Tíminn - 28.11.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.11.1972, Blaðsíða 1
IGNIS ¦ÚSS.SSKÁÞAR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SÍMI: 19294 273. tölublað—Þriðjudagur 28. nóvember—56. árgangur kæli- skapar RAFTÆKJADEILD Hafnarslræti 23 Simar 18395 & 86500 Lafði Tweedsmuir, Einar Agústsson utanrfkisráðherra og Lúðvik Jósefsson viðskiptamálaráðherra. — Timamynd: GE. „Ekki nema hæfi- lega vongóður 11 segir uianríkisráðherra við upphaf samningaumleitana Þó—Reykjavik. ,,t upphafi viðræðufundarins i gærmorgun við brezku sendi- nefndina leiðrétti ég þann mis- skilning, sem upp hafði komið, um að islenzka rikisstjórnin hefði heitið |)ví, að Landhelgisgæzlan mundi ekki stugga við brezkum togurum á meðan á viðræðunum stæði", sagði Einar Agústsson, utanrikisráðherra i samtali við blaðið, eftir að viðræðufundi islenzku og brezku rikisstjórn- anna vegna landhelgismálsins laiil; i gær. Einar Agústsson utan rikisráðherra, sagði, að viðræðu- fundinum hefði verið frestaö þangað til I dag, og á fundurinn að hefjast að nýju klukkan 10.30. Eftir fundinn I gær munu viö- ræðunefndirnar hafa athugað nokkrar hliðar á þeim málum, sem voru ofarlega á baugi á fundinum i gær, og verða þau mál rædd frekar á fundinum i dag. ,,Ég er ekki nema hæfilega von- góður um,að samningar takist", sagði Einar Agústsson, utanrikis- ráðherra að lokum. Viðræðufundurinn milli Breta og íslendinga hófst klukkan 11 i gærmorgun i ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu, en upphaflega átti fundurinn að hefjast klukkan 10.30. Viðræðunefndirnar komu timan- lega á staðinn, og enda þótt leiðinlegt veður og mikil rigning væri, þá virtist lafði Tweedsmuir, utanrikisráðherra, vera i bezta skapi, þegar hún kom til fundar- ins. — Lafðin vildi. ekki segja mikið við fréttamenn, er hún kom til fundarins. En þegar hún kom til landsins i fyrrakvöld, sagði hún, að hún gæti ekki spáð um það, hvaða möguleikar væru á samkomulagi. Hún sagðist búast við, að Islendingar kæmu fram með ákveðnar tillögur i land- helgismálinu, og að það yrðu til- lögur, sem væru raunhæfari en þær, sem Islendingar hefðu komið fram með á fyrri fundum rikisstjórnanna út af landhelgis- málinu. Lafði Tweedsmuir sagðist vilja taka það fram, að brezka viðræðunefndin væri komin til Islands vegna þess, að það væri trú Breta, að íslendingar hefðu mikinn hug og viljaá að ná sam- komulagi f deilunni. Hún sagðist ennfremur vilja taka það fram, að Bretar væru reiðubúnir að hliðra til frá fyrri afstöðu, en það yrðu tslendingar lika að gera. Þegar Tweedsmuir kom út af fundinum i gær kl. 13.30, sagði hún, að fundurinn hefði ekki gengið vel og ekkert nýtt komið fram. Þjóðverjar mótmæla og vilja samninga Sendiherra Sambandslýð - veldisins Þýzkalands, Karl Loftið féll niður í skólastofuna SB—Reykjavik Þegar átti að fara að kenna I teiknistofu gagnfræðaskóla Keflavikur á fimmtudaginn, var þar heldur ljótt um að litast. Loft kennslustofunnar hafði sem sé hrunið niður um nóttina, eða einangrunin neðan á þvi, svo að aðeins var heilt I hornunum. Eftir öllum ummerkjum að dæma, virðist fyrst hafa myndazt gat i miðju loftinu og siðan hrunið út frá þvi. Var einangrunin öll tætt sundur og hékk I lufsum, það sem ekki hafði dottið niður á skólaborðin eða gólfið. Er farið var að rannsaka þetta til að finna orsökina, kom i ljós, að festingar á hitaspiral, sem liggur i loftinu, höfðu látið undan og spirallinn fallið niður á ein- angrunina, sem siðan lét undan. Spirallinn sjálfur datt þó ekki nið- A sömu hæð og teiknistofan er eru fjórar skólastofur með sams konar útbúnaði, og var þegar að- Rowold, bar fram mótmæli v— þýzku rikisstjórnarinnar við Ingva Ingvarsson, skrifstofu- stjóra utanrikisráðuneytisins, vegna atburða þeirra, sem gerðust út af Stokksnesi þá um morguninn. — I gær kom Karl Rowold á framfæri við Einar Agústsson nýju tilboði þýzku rikisstjórnarinnar um framhald viðræðna um landhelgismálið i Bonn i