Tíminn - 26.11.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 26.11.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Kunnudagur 2«. nóveniber 1972 Hún brosti. ,,Á þessu hlálega atviki, sem ég átti sök á i kvöld.” ,,Ég á við þetta með frú Betteson. Það var allt min sök, og ég bið yður að fyrirgefa mér, að þetta skyldi koma fyrir.” ,,Það er engin þörf á að biðjast afsökunar á þvi,” sagði hann. ’,Ó, þetta var svo heimskulegt og niðurlægjandi! Hvert einasta skipti, sem ég og þú komum i námunda hvort við annað, hefur það rifrildi i för með sér.” „Ekki hef ég tekið eftir þvi.” ,,Jú,” sagði hún áköf. „munið þér ekki eftir deginum við sundlaugina i klúbbnum. Þá átti ég lika sökina, jafnvel þótt þér höguðuð ykkur ekki alltof vel. Við vorum farin að munnhöggvast, og ég gleymdi sundfötun- um minum.” Hann hafði verið að vinna við bilinn, einnig eftir kvöldmatinn, og nú hallaði hann sér upp að bilnum úrvinda af þreytu og lét höfuðið siga niður i bringu. Hann svaraði henni engu, og eftir andartaks þögn færði hún sig nær honum, meðan hún hélt áfram að leika sér að losaralegum hnútnum á bandinu. „Ég bókstaflega varð að koma hingað út til að biðjast afsökunar”, sagði hún. Hún kippti óróleg i bandið, svo að það strengdist um mjaðmir hennar, og fótunum þrýsti hún upp að bilnum, svo að þunn náttfötin afhjúpuðu fagran likamsvöxt hennar. „Þér hefðuð ekki þurft að gera yður þetta ómak”, svaraði hann að lokum. „Ég hegðaði mér svo kjánalega”, sagði hún aftur. „Sjálfsagt kannist þér við það, að sé maður óánægður með eitthvað smáræði, fer svo fyrr en varir, að smáatriðin vaxa manni yfir höfuðog skyggja á allt annað”. „Já, það þekki ég vel”, svaraði hann. ,,Ég hafði ekki nokkra löngun til að taka þátt i þessum umræðum, en svo fannst mér, að mér sem eiginkonu bæri að styðja málstað mannsins mins, þess vegna varð þetta svona”. Aftur varð hann þögull. Hún fitlaði ennþá óróleg við bandið, og það léll úr höndum hennar, en hún flýtti sér að binda það og strengdi það meira en venjulega. „Vilduð þér nú ekki segja mér eitthvað um þann hluta ferðarinnar, sem framundan er”, spurði hún svo. „Ég held ég geti ekkert sagt frekar”. Hann tók handklæðið, sem hann hafði fleygt frá sér á aurbrettið og fór ósjáifrátt að þurrka hendur sinar á ný. Hann horfði þreytulega á tjöldin, sem i daufu skininu frá bálinu voru eins og appelsinugulir skuggar og bar við myrkan skóginn. Henni flaug i hug, að hann væri að hugsa um manninn hennar. Hún færði sig alveg til hans og sleppti bandinu, svo að hnúturinn raknaði upp og endarnir héngu niður. Siðan sagði hún: „Alec er ákveðinn i að halda áfram i bitið á morgun, en hann er soddan vindhani, að ég get auðveldlega talið hann af þvi, ef þér viljið leggja mér lið viðað sannfæra hann”.'. „Ekki var það nú ætlunin...allir verða að hafa frelsi til að gera það, sem þeir álita réttasl”. iiún hló út i myrkrið og svaraði: „Já, en þegar ég vil nú heldur gera það, sem yður finnst réttast?” Hún lét hendurnar renna niður til að halda náttfötunum saman, þau virtust ætla að opnast þá og þegar. Henni mistókst og náttfötin opnuðust, en aðeins andartak, þá tók hún þau að sér aftur. Með fingur- gómum annarrar handar hélt hún þeim að sér að framan. „Ég verð vist að koma mér inn aftur. Mérer kalt — ég er berfætt”. í skimunni sá hún, að hann skotraði augunum á fætur hennar,og þegar hann renndi augunum