Tíminn - 28.11.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 28.11.1972, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 28. nóvember 1972 TÍMINN 15 Heppn/n var ekki með Islandsmeist- urunum Lánið lék ekki við íslandsmeistarana Fram, þegar þeir mættu FH á Sunnudags- kvöldið i iþróttahúsinu í Hafnar- firði — leikmenn liðsins misnot- uðu þrjji vitaköst i byrjun leiksins og stangir FH-marksins nötruðu undan skotum Framaranna — knötturinn vildi ekki i markið. Ofan á þetta bættist, að liðið fékk á sig þrjú ódýr mörk i byrjun. Þegar 10 min. voru búnar af leiknum.var staðan orðin 4:1 fyrir FH, en Framliðið minnkaði mun- inn i 4:3 um miðjan hálfleikinn. — Þá var dæmt viti á FH-liðið, sem Andres Bridde tók — Hjalti Einarsson varði og i staðinn fyrir að hafa jafnað 4:4, skora FH- ingar 5:3 úr hraðupphlaupi. Stuttu siðar er staðan orðin 6:3. Fram var búið að misnota þrjú vitaköst, tvö þeirra lentu i stöng — á 23. min. fær Fram fjórða vitakastið og það tók gamia kemp an, Ingóifur Óskarsson, hann skoraði örugglega úr þvi. FH svaraði með tveimur mörkum og staðan varð 8:4 og 5 mín. til leik - hlés— staðan var 9:5 i háifleik fyr- ir FH. FH-ingar byrja á þvi i siöari hálfleik, að skora tvö mörk.og voru þeir þvi búnir að ná sex marka forskoti 11:5. Þá fer Framliðið að leika hraðari hand- knattleik og dreifðu leikmennirn- ir spilinu á milli kantanna — Pétur Jóhannsson skorar tvö lag- leg mörk úr horni og staðan er 11:7, þá skorar Auðunn Oskars- son með þvi að stökkva inn úr horni, en á þann hátt skoruðu FH- ingar fimm mörk i leiknum. Greinilega veikur blettur hjá Guðjóni Erlendssyni, markverði Fram. Ingólfur skorar næstu tvö mörk úr vitaköstum,og staðan er þá orðin 12:9. Þegar 10 min. eru til leiksloka, þá er staðan 15:11 fyrir FH,og þegar aðeins fimm min. eru eftir af leiknum.er stað- an 16:12. Þá tekur Fram-liðið góðan sprett og minnkar muninn i 16:15. — Mörkin skoruðu: Ingólfur Oskarsson, með góðu langskoti,og svo kemur stórglæsilegasta mark leiksins. Sigurbergur Sigsteins- son hendir sér inn i teiginn hjá FH, lengst utan af kanti — hann sveif langt inn i teiginn og kringl- aði fram hjá Hjalta markverði — stórkostlegt sveifluskot hans söng efst i samskeytunum og þeyttist i netið. Þegar 2 min. eru til leiksloka skorar Ingólfur 16:15 úr vitakasti^ig er spennan komin i hámark,og menn fóru aö velta þvi fyrir sér: TEKST FRAM AÐ JAFNA? FH-liðið komst aftur tveimur mörkum yfir, þegar Geir Hallsteinsson skoraði úr vitakasti, og þegar ein min. er til leiksloka skoraði Ingólfur óskarsson með góðu langskoti. FH-ingar byrja með knöttinn og Fram-liðið beitir maður á mann vörn , ná knettin- um og eru að fara að hefja sókn, þegar annar dómarinn, Valur Benediktsson, flautar og dæmir á Fram — óskiljanlegur dómur, þar sem einn FH-ingurinn hreinlega missti knöttinn úr höndunum á sér. Siðasta mark leiksins skoraði svo Árni Guðjónsson, hinn 26 ára gamli vélvirki. Siðustu min. leiksins voru mjög harðar og virtist um tima, að leikurinn mundi leysast upp i slagsmál. — Sökudólgurinn að sjálfsögðu Auðunnn Óskarsson, sem virðist vera með vöðvabólgu þessa dagana. Hann leikur mjög gróflega oft á tiðum og vill þá oft gleyma knettinum. Þá nöldruðu þeir Geir Hallsteinsson og læri- sveinn hans. Gunnar Einarsson, oft i leiknum, t.d. stappaði Geir niður fótum og fór að rifast við Magnús V. Pétursson, þegar knötturinn hrökk i Magnús og til Framara, svo að hraðupphlaup hjá FH rannútisandinn. Það má benda Geir á það, að dómarinn er Björn Blöndal, sendir hér knöttinn I netið (Timam. Gunnar) Hér sést Geir Ilallsteins. stökkva langt inn I vitateig Fram og senda knöttinn örugglega I netið. Eins sést á myndinni, þá var iþróttahúsið I Hafnarfirði troðfulit (Tfmamynd Gunnar) hluti af vellinum,og þegar knött- urinn lendir i honum, gildir það sama og þegar hann lendir i leik- manni FH-liðið lék hraðan hand- knattleik i byrjun, en siðan dofn- aði yfir liðinu. Geir var góður og svo Hjalti i markinu og Auðunn, hann