Tíminn - 26.11.1972, Síða 1

Tíminn - 26.11.1972, Síða 1
IGNIS KÆLISKÁPAR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 272. tölublaö — Sunnudagur 26. nóvember — 56. árgangur kæli- skápar 2>Aóiia^vc4aA. A / RAFTÆKJADEILD Hafnarslræti 23 Simar 18395 & 86500 „Veit ég eina vera borg — varla meiri finnst um torg” Svo kvað Kristján .lónsson Kjallaskáld eitl sinn. Reykjavik cins og hún sézt uppljómuð ofan úr dimmu vetrarloftinu, er óneitanlega mikil borg, að minnsta kosti i augum stoltra Reykvikinga. En til eru fleiri miklar borgir með stolta ibúa.og til að allir njóti sannmælis, er rétt að geta þess, að skáldið hafði ckki Reykjavík i liuga, er liann orti linurnar hér að ofan — heldur Akur- (Timamynd Gunnar) Vaxandi sala hjá Isl. markaði Stp-—Reykjavik Fyrirtækið Islenzkur markaður hf. á Keflavikurflugvelli hefur nú nýlokið öðru starfsári sinu, en reikningsár fyrirtækisins er 1. nóv. til 31. okt. Á þessu öðru starfsári sinu heíur það selt fyrir 81,7 millj. kr. i verzlun sinni, og er það um 13% söluaukning frá ár- inu á undan. Á sama tima fóru tæplega 445 þús. brottfarar- og viðkomufarþegar um völlinn, sem er tæplega 13 þúsundum færra en reikningsárið á undan. Fyrirtækið hel'ur nú tvivegis gefið út póstpantanalista, i 100 þús. eintökum i hvert sinn. Fyrsti listinn leiddi af sér pantanir til verzlunarinnar fyrir rúmar 6 millj. kr., og var meðalupphæð hverrar pöntunar um 35 dollarar (um 3000 isl. kr). Siðari listinn gaf einnig góðar vonir. Mesta söluvara verzlunarinnar hefur verið handprjónaðar peys- ur, og hafa þær og aðrar hand- prjónaðar vörur úr ull numið um 25% sölunnar. Aðrir stærstu flokkar i sölunni, með um 6 til 7% hvert, eru skinnavörur, keramik, silfurvörur og matvörur. Eins og ýmsum mun kunnugt,er Samband islenzkra samvinnufél- aga sl;crsti hluthafi fyrirtækisins tslenzkur markaður, með um 30% hlutafjár. Aðrir stærstu eig- endurnir eru Álafoss, Glit, Sláturfélag Suðurlands og Osta- og smjörsalan. Þorskgall verðmæt útflutningsvara - Norðmenn borga 13 þús. fyrir tunnuna SB—Reykjavik Menn hafa nú komizt að þvi, að þorskgall er ágætis lyf við ýmsum meltingarsjúkdóm- um. Fyrirtæki i Álasundi i Noregi er nú farið að kaupa þorskgall frá fiskvinnslu- stöðvum i Noregi. Er það lagt i tunnur og flutt til meginlands- ins, þar sem gerð eru úr þvi lyf, sérstaklega i Frakklandi. Talsmaður fyrirtækisins i Álasundi sagði i viðtali við Færeyska blaðið 14. septem- ber, að vandamálið sé ekki að losna við gallið, heldur að fá mannskap til að ná þvi úr þorskinum. Gall úr 60-80 þorskum er um einn litri. Lögð er áherzla a, ao gan- blöðrurnar komi óskemmdar til Alasunds, en þar fá þær sérstaka meðferð, þannig, að hægt sé að senda þær áfram án þess að þær skemmist. Þess má geta, að norska fyrir- tækið greiðir um 13.000 is- lenzkar krónur fyrir tunnuna. Færri fá vél- sleða en vilja ÞÓ-Reykjavik. Gifurleg eftirspurn hefur verið eftir snjósleðum siðustu vikurnar, og nú lætur nærri aö allir snjó- sleðar, sem til voru hjá innflutn- ingsfyrirtækjum landsins,séu uppseldir. Það sem af er vetrinum mun vera búiö að selja um 50 snjó- sleða. og eru þeir ekki væntanleg- ir til landsins á næstunni þar sem þeir eru flestir uppseldir hjá verksmiðjunum. Globus h.f. er með umboð fyrir sænska Sno Tric snjósleða. og þar fengum við þær upplýsingar. að búið væri að selja 20 sleða i haust og vetur, og eru engir sleðar til eins og er. Hjá Véladeild S.I.S. var Pétur Óli Pétursson íyrir svörum. Hann sagði. að þeir hjá Véladeildinni væru búnir að afgreiða 13 seðla og i næsta mánuði yrðu afgreiddir niu sleðar til viðbótar, en þar við sæti, þar sem sleðarn- ir væru uppseldir hjá verk- smiðjunum. S.Í.S. hefur um- boð fyrir japanska sleða af gerðin’ni Yamaha. Véladeildin ætlaði að fá 40 snjósleða til við- hótar þeim.sem seldir eru. en þeir geta ekki komið til landsins i vet- ur. og þvi verða þeir, sem hafa áhuga á að fá sér vélknúinn sleða, að biða fram á næsta haust, og vona að snjórinn komi einnig á næsta vetri. Gunnar Ásgeirsson er með um- boð fyrir Johnson og átti ,þegar veturinn skall á.til fimm sleða, sem lágu á lausu, en þeir hurfu allir á augabragði, og ekki er von á fleiri sleðum á næstunni. sagði sölumaðurinn, sem við ræddum" við. Leysir nótavindan kraftblökkina af? SB-Reykjavik Tiðindi frá Bandarikjunum herma, að nótavindan sé nú að leysa af hólmi karftblökkina, sem byltingu olli i fiskveiðum á fimmta og sjötta áratugnum. Til- raunir i Bandarikjunum sýna, að hægt er að kasta mun oftar með nótavindu um borð.og færri menn þarf á skipin. Nótavindan er vökvadrifin eins og kraftblökkin, en nær það langt út fyrir borðstokkinn, að nótin snertir ekki skipið. Reynslan vestra sýnir, að á þeim skipum, sem hafa tekið nótavinduna i notkun, þarf allt að 10% minni mannskap. Auk þess er hægt að kasta oftar á dag en með kraftblökkinni. Sem dæmi um mannsparn- aðinn er sagt, að nótabátur með kraftblökk, sem hafi sjö manná áhöfn, þurfi ekki nema fjóra menn til sömu afkasta, ef nóta- vinda sé um borð. Á sama skipi myndu sjö menn kasta tiu sinnum á dag með kraftblökkinni, en með nótavindunni gætu fjórir menn kastað sautján sinnum á dag. Einn er þó ókostur við nóta- vinduna. Viðhana er ekki hægt að nota hvaða gerð sem er af snurpunótum, heldur aðeins eina sérstaka gerð. Flestar snurpu- nætur eru þannig, að blýteinninn og korkateinninn eru mislangir, en með vindunni þarf að taka báöa teinana inn samtimis. Ekki fylgdi fréttinni, hvað nótavindan kostar, samanborið við kraft- blökkina. Nýja bandariska nótavindan, minnir mikiö á norsku Triplex kraft- blakkirnar, enda er hér um aö ræða sömu grunnteikninguna. Þessi nýja nótavinda hefur það fram yfir Triplex blökkina, að hún er búin vökvastýrðum fæti, sem getur haldið vindunni vel út yfir borðstokkn- um, og þess vegnaer mjög litil hætta á,að nótin nuddist utan i skipshlið- ina.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.