Tíminn - 25.11.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 25.11.1972, Blaðsíða 11
Laugardagtn' 25. nóveniber 1!)72 TÍMINN 11 (iuíimundui' P. Valgeirsson okkar og þá landeyðingu, er gat að höndum borið. Ekki var þó látið við þetta sitja. Lesbókarritstjóri Morgunblaðs- ins tók sér fyrir hendur að skrifa i blað sitt, Lesbókina, eins konar jólahugleiðingu, sem hann helg- aði okkur Árneshreppsbúum. Eftir að hafa dregið upp nötur- lega mynd af sveitinni, sér hann, að hér er einskisvert land. Þau litlu gæði, sem það hafði upp á að bjóða var einfalt og auðvelt að nytja, án þess neinn þyrfti að hafa hér bólfestu. Og það þótti honum helzt tiðindum sæta, að hitta fyrir mann, sem „ætlaði að vera heima í vetur”, i stað þess að fara suður i sæluna. Þvilik flónska i manninum: Maðurinn virtist ekki hafa gert sér ljóst, hvað honum bæri að gera og var orðinn að viðundri i augum ritstjórans. Og þegar hann sigur heima við ritsmið sina, kórónar hann þessa mynd sina með þvi að gera ráð fyrir að allir mannabUstaðir séu komnir á kaf i fannbreiðuna. Þannig voru viðhorf þessarra manna, sem mér fannst með nokkrum rétti mega kalla merk- isbera „landeyðunnar”, og ef- laust voru margir fleiri sama sinnis. Þó voru einnig til þeir menn, sem ekki stóð á sama, hvert stefndi i þessum málum. Enda óvist. hvort landeyðingin léti staðar numið við endamörk Árneshrepps. Til er gamalt máltæki, sem segir. að hætt sé eigin hUsi þegar garður nágrannans brennur. Þró- unin i þessum málum er næsta iskyggileg og þyrnir i augum fjöl- margra hugsandi manna. Hvar nemur hUn staðar? Stjórnarsátt- málinn hefur að geyma nokkur fyrirheit um, að við skuli snUið á þeirri braut. er farin hefur verið i þessum efnum. En nægir sá góði vilji? Útsogið suður er sterkt, og margt þarf að koma til, svo Ur þvi verði dregið, hvað þá stöðvað. Það spáir ekki góðu, þegar heilir landshlutar fara algerlega á mis við svo að segja alla læknisþjón- ustu, svo að i þeim efnum þarf að leita langt aftur i aldir til að finna hliðstæðu. Læknar og aðrir embættismenn, s.s. prestar og kennarar, eru vart fáanlegir Ut fyrir hitaveitusvæði Reykjavik- urborgar. Þeir eru orðnir of finir til að starfa utan Reykjavikur. Jafnvel hefur flogið fyrir, að til starfa á Seltjarnarnesi, Utjaðri Reykjavikur, fáist menn ekki til opinberra starfa nema með sér- stökum friðindum — staðarupp- bót! Þvilik ósvinna, ef satt er. Og þjóðin spyr: Hvað á að gera? Væri ekki réttlætanlegt, að þeir lærðu menn, sem ekki fást til starfa fyrir þjóð sina, þar sem þess er þörf, verði látnir endur- greiða námskostnað sinn að meira eða minna leyti? Þjóðin hefur ekki efni á þvi að kosta tugi eða hundruð manna til langskóla- náms, nema þekking þeirra og starfskraftar séu nýttir, þar sem þeirra er þörf viðs vegar um landið, i stað þess að hnappast saman á einum stað, þó nokkuð stór hluti landsmanna sé þar samankominn, eða flytja hrein- lega af landi burt. Með þvi fram- ferði sinu setja þessir lærðu menn ljótan stimpil á stétt sina, þó allir