Tíminn - 25.11.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.11.1972, Blaðsíða 9
Laugardagur 25. nóvember 1972 TÍMINN Útgefandi: Frarasóknarflokkurínn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-!;:| arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,: Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timáiis);>: Auglýsingastjóri: Steingrimur Glslasojii. Ritstjórnarskrif-g stofur í Edduhúsinu við Lindargötu, símar 18300-18306^: Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsx ingasimi 19523. Aörar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjaldg 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-'|: takið. Blaðaprent h.f. Ofbeldi brezku togaranna Sá atburður gerðist i fyrradag innan islenzku fiskveiðilögsögunnar eða nánar tiltekið um 20 sjómilur norðaustur af Horni, að brezkir togar- ar sýndu islenzkum bátum mikinn ágang og spilltu veiðarfærum þeirra. Islenzku sjómenn- irnir gerðu þá landhelgisgæzlunni aðvart,og kom varðskip á vettvang. Það skipaði togurun- um að fara á brott, en þegar þeirri skipan var ekki hlýtt, klippti varðskipið vörpuna aftan úr einum togaranum. Togararnir hlýddu þá fyrir- mælum varðskipsins, en áður en þeir gerðu það, sigldu einir átta þeirra að islenzkum báti, sem var þarna að veiðum, og létu mjög ófriðlega. Skipverjar á einum togaranum, Wire Victory FD 181, gengu svo langt, samkvæmt frásögn skipshafnarinnar á örvari HU 14, að þeir létu járnboltum og járnarusli rigna yfir hana. Atburðir þessir benda til þess, að ekki riki neinn sáttahugur hjá brezkum útgerðarmönn- um. Ef til vill halda þeir lika að þetta sé leiðin til að beygja íslendinga, ásamt þvi að krefjast herskipaverndar, ef Islendingar fallast ekki á hina brezku skilmála. Um þetta álit, sem brezkir útgerðarmenn og skipstjórnarmenn virðast hafa á Islendingum, nægir að segja það, að þeir þekkja Islendinga litið;alveg eins og brezkir stjórnmálamenn virðast þekkja tra litið, eftir að hafa þó átt samskipti við þá i margar aldir. En óhætt er að segja viðkomandi aðilum það, án þess að vera með nokkuð þjóð- arstolt, að Islendingar eru að þvi leyti likir hin- um irsku frændum sinum, að þeir harðna frekar en bogna, þegar þeir eru beittir rang- indum og ofbeldi. En þótt þannig virðist litils skilnings að vænta hjá brezkum útgerðarmönnum og skip- stjórnarmönnum eða a.m.k. allmörgum þeirra, gera íslendingar sér vonir um, að ann- að komi i ljós af hálfu brezkra ráðamanna, þegar viðræður hefjast eftir helgina milli is- lenzkra og brezkra ráðherra um bráðabirgða- lausn fiskveiðideilunnar. Það er von ís- lendinga, að brezkum ráðamönnum sé nú orðið ljóst, að það verður að gera öflugar friðunar- ráðstafanir til verndar fiskstofnunum á Islandsmiðum, ef koma á i veg fyrir gereyð- ingu þeirra, og að samkvæmt þeirri réttarþró- un, sem gerist nú hratt i heiminum, ber strand- rikinu fullkominn forgangsréttur, þegar til slikra ráðstafana þarf að gripa, og þó sérstak- lega, þegar afkoma þess byggist að langmestu leyti á fiskveiðum, eins og er i þessu tilfelli. I þessum efnum tjáir Bretum ekki neitt að vitna i bráðabirgðaúrskurð Haagdómstólsins, sem ákveður, að Bretar megi veiða sama aflamagn og áður eða m.ö.o., að öll skerðingin, sem hlýzt af vaxandi aflaleysi, skuli bitna á strandrik- inu! Þessi dómur, sem er auðsjáanlega byggð- ur á gömlum nýlenduhugmyndum, er i algerri mótsögn við hina nýju réttarþróun, sem öll beinist að þvi, að viðurkenna forréttindi strandrikisins. Að lokum þetta: Islendingar verða ekki beygðir með ofriki og hótunum. Þeir eru að berjast fyrir tilveru sinni og eru reiðubúnir til að fórna miklu vegna hennar. Þ.Þ. A.M. Rendel, The Times: Tito eykur flokksræðið að nýju í Júgóslavíu Auknar hömlur á málfrelsi og ritfrelsi TITO forseti Jugóslaviu hótaði i fyrra að senda herinn á vettvang til þess að bæla niður óánægða Króata i Zagreb. Þá var haldið fram, að hann yrði að vera harð- hentur, af þvi að hann hefði ekki áttað sig á þvi i tima, að þjóðernisstefna Króata gæti skjótlega orðið óviðráðanleg, þar sem slakað hefði verið á miðstjórn efnahagslifsins fyrir skömmu. Eining Jugóslaviu væri i voða. Aðkomumenn i Króatiu undangengna mánuði urðu þess undir eins varir, að valdboð „þeirra i Belgrad" olli enn drjúgri óánægju. Króatar voru enn heitir og æstir. Þetta gæti að nokkru leyti skýrt harðar og skjótar ráð- stafanir Titos gegn leið- togum Serba, en harka hans i þessu efni hlýtur að valda verulegum truflunum og draga úr baráttukjarkinum. OLLUM menntamönnum i Serbiu mun sárna mjög af- sögn Nikezic formanns kommunistaflokks landsins, en hann er afar vel látinn. Hann átti miklu fylgi að fagna i kommúnistaflokki Serbiu, stjórn lýðveldisins Serbiu og stjórn sambands- lýðveldisins. Perovic, aðstoðarmanni