Tíminn - 28.11.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.11.1972, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 28. nóvember 1972 TÍMINN 9 Útgefandi: Fra'msóknarflokkuritin Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-S arinn Þórarinsson (ábm.).'Jón Helgason, Tómas Karlssonýi: 'Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs TImins)il; Auglýsingastjóri: Steingrimur. Gjslasc^ii. Ritstjórnarskrifý; 'stofur í Edduhúsinu við Lindargötu, slmar 18300-ý8306í Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusfmi 12323 — aúglýs-i: ingasimi 19523. Aörar skrifstofurrsimi 18300. Askriftargjald;: 2?5 ki;ónur á mánuöi innan lands, i lausasölu 15 krónur ein : takiö. Blaðaprent h.f. Rekald Tvimælalaust hefur aldrei starfað stjórn- málaflokkur hérlendis, sem hefur verið eins stjórnlaus og stefnulaus og Sjálfstæðisflokkur- inn siðan hann lenti i stjórnar andstöðu að nýju. 1 vinnubrögðum og stefnumótun flokks- ins örlar nú hvergi á fastmótaðri stefnu, heldur rekur sig eitt á annars horn. Svo stjórnlaus og stefnulaus er nú Sjálfstæðisflokkurinn i þess- um efnum, að hann minnir ekki á annað frekar en rekald, sem hrekst fyrir sjó og vindi. Ekkert vitnar betur um það, sem hér er sagt en vinnubrögð þingmanna flokksins á hinu ný- byrjaða þingi og þó einkum i sambandi við allt það, sem varðar efnahagsmál og fjármál. Á það skortir ekki, að flokkurinn reyni að gagn- rýna of mikla fjárfestingu og eyðslu, en jöfnum höndum styður hann svo allar útgjaldatillögur, sem fram eru bornar, hvort heldur sem þær varða laun, námsstyrki eða fjárfestingu. Geri einhver sérsamtök kröfur um hækkun fram- laga sér og umbjóðendum sinum til handa, þá bregzt það ekki, að Sjálfstæðisflokkurinn fly tur samstundis þingsályktunartillögur um þetta efni. Áreiðanlega hefur engum islenzkum stjórnmálaflokki tekizt að flytja eins margar og stórar eyðslutillögur á tæpum tveimur mán- uðum og Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert á þessu þingi. Ef þær væru allar teknar til greina, væru fjárlagafrumvarpið fyrir 1973 áreiðanlega komið hátt á þriðja tug milljarða króna. Kröfurnar á hendur atvinnuvegunum, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lýst stuðningi við beint og óbeint, eru heldur ekki neitt smá- vægilegar. Væri farið eftir þessum tillögum hans og þingmanna hans, myndi allt athafnalif stöðvast á örskömmum tima. Það er engin furða, þótt fyrrverandi fjármálaráðherra flokksins blöskri þetta og hann kjósi heldur að starfa eingöngu i Búnaðarbankanum en að vera á þingi, þegar endanleg afgreiðsla fjár- lagafrumvarpsins fer fram. Orsök þessara stjórnlausu, stefnulausu og óábyrgu vinnubragða Sjálfstæðisflokksins er framar öðru sú, að raunverulega er ekki til nein forusta i flokknum, sem er fær um stefnu mótun. Formaður flokksins vill vafalaust gera sitt bezta og hafa annan hátt á, en ræður ekki við neitt. Undirforingjar hans berjast um völd- in og telja sér helzt til ávinnings að styðja allar körfur, sem fram eru bornar, i von um að geta reytt þannig eitt og eitt atkvæði. Sennilega tek- st það stundum, en þeim fjölgar þó meira, sem blöskrar þetta atferli. Skrif málgagna flokks- ins, Morgunblaðsins og Visis, auka svo enn á glundroðann og ábyrgðarleysið, þvi að þar er kröftuglega tekið undir allar kröfur um eyðslu og útgjaldahækkanir. Það má vel vera, að almenningi þyki sumt miður fara hjá