Tíminn - 28.11.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.11.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriftjudagur 28. nóvember 1972 ALÞINGI Umsjon: Elias Snæland Jónsson Stjórnarfrumvarp um tryggingarmál: Tryggingastofnunin hafi sérstök umboð um landið í gær var lagt fram á alþingi stjórnarfrumvarp um brcytingar á lögum um almannatryggingar, og segir i greinargerð, að frum- varpið gegni „fyrst og frcmst þvi blutvcrki að al'ncma cndanlega einstaklingsgreiðslur til lifeyris- og sjúkratrygginga, og greiðslur sveitarfclaga til lifeyris- trygginga”. Krumvarpið felur m.a. i sér, að Tryggingastofnunin skuli hafa sérstök umboð um landið i stað þess, að bæjar- fógelar og sýslumenn liver i sinu umdæmi annist umboðsstörf fyrir stofnunina cins og er i núgildandi liigum. L4I1DHELGIS PEmnGURinn MINNISPENINGUR UM ÚTFÆRZLU FJSKVEIÐILÖGSÖGUNNAR 1972 I tilefni af útfærslu fiskveiðilögsögunnar 1. sept. síðastl. hafa Útflutningssamtök gullsmiða lötið slö minnispening til sölu ö almennum markaði. Allur ögóði af sölu peninganna rennur í Landssöfnun í Landhelgissjóð. Peningurinn er frummótaður af sænska höggmyndaranum Adolf Palik, eftir útlitstillögum Jens Guðjónssonar gullsmiðs. STÆRÐ & HÁMARKSUPPLAG: Stærð peningsins er 33 mm í þvermöl. Hömarksupplag er: Gull 18 koröt: 1000 stk. Silfur 925 (sterling): 4000 stk. Bronz: 4000 stk. PENINGURINN er steyptur hjö hinni þekktu myntsldttu AB Sporrong, Norrtalje, Svíþjóð. Hver peningur er auðkenndur með hlaupandi númeri. ATH.: PANTANIR VERÐA AFGREIDDAR I PEIRRI ROÐ SEM ÞÆR BERAST EN FYRIR ARAMOT VERÐUR AÐEINS HÆGT AÐ AFGREIÐA 250 SETT. I I I I L lifllDHEKllSKnilKURmn PÓSTHÓLF 5010 REYKJAVÍK PÖNTUNARSEÐILL: VINSAMLEGA SENDIÐ MÉR GEGN PÖSTKROFU: ....STK. GULLPENING KR. 11.000.00 PR. STK. ....STK. SILFURPENING KR. 1.100.00 PR. STK. ...STK. BRONZPENING KR. 600.00 PR. STK. PENINGARNIR ERU AFHENTIR I OSKJUM MEÐ NÚMERUÐU ABYRGÐARSKlRTEINI. UNDIRSKRIFT DAGS.: NAFN SlMI HEIMILISFANG I I I I iJ I greinargerð með frumvarpinu segir m.a.: „Frumvarp þetta er samið af nefnd, sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra skipaði i ágúst 1971 til þess, „að endur- skoða allt tryggingakerfið m.a. með það fyrir augum, að greiðslur almannatrygginga til aldraðs fólks og öryrkja verði hækkaðar að þvi marki, að þær nægi til framfæris þeim bóta- þegum, sem ekki styðjast við aðrar tekjur”. Nefndin miðar tillögugerðir sinar við ákveðna áfanga. Þannig lagði hún haustið 1971 fram frumvarp, sem miðaði fyrst og fremst að tekjutryggingu fyrir aldraða og örykja, en jafnframt voru með bráðabirgðaákvæðum afnumdar beinar greiðslur einstaklinga til trygginga- kerfisins. Það frumvarp, sem nú er lagt fram gegnir fyrst og fremst þvi hlutverki að afnema endanlega einstaklingsgreiðslur til lifeyris- og sjúkratrygginga, og greiðslur sveitafélaga til lifeyristrygginga. t lögum nr. 96 1971 voru þessar greiðslur felldar niður vegna ársins 1972,og þvi nauðsynlegt að ákveða með lögum fyrir árslok 1972, hversu fara skuli með þessar greiðslur framvegis. Jafnhliða þeirri breytingu þótti eðlilegt að losa þau tengsl, sem binda umboð Tryggingastofn- unarinnar utan Eeykjavikur við embætti sýslumanna og bæjar- fógeta. Þar sem ekki verður lengur um neina innheimtu hjá einstaklingum að ræða, er talið eðlilegra, að sérstök umboð Tryggingastofnunarinnar sjálfrar annist samskipti við þá, sem tryggingalögum er ætlað að þjóna”. Um skipulagsbreytinguna segir m.a. i athugasemdinni: „Samkvæmt núgildandi lögum skulu sýslumenn og bæjarfógetar annast umboðsstörf fyrir Trygg- ingastofnunina, hver i sinu umdæmi.Hérer hins vegar gert ráð fyrir, að settar verði á stofn umboðsskrifstofur um landið, eftir þvi sem þörf reynist. Sérstakir trúnaðarmenn verði auk þess tilnefndir i hverju þvi sveitarfélagi, þar sem ekki er starfandi umboðsskrifstofa. Þessi breytta skipan stefnir að miklu nánari samskiptum fólksins i landinu við Trygginga- stofnunina. Hún ætti að stuðla að betri þjónustu og aukinni þekkingu hvers og eins á rétti sinum”. ÍlöGFRÆDI- j SKRIFSTOFA | Vilhjálmur Amason, Lækjargötu 12. (Iðnabarbánkahúsinu, 3. Simar 24635 7 16307. hrl. h.) .J DIESEL VÉLAR Ford 6 Cyl. 120 HA Perkings 4 cyl. 80 HA. BMC. fyrir td. Rússa. Hverfisgötu 14 R. simar 25652/17642 I ■ Fundir voru i báðum deildum alþingis i gær. 1 efri deild voru eftirfarandi mál tekin