Tíminn - 25.11.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 25.11.1972, Blaðsíða 17
1 Laugardagur 25. nóvember 1972 TÍMINN 17 Þórarinn Þórarinsson ritstjóri og alþingismaður, óskar Marteini til hamingju. Fremst á myndinni er Hugrún Pétursdóttir, eiginkona Marteins. Ellert B. Schram, alþingismaöur, og knattspyrnumaöur ársins s.l. þrjú ár, óskar Marteini til hamingju. Ólafur Erlendsson formaöur Knattspyrnuráðs Reykjavikur, ávarpar Marte.n. Fremst á myndinni sjást Ellert B. Schram og S.gmundur Steinarsson, iþróttafréttaritan Timans Stórleikur í 1. deild: Tekst FH að hefna ófaranna frá því í fyrra þá vann Fram 18-13 í Hafnarfirði - síðasta áratuginn hafa liðin skipzt á að vera Islandsmeistarar í handknattleik Annað kvöld fer fram i iþróttahúsinu í Hafnar- firöi, leikur í handknatt- leik, sem margir hafa beðiö eftir— leikur erki- fjandanna, Fram og FH. Þessi lið hafa barizt um islandsmeistaratitilinn síöan 1961 — leikir þeirra bjóða ávallt upp á geysi- lega spennu og vel leik- inn handknattleik. Liðin leika mjög ólíkan hand- knattleik, FH leikur mjög hraðan handknatt- leik og frjálst spil, en Fram-liðið leikur aftur á móti mjög yfirvegaðan handknattleik, sem byggist upp á leikað- ferðum og línuspili — það var einmitt Fram- liðið, sem innleiddi línu- spil í íslenzkan hand- knattleik. Síðasta ára- tuginn hafa félögin skiptzt á að verða is- landsmeistari. Árið 1962 varð Framliðið að einveldi i handknattleik, þá sigraði það FH i úrslitaleik i gamla Hálogalandshúsinu og stöövaði þar með sigurgöngu FH. En nú skulum við lita á is- landsmeistaratitilinn, frá þessum úrslitaleik 1962, og sjá hvernig Fram og FH hafa skipt honum á milli sin: Hér sést Sigurður Einarsson, hinn snjalli linumaður Fram, skora I leiknum gegn Val. Annað kvöld leikur hann með félögum sinum úr Fram i Hafnarfirði — mótherjarnir eru FH. I!»(i2 1963 1964 Í965 1966 1967 19<iX 1969 1970 1971 1972 1973 FRAM FKAM FRAM FH FH FRAM FRAM FH FRAM FII FRAM Leikurinn annað kvöld hefst kl. 20.15 og má búasl við að hann verði skemmtilegur og spennandi. - Fram og FH hafa einu sinni áður leikið i iþróttahúsinu i Hafnarfirði, það var fyrri leikur þeirra i Is- landsmótinu i fyrra og lauk honum þá með sigri Fram 18:13. Það má reikna með að leikurinn annað kvöld verði ekki eins ójafn og má fastlega búast við aö FH hafi mikinn hug á að hefna fyrir tapið i fyrra. Siðari leikurinn i Hafnar- firði, verður á milli Hauka og KK, en liðin eru svipuð að styrkleika og má þvi segja að leikurinn verði jafn og spenn- andi - Haukar eru sigur- stranglegri, sérstaklega vegna þess, að liðið leikur á heimavelli. Sem sagt, tveir spennandi leikir annað kvöld - leikir, sem örugglega draga áhorfendur að. _ sos PETERS MARKHÆSTUR I 1. DEILD í ENGLANDI • Malcolm Macdonald Ted MacDougail Hinn snjalli knatt- spyrnumaður Totten- ham Hotspurs, Martin Peters, er nú markhæst- ur i 1. deildinni ensku, hann hefur sent knöttinn 14 sinnum í netið í deildar-, bikar-, og Evrópukeppni. Hann byrjaði ungur að leika knattspyrnu með Lundúnaliðinu West Ham, en var svo seldur til Tottenham, eða Spur'seinsog Lundúnar- búarkalla liðið. Á listan- um yfir markhæstu leik- menn eru margar frægar kempur, eins og til dæm- is markaskorararnir miklu Malcolm Macdonald og Ted McDougall, en hann var i haust keyptur til Manchester Utd. frá 3. deildarliðinu Bourne- mouth. Þá er Rogers einnig á listanum — hann var keyptur til Crystal Palace frá Swindon. Nú skulum við lita á listann yfir markhæstu leikm. i 1. og 2. deild. Mörkin, sem talin eru, eru skoruð i deildar-, bikar- og Evrópukeppni. Markhæstu menn i 1. deild: 14mórk: Peters (Tottenham). 13 mörk: Robson (West Ham) og Richards (Wolves). 12 mörk: McDonald (New- castle) og Marsh (Man. City). 11 mörk: Chivers (Totten- ham) og Latchford (Birming- ham). 10 mörk: Radford (Arsenal), Garland (Chelsea), Jones (LeedsjToschack (Liverpool) og Tudor (Newcastle). 9mörk: Rogers (C. Palace) og Hurst (Stoke). 8 mörk: Hinton (Derby), Hughes (Liverpool), Cross (Norwich) og Keegan (Liver- pool). 2. deild: 11 mörk: Givens (QPR). 10 mörk: Pearson (Hull). 9 mörk: Bowles (QPR), Halom (Luton ) og Wood (Millwall). 8 mörk: Fletcher (Burnley), James (Burnley), Cowling (Huddersf.) Holme (Hull), Curran (Oxford) og Joicay (Sheff. Wed).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.