núverandi rikisstjórn, enda er margt i athugun og verður leiðrétt. En hver trúir þvi, að það yrði til bóta að fela Sjálf- stæðisflokknum forustuna meðan hann er jafn stjórnlaus og stefnulaus og verk hans sýna um þessar mundir? Ingvar Gíslason, alþm.: Framkvæmd laga um jöfnun námsaðstöðu Áfangar í réttlætismáli Utanbæjarnemendur viö ýmsa framhaldsskóla i Reykjavik hafa nýlega minnt á vandamál húsnæö- is i borginni um skólatim- ann. M.a. hafa þeir ritað alþingismönnum bréf. greint einarölega frá erfið- leikum sinum og óskaö at- beina þeirra um lausn þessa vandamáls. Þótt e.t.v. liggi ekki alveg ljóst fyrir, hversu umlangs- miklir þessir erfiðleikar eru, þá er vart um að villast, að þeir eru verulegir. Þess vegna ber skólayfirvöldum, fyrst og fremst menntamálaráðuneyt- inu, að láta málið til sin taka. Er rétt og skylt, að ráðuneytið láti fram fara allsherjarkönn- un á málinu i fullu samráði og samstarfi við samtök utan- bæjarnemenda i Reykjavik með það i huga að viðunandi lausn fáist fyrir upphaf næsta skólaárs. Aðstöðumunur til náms Þetta mál leiðir hugann að margs konar mismunun og misrétti, sem viða á sér stað i þjóðfélaginu, þótt hér verði ekki rakið i einstökum atrið- um. En eitt af þvi þjóðfélags- lega ranglæti, sem lengi hefur blasað við, er hinn gifurlegi aðstöðumunur til náms eftir búsetu og efnahag. Þessi að- stöðumunur er að sjálfsögðu ekki nýtilkominn. Fjárhags- ástæður hafa ætið ráðið um möguleika fólks til menntun- ar, og aðstöðumunur til náms eftir busetu kemur sizt á óvart i strjálbýlu landi. Búsetan i landinu býður heim slikum að- stöðumun, þar sem óhugsandi er, að skólar af öllu tagi liggi við hvers manns dyr. Hjá þvi verður ekki komizt, að mikill fjöldi skólanemenda sæki skóla langar leiðir frá heimil- um sinum og verði þar af leið- andi fyrir aukakostnaði, sem aðrir þurfa ekki að bera. Stefna ríkisstjórnarinnar Núverandi rikisstjórn var m.a. mynduð til þess að draga úr mismunun og misrétti i þjóðfélaginu og efla jöfnuð milli þjóðfélagsþegnanna, að svo miklu leyti sem slikt er unnt með lýðræðislegum stjórnarathöfnum og lög- gjafarstarfi. Rikisstjórnin og meiri hluti alþingis, sem hana styður, vinnur að þvi að fram- kvæma þetta stefnuskrár- atriði. Ef litið er yfir verk rikisstjórnar og alþingis sið- ustu 16 mánuði, þá sést, aö hvers kyns jafnaðar- og jafn- réttismál ber hátt. Frumkvæöi framsóknarmanna. Meðal merkustu mála, sem alþingi afgreiddi á siðasta starfsári sinu, voru „Lög um ráðstafanir til jöfnunar á námskostnaði.” Með setningu þeirra var fellt i laga- Ingvar Gislason alþm. form hugmynd, sem fyrst var hreyft af þremur þing- mönnum Framsóknarflokks- ins á þinginu 1965. Næstu ár var þetta mál eitt af helztu baráttumálum. Þessi barátta bar að visu litinn sýnilegan árangur framan af. Eigi að siður vannst hugmyndinni við- tækt fylgi um land allt, eins og fram kom i umræöum á fund- um og ráðstefnum og raunar i beinum ályktunum þeirra. Má segja, að um þetta mál hafi orðið töluverð hreyfing, sem vissulega náði út fyrir sali al- þingis og átti hljómgrunn hjá fleiri en framsóknarmönnum, sem eigi að siður gátu eignað sér heiðurinn af þvi að hafa blásið lifsanda i þessa hug- mynd og fylgt henni eftir ár eftir ár með blaðaskrifum og flutningi þingmála. A fjárlög- um fyrir árið 1970 var tekinn upp sérstakur útgjaldaliður, sem nefndist ,,til að jafna að- stöðu nemenda i strjálbýli