Tíminn - 28.11.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 28.11.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriöjudagur 28. nóvember 1972 sem tekið hefur miklu ástfóstrí við Island AAaður er nefndur Peter Behrens. Fæddur er hann í Hamborg á Þýzkalandi, og hann er auglýsingateiknari að menntun. En það, sem islendingum kynni að þykja forvitnilegast um manninn er það, að hann talar svo vel íslenzka tungu, að maður gæti næst- um haldið, að hann væri fæddurhérog hefði alið hér allan sinn aldur. En hann kann ekki aðeins að tala mál okkar. Hann hefur tekið miklu ástfóstri við íslenzka hesta, tamið þá og talað við þá og gert marga þeirra að vinum sín- um. Auðvitað hlaut slíkur maður að verða fyrir ásókn dagblaða. Hann var sóttur heim einn góðan veðurdag, og fyrsta spurningin, sem fyrir hann var lögð, var þessi: — Hvenær i ósköpunum fékkst þú þennan feikilega áhuga á is- lenzku hestunum? — Það gerðist á þeirri stundu, sem ég kom islenzkum hesti á bak i fyrsta sinn. Þetta var i Þýzka- landi, skammt frá heimili minu i Hamborg. Siðan hafa islenzkir hestar verið mitt aðaláhugamál. — Hvenær komstu fyrst til ís- lands? — Það var sumarið 1959. — Komst þú þá strax i kynni við hestana okkar? — Það var nú litið tækifæri til þess þá i svipinn. Ég stundaði þá nám i Berlin og þurfti þvi nauö- synlega að vinna fyrir mér. Ég vann i sildarverksmiðju norður á Siglufirði, i byggingavinnu suður i Reykjavik, og enn fremur fór ég á togara. Það voru ekki mikil tækifæri til þess að stunda hesta á þessum stöðum. — Fórstu svo utan aftur, að þessu loknu? — Já, ég fór til Þýzkalands um haustið og lauk þar námi minu. En svo kom ég hér aftur i júlilok sumarið 1961, og fór þá að vinna á Korpúlfsstöðum, hjá Aðalsteini bónda. Þar var ég þangað til i september, en þá varð sá atburð- ur, að ég keypti minn fyrsta hest. Hestinum kom ég fyrir hjá Fák, en sjálfur fór ég að vinna sem auglýsingateiknari i Reykjavik. Auglýsingin Það mun svo hafa verið i næsta janúarmánuði (það er að segja i ársbyrjun 1962), sem dagblaðið Timinn birti auglýsingu þess efn- is, að það vanti tamningamann. Ég man, að ég varð ákaflega hissa á þessari auglýsingu, þvi að ég hélt, að hestatamning hlyti að vera einhver eftirsóttasta at- vinna, sem til væri á Islandi. En ég komst brátt að raun um, að þetta var ekki æðsti draumur ungra manna hér á landi, svo að ég sótti sjálfur um starfið — og fékk það. Þá var ég hamingju- samur! — Hvar var þetta starf? — Það var hjá hestamanna- félaginu Þyt i Vestur-Húnavatns- sýslu. Ég fór svo norður fyrsta febrúar 1962 og vann þar i fjóra mánuði. Það var á Efra-Vatns- horni i Linakradal, hjá Þorkatli bónda Einarssyni og konu hans. Þar kynntist ég um leið séra Gisla Kolbeins og fjölskyldu hans. Ég dvaldist hjá þeim einn mánuð þetta vor, sem i hönd fór, og hef oft verið þar siðan. Melstaður hefur verið mitt heimili, þegar ég hef verið á Norðurlandi. Ég fór þó aftur til Þýzkalands og vann þar að iðn minni, en lang- aði þó alltaf til Islands. Ég kom þvi hingað aftur og fór að vinna að tamningum hjá Vestur-Hún- vetningum. Var ég þá á Melstað. Svo var ég á Hvitárbakka i Borgarfirði, en núna, siðastliðinn vetur, vann ég hjá hestamanna félaginu Neista á Blönduósi. Þar var ég alveg fram á sumar, og ég geri ráð fyrir að hefja þar störf aftur núna strax eftir áramótin. — Hafa ekki tamningamenn á tslandi með sér einhvern félags- skap? — Jú. Arið 1970 var stofnað hér Félag Tamningamanna, og er það opið öllum, sem fást við tamningar. Það hefur á stefnu- skrá sinni aö koma þvi til leiðar, að tamningamenn fái viðunandi starfsaðstööu og að þeir fái sæmi- legt kaup. Auk þess vill félagiö leitast við aö kenna tamningu, og leiðbeina byrjendum. A þeim tamningastöðvum, þar sem félagsmenn vinna, eru tripp- in prófuð að tamningartimabilinu loknu, og eigendur þeirra fá skir- teini, þar sem skrifað stendur, hvað prófdómararnir hafi haft um frammistöðu þess að segja. Það eru sem sagt gefnar einkunn- ir. Á þessu ári var i fyrsta skipti haldið próf fyrir félagsmenn, þar sem þeir skyldu sanna hæfni sina. Þessi félagsskapur hefur mætt nokkurri gagnrýni, og ef til vill væri rétt að nota nú þetta tækifæri til þess að leiðrétta misskilning. Hér er ekki um lokaðan félags- skap að ræða, heldur getur hvaða tamningamaður sem er sótt um aðild, og við höfum ekki heldur i hyggju að einoka þetta starf á neinn hátt. Hvaða aðili sem er, getur fengið hvaða mann sem er til þess að temja fyrir sig hross. Það væri hvorki æskilegt né held- ur framkvæmanlegt