Tíminn - 25.11.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 25.11.1972, Blaðsíða 15
Laugardagur 25. nóvember 1972 TÍMINN 15 Friðrik Þorvaldsson: Enn um Hvalfjörð brú ferju eða veg NU liggur fyrir álit Hvalfjarð- arnefndar, sem sýnir m.a. ráða- gerð um að leggja hraðbraut inn fyrir fjarðarbotn, og hafa 32 bila ferju milli Akraness og Reykja- vikur, sem gengi 16 klst. á sólar- hring. Fljótlega sést hvilik óhemju vinna er að baki skýrsl- unnar, og liggur nú málið miklu Ijósar fyrir en áður. bótt þessi tvö samgöngukerfi, einkum ferjan, snerti mest Akur- nesinga, er þetta einnig hags- munamál fyrir Borgarnes, Borgarfjörð, Vesturland, Norður- land og Reykjavik, ásamt öllu fólki, sem leggur þarna leið um. Um þörf fyrir stóra bilaferju mætti draga lærdóm af reynsl- unni. Eins og undanfarin ár hefir Akraborg s.l. sumar flutt bila, sem á allra vitorði er jafn öruggt iframkvæmd og um ferju væri að ræða og með hraða, sem væntan- leg ferja mun ekki bæta um. t júni s.l. fór skipið 87 ferðir (sjó- mannadagurfrá) og i júli 93 ferð- ir. Nýting bilarýmis frá Reykja- Friðrik Þorvaldsson. vik á timabilinu, en þá er umíerð einna mest.var þessi: Júni t 16 ferðum 1 22 ferðum t 19 ferðum t 12 ferðum I 9 ferðum í 7 ferðum t 2 ferðum t 12 ferðum t 21 ferðum t 19 ferðum t 14 ferðum 1 8 ferðum t 16 ferðum t 2 feröum t 1 ferðum Júli enginn bill 1 bill 2 bilar 3 bilar 4 bilar 5 bilar 6 bilar enginn bill 1 bill 2 bilar 3 bilar 4 bilar 5 bilar 6 bilar 7 bilar t ágúst var nýtingin svipuð þessu, en eftir miðjan mánuðinn hætti ég daglegri skýrslugerð vegna þess hve þátttaka var dræm. Þess er svo að geta, að sárasjaldan hefir þurft að neita bil um flutning. Þá má einnig benda á, að þegar landleiðin er illfær að vetri til, er sjóðleiðin það lika, og oft frágangssök að flytja bila vegna öldugangs. I framhaldi af þessu tel ég ómaks vert að athuga ýmsa gjaldaliði þessa fyrirhugaða, tvö- falda kerfis og byrja þar sem ég þekki bezt til. Ferja, sem gengur 16 klst. þarf tvær áhafnir auk fria, er þaulvanur skipstjóri telur að muni jafngilda þriðju áhöfn. Ég tel þó rétt að fara nákvæmt í mál- ið. Vegna þess,að siglt er alla helgidaga og til viðbótar koma sumarfri og vinnustytting þarf afleysingamenn, en þeim sjálfum áskotnast koll af kolli svo og svo mikil frí, þannig áo æ'tiá rríá, að afieysingaþörfin neim sem næsi U/12 Ur ári auk veikindafria, sem geta orðið allt að 6 mánuðum á einstakling. Ekki er heldur reiknað með eftirvinnu né brunavakt i skipi, en skv. isl. lögum má ekki flytja bensin undir þiljum, og má því ljóst vera hvilikan voða getur borið að höndum, ef bensingeymir lekur eða stybba myndast með öðrum hætti. t ljósi þeirra staðreynda, að hver isl. farmaður hefir afmark- aðar starfs- og launareglur er jafn auðvelt að reikna kaupgjald áhafnanna eins og að reikna úttektarnótu i búð. Hér verður reiknað með lágmarksáhöfn og aðeins fastakaupið margfaldað með 2 11/12. Annnan kostnað má áætla Ut frá reynslu — þekkingu og með tilliti til aukins sigl- ingatima, og ársútgjöld gætu þá litið þannig út: Föstlaunáhafnar kr. 12.850.000.00 Olia kr. 2.870.000.00 Viðhald (áætluð hlutdeild iflokkun sbr.Lloyd'sReg.) kr. 2.600.000.00 Vátryggingar kr. 1.500.000.00 Fæði kr. 900.000.00 Lifeyrissjóðir kr. 873.000.00 Stofnvextir og hafnaafnot kr. 9.200.000.00 Aðrir vextir kr. 200.000.00 Húsal. simi, augl. prentun, rafm. kr. 465.000.00 Framkv.stj. verkstjórn afgr. þjónusta o.fl. kr. 2,000.000.00 Ræsting og hreinl. vörur kr. kr. 285.000.000.00 Fatnaður 108.000.00 Launaskattur kr. 280.000.00 Aðstöðugjöld og opinb. gjöld kr. 372.000.00 Næturvarðstaða kr. 365.000.00 Samtals kr. 34.868.000.00 Sjálfsagt fýsir margan að vita, hvernig muni ganga að afla fjár til að ,,ná endum saman". Ef gert væri ráð fyrir þvi, að farþegatala ykist um 10% frá þvi sem hún hef- ur orðið mest gæti farmiðasalan numið ca. 10.560.000.00 kr., sem að frádregnum söluskatti (kr. 1.046.000.00) gæfi kr. 9.514.000.00. Póstflutningur og fyrirgreiðslur gætu numið ca. 1 milljón og sæl- gætissala 500.000.00 kr., þannig að tekjur yrðu kr. 11.014.000.00 og vantar þá rúmlega 65.000.00 kr. á dag til að tekjur hrökkvi fyrir gjöldum. Þessara tekna verður að afla með bilaflutningi. Vera má, að góðir talnameistarar geti brugðið sennilegum blæ yfir slika tekjuvon, þótt ég geti það ekki. Ég marka það af langri athugun og af viðtölum við marga bilaeig- endur nú. Hinn ötuli bilakóngur, Sæmundur i Borgarnesi, mun á öðrum stað Utskýra hversvegna hann muni ekki nota ferju, og þó vörubilaeigendur telji sig vilja greiða 500.00 kr. þá daga, sem sjór er tiltölulega sléttur, þá hoss- ar það ekki háu. t þessu máli sýnist mér ráð að leita, álits bilaeigenda og bif- reiðastöðva á breiðum grund- velli, en þau svör, sem ég hefi fengið hafa þann galla, að þau voru flest gefin undirbUnings- laust. Ég tilgr. þó i styttu máli þrjU sýnishorn, sem túlka býsna svipað álit. Einkabileigandi taldi koma til greina að nota ferju með núverandi gjaldi við annan mann jn alls ekki fleiri. Leigubilstjóri: Ef þeirri reglu verður haldið, að bfll, sem i Reykjavik er veruleg- an spöl frá ferjustað verði að fara til skips 30 min. fyrir brottför, sem þýðir, að þá er ég ferðbUinn, er ég á þeim tima kominn fram hjá Kiðafelli, ef ég vel landleið- ina. Eftir þá klukkustund, sem ferjan þarf á áfangastað að við- bættum losunartima og akstri upp á vegamót er ég kominn á hinn fyrirhugaða Borgarnesveg undir rótum Hafnarfjalls. Það er þvi bæði timaeyðsla og peninga- sóun að nota ferju. RUtueigandi sagði, að ágreiningur hjá farþeg- um um þessa tilhögun gæti leitt til þess, að hann missti farþega til þeirra bfla,sem færu landleiðina. Vegna tafa i ferjuhöfnum o.þ.h. virtist sér þetta augljós tómasó- un, og þvi meiri sem hraðbrautir lengdust, en i góðu veðri væri þetta þó hugsanlegt, ef farþegar fengju fritt far, og bflstjórinn greiddi hið mesta 5-6 kr. fyrir- sparaðan km. Það er augljóst, að ef bilaflutningur bregzt þá breyt- ast ýmsir gjaldaliðir rekstrinum i hag, en Akurnesingar stæðu uppi með illnothæft skip og hafnirnar með bryggjur, sem hvorttveggja yrði að forrenta. Það er kannske þess virði að festa i skrifum að eftir strand Laxfoss 1944 fór fram athugun á rekstri bilaferju. M.a. var leitað álits