til framhaldsnáms”. Það ár voru veittar 10 millj. kr. i þessu skyni. Árið 1971 voru veittar i sama tilgangi 15 milljónir og 1972, á fyrsta fjárlagaári vinstri stjórnarinnar, var upp- hæð þessi hækkuð i 25 milljón- ir, eða jafnmikið og saman- lagt áður á tveimur árum. A frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1973, sem nú er til með- ferðar á alþingi, er áætlað að veita i þessu skyni 50 milljón- um króna. Efni laganna Samkvæmt lögunum um ráðstafanir til jöfnunar á námskostnaði er svo fyrir mælt, að rikissjóöur veiti námsstyrki til jöfnunar á fjár- hagslegum aðstöðumun nem- enda i framhaldsskólum, að þvi leyti sem búseta veldur þeim misþungum fjárhags- byrðum. Réttar samkvæmt lögunum njóta framhalds- skólanemendur, sem stunda reglubundiö nám hér á landi, enda hafi þeir lokið skyldu- námi, verði að vista sig utan lögheimilis sins og fjarri fjöl- skyldu vegna námsins og stundi reglulegt nám, sem sé viðurkenndur áfangi að réttindum eða prófi i hlutað- eigandi framhaldsskóla. Lög- in ná ekki til þeirra, sem njóta réttar samkv. lögum um námslán og námsstyrki, s.s. háskólastúdenta o.fl. Um iðn- nema og aðra, sem taka samningsbundin laun á náms- tima, gilda sérreglur, þannig að einungis er heimilt að veita slikum nemendum námsaö- stoð, ef þeir eru ráðnir upp á lágmarkslaun og verða að fara að heiman til skólanáms. Eins og ljóst má vera af þvi, sem hér hefur verið rakið i stuttu máli, þá er höfuðsjónar- mið laganna að jafna fjár- hagslegan námsaðstöðumun eftir búsetu. Þessi lög eru fyrst og fremst kjarabót fyrir fólk i hinum strjálu byggðum, i sveitum landsins og sjávar- þorpum. En i lögunum er einnig að finna annað sjónar- mið eins og segir i 5. gr.: „Menntamálaráðherra ge-t- ur heimilað námsstyrkjanefnd að verja einhverjum hluta af heildarfjárveitingu i þessu skyni: a) að veita skólanemanda námsstyrk, þótt hann fullnægi ekki ákvæðum 2. gr. þessara laga, ef hann sannanlega að öðrum kosti getur ekki stund- að nám vegna efnaleysis, b) að veita þeim nemendum hærri styrki, sem eru frá fjöl- skyldum, er þurfa að kosta tvo eða fleiri nemendur við fram- haldsnám á sama tima, enda sé efnahagur þeirra þröngur, c) að veita skólanemenda námsstyrk, ef sérstakar ástæður mæla með þvi, þótt hann fullnægi ekki að öllu leyti ákvæðum 2. gr. þessara laga”. Hér er m.ö.o. það sjónarmið haft i huga, að réttlátt sé að jafna námsaðstöðu eftir efna- liag. A það hefur verið bent með réttu, að hugsanlega geti léleg fjárhagsafkoma fjöl- skyldu valdið þvi, að ung- menni geta ekki stundaö skólanám, þótt skóli sé á staðnum. Getur það m.a. átt við um fátæk ungmenni i Reykjavik. Framkvæmd laganna. Lögin um ráðstafanir til jöfnunar námsaðstöðu eru ný og ekki að fullu framkvæmd. Eigi að siður eru þau stórt spor i jafnaðar- og réttlætis- átt. Fullframkvæmd bæta þau úr ákaflega brýnni þörf, sem félagshyggjumenn hljóta að bera fyrir brjósti. A.m.k. er vist, að fólkið um hinar strjálu byggðir, sem lagt hefur i mik- inn beinan og óbeinan kostnað vegna menntunar barna sinna, metur að verðleikum þá baráttu, sem háð hefur verið til að koma þessu réttlætis- máli fram. Nú veltur á þvi, að framkvæmd laganna fari vel og skynsamlega úr hendi. 1 þvi efni reynir á forystu rikis- stjórnar og námsstyrkja- nefndar og nauðsynlegan skilning fjárveitingavaldsins næstu ár. ÞRIÐJUDAGSGREININ Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.