Tíminn - 26.11.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 26.11.1972, Blaðsíða 19
Sunnudagur 2I>. nóvember 1!I72 TÍMINN 19 MANNBÆTANDI — Ég lær6i á sinum tima i flug- skóla hér i Reykjavik. sem kall- aðist Pegasus og Sverrir heitinn Jónsson veitti forstöðu. Þegar ég útskrifaðist. var litið að gera hér lyrir flugmenn og framtiðar- ntöguleikar litlir. Þeir dreifðust þvi viða að námi loknu og fóru i ýmis störf. Árin 1952, '53 og '54 var ég við ýmis störf, dundaði m.a. við að draga svifflugur á Sandskeiði fyrir Svifflugfél. Isl.. Svo var ég til sjós um tima, en hélt mér alltaf við i fluginu. Svo bvrjaði ég hjá Flugsýn aftur. að fullu, og flaug þar sem aðstoðar- kennari fyrst og sem .aðstoðarflug maður i leigufluginu, en i þvi flugum við um allt. m.a. til Græn lands og Færeyja. en aðallega flugum við til Norðfjarðar. Seinna varö ég yfirkennari hjá Flugsýn, og var þar. unz ég fór út áriö 1969 og flaug fyrir KLM i Suður-Ameriku, sem aðstoðar- flugmaður á DC-3. Þar flugum við i nokkra mánuði og lukum við samninginn,- sem við höfðum gert. Svo var það aftur ári seinna, að þeir hjá KLM hringdu i mig og báðu mig að útvega tvær áhafnir á DC-3 og einn flugmann á minni vél. Auk þess voru tveir flugvirkj- ar með i förinni. Ég fór til Hol- lands og undirritaði samninginn. Og siöan l'órum við til Suður- Ameriku og vorum þar i nokkra mánuði. Þar flaug ég sem flug- stjóri. Eftir heimkomuna byrjaði ég hér hjá Helga Jónssyni og hef verið hér siðan. bæði við kennslu og i leiguflugi. Fjöldi fólks hefur dreymt um aö fljúga. Reynum að efla þátttöku þeirra eldri — Svo við snúum okkur aftur að flugkennslunni. Hver mynd- irðu segja,að væri meginhugsuoin á bak við starfið hér? — Við erum að reyna að byggja upp kennsluna, eftir þvi sem við getum, og aðallega að reyna að fá fólkið, sem komið er eitthvað til ára sinna, til þess að taka þátt i þessu. Það er nefnilega fjöldinn allur af mönnum og konum, sem hefur dreymt um að læra að fljúga, en ekki haft tækifæri til þess.en eru nú komnir um og yfir miðjan aldur. Það er nefnilega þannig með tslendinga á þessum aldri yfirleitt, að þeir eru hræddir við að leggja út i svona lagað, telja það hreina ævintýra- mennsku. En nú er þetta sem bet- ur fer að breytast, og ég hef unnið mikið að þvi að koma þvi inn i höfuðið á fólki, að það er hreint enginn vandi að læra að fljúga, ef það er með sæmilega heilsu og svona i fullu fjöri. Og að þetta er alveg sérstaklega ánægjulegt, ef það getur komið sér til að byrja á þvi. — Hvernig finnst þér, að búið sé að högum flugmanna hér á landi, t.d. miðað við það, sem gerist á Norðurlöndum? — Mér finnst eins og það opin- bera, t.d. forsvarsmenn þjóðar- innar, þingmennirnir, hafi ekki gert sér grein fyrir, hvað flugið er mikilvægur atvinnuvegur. Það kostar til dæmis i dag að læra að fljúga alls staðar á meginland- inu.i Englandi og Bandarikjunum allt á milli 1,2 og upp i 2,2 milljón- ir isl. króna, miðað við atvinnu- réttindi og blindflugspróf, sem eru minnstu réttindi, sem maður getur haft, til að geta starfað sem atvinnuflugmaður. Hér útskrilum við mann með atvinnuflugpróf og blindflugsréttindi fyrir 350 - 375 þúsund krónur. Og við gerum meiri kröfur heldur en hinir. Við skrifum ekki út mann með at- vinnuréttindi fyrr en eftir minnst 200 flugstundir, en yfirleitt alls staðar erlendis geturðu fengið þessi réttindi eftir 150 flugstundir. Samt sem áður erum við þetta mikið ódýrari, að það munar upp undir einni milljón.Og þetta er að koma nokkuð berlega i ljós núna. Við höfum reynt að