að koma i veg fyrir slikt, enda hefur okkur aldrei dottið það i hug. Markmið félags okkar er einungis að hjálpa hestamannafélögunum til þess að ná i góða og sérþjálfaða tamn- ingamenn, ef þess er nokkur kost- ur. — Hvað er tamningamaður, samkvæmt ykkar skilningi? Þarf hann að hafa tamningu að aðal- starfi? — 1 félaginu er nokkur hópur manna, sem hefur þetta fyrir aðalatvinnu og gerir ekkert ann- að. En svo eru aðrir, sem stunda tamningar aðeins sem aukavinnu við hlið annarra starfa, og i þeim hópi eru margir mjög snjallir hestamenn, og þeir eiga tvimæla- laust þar að vera, þvi að það er nú svo, að samræður manna og samanburður er nauðsynlegur, svo á þessu sviði sem öðrum, og þvi væri afleitt að útiloka þessa menn frá félaginu. — Veiztu, hversu margir eru núna i Félagi tamningamanna? — Núna eru þeir tuttugu, en það liggja fyrir nokkrar umsóknir, sem teknar verða til afgreiðslu á næsta aðalfundi, sem haldinn verður i byrjun desember. Hve margar þessar umsóknir eru, veit ég ekki með vissu, en þær eru ein- hvers staðar á milli fimm og tiu. islenzki hesturinn — Eftir þessar umræður um manneskjur, væri ekki úr vegi að vikja að sjálfu aðalefninu: Hestinum. — Já. Það, sem islenzki hestur- inn hefur fram yfir önnur hesta- kyn i Evrópu, er hans einstaka gagnhæfni. Hann hefur tölt og skeið, og fyrir það er hann vinsæll bæði hér á landi og i öðrum lönd- um. Aftur á móti eru ganghestar algengir i öðrum heimsálfum en Evrópu. Ef maður hefur tækifæri til þess að tala við islenzka hesta- menn og erlenda i ró og næði, þá finnur maður, að þeir eru i öllum meginatriðum sammála um, hvernig góður hestur eigi að vera. Ef við aftur á móti vikjum að stóru hestunum i Evrópu, þá kemur það fljótt i ljós, að þeir eru vel lagaðir til alls konar iþrótta, eins og til dæmis til þess að þreyta hindranahlaup. Og þeir menn, sem vilja ná langt i keppni á þessum stóru iþróttahestum, þurfa að vera ákaflega vel á sig komnir likamlega. Það er meiri áreynsla að keppa á þessum stóru hestum, en að sitja islenzkan gæðing i góðhestakeppni. ts- lenzku hestarnir eru auðveldari i meðförum en þeir útlendu og það er lika ódýrara að eiga þá. Ég held, að það sé ekki sizt þess vegna, sem útflutningur islenzkra hrossa hefur aukizt svo á undan- förnum árum, sem raun ber vitni. 1 þeim löndum, þar sem islenzkir hestar eru, hafa eigendur þeirra myndað með sér félagsskap. Þeir haida námskeið, þar sem hver maður kemur með sinn hest til þess að æfa umgengni við hann enn betur. Það er að sjálfsögðu miklu betra, en að æfa meðferð ókunnugs hests og beita henni svo við sinn. Einstaklingarnir eru svo misjafnir. Hestamót eru lika afar vinsæl og hafa mjög orðið til aukinnar kynningar á islenzka hestinum, enda fer það i vöxt, að menn selja sinn stóra hest, en kaupa islenzkan i staðinn. — Er ekki eitthvað til, sem heit- ir alþjóðamót hestamanna? — Jú, það er farið að skipu- leggja alþjóðleg mót i þessari grein. Þannig verða til dæmis þrjú alþjóðleg mót næsta ár. Eitt verður haldið i Danmörku, annað i Hollandi og hið þriðja i Norður- Þýzkalandi. Þau eru opin, sem kallað er, þannig að hver sá, sem á islenzkan hest, getur komið þangað með hann. Auk þessa eru svo Evrópumót á tveggja ára fresti. Þvi miður getur aldrei orð- ið sams konar mót hér á tslandi, vegna þess, að bannað er að flytja hestana fram og aftur. Aftur á móti held, ég, að fróðlegt væri fyrir okkur hér að bjóða svo sem eins og fimm knöpum frá hverri þjóð hingað til tslands, hafa til- búna handa þeim hesta, láta þá draga númer, hvaða hestur félli i hlut hvers manns og bera siðan saman reiðmennsku þeirra og okkar. — Er það ekki talsvert algengt, að erlendir hestamenn komi hing- að til þess að kynnast islenzkum hestum? — Jú, það er alls ekki fátitt. Þessir útlendingar spyrja ævin- lega að þvi, hvort hér sé ekki starfandi uppeldismiðstöð fyrir hesta — stóðhestastöð. Slikar stöðva* eru til i öllum löndum, þar sem hestar eru ræktaðir, en þær þekkjast ekki á Islandi. Að þvi er mikill skaði. En i öðrum löndum — þar sem hestar eru ræktaðir — eru þeir stolt þjóð- anna og styrktir af hinu opinbera, engu siður en leikhús eða sin- fóniuhljómsveit. — Hefur þú ekki orðið var við undarlegar hugmyndir útlendra hestamanna um tsland? — Ekki vil ég nú tala mikið um það. Þó má geta þess, að margir útlendingar halda, að hér séu enn til villihestar, eins og þeir gerðust i Austur-Asiu ekki alls fyrir löngu — og voru þó reyndar orðnir mjög Peter Behrens á gæðingi sínum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.