Tíminn - 25.11.1972, Side 7

Tíminn - 25.11.1972, Side 7
Laugardagui' 25. nóvember 1972 TÍMINN 7 Fjölbreytt bókaútgáfa hjá Erni og Örlygi h.f. Eftirtaldar bækur eru nýkomn- ar út hjá forlaginu Orn og Orlygur h.f. MEÐAN JÖRÐIN GIIÆII Einar Guðmundsson er fæddur i Hergilsey á Breihafirði árið 1931 og þar ólst hann upp til 11 ára ald- urs. Þá flutti faðir hans, Guð- mundur J. Einarsson, að Brjáns- læk. Ekki hefur Einar slitið mörgum skólastólum. Hann lærði i farskóla frá 9 ára til 14 ára ald- urs, en stundaði siðan nám i bréfaskóla. Frá unga aldri stundaði Einar margs konar vinnu á sjó og landi, þar til hann einn góðan veðurdag gifti sig stúlku af sömu slóðum. Þau stofnuðu nýbýlið Seftjörn hjá Brjánslæk, og hafa búið þar siðan og eignast sjö börn. Einar lét þess getið nýlega i blaðaviðtali að sögusviðið væri tvimælalaust i ætt við Vestfirði Einar Guðmundsson sunnan verða, sögutiminn er frá þvi seint á striðsárunum og fram undir 1950, en þá urðu viða snögg umskipti i afskekktum byggðar- lögum. MEÐAN JÖRÐIN GRÆR er þjóðlifssaga að vestan og sunnan. Söguþráðurinn verður ekki rak- inn hér, en þess má þó geta, að þetta er magnþrungin mannlifs- saga, sem enginn leggur frá sér ólesna. Bókin er sett i prentstofu G. Benediktssonar, prentuð i Viðey hf. og bundin i Bókbindaranum hf. Hilmar Helgason teiknaði kápu, en Litróf gerði myndamót. NÆTURSTAÐUR — brot úr lifi borgar- barna Það er ekki á hverjum degi, sem ung skáldkona kveður sér hljóðs og þvi munu án efa margir vera forvitnir, bæði um höfundinn sjálfan og framlag hennar til is- lenzkra bókmennta. Snjólaug lét þess getið nýlega i blaðaviðtali, að saga hennar væri fyrir venju- legt fólk, skrifuð á venjulegu máli. NÆTURSTAÐUR er samtima- saga úr Reykjavik. Þrjár ungar konur, með ólikt uppeldi og lifs- viðhorf, leigja saman ibúð. Sagan greinir frá sambúðinni, sorgum og gleði. Margs konar vandamál er við að etja, bæði félagsleg og persónuleg, sum leysast, önnur ekki. Vinir og kunningjar koma við sögu, og ekki má gleyma mis- jafnlega flóknum ástamálum. Snjólaug Bragadóttir fæddist á nýjársdag 1945 á Skáldalæk i Svarfaðardal. Foreldrar hennar eru Guðbjörg Hermannsdóttir frá Bakka á Tjörnesi og Bragi Guð- jónsson frá Skáldalæk. Snjólaug ólst upp á Akureyri i hópi fjögurra bræðra og gekk i skóla eins og lög gera ráð fyrir. Snjólaug Bragadóttir Lauk hún gagnfræðaprófi vorið 1962. Eftir ýmis störf á Akureyri næstu fimm árin, fluttist hún til Reykjavikur og settist við ritvél hjá Timanum, þar sem hún hefur verið siðan, þar af hálft fjórða ár sem blaðamaður. Bókin er sett i prentstofu G. Benediktssonar, prentuð i Viðey hf. og bundin i Bókbindaranum hf. Káputeikningu gerði Hilmar Helgason, en prentmót vann Lit- róf hf. BIIÚ MILLI HEIMA Einar Jónsson á Einarsstöðum i Reykjadal hefur i kyrrþey unnið merkilegt liknar- og lækninga- starf. Nafn hans hefur viða heyr- st, þótt þeir séu færri sem kynnst hafa Einari náið. Einn þeirra manna, sem notið hefur hjálpar Einars er Jónas Jónasson, út- varpsmaður. Jónas hefur nú fært til bókar kynni sin af hinum merka lækningamiðli og nokk- urra annarra karla og kvenna, sem telja Einar hafa komið sér til hjálpar, þegar á reyndi. Á bókarkápu segir m .a.: í