Tíminn - 25.11.1972, Qupperneq 20

Tíminn - 25.11.1972, Qupperneq 20
Urðu að loka vegna unglinga Klp-Reykjavik. Leiktækjahúsinu við Aðalstræti, sem undanfarið hefur verið mjög vel sótt af unglingum, hefur verið lokað klukkan niu á kvöldin sið- ustu daga. „Við sáum okkur ekki annað fært, en að loka staðnum þetta snemma, vegna unglinga, sem þarna hafa komið á kvöldin og við höfum hreinlega ekki ráðið við,” sagði Sigurjón Ragnarsson, einn af eigendum staðarins, er við töl- uðum við hann i gær. „Eftir að Tómstundahöllinni var lokað hai'a þannig krakkar vanið komu sina hingað, að eng- inn almennilegur unglingur hefur treyst sér að l'ara hér inn. Þetta er smáklika, sem við vitum hvað- an er, en höfum ekkerl getað gert við. Hún er búin að skemma hér tæki og heíur látið öllum illum látum, svo við höfum séð okkur tilneydda, að loka þetta snemma til að forðast skemmdir og óorð, sem kemur á staðinn með þessum hóp” Sigurjón sagði, að það væri furðulegt að svona staður fengi ekki að vera i friði iyrir skemmdarvörgum. Hér þyrfti tvo fileflda karlmenn til að gæta hússins og lækjanna, en t.d. i Danmörku, þar sem væru margir slikir staðir, væri nóg að hafa slúlku til að gefa skiptimynt og fylgjast með. Sovézkir gestir á afmælishátíð Um þessar mundir er háll' öld liðin siðan Sovétrikin voru stofn- uð sem samband lýðvelda. i þvi lilefni el'nir lélagið MÍR til há- tiðasamkomu með tónleikum sovézkra listamanna i Austur- bæjarbiói nú á mánudagskviild, 27. nóvember. Samkoma þessi hefst kl. 21 og er öllum heimill aðgangur. Ávörp flytja þeir Ólafur Jensson læknir og Siegfried Jurgenson, ráðherra i stjórn lettneska lýðveldisins. Á tónleikunum koma þau fram Pranas Zaremba, baritón- söngvari, sem slarfar við óperuna i Vilnius i Litháaen, fiðluleikarinn Júri Sjkvolkovski frá Rigu og pianólcikarinn Ljúdmila Kúrtova l'rá Moskvu. Flutt verður fjölbreytl dagskrá þjóðlaga og verka eldri og yngri sovézkra og erlendra hölunda. Kynnir verður Pétur Pétursson. A miðvikudagskvöld munu sovézku listamennirnir koma fram á tónleikum á Akureyri^em haldnir eru á vegum Tónlistar- félagsins þar i Borgarbió. (Kréttatilk. frá MIR.) Laugardagur 25. nóvember 1972 Björn Jónsson, forseti ASÍ, og Snorri Jónsson, varaforseti sambandsins, að loknum kosningum f gær. ASÍ þing: FULL SAMSTAÐA KJARA- ATVINNU- OG SKATTAMÁLUM Björn Jónsson kjörinn forseti Erl-Reykjavik Skömmu lyrir hádegi i gær var 32. þingi ASt slitið á Hótel Sögu eftir tæplega sólarhringslangan fund. Eftir misvindasama nótt lyngdi skyndilega, er kom að kosningunum og varð sjálfkjörið i öll embætti ASÍ. Nánar verður sagt frá umræðum og málum, ásamt samþykktum ályktunum á öðrum stöðum i blaðinu og næstu blöðum, en þar tóku umræður um kjara- og atvinnumál langmestan tima. Kosningarnar voru siðasta mál þingsins og voru allar tillögur kjörnefndar samþykklar. Nokkr- ar deildur höfðu risið áður á þing- inu um fulltrúafjölda i kjörnefnd, og var hún að lokum skipuð 7 mönnum. Benedikt Daviðsson var framsögumaður nefndarinn- ar. Björn Jónsson var kjörinn for- seti og Snorri Jónsson varaforseti næsta kjörtimabil. Með þeim i miðstjórn voru kosnir: Óðinn Rögnvaldsson, Baldur Óskars- son, Guðmundur H. Garðarsson, Pétur Sigurðsson, alþm., Magnús Geirsson, Jón Sigurðsson, Jóna Guðjónsdóttir, Óskar Hallgrims- son, Hermann Guðmundsson, Margrét Auðunsdóttir, Éðvarð Sigurðsson, Einar ögmundsson og Jón Snorri Þorleifsson. Þá voru kjörnir 9 varamenn. f sam- bandsstjórn voru 18 kjörnir og jafnmargir til vara. Einnig voru kjörnir endurskoðendur. I stjórn Menningar- og fræðslu- sambands alþýðu voru kosnir fimm og þrir til vara, og í skipu- lagsnefnd sambandsins voru 7 menn kosnir. I þinglokin kom fram skeyti frá Sovétrikjunum, þar sem 5 manna sendinefnd var boðið i heimsókn á næsta ári. Skulu þrir fulltrúar vera frá ASl og tveir frá Sjó- mannasambandinu. Eins buðu Sovétmenn að senda Alþýðusam- bandinu hingað 18 manna hóp áhugalistamanna, þvi að kostnaðarlausu. 