viti, að margir þeirra eru ágætis- menn. Fólkið Uti á landsbyggð- inni á engu siður rétt á þjónustu þeirra en þeir sem i þéttbýlinu bUa. t þeim tilgangi veitir þjóð- félagið þeim menntunaraðstöðu, og það ætlast til þeirrar þjónustu af þeim. SU þjónusta er lika eitt af grundvallarskilyrðum þess að byggð haldist við Uti um landið. Þar þarf ekki Utkjálka til. Ég hef nU lvst að nokkru þeim viðhorum. er við okkur Árnes- hreppsbUum blöstu á haustdögum 1971. Þau voru ekki uppörvandi. Eer ég ekki fleiri orðum um það. En er nU nokkuð aðra sögu að segja héðan. — JU vissulega: Þó vetur sé nU genginn i garð og kynni sig hendur harkalega, er viðhorf þeirra, sem hér þrauka alll annað er verið hefur undan- gengin ár. Með komu þessa árs mátti segja að brotið væri i blað, að þvi er tiðarfarið snerti. Allt frá ára- mótum rikti hér einmuna blitt veðurfar. Snjó festi litt á jörðu og aldrei nema um stundarsakir. Veður var svo hlýtt, að frost kom aldrei i jörð. Ólikt þvi sem verið hafði, þegar klaki fór ekki Ur jörð sumar eftir sumar undanfarin ár. Hefur jafngóður vetur ekki komið hér lengi, og verður helzt jafnað til vetranna 1922-’23 og 1928-’29. Báða þá vetur rikti hér einmuna bliða eins og á sumardegi, eink- um á Utmánuðum þeirra. Vorið var einnig hlýtt og góð- viðrasamt Ut mai mánuð. TUnin, sem viða höl'ðu verið dauðkalin á undanförnum árum (en höfðu litils háttar náð sér sumarið 1971), tóku nU að gróa með undra- verðum hætti, svo að viðast voru gömlu kalskellurnar nær upp- grónar er fram á sumarið kom. JUnimánuður var m jög kaldur og mjög Urkomusamur, svo gróðri fór ekkert fram allan þann mán- uð. Um 10. jUli breyttisl veður aft- ur til batnaðar og upp frá þvi mátti heita, að væri ein samfelld bliða til fyrsta vetrardags. Snjó- aði aðeins einn dag i október lram að veturnóttum. Grasspretta varð með ágætum, og heyskapur mikill svoaðaldrei fyrr hafa verið jafnmikil hey á haustnóttum og nU á þeim bæjum, sem enn eru i byggð. Nýting heyjanna er einnig mjög góð. Þurrkar voru góðir og aidrei langt milli þurrkdaga. Nokkuð tafðist þó um tima með þurrkUn vegna vestan skUraleið- inga. sem voru npkkuð tiðar. Við- ast hvar eru hlöður fullar, og á nokkrum bæjum má sjá uppborin hey Uti. Það bendir til þess, að bændanna biði nokkurt verkefni i byggingu heygeymslna og einnig bvggingu fjárhUsa, ef tiðarfar helzt á næstu árum likt þvi, sem nU var. Veltur þá á miklu að þær framkvæmdir verði haganlega framkvæmdar með tilliti til verk- sparnaðar við heyskap og hirð- ingu. Fénaður gekk vel fram á s.l. vori, og lambám var sleppt nokk- uð jafnóðum og þær báru. Frjó- semi var nokkuð misjöfn á ein- stökum bæjum en sumsstaðar óvenju góð. Nokkrar heyfyrning- ar urðu frá vetrinum, er það ný saga hér. þvi undanfarin ár höf- um við orðið að standa i heykaup- um haust, vetur og vor. Á sl. hausti var slátrað i Slátur- hUsi Kauplelags Strandamanna Norðurfirði 2352 kindum, þar af 2225 lömbum, sem lögðu sig með 17,38 kg meðalþunga, án nýr- mörs. Er það 0,38 kg meiri meðal- þungi en var