þess- ari bók er rætt við nokkra aðila, sem kynnzt hafa af eigin raun Jonas Jónasson lækningamætti Einars Jónssonar á Einarsstöðum. Bók þessi tæmir ekki það ómælanlega verkefni að skrásetja merkar frásagnir, sem eru i geymd viða um land, en hún bregður ljósi á merkan lækninga- miðil og starf hans. 1 upphafi bókar segir m.a.: Hjálparstarf Einars er ekki bund- ið þvi fólki, sem sækir hann heim. Fjarlægð skiptir engu og margir eru þeir, sem skrifa honum og höf skilja á milli. Þegar dagurinn breiðir nóttina yfir höfuð, lokar Einar sig inni i lækningaherberg- inu og kemst þegar i samband við lækna sina. Hann gefur upp nöfn og heimilisföng sjúklinga, og óteljandi hjálparsveitir eru þegar að störfum. ... Eitt er visti við dyr Einars á Einarsstöðum logar ljós og þang- að leitar mörg þreytt sálin. Innan dyra, i húmi nætur, fer fram sálu- messa. Hinar óteljandi hjálpar- sveitir eilifðarinnar taka sér kraft, hvar sem hann er að finna, beita honum siðan til hjálpar lif- andi og látnum... Bókin er sett i Prentstofu G. Benediktssonar, en prentuð i Við- ey hf. Bókbindarinn hf. sá um bókbandið en Litróf hf. um prent- mót. Káputeikningu gerði Hilmar Helgason. IIÉR KEMUIl FADDINGTON Annað ævintýrið um Perúbjörn- inn, sem getur talað og býr með Brownfjölskyldunni Höfundur: Michael Bond Þýðandi: örn Snorrason Teikningar: Peggy Fortnun Á siðasta ári hélt hjnn gunnreifi hrakfallabálkur, PADDINGTON Perúbjörn, innreið sina á islenzk- an bókamarkað. Paddi, eins og hann er venjulega kallaður, geng- ur um með rauðan, háan hatt, og hefur sinar eigin skoðanir á lifinu, sem fara þvi miður ekki alltaf i sama farvegi og annarra. Þess vegna lendir Paddi i alls konar ævintýrum og klandri, enda er hann skjótur að taka ákvarðanir og framkvæma þær, en hugsar minna um afleiðingarnar — og raunar alls ekki fyrr en það er orðið allt of seint. Bókin er sett i prentstofu G. Benediktssonar, prentuð i Viðey hf. og bundin i Bókbindaranum hf. Hilmar Helgason teiknaði kápu, en Litróf gerði Myndamót. KÖTTUIIINN MEÐ IIÖTTINN KEMUR AFTUR A sl. ári sendi bókaútgáfan örn og Örlygur hf. frá sér fyrstu bók- ina eftir hinn vinsæla og viður- kennda höfund smábarnabóka, Dr. Seuss. Bókin nefndist KÖTTURINN MEÐ HÖTTINN. Nú hefur bókaútgáfan sent frá sér aðra bók um köttinn, og nefnist hún KÖTTURINN MEÐ HÖTT- INN KEMUR AFTUR. Bókin er prýdd litprentuðum teiknimyndum sem þekja allar siður og textinn er prentaður með stórum og læsilegum stöfum. Kötturinn með höttinn gengur auðvitað, eins og nafnið bendir til, með griöarstóran hött á höfðinu. Hann er hinn mesti grallaraspói, eða réttar sagt grallaraköttur, sem getur gert alls konar galdra og skringilegheit. Meðal annars galdrar hann upp úr hettinum allt stafrófið eins og það leggur sig, og raunar er hver stafur agnarlit- ill köttur. Hér er sem sé um nýja aðferð til þess að kenna börnum stafrófið. Bókin er sett i prentsmiðjunni Eddu, en prentuð hjá Collins i Skotlandi og bundin þar. EYJAN HANS MÚMÍN- PABBA 5. ævintýri múminálf- anna Múminálfar hinnar finnsku skáldkonu, Tove Janson, verða æ vinsælli meðal islenzkra barna. Lesendahópurinn fer stækkandi og nú er komin út fimmta bókin um múminálfana. Hún nefnist EYJAN HANS MÚMÍNPABBA. Söguþráðurinn