skaut þrisvar sinnum og skoraði þrjú mörk, öll með þvi að fara inn úr horni. Mörk FH skor- uðu: Geir 7 (2 viti),Viðar og Auð- unn, þrjú hvor, ólafur Einarsson og Arni, tvö hvor, Gunnar og Þór- arinn (viti), eitt hvor. Lánið lék ekki við Fram i leikn- um, leikmenn liðsins misnotuðu þrjú vitaköst i byrjun, þá lentu mörg skot leikmanna i stöngum, og menn misnotuðu góð mark- tækifæri, t.d. komst Sigurbergur einn upp og lét verja frá sér. Það má segja, aö byrjunin i leiknum hafi ráöið baggamuninn. Leik- menn liðsins voru með daufari móti. Sá, sem bezt kom frá leikn- um, var fyrjrliöinn Ingólfur óskarsson. Mörk Fram skorúðu: Ingólfur 8 (6 vitiX Sveinn Sveinsson, Pétur og Sigurbergur, tvö hver, Guð- mundur S. og Björgvin, eitt hvor. Dómararnir, Valur Benedikts- son og Magnús V. Pétursson, dæmdu ágætlega, en þeim urðu á mistök, eins og öft v.ill koma fyrir. SOS. KR- liðið skoraði ekki mark í 14 mínútur Leiknum lauk með sigri Hauka 21:16 KR-liðið skoraði ekki mark i 14 minútur i siðari hálfleik; á þeim tima breyttu Haukar leiknum úr 12:13 i 19:13 og sigruðu siðan örugglega 21:16. KR-ingar leiddu leikinn til að byrja með og voru komnir i 6:10 um tima i fyrri hálf- leik, en staðan var 10:11 fyrir KR i hálfleik. 1 siðari hálfleik jafna Haukar 11:11 og 12:12, þá nær Björn Blöndal aftur forustu fyrir KR og siðan ekki söguna meir — Leikmenn Hauka skoruðu hvert markiö á fætur öðru og komust i 19:13, án þess að KR-ingar gætu svarað fyrir sig. A meðan Haukar voru að skora mörkin, sungu áhorfendur á pöllunum: ,,Sól á Mallorca, Sól á Mallorca, Haukar eru beztir i sólinni á Mallorca”, var þetta sungið, af þvi að Haukar leika með auglýsingu frá Sunnu á peysunum. Og það var einsog maður væri i sólinni og hit- anum á Mallorca, þarna á áhorf- endabekkjunum i iþróttahúsinu i Hafnarfirði. Hitinn var orðinn óþolandi, og þurftu áhorfendur að fækka klæðum og voru i svita- baði. — Það virðist engin loft- ræsting vera i húsinu. Þegar troð- fullt er þar, er hitinn og svækjan óþolandi. En snúum við okkur þá að gangi leiksins: Leikurinn var nokkuð jafn til að byrja rtieð, þegar 12 min. voru liðnar af^tfonum var staðan 5:5, en þá taka KR-ingar góðan sprett og komast i 6:10. Haukar minnka muninn i 9:10, með mörkum frá Stefáni Jónssyni, sem skoraði eftir gegnumbrot, þá skorar Guð- mundur Haraldsson af linu og min. siðar skorar Sturla Haralds- son. t hálfleik var staðan orðin 10:11 og eftir 5 min. i siðari hálf- leik jafnaði Ólafur Ólafsson 11:11 og á 8 min. var staðan jöfn 13:13. Þá taka Haukar góðan sprett og kokkarnir, ólafur Ólafsson og Þórður Sigurðsson, léku aðalhlut- verkin, það var ekki fyrr en á 22. min. að KR-ingar gátu svarað fyrir sig, en þá var það orðið of seint — þeir minnkuðu muninn i 19:16, lokatölur urðu 21:16 fyrir Hauka. Ólafur og Þórður voru beztu menn Hauka i leiknum og byggð- ist allt spil liðsins á þeim. — Þeir skoruðu og mötuðu hina leik- mennina. Liðið er nokkuð þungt enn þá, en er greinilega að koma til. — Úthaldið er nokkuð gott hjá leikmönnunum. Mörkin fyrir Hauka skoruðu: Ólafur 6, Þórður 5, Guðmundur 3, Sturla og Svavar Geirsson, tvö hvor, Elias, Stefán og Sigurður Jóakimsson, eitt hver. Frændurnir.Haukur Ottesen og Björn Pétursson, voru beztir hjá KR. — Haukur er maðurinn á bak við spil liðsins, en leikmennirnir eru nokkuð áhugalausir og léku undir getu. Markvarzlan var mjög léleg.og vörðu markverð- irnir aðeins fjóra bolta. Mörk KR skoruðu, Haukur 6 (1 viti),Björn 5, Björn B. og Steinar, tvö hvor, Karl Jóhannsson, eitt. Gunnar Gunnarsson og Sveinn Kristjánsson dæmdu leikinn ágætlega. —SOS. ENSKIR OG ÍSLENZKIR FÉLflGSBÚN INGflR Flest islenzku liðin Ensk lið t.d.: Leeds, Ar- senal, M. Utd. M. City, Stoke, W. Ham., Tottenham, Liverpool o.fl. Einnig búningar BrasiIIu, Englands, Þýzkalands, Ajax, Celtic o.fl. o.fl. PÓSTSENDUM SPORTVÖRUVERZLUN ING0LFS ÓSKARSS0NAR Klapparstig 14 — simi 11783 Reykjavik »*£Í>*<XI«C

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.