auglýsa þetta erlendis. en þó ekki nándar nærri nógvegna fjárhagsvandræða. Við erum til að mynda hér nú með tvo Dani. Annar er búinn og farinn, en hinn er að Ijúka prófi þessa dagana. Við erum hér með Bandarikjamenn og svo var Brekkukots- og Norðmaðurinn Sölve Kern að fljúga hjá okkur i sumar og er i tveggja daga heim- sókn núna og byrjaði strax i dag. Segja má. að við höfum kennt hér allra þjóða mönnum. Fleiri af Brekkukotsmönnum voru hér i sumar. t.d. aðalkvikmyndatöku-. maðurinn. Peter Hassenstein. og leikstjórinn. Rolf HSdrich. Og nú eigum við von á nokkrum Þjóð- verjum. Höfum alltaf heitt á könnunni - Það hefur sem sagt mikill fjöldi útlendinga tekið próf hér? — Já. geysilegur fjöldi, en þá á ég við-einkapróf. Þeir eru að von- um færri. sem lokið hafa hér at- vinnuflugprófi. Mér helur skilizt. að þið revnið að gera andann hér sem frjálslegastan. Hefur ykkur tekizt það? Þa. sem einkum vakir fyrir okkur. er það, að fólk fái áhuga á að kynna sér flugið og komi hing- að. Við erum hér alltaf lrá morgni til kvölds og höfum hér notalega setustofu. sjónvarp og alltaf heitt kafli á könnunni. Það er að mynd- ast einnntt sá andi, sem þarf að vera yfir þessu. að fólk komi, fljúgi og byrji að læra, og eyði einhverjum tima hérna. Það er ekki nóg, að menn komi og setjist beint upp i vélarnar. fljúgi og fari svo heim. Heldur er nauðsynlegt, að rætt sé vitt og breytt um flugið, á frjálslegan hátt. Menn læra anzi mikið á þvi að ra>ða málið margir saman og öðlast þá frekar svona „common sense" fyrir fluginu, sem nauðsynlegt er. Fólk getur komið hingað eingöngu til að spjalla án þess að fljúga nokkuð. Áhugamenn geta komið hingað og kynnzt fluginu allnáið, spjallað við okkur kennarana og nemend- urna og haft það notalegt og skemmtilegt hjá okkur. Það má ekki verða „system’’ á þessu, þannig að fólk komi hlaupandi og segi ,,ég ætla að fara þetta, ég ætla að fá kennara með mér núna” og hverfi svo bara. Við viljum gjarnan, að fóik komi hingað og taki það rólega, rabbi og reyni að taka þetta skynsam- lega og skemmtilega. Þetta er eini flugskólinn, sem hefur hús- næði til þess arna. Hann hafði það raunar ekki, fyrr en Helgi lét breyta gömlu verkstæði i setu- stofu eða kaffistofu, og byggja nýtt verkstæði. — Er þá dálitið mikiö um, að menn komi hingað, án þess að ætla sér endilega að fljúga? - Já, já, það er mikið um það. Það koma hingað gamlir flug- menn og flugstjórar, og einnig fólk utan úr bæ, áhugafólk, sem lengi hefur langað til að kynnast fluginu. Telurðu einhverja menntun, t.d. stúdentspróf, æskilegt fyrir i'ólk, sem ætlar út i meiri háttar flugnám. — Nei, alls ekki. Svo ég segi alveg eins og er, þá hafa mörg fyrirtæki sett stúdentspróf sem skilyrði fyrir flugmenn sina. En ég tel þetta tóma dellu. Maður, sem hefur sæmilega greind, hann leikur sér að þessu, og hann nær jafnvel miklu lengra heldur en sá, sem gaufað hefur á skólabekk öll sin manndómsár. Þetta er min persónuleg skoðun. Það er um- fram allt áhugi á viðfangsefninu, sem menn þurfa aðhafatil að geta orðið góðir flugmenn. Og það segi ég, aö ég vorkenni þeim, er ætla að leggja út i flug, en skortir áhugann. En enskukunnáttu og gagnfræðapróf er auðvitað nauð- synlegt að hafa. Þú sérö náttúruna aldrei i sama Ijósi — það er alltaf eitthvað nýtt — Hvernig likar þér sjálfum að fljúga, Einar? — Það er i einu orði sagt dá- samlegt. Það er t.d. eitt út af fyrir sig að komast i snertingu við feg- urð landsins, sem er algerlega einstök. Ég held, að við flug- mennirnir fáum miklu meiri til- finningu fyrir