hans, þótti Tito ganga allt of langt i til- lögum sinum um endur- eflingu miðstjórnarvaldsins. Hann hefir nú sagt af sér eins og Nikezic, svo og Tepavac utanrikisráðherra. Tito lýsti óánægju sinni yfir vanmætti serbneskra leiðtoga til að hafa hemil á mál- og ritfrelsi. Aðal ritstjóri hins virta vikurits Nin hefir nú sagt af sér. Aðalritstjóri Politika hefir einnig boðizt til að segja af sér. Þess hefir verið krafizt i ræðum að undanförnu, að hert verði ákvæði laga um blöð og timarit. A fundum við Belgrad-háskóla hefir þótt koma fram, að „galdra- ofsóknir" væru þar i aðsigi. RÓTTÆKAR ráðstafanir áttu rétt á sér. Allt bendir til, að leiðtogar kommúnista- flokks Serbiu og starfsmenn stjórnkerfisins. æðri sem lægri. hafi notfært sér til ábötunar þau tækifæri, sem kostur varð á i meiri sam- felldri velgengni i heilan aldarfjórðung en Serbar hafa áður komizt i kynni við. Margir hafa með einhverju móti komizt yfir einbýlishús, ýmist til að hagnast á eða nota um helgar. Þetta hefir valdið nýrri skiptingu i jugóslavnesku samfélagi milli mjúkhentra starfs- manna skrifstofuvaldsins annars vegar og hins vegar flokksbræðra þeirra, sem i þorpunum búa og eru með sigggrónar hendur. Tito forseti hefir lög að mæla. þegar hann heldur fram, að láglauna verka- menn hafi orðið harðast liti i hagsmunakapphlaupinu, sem af þvi leiddi, að slakað var á miðstjórn efnahags- lifsins. Veruleg hætta er á ókyrrð i iðnaðinum, ef ekki verða gerðar róttækar ráð- stafanir til þess að stöðva „óréttmæta ábötun." Tito gæti sem bezt bætt þvi við, að Serbia hafi verið það lýð- veldið, sem fyrst varð til þess að fjarlægjast grund- vallarreglu jafnaðarins og lengst gekk i þvi efni. Enn- Tito fremur má með fullum rökum halda fram, að forustumenn kommúnista- flokks Serbiu beri fulla ábyrgð á þessum undan- slætti. TITO er nú áttræður og á að baki langan og ævintýra- legan feril sem boðandi kommúnisma og flokksleið- togi. Naumast er nema eðli- legt, að honum finnist, þegar hann litur um öxl, að hin harða barátta fyrr meir hafi verið um flest mun heil- brigðari en sú borgaralega velmegun, sem nú rikir. Forsetinn hafði gilda ástæðu til að krefjast meiri aga og aukins aðhalds i efnahagsmálunum. Engin þörf er að bollaleggja um annarlegar ástæður, enda þótt Tito virðist lengi hafa talið sig þurfa að hefna sin á serbneskum leiðtogum með einhverjum hætti. Hanri hafði átt i hörðum deilum við Nikezic, þegar upp úr sauö i löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins árið 1967. Nikezic vildi ólmur, ab Jugóslavar styddu Araba undir eins leynt og ljóst. Þetta hefði táknað fráhvarf frá hefðbundinni hlutleysis- stefnu rikisins og valdið þvi um leið, að stefna Jugoslava fylgdi stefnu Sovétmanna fastar en hún hafði nokkru sinni gert, siðan að ágreiningurinn varð við Stalin árið 1948. ENN er á huldu, hve langt verður gengið i hreins- ununum. Engin ástæða er til að óttast, að átökin leiði til nánari málefnalegrar sam- stöðu Jugóslava við önnur kommúnistariki en áður. Tito forseti hefir ávallt tor- tryggt Rússa allt of mikið til þess að slikt sé sennilegt. Hitt er fremur að óttast, að forsetinn taki of hart á góðum og framsýnum leið- togum Serba og ali þannig á þjóðernisstefnu meðal þeirra, en hún gæti orðið ein- ingu Jugóslaviu enn háska- samlegri en óánægja Króala. Þjóðernissinnar i Króatiu voru bæði hávaðasamir og stórorðir árið sem leið, en Nikezic og fylgismönnum hans tókst að koma i veg fyrir harkaleg viðbrögð Serba, sem vel hefði þó mátt búast við. Málin standa þvi svo furðulega, að Tito forseti gæti hæglega valdið sundrungu lýðveldanna með þvi að ráðast gegn leiðtogum Króata og Serba i nafni einingarinnar. FORSETINN hraðar sér sem mest hann má að koma afstað sinni sérstöku tegund „menningarbyltingar". Ekkert bendir þó til, að hann geri sér þess ljósa grein, með hverjum hætti hún skuli verða, eða hvernig hann eigi að sameina eflda miðstjórn og árangursrika og farsæla framkvæmdastjórn efna- hagslifsins i samfélagi, sem verður flóknara og marg- slungnara með hverjum deginum; sem liður. Tito getur verið harðhentur og ófyrirleitinn, en hann hefir lengi farið með mikil völd án þess að gerast kúgari. Enginn hefir meiri reynslu en hann i þvi að halda jafnvægi I stjónmála- forustu. Hitt er þó ekki siður mikil- vægt, að skynsemi Jugó- slava hefir hvað eftir annað fengið þá til að risa upp og taka höndum saman til varð- veizlu einingarinnar, þegar i harðbakkann sló. Átökin standa milli þeirra, sem að- hyllast mismunandi mikla kenningakreddufestu, en ekki milli þeirra, sem eru með og móti valdhöfunum i Moskvu. Varla getur heitið, að raunverulegir fylgjendur valdhafanna i Moskvu séu til i landinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.