er þessi: Vesalings múminpabbi er orð- inn hálfleiður á lifinu heima i múmindal. Hann vantar ný og skemmtileg verkefni, þvi að hann er löngu búinn að gera allt, sem þurfti að gera: leggja veg, smiða brú og bryggju, húsgögn og ann- að, sem fjölskyldan þurfti á að halda. Og nú finnst honum hann ekki vera til neins gagns lengur. En þá byrjar alveg nýtt ævin- týri, ólikt öllu sem múminálfarnir hafa áður lent i. Þau flytja til eyðieyjar langt úti i hafi, múmin- pabbi og múminmamma, múminsnáðinn og tökubarnið Mia iitla, og setjast að i heljarstórum vita, sem biður þeirra, dimmur og galtómur. Vitavörðurinn er horfinn, og þau fá ekki orð upp úr gamla fiskimanninum um afdrif hans. Lifið er ekki alltaf auðvelt á eyjunni hans múminpabba, en smám saman sigrast þau á öllum erfiðleikum.. Múminsnáðinn kynnist leyndardómsfullum sæ- hestum, sem dansa á ströndinni i tunglskini, og honum tekst það, sem engum hefur fyrr tekizt: að verða vinur morrans. Eyjan lifnar við, og múmin- pabbi gerir sáttmála við hafið. Margt kemur fyrir múminfjöl- skylduna i þessu nýja og fram- andlega umhverfi, hættur steðja að, og þrautir þarf að leysa, en áður en lýkur tekst meira að segja að ráða gátuna um hvarf vitavarðarins....... Bókin er sett i prentstofu G. Benediktssonar, prentuð i Viðey hf. og bundin i Bókbindaranum hf. Hilmar Helgason teiknaði kápu, en Litróf gerði myndamót. VOIIU GUDIRNIR GEIMFARAR? Hvaðan kom þjóðum aftur i grárri forneskju furðuleg þekking þeirra á gangi himintungla, og vitneskja um rétta lögun jarðar? Hvernig stendur á þvi að ná- kvæmar lýsingar á hinum geig- vænlegu afleiðingum kjarnorku- sprenginga er að finna i fornsögu- legum kviðum, sem varðveizt hafa á leirtöflum, er fundizt hafa i jörðu? Hvaðan kom forsöguleg- um kynþáttum tækni til að höggva steinblokkir, tugi smá- lesta að þyngd úr hörðu bergi, flytja þær langar leiðir, og leggja i hleðslu, eins og um tigulsteina væri að ræða, af ótrúlegustu ná- kvæmni? Hverjir voru þeir synir guðs, er girntust dætur manna og gátu börn með þeim, að þvi er segir i Mósebókum? Spurningar, sem svissneski fræðimaðurinn, Erik von Dani- ken, glimir við i þessari bók, eru margar og ólikar, en eiga það þó sammerkt, að viðkomandi sér- fræðingar og visindamenn hafa ekki enn fundið nein viðhlitandi svör við þeim. Von Daniken held- ur þvi og ekki fram, að sér hali tekizt að ráða þær gátur, en hann nálgast þær að öðrum leiðum en áður hefur verið gert af forn- fræðingum, og sem sjálflærður athugandi er hann óbundinn af fræðikenningum og hefðbundnum niðurstöðum, og koma hans eigin niðurstöður þvi mjög á óvart, og knýja lesandann til umhugsunar, og eru jafnframt spennandi lesn- ing. Loftur Guðmundsson hélt tvö útvarpserindi um Von Daniken og rannsóknir hans fyrr á þessu ári og munu þau hafa vakið mikla at- hygli. Bókin er sett I Prentstofu G. Benediktssonar, en prentuð i Við- ey fh. Bókbindarinn hf. sá um bókbandið en Litróf hf. um prent- mót. Káputeikningu gerði Hilmar Helgason. BARIZT í BRÖTTUM HLÍDUM Orn og örlygur hafa sent frá sér aðra bók brezka höfundarins, Colin Forbes, i þýðingu Björns Jónssonar, skólastjóra, en fyrsta bók hans, STÖÐUGT I SKOT- MÁLI, kom út hjá forlaginu i fyrra, einnig i þýðingu