólki sinu, svo og öllum þeim sköttum, sem þeir hefðu átt að taka af þvi. Næstu daga verður gengið frá kærum til sakadóms á þá kaupgreiðendur, sem tekið hafa skatta af starfsmönnum, en ekki skilað þeim. Jafnframt verður beiðzt lögtaks hjá þeim kaupgreiðendum, sem vanrækt hafa töku skatta af starfsmönnum sinum. ( Bæjarfógetinn i Kópavogi. Auglýsing um innheimtu þinggjalda í Kópavogi 1972 Lögtök fara nú fram, til tryggingar greiðslu þinggjalda 1972, hjá þeim skattgreiðendum i Kópavogi, sem eigi hafa staðið i skilum með greiðslu gjalda sinna samkvæmt ákvæðum skattalaga þar að lútandi. Þeim gjaldendum, sem skulda tiltölulega lágar fjárhæðir, og eigi hafa greitt reglulega á réttum gjalddögum, er bent á hinn hlutfallslega háa kostnað, sem er samfara lög- taksinnheimtu auk þeirra óþæginda, sem þar af leiðir. Bæjarfógetaskrifstofan, að Alfhólsvegi 7, er opin alla virka daga nema laugardaga, kl. 10—15. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Flytja fleiri „suður"? Það er staðreynd, að Stór- Reykjavikursvæðið þenur sig út og vex að fólksfjölda, meðan byggðin dregst saman viðast hvar út um land, — þrátt fyrir margendurteknar samþykktir, áskoranir og ráðstefnuhald dreif- býlismanna gegn þessari þróun. Það sýnir sig, að þau 59% þjóðar- innar, sem búa i Reykjavik og i Reykjaneskjördæmi, hafa al- þingismenn i vasa sinum, sem þó að stórum meirihluta eru kjörnir á þing i óðrum kjördæmum. Allir vita, hve alþingismenn verða með timanum tunguliprir. Kennir hver öðrum um það, sem aflaga fer,og nægir að visa til framboðs- funda og umræðna á alþingi. En það eru þeir, sem velja menn i rikisstjórn og valdamestu stjórnarstofnanir og ráðslaga þannig rríeð fé þjóðarinnar. Ábyrgðin á fólksflóttanum úr dreifbýlinu hvilir þvi á þeim öllum. Nú er verið aö útbýta togurum og til byggðarlaga út um land kemur stór hluti af hinum minni skipum. Viða er framkvæmd stækkun og margvislegar endur bætur á frystihúsum og til þessa liggur fé á lausu. Væri skömm að amast við vaxandi útgerð og fisk- vinnslu. Það er þó nokkur viður- kenning til handa þeim, sem ekki eru enn „fluttir suður". t slorinu gela þeir fengið að vera áfram, en margar óskir og tillögur hafa þó komið fram um fjölbreyttari atvinnuhætti. Einstök sveitarfélög og lands- hlutasamtök þeirra hafa mjög beitt sér fyrir þvi, að gera til- veruna svolitið vistlegri fyrir 2/2 2SINNUM LENGRI LÝSING neOex 2500 klukkustunda lýsing viS eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartima) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Sími 16995 Höfum fyrirliggjandi hjól- tjakka G. IIINRIKSSON Simi 24033 ibúana með varanlegri gatna- gerð, en flestum sáralitið orðið ágengt. Heildartekjur vegamála fara að mestu til hinna almennu vegagerðarframkvæmda, sam- kvæmt ákvórðun alþingis. Þó komu á þessu ári 547.00 kr. i hlut hvers ibúa kaupstaða og kauptúna, sem hafa 300 ibúa eða fleiri, sem nota ber til lagningar þjóðvega. Af þessari heildarupp- hæð.kr. 114 millj., mun þvi Reykjavik ein hafa fengið 45 millj. króna. Þess utan mátti á árinu verja röskum tug millj. „til þessað flýta framkvæmdum, þar sem sérstök ástæða þykir til að ljúka ákveðnum áfanga eða til að stuðla að hagkvæmari vinnu- brögðum", eins og það er svo laglega orðað. Þetta fjármagn allt, plús nokkra aðra milljóna- tugi, þótti bezt að ávaxta i svo- nefndri Kópavogsgjá. Vitanlega er það margt, sem getur hamlað gegn fólksflutn- ingum suður. Tveir veigamiklir þættir eru: Nokkrir valkostir um atvinnu og bætt umhverfi með varanlegri gatnagerð. Fólk gerir sér það ekki að góðu öllu lengur að draga ofan i sig rykið i þurrka- tið og vaða forina.ef rignir, — ekki einu sinni það fólk, sem vinnur i fiski. Það er heldur ekki mögu- legt að neyða fólk til að vinna i fiski. Það, sem ekki unir slikum störfum, en á ekki annarra kosta völ, það flytur i burtu. Enn ein ráðstefna Sambands isl. sveitarfélaga hefur nú nýlega samþykkt ályktanir um stór- auknar framkvæmdir i gatna- gerðarmálum sveitarfélaganna, sem stjórnarvöld