fyrir: Auður Auðuns (S) mælti fyrir samhljóða áliti mennta- málanefndar deildarinnar um stjórnarfrumvarp til laga um Fóstruskóla Islands, en nefndin leggur til, að frum- varpið verði samþykkt með smávægilegum breytingum. Voru breytingartillögurnar samþykktar og málinu visað til 3. umræðu. Fáll Þorsteinsson (F)mælti fyriráliti menntamálanefndar deildarinnar um stjórnar- frumvarp til laga um Stýri - mannaskólann i Vestmanna- eyjum. Leggur nefndin til, að frumvarpið verði samþykkt með nokkrum breytingum. Voru þær breytingar sam- þykktar og málinu visað til 3. umræðu. Neöri deild 1 neðri deild voru eftirtalin mál á dagskrá: Stjórnarfrumvarp til laga um breytingar á lögum um Verðjöfnunarsjóð fiskiðn aðarins var til framhald andi 3. umræðu, en að henni lokinni var málið afgreitt úr deildinni þar sem það var endanlega samþykkt með 20 atkvæðum gegn einu. Fór frumvarpið til efri deildar. Þá mælti Ragnhildur Helgadóttir (S) fyrir frum- varpi, sem hún flytur ásamt nokkrum öðrum sjálfstæðis- mönnum, um breytingar á lögum um almanna- tryggingar, og sem fjallar um, að mæðralaun skuli greiðast með börnum til 17 ára aldurs, en ekki 16 ára, og eins um tekjutryggingu og fram- kvæmd hennar. Að framsöguræðu lokinni var málinu vísað til nefndar. Bragi Sigurjónsson (A) mælti fyrir frumvarpi til breytingar á lögum um almannatryggingar, sem nokkrir alþýðuflokksmenn flytja, og sem felur i sér hækkun tekjutryggingar i 150 þúsund. Magnús Kjartansson, tryggingamálaráðherra, fagnaði skyndilegum áhuga Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks á tryggingamálum, en þessa áhuga hefði ekki orðið vart i stjórnartið þeirra, þegar tryggingamálin dröbbuðust niður.og við Islendingar drógumst langt aftur úr öðrum löndum, t.d. Norður löndum, á þessu sviði. Ráðherra rakti þær hækkanir sem rikisstjórnin hefði gert á tekjutryggingunni frá þvi hún var ákveðin 84 þúsund eftir valdatöku rikis- stjórnarinnar, þar til hún var nú i sumar ákveðin tæplega 135 þúsund. Ráðherra kvaðst vona, að þessi endurhæfing stjórnar- a n d s t öð u f 1 o k k a n n a i tryggingarmálum væri til frambúðar. Þá kvaðst hann sammála þvi, að mæðralaun ætti að greiða til 17 ára aldurs, og að jafnt ekklar sem ekkjur fengju slik laun. Siðan tóku til máls Bragi Sigurjónsson (A), Lárus Jónsson (S), Magnús Kjartansson, 'Ragnhildur Helgadóttir (S>, og Stefán Valgeirsson (F), Nýr þingmaður Skúli Alexandersson, fram- kvæmdastjóri, tók i gær sæti á alþingi i fjarveru Jónasar Árnasonar (AB), sem er erlendisi opinberum erindum. Eignarráðsfrum- varpinu verði visað frá Gisli Guðmundsson (F) lagði i gær fram á alþingi tillögu til ddrar dagskrár þess efnis, að tillaga Alþýðuflokks- manna um eignarráð á landinu, gögnum þess og gæðum, verði visað frá, þar sem stjórnarskrárnefnd vinnur nú samkvæmt ákvörðun alþingis að endur- skoðun stjórnarskrárinnar. Bændum auðveldað að — á þeim um 150 býlum, sem verða utan samveitna Lagt var fram á alþingi i gær stjórnarfrumvarp, sem felur i sér, að Orkusjóði sé heimilt að veita einstökum bændum, sem búa utan þess svæðis, er samveitum er ætlað að ná til i náinni framtið, lán til að koma upp mótorrafstöðvum á heimilum sinum, og nemi þetta lán allt að kostnaðarverði rafstöðvarinnar. 1 athugasemdum við frum- varpið segir: „Þegar lokið er þeirri rafvæðingu sveitanna, sem 3ja ára áætlunin ráðgerir og nú er unnið að, er talið, að um 150 býli verði utan samveitna. Ef býli þessi eiga að haldast i byggð, verður að gefa þeim kost á raforku. Á nokkrum býlanna má bæta úr raforkuþörfinni með litlum vatnsaflsstöðvum, en viðast hagar þannig til, að gera verður þetta með mótoraraf- stöðvum. Nú er heimilt að veita bændum lán, sem nemi allt að 4/5 hlutum stofnkostnaðar. 1 framkvæmd hefur þetta verið gert þannig, að lánuð hafa verið um 70% af raf- stöðvarverðinu. Hafa lánin verið til 9 eða 10 ára, afborgana- laus i eitt eða tvö ár og greiðast upp með jöfnum afborgunum á 8 árum. Lánin hafa borið 6% ársvexti. Hér er lagt til, að heimila Orkusjóði að lána bændum allt kostnaðarverð mótorarafstöðva til heimilisnota, og ætti þetta að bæta hag þessara aðilja veru- lega”. Félagsheimili Kópavogs Veitingasalir simi 41391. Leigjum út sali til hvers konar mannfagnaðar: Árshátiðir, brúðkaup, fermingar, fundarhöld o.fl. Félagsheimili Kópavogs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.