Tíminn - 28.11.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.11.1972, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 28. nóvember 1972 TÍMINN 3 Kaupfélagsstjórar sátu á fundum i fyrri viku. Þessi mynd var tekin sl. iaugardagsmorgun, er þingflokkur Framsóknarmanna var á fundi meö kaupfélagsstjórunum, þar sem til umræðu voru helztu hagsmunamál samvinnuhreyfingarinnar. — Ljósmynd GE TIMINN. 150 tonn af svartolíu í sjóinn í Neskaupstað — dauður fugl á fjörum — oliu rak út fjörðinn BG—Neskaupstað Mávar, æðarkollur og ýmsar andategundir hafa farið ilia. og talsvert er um dauðan fugl á fjörum við Neskaupstað, en sem kunnugter, þá fóru 150-170 tonn af svartoliu i sjóinn þar eystra að- fararnótt laugardags. Svartolian fór i sjóinn á tima- bilinu frá klukkan þrjú um nóttina til sjö um morguninn, en menn höfðu farið um þetta svæði um þrjú leytið um nóttina.og klukkan sjö um morguninn kom kyndari til vinnu sinnar i sildar bræðslunni. Þá blasti við mann- inum stór oliufláki,og sá hann þá hvar oliurör frá birgðageymi hafði farið i sundur, þar sem það liggur yfir læk. Maðurinn brá skjótt við og stöðvaði hann oliu- streymið með þvi að skrúfa fyrir stoppkrana á geyminum. 1 birgðageyminum voru um 1000 lestir af svartoliu, og þegar búið var að mæla yfirborðs- hæðina i geyminum.kom i ljós, að úr geyminum höfðu runnið a.m.k. 150 tonn. Algjört logn var á Neskaupstað, þegar olian rann i sjóinn, en er leið á morguninn kom vestan andvari, og barst olian út með firðinum og lenti hún utan i bryggjur og upp i fjörur. Þá þegar fór að bera á dauðum fugli i fjörunum, og menn óttuðust.að mikið tjón kynni að hljótast af völdum oliumengunar, og reyndar er sá ótti enn fyrir hendi. Á sunnudaginn hvessti af suð- vestan, og þá rak oliuna alla út með firðinum að norðanverðu, og vita menn ekki hvert olian hefur farið. Það var ljót sjón að sjá oliuna á Norðfirði, svartir flekkir Sölu- og sýningarsalur 28 fyrirtækja Vöruskrá Gluggar Svalahurðir Einangrunargler Miðstöðvarofnar Rafmangsþilofnar Innihurðir Útihurðir Bylgjuhurðir 'Bflskúrshurðir Viðarþiljur Loftklæðning Einangrunarplast Ilreinlætistæki Blöndunartæki Polyureþan-einangrun Byggingapanilar Frysti & Kæliklefar Hitaveitulagnir Eldhúsinnréttingar Fataskápar Sólbekkir Elshúsborð Eldhússtólar Skólaborð Stólar Gluggakappar Gluggatjaldabrautir Gluggatjöld Kæliskápar Frystiskápar Þvottavélar Uppþvottavélar Eldavélar Eldavélasett Frystikistur Eldþúsviftur Hitunardúnkar Handrið Dælur Lofthreinsitæki Vinnuhlifar Gólfdúkar Veggklæðning Teppaflisar Teppi Eldvarnarhruðir Málmhurðir Eldvarnarplötur Þakrennur Þakkilir Loftventlar Silicone utanhúsmálning Þakjárn Þakpappi Steypustyrktarjárn Saumur Múrhúðunarnet Timbur Pípur Nótavir Bindivfr Þak-þéttiefni Hleöslusteinar Milliveggjasteinar Gangstéttarhellur IDNVERK HF. |_ALHUÐAJ3YeGINGAWÓNUSTA_j Engin álagning. Aðeins þjónusta. NORÐURVERI v/Laugaveg & Nóatún Pósthólf 5266 Stmar: 25945 4 25930 voru allsstaðar með nyrðri hluta fjarðarins. Fjörurnar eru ekki eins ljótar og i fljótu bragði hefði mátt halda. Lognið, sem var á firðinum.var þess valdandi, að olian lenti ekki hátt upp i fjörur- nar eins og farið hefði ef eitthvert brim hefði verið við ströndina. 