ættu að huga veí að. Þetta verður aðgerast, ef ekki á illa að fara. Geysilegar ibúðarhúsa- byggingar á suðvesturhorni landsins er og ein höfuðástæðan fyrir fólksflutningum þangað. Stóran hluta þessa ibúðarhús- næðis fær fólk með ólikt betri kjórum en flestir aðrir búa við (Breiðholtsframkvæmdir). Allir, sem rétt eiga til, fá þó sin lán úr byggingasjóði rikisins, — ekki verður sakazt við Húsnæðismála- stjórn. En lántakendum er bara gróflega mismunað eftir búsetu, eins og að ofan greinir. Neðan- skráð tafla, væntanlega með réttum tölum, gefur nokkra vis- bendingu um skiptingu fjárins sl. ár.: Húsnæðismál Lánveitingar til ibúðabygginga frá Byggingasjóði rikisins og Stofnlánadeild landbúnaðarins 1971. Kjördæmi: Bygg. sj. kr. Stofnl.d. kr. samt. kr. ibúafj. Lán pr ibúa kr. Reykjavik 426.3 kr 426.3 kr Reykjan.kjörd. 190.8 kr 1.5 kr 192.3 kr Vesturl.kjörd. 19.3 kr 6.5 kr 25.8 kr Vestfj.kjörd. 15.6 kr 2.5 kr 18.1 kr Norðurl.Vestra 20.2 kr 4.6 kr 24.8 kr Norðurl.Eystra 87.1 kr 9.3 kr 96.4 kr Austurl.kjörd. 27.8 kr 3.8 kr 31.6 kr Suðurl.kjörd. 30.1 kr 14.6 kr 44.7 kr 82.982 lán 5.150.00 kr 39.220 lán 4.900.00 kr 13.199 lán 1.955,00 kr 9.927 lán 1.830.00 kr 7.825 lán 3.170.00 kr 24.512 lán 3.9 35,00 kr 11.316 lán 2.795.00 kr 18.265 lán 2.450,00 kr Samtals 817.2 m. 42.8 rá'. 860.0 m. 207.246 26.185.00 m. Heildarlánim.kr. íbúar Lánpr.ibúarkr. Reykjavik og Reykjaneskjörd. (»1S.« = 72% 122.110 = 59% 5.065,00 (22% f. ofan meðalt.) Aðrir landshl. 241.4 = 28% 85.040 = 41% 2.840,00 (46% f. neðan meðalt.) Takið vel eftir: Að 41% af landslýðnum riýtur 28% heildarlána Allir hljóta að sjá hvert stefnir. Hins vegar er það mjög mikil- vægt fyrir afkomu þjóðarinnar að byggð dafni og fólk haldist við úti um land, — og þó ekki væri til annars en veiða og verka fisk, þvi að enn þá eru þetta hinar veiga mestu atvinnugreinar. Nú þarf að söðla um. Alþingi það, ernúsitur, þarf að taka hús- næðismálin til rækilegrar endur- skoðunar og breyta lögum þannig, að með næsta ári geti hafizt einhvers konar Breiðholts timabil út um land. Slik kostakjör þurfa einstaklingar og sveitar- félög að fá. Staðreyndirnar liggja fyrir, svo ekki þarf að tef ja málið með „nefnd" eða láta fara fram „nákvæma rannsókn". Sá hópur manna er þegar orðinn alltof stór, sem látinn er hafa það að helzta verkefni að tef ja framgang nauð- synjamála með „rannsóknum" athugunum og áætlunum, þar sem hver tekur við af öðrum. Þarna er falinn mannskapur á marga togara, — og mundi þá margur anda léttar. Heilnæmt og þokkalegt um- hverfi, góðar götur fyrir gang- andi óg akandi svo og stórauknar ibúðarhúsbyggingar, — það er þörf krafa hinna fjölmörgu sveitarfélaga i dag. Rafljós í hlöðum geta verið hættuleg SB—Reykjavik. Vegna tiðra hey- og hlöðubruna undanfarið, hefur Rafmagns. eftirlit rikisins reynt að grafast fyrir um orsakirnar i hverju til- vikiiog hefur ýmislegt nýtt komið i ljós, og hefur rafmagnseftirlitið beðiðblaðið að koma þviá fram- færi. A bæ einum á Norðurlandi var geymsla, sem i voru tvö ljósker, fest á vegg og voru bæði með hlifðarglerjum. Aðeins var pera i öðru ljóskerinu. Frágangur ljós- keranna var 'oaðfinnanlegur til notkunar i geymslunni. En svo var geymslan tekin undir hey.og dag einn kviknaði i klukkustundu eftir að kveikt var á ljóskerinu. Miklar skemmdir urðu á heyi og húsum, bæði af eldi og vatni. Talið er vist, að ljóskerið hafi átt sök á eldsvoðanum, og hafa raunar erlendar upplýsingar staðfest það, þar sem samskonar atburðir hafa orðið erlendis. Þá vaknar sú spurning, hvað sé hægt að gera til að fækka elds- voðum af þessum sökum.og skulu eftirfarandi atriði höfð i huga: Frekar skal nota minni perur og ljósker þar sem hitj verður þá minni. Ljósker skulu hengd þannig upp , að sem minnst ryk geti fallið á þau.og skal þess gætt, að þau séu ekki byrgð. Æskilegt er að hafa rofa með aðvörunar- ljósi fyrir slik ljósker, einkum þó ef rofinn er utan dyra þess rýmis, er lýsa skal upp.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.