Tíminn - 26.11.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 26.11.1972, Blaðsíða 11
Simimcliitrnr 2(í. nóvember li)72 TÍMINN 11 'v. *í , * » «* * ■’^r ■ Jl* ’X Nú er vetrarlegt um aðlitast — en samter verið að bræða sild. Myndin sú arna hlýtur að hala verið tekin. áður en „ævintýrið” ylirgaf Vopnfirðinga. við áætlun frá Framleiðsluráði landbúnaðarins um uppbyggingu sláturhúsanna i landinu. Sauðfé og slátrun. — Vel á minnzt: Sláturhúsið. Hvað slátruðuð þið mörgu fé i haust? — Þrátt fyrir þetta góða sumar i sumar, var slátrað nokkru fleira núna en i fyrra, þegar talan fór niður i ellefu þúsund, en hafði iðu- lega farið upp i fimmtán þúsund áður á árum. En þessi lága tala i fyrra er auðvitað bein afleiðing af hinum gifurlegu fjársköðum i ágústmánuði. En svo ég svari þessu beint, þá var nú i haust slátrað 12.517 dilk- um og um það bil hálfu áttunda hundraði af fullorðnu fé. Aukn- ingin i kjötframleiðslunni er um 26 tonn frá árinu i fyrra. — Hvað var meðalfallþunginn mikill i haust? — Meðaltalið var 15.83 kg, en var ekki nema 15.49 árið áður. Segja má, að þetta sé allgóð meðalvigt, og ég man eftir að minnsta kosti einum dilk, sem var nokkuð yfir þrjátiu kiló- grömm. Þvi miðurhef ég ekki hér hjá mér upplýsingar um sjálft metið, né heldur methafann, svo það er bezt að segjá ekki neitt, til þess að vera nú ekki að móðga neinn að þarflausu. — Sauðfé og tiðarfar er órjúfan- lega tengt hvort öðru. Hvernig ga» mönnum i göngurnar? — Yfirleitt var hausttiðin frem- ur góð, og það gaf ágætlega i allar göngurnar. Þetta góða veður hefur eiginlega haldizt fram að þessu, þangað til núna um þessa siðustu helgi (það er að segja næst-siðustu helgina i nóvember. Ég veit ekki, hvenær þið birtið þetta spjall okkar). En núna, um siðustu helgi, skali á bráðófært norð-austanveður, sem náði yfir Norður- og Austurland. Þá hlóð niður svo miklum snjó hjá okkur i Vopnafirði, að annað eins hefur ekki komið, að minnsta kosti ein þrjú eða fjögur ár. Vegir og feröamenn — Það er þá vist allt á kafi núna, 21. nóv., þegar þetta viðtal er tekið upp? — Já. Það er allt á kafi i snjó. Flugsamgöngur hafa legið niðri, en reynt hefur verið að ryðja snjó af vegum til þess að greiða fyrir m jólkurflutningum. — Þú nefndir þarna aðeins flug- samgöngur. Eru ekki vegirnir út úr héraðinu allir ófærir? — Jú, biddu fyrir þér. Þeir eru svo sannarlega bráðófærir, allir. Það vita nú vist allir, sem til þekkja, að við höfum löngum ver- ið i ákaflega slæmu, eða réttara sagt ófullkomnu vegasambandi. Það er ekki fyrr en i fyrrasumar og svo aftur i sumar, sem unnið hefur verið að uppbyggingu veg- arins á milli Vopnafjarðar og Möðrudals, það er að segja i sam- band við Austurlandsveg. Að visu höfum við nokkuð komizt leiðar okkar með þvi að fylgja strand- lengjunni og fara leiðina Þórs- höfn-Slétta og svo áfram. Auðvit- að er það miklu lengri leið, og á undanförnum árum hafa verið á henni kaflar, eins og til dæmis hálsarnir upp af Þistilfirðinum, sem yfirleitt hafa alltaf orðið ófærir i fyrstu snjóum. En nú i sumar sem leið var unnið þar mjög mikið að vegagerð, svo það er nú von til þess, að við getum notað þá leið meira en verið hefur að undanförnu. Næstum ekkert hefur verið unnið i veginum yfir Hellisheiði, enda að visu ekki hægt að gera allt i einu. En við leggjum mikla áherzlu á,að þegar lokið verður uppbyggingu vegarins á hinni svokölluðu Möðrudalsheiði, verði undinn bráður bugur að þvi að gera góðan veg yfir Hellisheiði og tengja okkur þannig betur við Austfirðina, sem við höfum verið svo lengi einangraðir frá. Það er mjög áberandi, hve fólk er farið að ferðast miklu meira i gegnum Vopnafjörð en áður var. Þegar menn koma að norðan, þá gera þeir mikið af þvi að fara i gegn- um Mývatnssveit og þaðan beina leið niðurá Fljótsdalshérað og i Firðina. En i bakaleiðinni aka æ fleiri út Jökulsárhlið, yfir Hellis- heiði, norður i Vopnafjörð og sið- an noröur Strandir. Þar með er hringnum lokað, og það er áreið- anlega ekki nein tilviljun, að þetta fer svo mjög i vöxt, sem raun er á. Það þarf ekki heldur mikla framsýni til þess að sjá fyrir aukninguna i þessu, eftir að hringvegurinn um landið verður kominn i gagnið. — Þú nefndir þarna, að þið ætl- uðuð að gera upphækkaðan veg til Möðrudals. En segðu mér eitt: Ætlið þið virkilega til eilifðarnóns að láta veginn liggja á snjó- þyngstu svæðunum, sem til eru i heiðinni, svo sem eins og sunnan i Kálfelli, sunnan undir Bruna- hvammshálsi — og auk þess svo að segja fram á blábrún Bustar- fells, sem er stórhættulegur hlut- ur, einkum að vetrinum? — Já, þú segir nokkuð — og það er von.að þú segir það. Vissulega eru þessir staðir, sem þú nefndir, mjög snjóþungir. En ég get glatt þig með þvi, að þessi nýja upp- bygging vegarins þræðir ekki þann gamla i öllum atriðum. Per- Framhald á bls. 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.