upp aftur, tók hún eftir, að hann horfði um stund á bandið, íraman á náttfötunum. Hún fékk allt i einu hugdettu: ég þarf ekki annað en að fjarlægja höndina, þá horfir allt öðru visi við! Úrslitin eru undir þessum tveim fingrum komin! En það er ekki alveg timabært ennþá. Þ& verður loks bundinn endi á allt þetta þvaður um að halda ál'ram snemma i fyrramálið eða um hádegið, þvi að hin raun- verulega ástæða til deilunnar verður á bak og burt. Svo fann hún, að fingur hennar höfðu sleppt takinu á náttfötunum. Silkið féll til hliðar.og hún fann næturloftið leika um likama sinn, yfir brjóst sin, maga og fætur,- það var eins og svalt gras strykist við hörundið. Hún hallaði höfðinu litið eitt aftur á bak til að horfa upp i næturhimininn, sem hvelfdist yfir þeim stjörnum prýddur. Hörund hennar virtist brúnt og dökkt í samanburði við náttfötin. Paterson stóö og horfði til himins. Um leið og hún tók báðum höndum um mjúkan, brúnann háls sinn, sagði hún: „Þetta er yndisleg nótt! Og það er yndilegt að ræða við yður i bróðerni”. Hann svaraði engu. „Ég vil ómögulega, að við förum að halda áfram ein okkar liðs. Ég vil miklu heldur verða yður samferða, þvi að ég veit, að yðar sjónarmið er rétt. Það var nú vist aðallega þetta, sem ég kom til að segja yður”. Hún hafði hallað sér aftur á bak, meðan hún talaði; likami hennar sveigðist i fallegan boga yfir hlifina á bilnum. Náttfötin huldu nú einungis axlir hennar, að öðru leyti var likami hennar óvarinn fyrir náttkulinu. Þannig stóð hún langa stund og beið þess, að Paterson segði eitthvað. Að lokum reisti hún sig upp. Þá varðhún þess vör, að hann horfði alls ekki á hana. Hann var aftur farinn að horfa á tjöldin, og án þess að hugsa út i, að hún væri að koma upp um sig, sagði hún bliðlega. „Þér. þurfið ekki að hugsa um það, það kemur enginn að trufla okkur”. Hann hallaði sér yfir bilinn og hvildi höfuðið i höndum sér, meðan hann hvarflaði augunum yfir hálfrokkið tjaldstæðið, eins og hann væri að leita að einhverju. Hún sneri sér við, þannig að hún stóð fast upp við hann og hallaði sér yfir bilinn eins og hann. Járnið yfir kælinum var ennþá aðeins volgt og um leið og hún hallaði sér áfram, fann hún hlýjuna við brjóst sin. Siðan sagði hún: „Hér er bíllinn volgur eftir sólina ennþá, finnið þér það? Komið með höndina og finnið”. Hún teygði sig eftir hönd hans, og i huga hennar komst ekkert annað að en að þrýsta hönd hans fast að mjúku sléttu járninu. Hún ætlaði að segja: „Okkur mun aldrei verða sundurorða framar, haldið þér það ekki? Þannig þurfum við ekki að vera hvort við annað, það fann ég strax um daginn við sundlaugina. Mig hefur alltaf langað til að við gætum orðið vinir”. En henni gafst hvorki timi til að taka i hönd hans né segja það, sem hana langaði að segja, þvi að i sama bili leit hann snöggt við og horfði fast út i myrkið i áttina að tjaldinu, sem Connie og lituðu konurnar tvær sváfu i. Hún fylgdi augnaráði hans og greindi rétt i svip dökka veru, sem bar við gulan þrihyrning tjaldsins, en hvarf sið- an strax aftur. Áhrifin af undursamlegri kyrrð næturinnar og návist Patersons og sú eftirvænting, sem hún hafði fundið, hurfu nú með öllu, þegar hún gerði sér ijóst, að Burmastúlkan var á leiðinni til Patersons. Henni varð skyndilega kalt svo fáklædd sem hún var, og hún sveipaði náttfötunum að sér i flýti og batt með rembihnút. Lárétt 1) Ferskar.