ensks verkfræðings um flot- bryggjugerð. Hann kom að visu ekki á staðinn en fékk upplýsing- ar um aðstæður, veðurlag og sjávargang, en skv. þeim lýsing- um taldi hann óvist, hvort mann- viíkin stæðust meðan þau væru i smiðum, ef áhlaup gerði, hvað þá lengur, en siðan hefir orðið stór- breyting á Akranesi til hins betra. Þegar svo Laxfoss strandaði i seinna skiptið taldi enginn af ráðamönnum þá, að ferjurekstur . kæmi til greina vegna fyrirsjáan- legra framfara i vegamáium. Aftur á móti var sótzt eftir hrað- skreiðu skipi, og kom m.a. til-boð frá Spáni um glæsilegt 18 milna skip, sem gat flutt nokkra bila, en byggingarlagið var talið óhæft og Akraborg varð fyrir valinu. Svo nU sé betur vikið að nýtingu bilaferju, er það á allra vitorði, sem til ferðamála þekkja, að skip fara ætið halloka, einkum hin sið- ari ár, i samkeppni við bila og þvi örar sem vegir verða betri. Nýtt dæmi þekki ég um þetta, þar sem vanhirt og verkefnalitií ferja á stuttri vatnaleið er að syngja sitt siðasta (kannske hætt nU) og þó er nær klst. akstur á næstu brU, að visu á hlemmivegi. Fregnir um aflagðar ferjur, sem liggja i höfnum viða um heim jafnvel i afsiðis sikjum, eru dæmu um hvernig þessum orustum lauk. Meira að segja eru enn á vinnu- pöllum nýjar ferjur, sem misst hafaskilyrði meðaná smiði stóð. Alkunn dæmi eru svo til um, að það þarf ekki vegi svo að ferjur tapi leiknum. Milli Englands og meginlandsins er eitt fullkomn- asta kerfi á sjó með ferjum og svifskipum. Samt er timaspurs- mál hvenær vegstokkur verður settur i Ermasund. Margir Islendingar hafa siglt þvert og endilangt um fjörðinn, sem aðskilur Sviþjóð og öland. Þeir geta sett sér fyrir sjónir 6070 metra langa brú, sem þar er komin yfir siglingaleiðina. Það er viðar en á Ermasundi, að það þarf ekki vegi til að skynsemin beri sigurorð af ferjukvotlinu. Um þessa brú langar mig til að segja nokkuð. Kostnaðarverð hennar fékk ég i heilum milljón- um, en skv. þvi kostar hún 2098 milíjónir isl. kr., eða rúmlega 345 millj. hver km. Eftir að hafa fengið þessa nýju vitneskju get ég ekki neitað mér um að bolla- leggja enn á ný um bru yfir Hval- fjörð, en um eitt þarf ég ekki að vera i vafa. Færir menn, sbr. Hvalfjarðarskýrsluna, hafa reiknað, að uppfylling Ut á yztu nöf Laufagrunns muni kosta 110 milljónir kr., sem mun reynast lægri upphæð en flotbryggjur og viðhlitandi ferja milli Akraness og Reykjavikur verður i stofn- kostnaði. En þá er lika eftir 2300 metra bil bakka milli er skv. sænsku útkomunni mundi kosta 794 millj. að brúa. Ef það yrði gert, myndi hraðbrautin inn með Hvaífirði sparast, sem næmi 567 millj. kr., og er þá tekið tillit til hraðbrautarbuta að og frá brúnni. Væri nú þessi upphæð sett i brúna, myndi samt vanta 227 millj. kr., sem yrði að leggja á herðar framtiðarinnar, en hun fengi i staðinn „sjálfvirka" sam- gönguæð, er daglega sparaði 35 þusund km akstur miðað við 1000 bila.Tilbiðbótarer þetta svo eina kerfið, sem getur komið i staðinn fyrir hin tvö. Það skal tekið fram, að þær tölur, sem hér hefir verið stuðzt við eru ekki minir Utreikn- ingar; sumt reyndar tekið traustataki úr