1 tilefni af heim boðinu kom fram visa, en Pétur Sigurðsson alþm. og Sigfinnur Karlsson frá Neskaupstað höfðu deilt mjög hart á þinginu. Visan er svohljóðandi: „Sendum báða i austurátt, áður en liður vetur. Þar munu þeir semja sátt, Sigfinnur og Pétur.” Að afloknum kosningum þakk- aði Björn Jónsson, það traust, sem sér hefði verið sýnt, og einnig Framhald á bls. 19 Stöðugt berast stuðnings- yfirlýsingar SB, JH-Reykjavik 1 einkaskeyti frá Uppsölum, segirað sænska samvinnunefndin sem styður Island i landhelgis- málinu, hafi sent bréf til 100 sam- taka i Sviþjóð um að þau styðji Is- land. Hafa þegar 10 svarað ját- andi, þar á meðal stærsta æsku- lýðssamband Sviþjóðar. Þá segir i skeytinu, að VPK- foringinn Hermannson, rit- höfundurinn Sundmann og nokkr- ir áhrifamiklir finnskir og norskir miðflokksmenn styðji Islendinga og muni væntanlega stinga upp á þvi i Norðurlandaráði, að það lýsi yfir stuðningi sinum. Ennfremur segir, að á Norður- löndum sé kominn upp kvittur um, að Bretar og Islendingar hafi gert með sér leynisamning um að brezkir togarar fengju að veiða innan 50 milna við tsland, ef hafn- banni yrði aflétt i Bretlandi. Munu islenzkir námsmenn, ásamt færeyskum, sænskum, norskum, dönskum og grænlenzk- um samtökum senda mótmæli til fréttastofnana. Ljósafoss afhentur M.s. Ljósafoss, sem Eimskipa- félagið seldi nýlega til Frakk- lands, var afhentur hinum nýju eigendum i Hamborg á hádegi i gær. Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins: „AAisskilningur, að bannað sé að selja þjónum ófengi" SB-Reykjavik Áfengis- og tóbaksverzlun rikisins vill vegna skrifa i dag- Basar Félags framsóknarkvenna i Reykjavik verður aö Hallveigarstöðum i dag klukkan tvö. Athugið, að þarna er á boðstólnum fjöldi eigulegra muna til jóla- og tækifærisgjafa. Myndin var tekin í gær, er verið var að koma mununum fyrir. (Tímamynd Róbert) blöðum undanfarið um bann verzlunarinnar við að selja veitingaþjónum áfengi, upplýsa eftirfarandi: Það er algjör misskilningur að afgreiðslumönnum Afengis- og tóbaksverzlunar rikisins hafi ver- ið bannað að afgreiða veitinga- þjóna með áfengi fremur en ann- að lögráða fólk. Aftur á móti er af gefnu tilefni stranglega bannað að selja vin- veitingahúsum áfengi i vinbúð- um. Er veitingahúsum skylt að kaupa allt áfengi i sérstakri deild (Hótela- og póstkröfudeild). Þar er allt áfengi, sem veitingahúsin kaupa, merkt sérstaklega sam- kvæmt lögum. Veitingahúsin fá söluskattinn dreginn frá verði þess áfengis, sem þannig er keypt. Eru þessi kaup vitanlega öll bókfærð og geta skattyfirvöld þannig fylgzt með viðskiptum veitingahúsanna við Afengis- og tóbaksverzlun rikisins þegar þau óska. Þegar keypt er i vinbúðum greiðir viðkomandi áfengið, án þess að nokkuð sé skráð þar um. Það hlýtur þvi að vekja grun- semdir ef sami maður, sem er starfsmaður vinveitingahúss kemur hvað eftir annað og kaupir sterka drykki svo skiptir tugum flaskna. 1 þeim tilfellum hefur af- greiðslumönnum og útsölustjór- um verið gert að hafa samband við aðalskrifstofuna og jafnvel neita um afgreiðslu, nema full- nægjandi skýringar séu gefnar á kaupunum. Það skal skýrt tekið fram, að þetta á ekki einungis við hvað varðar afgreiðslu til veit- ingaþjóna. Hið sama gildir uog um alla aðra, sem ef til vill koma reglulega með skömmu millibili og kaupa áfengi i stórum stil. Slik kaup geta naumast talizt eðlileg og gætu bent til þess, að viðkom- andi leggði stund á ólöglega áfengissölu. Islikum tilfellum ber starfsmönnum vinbúðanna að vera á verði, enda væri óeðlilegt, ef þeir ekki færu að þekkja menn, sem reglulega kæmu til þess að verzla fyrir stórar fjárhæðir. Af þvi, sem hér hefur verið sagt, skilst mönnum vonandi, að veitingaþjónar njóta sama réttar varðandi áfengiskaup sem aðrir þegnar þjóðfélagsins og þurfa þeir þvi ekki að óttast að þeir fái ekki afgreiðslu i vinbúðunum undir öllum eðlilegum kringum- stæðum. Landhelgis- merkin Landhelgismerkin eru nú kom- in til landsins og verða áfhent sölufólki að Kirkjustræti 10 milli klukkan 13 og 18 i dag. Agóðinn rennur til frekari kynningar land- helgismálsins erlendis og fær Fé- lag isl. námsmanna i Noregi pen- ingana til ráðstöfunar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.