á sláturstaðnum i l'yrra. Mesta meðalvigt var hjá Hallbert Guðbrandssyni, DjUpa- vik 20.0 kg. Hann átti 17 ær s.l. vetur, þær voru tvilembdar nema þrjár. Hann lagði inn 10 dilka. Sýnir þetta að hér er meira en sauðkropp fyrir sauðfé, þó sumir hafi ekki séð annað. Mega bændur vel við una. Undanfarin ár hefur fallþungi dilka l'arið sivaxandi. Eflaust má þakka það betri l'óðr- un, þrátt fyrir heysparnað, og svo starfsemi sauðfjárræktarfélags- ins, sem telja má i góðu lagi. Slátrað var nU 193 dilkum færra en i fyrra, en lambaásetningur er nU meiri en áður. Féð var orðið svo fátl að nauðsynlegt er að fjölga þvi eins og ástæður leyfa nU þegar batnar i ári. HrUtasýning var haldin hér i hreppnum, eins og annarsstaðar á Vestfjörðum. Alls voru sýndir 42hrUlar. Af þeim hlulu 30 l.vcrð- laun, 71%, 10 önnur verðlaun, 24%, og 2 þriðju verðlaun. Auk þess voru þrir hrUtar sýndir með afkva'mum. Af þeim hlutu tveir fyrstu verðlaun og einn önnur verðlaun. Einnig nokkrar ær með afkvæmum, sem hlutu góða dóma. Aðaldómari á þessum sýningum var Sveinn Hallgrims- son, ráðunautur BUnaðarfélags íslands, og meðdómari Brynjólf- ur Sæmundsson, héraðsráðunaut- ur Strandamanna. Aðaldómari fór lofsamlegum orðum um hrUtastofn okkar Arneshrepps- bUa og áleit þá bUa yfir miklum kynbóta kostum. — Eins og áður segir var hér einmuna sumarbliða frá miðjum jUli hlýindi og mikið sólfar með hóflegri vætu fyrir allan gróður. — Mikill ferðamannastraumur var hingað norður, eins og verið hefur undanfarin sumur, en þó sennilega meiri nU en áður. Þeir, sem komu hingað, nutu sumar- bliðunnar og sólskinsins i rikum mæli og loluðu hana mjög. Einn þeirra skildi eftir þessa kveðju og viðurkenningu: Ein er sveit við ysta haf, umgirt fjallaböndum. Gyllir firði geislatraf, gott er að vera á Ströndum. Það er sannmæli, þegar svo lætur svo sem verið hefur það, sem af er þessu ári. Tveir slórir lerðamannahópar heimsóttu okkur. Fyrstu daga jUli kom hópur Átthagafélags Strandamanna i lteykjavik. Var þá samankomið hér hátt á annað hundrað manns, aðkomið. Hélt átthagafélagið skemmtun hér i félagsheimili hreppsins að Árnesi með f jölbreytta dagskrá, hrepps- bUum öllum til stórrar ánægju. Ég sendi Timanum frásögn af þessu, en einhver veginn fór svo að hUn birtist ekki. Það þótti mér miður. Þessir aulusugestir okkar voru lieldur fljótt á ferðinni, þvi veðurguðirnir voru þá að bUa sig undir að sýna okkur bliðu sina, en ekki tilbUnir að láta góða gesti okkar njóta hennar. Hinn stóri hópurinn, sem heim- sótti okkur voru, alkomendur þeirra Sk jaldarbjarnarvikur- hjóna, Onnu Jónasdóttur og Guð- jóns Kristjánssonar. Var þá einn- ig fjölmenni samankomið hér. Frásögn af þvi birtist i Timanum. Þeir voru heldur heppnari með veður, en þó var það ekki orðið svo gott sem siðar varð. Framhald á bls. 19 Gerður Steinþórsdóttir: Dagvistun á einkaheimilum Fimmtudaginn 16. nóvember flutti ég eftirfarandi tillögu i Borgarstjórn Reykjavikur: Sifellt verður meira um dag- vistun barna á einkaheimilum undir eftirliti