Hvalfjarðarskýrsl- unni. Mér eru allar aðstæður ókunnar við OlandsbrUna, einnig um dýpt sundsins. Mannvirkið vex mér þó litt i augum eftir að hafa séð flot- krana setja firna langa bita á steinstöpla, er gnæfðu upp úr vatnsfletinum á siglingaleið, en sú bruargerð var hlekkur i lagn- ingu hraðbrautar eftir endilangri Vesturálfu, þ.e. norðan úr Alaska til syðsta odda Suður-Ameriku. Ég lengi ekki þetta mál með þvi að ræða flutningsgjöld, sem vafa- litið hækka verðið eitthvað á erl. efni. En á móti kæmi ódýrt vinnu- afl og stutt er i sement og blágrýti til að nota i setklumpa undir hinar eiginlegu steinsteypustoðir. Þótt ekkert hroðadýpi sé i Hvalfirði munu þær verða alllangar, og þarflaust er að gera ráð fyrir stórskipasiglingum undir brúna. Frá minu sjónarmiði eru þær óskynsamlegar, og gæti hún sannarlega hjálpað til að fyrir- byggja þær. Píanótónleikar Jónas Ingimundarson, pianó- leikari, heldur tónleika i húsa- kynnum Tónlistarskólans i Reykjavik, sunnudaginn 26. nóv. nk. kl. 17. Leikin verða verk eftir Bach, Beethoven, Ravel og Liszt. Jónas hefur að undanförnu haldið hijómleika austanfjalls, sl. sunnudag i Selfossbiói á vegum Tónlistarfélags Arnessýslu, við ágæta aðsókn og undirtektir. Norrænirnámsstjórar styðja 50 mílurnar Fundur námshópastjóra Nor- ræna sumarháskólans haldinn i Stokkhólmi hinn 5. nóvember 1972 ályktar: ,,Við lýsum fullum stuðningi við Utfærslu tslands á fiskveiðimörk- um sinum í 50 milur, og við þær aðgerðir.sem islenzka rikis- stjórnin hefur gripið til, til að vernda fiskistofnana gegn rán- yrkju erlendra veiðiskipa." ,,Við álitum mikilvægt,að smá- þjóðir tryggi sér pólitisk og efna- hagsleg yfirráð yfir eigin nátt- úruauðlindum um grundvöll fyrir alþjóðlegu samstarfi." ,,Við skorum á rikisstjórnir annarra norrænna rikja að styrkja samstöðu hinna norrænu landa, með þvi að styðja tsland i þessu máli." Norræni sumarháskólinn starf- ar seinni hluta vetrar á hverju ári á grundvelli námshringja, sem ákvarðaðir eru á sameiginlegri ráðstefnu námshópastjóra. Samkvæmt ákvörðun námshópa stjóranna um efni námshringj- anna starfa siðan námshópar i flestum háskólaborgum á Norðurlöndum. Niðurstöðurnar af starí'i námshópanna eru siðan ræddar og Ur þeim unnið á sam- eiginlegu sumarþingi Norræna sumarháskólans. Ofangreindan undirbUnings- fund sátu u.þ.b. 170 námshópa- stjórar frá velflestum háskóla- borgum á Norðurlöndum, þ.e.a.s. Sviþjóð, Noregi, Danmörku, Finniandi og tslandi. Ástardrykkurinn og Gamlarglæour Bókaútgáfan Rökkur he-fur sentfrá sér tvær bækur, þá fyrstu og aðra i sögusafni Rökkurs. Bækurnar heita Astardrykkurinn og Gamlar glæður. 1 þeirri fyrr- nefndu eru sögur frá ítaliu, Rúss- landi, Belgiu, Spáni, BUlgariu, Frakklandi og Englandi. Bókin dregur nafn af fyrstu sögunni, Astardrykknum eftir Rafael Sabatini. . t gömlum glæðum eru flestar sögurnar eftir Jack London, en allar sögurnar i bókinni eru frá Englandi og trlandi, tólf talsins. Bækurnar eru 145 og 160 blað- siður, prentaðar i Leiftri. : Timinner peningar Auglýsitf íTiinanum ;»»»»»»»«»»»«««»»»»»»»»••——

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.