1 gær, mánudag, sást ekki dauður fugl i Neskaupstað, en samt var mikið af fugli.sem var illa haldinn, og þvi getur farið itla. Talið er fullvist að rekja megi orsök óhappsins til fannfergis. Rörið liggur á kafla þvert yfir læk, og i miðjum læknum hafði verið byggður steinstólpi til að hatda þvi uppi. Rörið fór i sundur rétt við stólpann og mun rafsuða hafa slitnað, þar sem rörið var skeytt saman. Sildarvinnslan á Neskaupstað fær oliu frá BP oliufélaginu.og nú eru menn frá BP væntanlegir til Neskaupstaðar til að kanna, hvað hægt sé að gera til að ná oliunni aftur, enda var það engin bót, að oliuna skyldi reka út úr Norðfirði, hún getur átt eftir að vera skað- valdur lengi, ef eitthvað verður ekki að gert. Amerískar KULDA úlpur Sendum i póstkröfu STÆRÐIR: BARNA 6-12 UNGLINGA 14-20 FULLORÐINNA 36-46 Laugavegi 76 Hverfisgötu 26 Simi 1-54-25 Viðræður við Breta t gær hófust samninga- viðræður þriggja islenzkra ráðherra, þeirra Einars Agústssonar, Lúðvfks Jósefssonar og Magnúsar Torfa Ólafssonar, við samninganefnd brezku stjórnarinnar undir forsæti Lady Tweedsmuir, aðstoöar- utanrikisráðherra. t siðustu viku fjöigaði mjög erlendum landhetgisbrjótum við tsland, en skv. tatningu Landhelgisgæzlunnar voru 114 erlend veiðiskip umhverfis landið dagana 22.-23. nóvember. Þar var um aö ræða 81 togara frá Bretlandi og Vestur-Þýzkalandi, er voru að ólöglegum veiðum innan fiskveiðiiögsögunnar. Brezku togararnir, sem voru samtals (>2,voru flestir að veiðum á Strandagrunni og i Norð- fjaröardýpi. Þýzku togararnir voru flestir út af Vestfjöröum. Einar Agústsson, utanrlk isráðherra, mótmælti á föstu dag við brezku rfkisstórina yfirgangi brezkra togara við islenzk fiskiskip á miðunum norður af Vestfjörðum. Frá þeim atburðum hefur verið sagt i islenzkum fjölmiðlum ogbrezkum.en þær frásagnir voru mjög ósamhljóöa. Bretar skelltu allri skuld á tslend- inga. Eitthvað mun brezka utanrikisráðuneytið hafa kannað málið, og kom þvi fram varfærin yfirlýsing tals- manns ráðuneytisins um, að hugsanlegt væri, að frásögn brezku sjóin annanna af atburðarásinni á miðunum við tsland hefði ekki verið að öllu leyti rétt. Segir það sina sögu um sannleiksgildi fréttanna i brezkum fjölmiðlum. Þegar brezka sendinefndin kom liingaö til lands á sunnu- daginn, sagði Lady Tweeds- muir við fréttamenn, að islenzka landhelgisgæzlan myndi ekki hafa afskipti af brezkum veðiskipum innan 50 miina markanna meðan samningaviðræðurnar i Reykjavik stæðu yfir. Ólafur Jóhannesson, for- sætisr&ðherra, gerði athuga- semd við þessi ummæli frúar- innar og sagði, að óhugsandi væri, aö hún gæti hermt eitt- hvert slikt ioforð upp á ábyrgan islenzkan aðila. Þvert á móti vildi hann enn itreka þá áskorun til Breta að kalla alla landhelgisbrjóta út fyrir 50 milna mörkin meðan á sa mninga viðræðum stæði. Það væri skoðun Islenzku rikisstjórnarinnar, að það gæti stuðlað að samkomulagi og myndi lýsa vilja Breta tii samkomulags. Árekstrar við v-þýzka Um hádegisbilið á laugar- dag klippti varðskip á annan togvir vestur-þýzks togara 38 mílur suðaustur af Stokksnesi. Kvöldið áður höfðu islenzk fiskiskip kvartað undan ágangi vestur-þýzkra togara á þessum miðum. Varðskip fór á staðinn og skipaöi togurunum út fyrir 50 milna mörkin og hlýddu þeir allir að lokum, en togarinn Arcuturus sýndi mesta mótþróann. Þessi togari var svo aftur kominn á sömu slóðir morguninn eftir og sinnti þá ekki skipunum varðskipsins um að halda út fyrir mörkin. Var þá klippt á annan togvir togarans. Var þetta i fyrsta skipti, sem varð- skip beitir klippunum gegn vestur-þýzkum togara. Vonandi tekst að finna sam- komulagsgrundvöli á fundinum i Reykjavik i dag. Bráðabirgðasamkomulag þjónar tvim ælalaust hags- munum bæði Breta og Islend- inga. En Bretar verða að gera Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.