Félagsmálastofn- unar Reykjavikurborgar. Eru heimilin nU orðin meira en hundrað talsins, og börnin, sem þar eru vistuð, á þriðja hundrað. Æskilegt væri, að þessi starfsemi yrði rekin meö skipulegri hætti en nU er gert. Þvi beinir Borgarstjórn Reykjavikur þvi til Félagsmála- ráðs að taka eftirtalin atriði til athugunar: 1. Hvort ekki sé timabært, að haldið verði námskeið fyrir konur, sem taka börn til dag- vistunar. Námskeiðið yrði hlið- stætt þvi, sem haldið var á vegum fræðsluráðs að tilhlutan leik- vallanefndar fyrir konur, er starfa á gæzluvöllum borgar- innar. 2. Hvort ekki sé eðlilegt, að Sumargjöf annist innritun barna á einkaheimili. 3. Að hámarksgjald fyrir vistun barna á einkaheimilum verði ákveðið. Greiði borgin að hluta gjöld fyrir þau börn, sem tilheyra svonefndum forgangsflokkum, en ekki fá rUm á dagheimilum borgarinnar. Nokkrar umræður urðu um til- löguna, og tóku til máls Sigurlaug Bjarnadóttir, Steinunn F'innboga- dóttir og Adda Bára SigfUsdóttir. Adda Bára bar fram breytingatii- lögu við 2. liö tillögunnar þess efnis, að Sumargjöf eða Félags- niálastofnuninannaðist innritun. Var tillögunni litt breyttri siðan visað til Félagsmálaráðs. Þótl efni tillögunnar liggi nokkuð Ijóst fyrir, þykir mér rétt að fara um hana nokkrum orðum. Á dagheimilum, leikskólum og skóladagheimilum borgarinnar er að minum dómi unnið mikið og gott barnaverndarstarf. Áherzla er lögð á,að fóstrurnar, sem þar starfa, séu vel menntaðar, svo að dvöi barnanna hafi sem mest uppeldisgildi. í þessu sambandi vil ég vitna i frumvarp til laga um Fóstruskóla Islands, sem nU liggur fyrir Alþingi. Þar segir:.... „ógerningur er að fjölga barna- heimilum án þess aö tryggja að sama skapi nægilega fjölgun sér- menntaðs starfsliðs. Ella verða þessi barnaheimili miður æski- legar gæzlustöðvar fyrir börn, en ekki uppeldisstofnanir”. Sá grundvöllur, sem uppeldi i sveitum hvildi á, er nU brostinn, en við verðum smám saman að læra að fóta okkur i borgarsam- félagi. Ég tel,að ákveðin stefna i félagslegri aðstoð , reist á þekkingu i uppeldis- og sálarfræðþ eigi hér að visa veginn. Stefnu- leysi eins og nU rikir býður hætt- unni heim: Foreldrafræðsla er engin, foreldrasamtök engin og samvinna skóla og heimila nánast engin. Dagvistun barna á einka- heimilum hefur tiðkazt lengi án eftirlits eða skipulags. Það var ekki fyrr en i jUni 1970, að ákvæði voru sett um slika dagvistun. Þar segii; að óheimilt sé aö taka börn i dagvistun á einkaheimili nema með leyfi viðkomandi barna- verndarnefndar og hafi hUn siðan Gerður Steinþórsdóttir eftirlit með höndum. Sliktaðhald er ákaflega mikilvægt. Ég álit, að námskeið fyrir konur, sem taka hörn i dagvistun, geti verið mjög þarflegt. Það myndi vekja þær til umhugsunar og gera ljósari markmið og leiöir i þessu starfi, svo má að orði komast. Dvöl barnanna ætti að hafa uppeldislegt gildi, en ekki einungis aö vera gæzla. Hópur þeirra kvenna, sém taka börn til dagvistunar, er mjög sundurleitur. Konurnar eru á ald- rinum frá 20 til 50 