náttúrufegurð landsins heldur en gengur og ger ist. Heita má, aðmaðurfari aldrei i flug, sem er eins. Þú sérð aldrei náttúruna i sama ljósi, það er alltaf eitthvað nýtt. Ég held, að sú reynsla. sem fólk, sem flýgur. verður þannig fyrir, sé hreint út sagt mannbætandi. Og það vil ég taka sérstaklega fram, að það eru litlu flugvélarnar, sem eitthvað verulega er varið i að fljúga. Hitt er ekki svo mjög spennandi, að fljúga þeim stóru og fara alltaf sömu leiðirnar samkvæmt áætl- un. Jæja, við erum nú búnir að ra’ða flugið nokkuð vitt og breitt. en áður en við slitum þessu spjalli. er rétt að minnast á flug- konurnar. Ekki láta þær sig þó vanta i fluginu, á þessum rauð- sokku timum? Nei, ekki er það nú alveg. þótt ekki séu þær margar hér á landi. sem flugréttindi hafa. Þrjár konur hafa útskrifazt frá okkur með einkaflugpróf, og nö er ung stúlka hjá okkur i bóklega námskeiðinu og er rétt byrjuð að fljúga. En þær hafa verið sorg- lega l’áar konurnar hér á landi, sem lagt hafa l'lugið fyrirsig. Ein islenzk kona hefur lokið atvinnu- flugprófi, Erna Hjaltalin, sem nd starfar sem yl'irflugfreyja hjá Loftleiðum. Og veit ég til þess. að á sinum tima flaug hún sem aðstoðarflugmaður i sildarleit. Svo vikið sé að þvi. hvernig þessu er varið erlendis.þá tel ég vist. að i löndum Austur-Ev'rópu a.m.k.sé nokkuð um flugkonur og þá jafn- vel kvenflugstjóra. Til að taka na'rtækara da’mi, þá er nú ein kona starfandi sem flugstjóri i Englandi. Þið a’skið þess sem sagt að fá konur til ykkar i læri? Já, við höl’um mikinn áhuga á þvi. Og eins og þegar hefur komið fram.bjóðum við alla vel- komna hingað, hvaða fólk sem er. En það er nú svo, að þegar maður er kominn á þennan aldur lum lertugt) og er búinn að vera svona lengi i þessu, þá er þetta ekki orðið neitt ávinningssjónarmið lengur hjá manni, heldur hefur maður ánægju af þvi að miðla öðrum af þekkingu sinni, helur ánægju af þvi að sjá fölk ná tök- um á lluginu og l'ara að geta l’logið sjálft. Það er út af fyrir sig alveg stórkostlega gaman. Sem sagt gamaldags hugsjón. Sl. Pétursson. Radartækni Framhald af bls. 6. og sá fjöldi mannslifa, semþau gætu bjargað. Kostnaður er greiddur úr rikissjóði. Þjáifun starfsfólks t samningunum við Plessey Radar, brezka fyrirtækið, sem framleiðir ta’kin, var gert ráð fyrir þjálfun fjögurra starfs- manna radiodeildar flugmála- sljórnar við rekstur og viðhald ta'kjanna. Námskeið stóð i sam- tals fjóra mánuði, en nokkur við- botarþjálfun hefur farið fram. Þá var einnig samið við fyrirtækið International Aeradio Ltd. um þjálfun líl islenzkra flugum- ierðarstjóra og helur 10 manna hópur þegar lokið þar námskeiði, en tl manna hópur sækir þar nám- skeið i febrúar or ir rr. Hafa þegar komið i góðar þarfir Þótt hinn nýi tækjabúnaður hafi lormlega verið tekinn i notkun á l'östudaginn, hófst starfræksla þeirra 31. júli s.l. og starfsfölk hefur þvi þegar hlotið nokkra reynslu i notkun þeirra, og hafa þau raunar þegar komið að góðu haldi við aðstoð nauðstaddrar vélar. Þann 26. ágúst s.l. kom tveggja hreyfla Convair-vél i ferjuflugi ekki fram á tilsettum tima. Við eftirgrennslan kom i Ijós, að vélin hafði villzt langt af leið m.a. vegna bilana i flugleið- sögutækjum hennar. Sást hún loks á radartækjunum i 170 sjó- milna fjarlægð beint suður af Is- landi og var leiðbeint þaðan til flugvallar. Töldu flugmennirnir að þessi aðstoð hefði bjargað vél- inni. Flugskóli Framhald af 17. siðu. kennara og hef nú fyrir nokkru lokið sólóprófi, en það jafngildir rúmlega 20 timum. Hvað eru flugstundirnar