- 6) Fugl,- 8) Hrós,- 10) Miðdegi.- 12) Borðhald,- 13) Stafur,- 14) Guð.- 16) Gangur,- 17) Drykki,- 19) Ar- mynnið,- Lóðrétt 2) Brún,- 2) Þyngd,- 4) Elska.- 5) Stara.- 7) Kreppt hendi,- 9) Ýta fram.- 11) Kalli.- 15) Op,- 16) Málmur.- 18) 51.- Ráðning á gátu No. 1268 Lárétt 1) Þjónn.- 6) Ösa.- 8) Mör.- 10) Mót,- 12) SS,- 13) La,- 14) Apa - 16) Hik,- 17) Fró,- 19) Glápa. Lóðrétt 2) Jór.- 3) Ós.- 4) Nam,- 5) Ymsar.- 7) Stakk,- 9) ösp.- 11) Óli,- 15) Afl.-16) Hóp.- 18) Rá,- Þú getur lokað fyrir þrumurnar. / Allt i lagi við höfum náð .takmarkinu^ ' Almáttugu guð? við höfum kastað-' vopnunum i \ vatnið. Eins og þú skipaðir.^. Viltu friða röddina á himnum HVELL G E I R I D R E K I Hann getur ekki tekið simann’ , get ég tekið skilaboð mmmik SUNNUDAGUR 26. nóvember. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Fréttaspegill.Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Halldór I.axness og verk hans: — fjórða erindi. 14.00 Könnun á bifreiðaþjón- ustu. Dagskrárþáttur i um- sjá Páls Heiðars Jónssonar. Rætt við Jón Bergsson verk- fræðing, Gunnar Ásgeirsson stórkaupmann, Brúnó Hjaltested deildarstjóra, Kjartan Jóhannsson lækni, Sigurgest Guðjónsson for- mann Félags bifvélavirkja, Bent Jörgensen yfirverk- stjóra og Friðbjörn Kristjánsson bifvélavirkja. 15.00 Miðdegistónleikar: 16.55 Veðurfregnir. Fréttir. 17.00 Framhaidsleikritið: „Landsins iukka” eftir Gunnar M. Magnúss. 17.45 Sunnudagslögin. 18.30 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Pistill frá útlönduni Kristinn Johannesson lektor talar frá Gautaborg. 19.35 Þunnt er móðureyrað Guðrún Guðlaugsdóttir tek ur saman þátt um fæðingu og meðferð ungbarna fyrr á timum. Lesari með henni: Hjalti Rögnvaldsson. 20.00 Jórras Ingimundarson leikur á pianó i útvarpssal. 20.30 Af palestinskum sjónar hól.Séra Rögnvaldur Finn- bogason flytur fyrra erindi sitt. 21.05 Karlakór Keflavikur syngur islenzk lög undir stjórn Jóns Ásgeirssonar. 21.30 Lestur fornrita: Njáls saga.Dr. Einar Ól. Sveins- son prófessor les (6) 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Guðbjörg Hlif Pálsdóttir velur. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. MÁNUDAGUR 27. nóvember 7.00 Morguntónleikar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.15 Heilnæmir lifshættir. Björn L. Jónsson læknir svarar spurningunni: Hvernig fara fjörefni for- görðum? (endurt.) 14.30 Síðdcgissagan: „Gömui kynni” eftir Ingunni Jóns- dóttur.Jónas R. Jónsson á Melum les. (6). 15.00 Miðdegistónleikar: 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 16.25 Popphornið. Magnús Þ. Þórðarson kynnir. 17.10 Framburðarkennsla i dönsku, ensku og frönsku. 17.40 Börnin skrifa. 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Daglegt mál. Páll Bjarnason menntaskóla- kennari flytur þáttinn. 19.25 Strjálbýli-þéttbýli. Vil- helm G. Kristinsson frétta- maður leitar frétta og upp- lýsinga. 19.40 llm daginn og veginn. Andrés Kristjánsson rit- stjóri talar. 20.00 islenzk tónlist: 20.35 „Handan við krossinn helga!’ 21.10 Pianósónata i G-dúr op. 37 eftir Tsjaikovský. Svjatoslav Rikhter leikur. 21.40 islenzkt mái 22.00 Fréttir, 22.15 Veðurfregnir. útvarps- sagan: „Útbrunnið skar” eftir Graham Greene.Jó- hanna Sveinsdóttir les þýð- ingu sina (16L 22.45 Illjómplötusafnið 23.40 Fréttir i suttu máli. Dagskráriok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.