desember. Rikisstjórnin mun taka afstöðu til framangreinds tilboðs næstu daga. A fundinum með Ingva Ingvars syni sagði þýzki sendiherrann, að varðskipið Ægir hefði, að sögn skipstjóra togaranna klippt sundur báða togvira togarans Arcturus BX-729 og togvir togarans Erlangen BX-699, og við það hefði einn skipverja um borð I Erlangen slasazt. Ingvi Ingvarsson skýrði sendi- herranum frá lýsingu landhelgis- gæzlunnar á umræddum at- burðum. Hefðu umræddir togarar verið að veiðum i islenzkri fisk- veiðilandhelgi og haft i frammi yfirgang við islenzk fiskiskip. Varðskipið Ægir hefði þvi eftir itrekaðar viðvaranir klippt sundur annan togvir togarans Arcturus, en engin slik afskipti haft af togaranum Erlangen. Af hálfu ráðuneytisins mótmælti Ingvi Ingvarsson yfir- gangi þýzkra togara og siendur- teknum brotum þeirra i islenzkri fiskveiðilandhelgi. gætt, hvernig festingar voru þar. Reyndust þær vera að þvi komnar að láta undan. Er nú búið að endurnýja þær i þremur stofum. Ætla mætti, að slys hefðu orðið á fólki, ef nemendur hefðu verið i teiknistofunni, þegar loftið hrundi. Þess má geta, að hita- spitalarnir voru festir upp i loftin fyrir niu eða tiu árum. Othello: Kvaddi hvorki kóng né prest IH—Seyðisfirði Kl. rúmlega 16 á sunnudag kom brezka eftirlitsskipiö Othello inn á Seyðisfjörð með látinn sjómann af togaranum Boston Blenheim. Skipið hafði áður haft samband við umboðsmann brezkra togara hér á staðnum og sagt honum, að það kæmi um hálftima siðar en raun varð á. Þegar skipið svo kom inn.setti það þegar út bát og skaut likinu hér upp á bryggjuna i sjúkrabil, er þar beið. Ekki haföi það sam- band við neinn I landi, ekki einu sinni umboðsmanninn, þvi aö er hann kom niður á höfn var. skipiö að létta akkerum. Ekkert er nán- ar vitað um hinn látna mann, hvort hann hefur látizt af slysför- um eða sjúkdómi, en honum fylgdi ekkert læknisvottorö.og er þó læknir um borð i Othello. Maðurinn verður kistulagður hér, en lik hans siðan sent utan til hinztu hvildar I brezkri mold. Alvarlegt slys á Vopnafirði SS-Vopnafirði Siðast liðið föstudagskvöld varð það slys á Vopnafirði, er uppskip- un á vörum úr Heklu stóð yfir, að einn verkamannanna, Agúst Jónsson, maður um fertugt, féll af vörubilspalli og kom á höfuðið niður á bryggjuna. Sýnt var, að Agúst hafði stór- slasazt, og var fengin flugvél, sem flutti hann þegar sama kvöldið til Akureyrar, þar sem gerð var á honum höfuðaðgerð. Tókst hún vel, og er Hðan manns- ihs eftir vonum. Kaupa Akurnesingar bílaferju? Sendimaður utan til að kanna kaup á ferju og hafnarbúnaði GB—Akranesi. Bæjarstjórn Akraness sam- þykkti með samhlj. atkvæðum á fundi siðastliðinn föstudag að hefja nú þegar athugun og undir- búning að smiði eða kaupum á hæfilega stórri og fullkominni yfirbyggðri bila- og fólksflutn- ingaferju til að annast sam- göngur við Reykjavik á sem full- komnastan máta. Ef úr verður, mun ferjan að sjálfsögðu bæta mikið samgöngur við Norður- og Vesturland, sérstaklega þann tima, sem ferðir fyrir Hvalfjörð eru miklum annmörkum háðar, þvi að auk venjulegra fólksflutn- ingabila myndi þessi ferja geta flutt bæði langferðabila og hlaðna vörubila af öllum stærðum. Samþykkt var, að.. bæjarráð hefði á næstunni fund með þing- mönnum kjördæmisins, sam- göngumálaráðherra og öðrum þeim aðilum, sem sérstaklega hafa með þessi mál að gera. Auk ferjukaupanna þarf að gera hafnarmannvirki fyrir ferjuna i Reykjavik og á Akranesi, þar sem bilar geta ekið um borð i ferjuna og i land. Á Akranesi hefur verið ákveðið(að þessi aðstaða veröi innst i höfn- inni við sementsverksmiðju- bryggjuna, og er þar hin ákjósan- legasta aðstaða. 1 Reykjavik mun enn ekki ákveðið hvar samskonar mannvirki verða staðsett, en unnið er að athugun á Yfirverkstjóri Akranesbæjar, Pétur Baldurss'on, er farinn til Norðurlanda að kynna sér þessi mál, bæði hvað snertir kaup á ferju, og athuga heppilega gerð tilheyrandi hafnarmannvirkja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.