ára. Sumareru barnlausar, en flestar eiga eitt barn og upp i fjögur, oft stálpuð, eða farin að heiman. — Margar hUsmæður leysa uppeldishlut- verkið vel af hendi, en betur gera þó þær, sem lært hafa um meö- ferð barna. Að minum dómi er einkafóstrið hliðsta'tt starlinu á ga'zluvöllum borgarinnar. Vegna skorts á lóstrum hafa gæzluvellirnir ékki áll kosl á sérmenntuðu starfsliði. En i þvi skyni að ráða þar nokkra ból á heíur Iræðsluráð, að til- hlutan leikvallanefndar, haldið nokkur námskeið fyrir gæzlu- konur til að gera þær hæfari til starlsins. Ég hef fengið i hendur plagg um tilhögun námskeiðs, sem haldið var á siðasta ári. Námselnið var m.a.: Ilagnýt uppeldis- og sálarfra'ði barna, lelagsfræði, svo sem með lilliti til lelagslegs gildis gæzluvallastarfsins og þátt þess i uppeldismálum i Reykjavikur- borg, svo og samskipti við vanda- menn og heimili barnanna. Einnig leiðsögn i leikjum og leik- tækni. Ég leldi ráðlegt að fá nokkrar konur, sem taka börn i einka- fóstur, til viðræðna um tilhögun námskeiðs. Auk beinnar fræðslu væri heppilegt að bjóða konunum að skoða dagheimili eða leik- skóla. Eins og nU háttar snýr starf- semi félagsmálaráðs og barna- verndanefndar eingöngu að heimilum, sem taka börn i dag- fóstur. Við vitum sáralitiö um þá hlið, sem að mæðrunum snýr. Við vitum aðeins fyrir tilviljun, að nokkur hluti mæðranna eru ein- stæðar, en ekki hve margar þær eru. Mæðurnar biðja um dagvist fyrir börn sin,en fylla ekki Ut nein þar til gerð eyðublöð eins og gert er á barnaheimilunum. Mérfyndist það eðlileg tilhögun, að Sumargjöf annaöist innrit- unina. Eins og nii háttar er ekki uin neina skipulega iniiritun að ra'ða. Eins og Iram helur komið fer Barnaverndarnefnd einungis með eftirlit heimilanna, en hefur engin afskipti af greiðslu. Al- gengasl mun þó að greiða 5 til 6 þUs. á mánuði fyrir barn. Sem kunnugt er, eru biðlistar á dagheimilum borgarinnar langir, og venjulegur biðtimi er um eilt ár. Iljá Sumargjöf er last gjald, og greiðir borgin helming kost- naðar. Er það að minum dómi sanngirniskrala, að þeir,sem til- heyra margnelndum forgangs- llokkum, en ekki koma börnum sinum fyrir á dagheimilum vegna rUmleysis, fái niður- greiðslu á gjöldum sinum i sam- ræmi við reglur Sumargjafar. Þetta l'ólk býr við sömu aðstæður, en þarf að borga helmingi hærra gjald, auk þess öryggisleysis.sem einkafóstrið hefur i för með sér. Að visu geta einslæðar mæður sótt um niðurgreiðslu hjá Félags- málaráði, sem siðan metur að- stæðurnar hverju sinni. En fyrst Sumargjöf hefur fast gjald án til- lits til aðstæðna, gætir þarna misræmis. Ef Sumargjöf annaðist innritun og innheimtu gjalda. gæti fólk i forgangsflokkum af sjálfu sér fengið sin gjöld niðurgreidd i samræmi við reglur Sumar- gjafar. Einkafóstur barna er staðreynd, sem ekki verður horft framhjá. Mikilvægt er,að það sé eins vel af hendi leyst og kostur er á. En einkafóstur bætir engan veginn Ur þörf fyrir dagheimili. Því megum við ekki gleyma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.