Björns. Colin Forbes hefur vakið á sér heimsathygli fyrir afburðasnjall- ar sögur úr siðari heimsstyrjöld- inni. Sjálfur tók hann þátt i þeim hildarleik og bera bækur hans merki þess, að hann ber fullt skyn á það sem hann ritar um. Söguþráður bókarinnar BARIZT í BRÖTTUM HLÍÐUM er i stuttu máli sá, að griskt far- þegaskip leggur úr höfn i Istanbul á dimmum aprilmorgni 1941. Fjórir Þjóðverjar og tveir Bretar eru farþegar á skipinu. Ferðinni er heitið til Zervos-flóa i Grikk- landi. Óvæntir atburðir gerast i hafi: Óveður skellur á — átök eiga sér stað — mönnum er kast- að útbyrðis — skipi er sökkt. Þjóðverjar ráðast inn i Grikk- land. Klaustrið i hliðum Zervos- fjalls er allt i einu orðið mikilvægt i yfirvofandi hernaðarátökum Bandamanna og Möndulveld- anna. Æðisgengið kapphlaup hef- st. Hópur manna leggur leið sina inn i iður fjallsins — óvinaflokkur fylgir á eltir. Váleg atvik eiga sér stað i kulda og eilifu myrkri. Það er BARIZT 1 BRÖTTUM HLIÐ- UM. Þýzkt herlið sækir upp Zer- vos-íjall, i átt að klaustrinu. Þar biða óvæntar móttökur... Bókin er sett i prentstofu G. Benediktssonar, meginmál er prentað i Viðey hf., en kápa i Svansprent. Bókband annaðist Bókbindarinn hf. Káputeikningu gerði Hilmar Helgason. LEYNIVOPNID og djöl'ladeildin Christopher Cool og félagi hans, Indiáninn Geronimo Johnson, ásamt Spice Carter, sem öll eru starfandi hjá Ungmenna- og gagnnjósnadeildinni amerisku hafa eignazt stóran lesendahóp hér á landi. Nú er komin út þriðja bókin um þessi djörfu ungmenni og nefnist hún LEYNIVOPNIÐ og djöfladeildin. Chris er sendur til Lundúna á vegum UNG. Þar á hann að reka tvö erindi. Hann á að afla upp- lýsinga um föður sinn, sem er i haldi austan járntjaldsins, og i leiðinni á hann að reyna að kom- ast höndum yl'ir efnaformúlu, sem austurlenzkur visindamaður hefur fundið upp. Elni það, sem formúian segir til um, ógnar öllu lili á jörðinni. Chris kemsl yfir lykilorð and- stæðinganna, og smám saman tekst honum og lélaga hans, Geronimo Johnson, sem er indiáni, að fikra sig áfram við lausn málsins. En óvinirnir svif- ast einskis og reyna allt, sem þeir geta, til að koma Chris fyrir kattarnef, og oft skellur hurð nærri hælum. Chris á i raun og veru við tvo andstæðinga að etja. Annars veg- ar eru TOAD, glæpamannasam- tökin alræmdu, en hins vegar er Dracov njósnastofnunin. En með þvi að etja þeim saman, tekst Chris að eyðileggja áform þeirra. Það er alltaf eitthvað óvænt að koma fyrir á hverri blaðsiðu i þessari hörkuspennandi njósna- sögu. Bókin er sett i prentstofu G. Benediktssonar, prentuð i Viðey hf. og bundin i Bókbindaranum hf. Hilmar Helgason teiknaði kápu, en Litróf gerði myndamót. FASTE I GNAVAL SkólavörOustlg 3A. II. h»B. Slmar 22011 — 19265. FASTEIGNAKAUPENDUR Vantl yður fastelgn, þá hafið samband við skrifstofu vora. Fasteignir af öllum stærðum og gerðum fullbúnar og I ismíðum. F ASTEIGN ASELIENDUR Vinsamlegast látið skrá fast- eignir yðar hjá okkur. Áherzla lögð á góða og ör- ugga þjónustu. Leitið uppl. um verð og skilmála. Maka- skiptasamn. oft mögulegir. Önnumst hvera konar samn- Ingagerð fyrlr yður. Jón Arason, hdl. | Málflutnlngur . fastelgnaaala

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.