orðn- ar margar núna? Ég er búinn að Joga" 26 klst. Þetta gengur heldur hægt. vegna lélegs flugveðurs að und- anförnu. Ertu að hugsa um að verða atvinnuflugmaður (þegar þú verður stór.) N’ei. nei, langt i frá. þetla er eins og hvert annað áhugamál. Tiigangurinn með flugnáminu er i rauninni tviþættur. Annars vegarer það að fá réttindi á 2ja- 4ra sæta flugvél og geta flogið um landið.mér og öðrum ( ef einhver þorir að fljúga með mér) til ánægju, og skorað ..náttúruna" og þess háttar. En i öðru lagi er það hið praktiska nám.sem kennt er l’yrir einka- flugmannsprófið. svo sem: X’eðurfra'ði. siglingafra’ði. og eðlisfræði. ásamt mörgu öðru sem gotur komið sér vel i hinu daglega lifi. En það eitt,að geta flogið um loftið einn og óháður tnema flugturninum ) , er na’g ástæða. Varstu i’kki dálitiö hra'dd- ur. er þú byrjaðir að fljúga? Eg var moira en hræddur. ég var lamaöur af skelfingu. Það gekk svo langt fyrstu tvo til þr.ja timana.að ég kom skjáll’- andi á beinunum út úr l’lugvél- inni.en reyndi samt að láta á engu hera. en mikið undraðist ég hvers vegna i ósköpunum ég væri að leggja þetta á mig og blessað sálartetrið. En að sjálf- sögu heyrir þetta fortiðinni til og nú er þetta aöeins til að brosa y l’ir. ()g nú ertu larinn að fljúga einn. Já. satt er það. Eg held.ég megi lullyröa það. að l’yrsta skiptið sem maður situr einn i flugvelinni. prófdómarinn far- inn út. allt er hljótt og kyrrt nema suðið i girókomp- ásnum og fyrir þér liggur að fara einn og yfirgefinn ( þér finnst engin vera til i heiminum nema þú) i loftið og bera algjör- lega ábyrgð á flugvélinni og þér sjálfum. Það held ég sé stærsta prófið.sem flugmaður tekur á ælinni. Annars voru þeir i flug- turninum mér til mikillar hug- lueystingar meðan á sólópróf- inu stóð. — Þú telur þig sem sagt geta orðið stjórnað flugvél nokkurn veginn andskotalaust? Já svona i almennu flugi. En mig skortir enn nokkra þjállun og reynslu i ýmsum at- riðum. sem nauðsvnlegt er að hal’a til að mæta vandamálum. er upp kunna að koma við is- lenzkar aðstæður t.d veðrið. En þetta kemurallþog maður ser I ram á að lljúga hvert á land sem er , og kannski eignast maður flugvél sjálfur i l’ramtið- inni. ('f allt gengur vel. Ilefurðu lent i cinhverju olmppi i lluginu? Nei. sem betur ler er ekki liægl að segja það. og það er nú ástæðan fyrir ströngu námi: Vita hvað gera skal og kera af mistökum annarra. Þella eru orð þeirra lélaga. Baldvins og Magnúsar. sem ef lil vill eru vei ðandi flugkappar. Við oskum þeim alls velfarnað- ar i fluginu i framtiðinni og að það megi verða þeim ba-ði lil anægju og gagns. filboð óskast i smiði og uppsetningu stiga- handriðs (2 stigar f. 3 hæðir) i nýbyggingu Fæðingardeildar Landspitalans i Reykja- vik. Handriðið er úr smiðajárni, en áfastur handlisti úr tré. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu vora gegn 1.000.00 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtu- daginn 14. desember n.k., kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 íbúðir í Norðurbænum í Hafnarfirði Til sölu i fjölbýlishúsinu að Miðvangi 41: Tveggja og þriggja herbergja ibúðir. Ibúðirnar verða seldar fullbúnar og sameign frágengin. I húsinu, sem verður 8 hæðir, verða tvær lyftur og ýmis þjónustufyrirtæki á jarðhæð. Fimm hæðir og kjallari er þegar uppsteypt og sjötta hæð væntanlega fyrir áramót. Upplýsingar veittar i fundarsal kaupfélagsins að Strand- götu 28, alla virka daga kl. 17-19. Kaupfélag Hafnfirðinga Simar 30200 og 30224.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.