Tíminn - 29.11.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.11.1972, Blaðsíða 2
TÍMINN Miövikudagur 29. nóvember 1972 ALLIR VEGIR FÆRIR Á Yokohama SNJÓBÖRÐUM VÉLSMIÐJA HÚNVETNINGA BLÖNDUÓSI Hér kemur bréf frá verka- manni, sem telur að þrátt fyrir langa skólagóngu skorti mikið á að almenn þekking sé fyrir hendi hjá ungum menntamönnum i dag og þeir sjái einatt þau efni, sem þeir fjalla um úr heldur þröngu sjónarhorni. Bréfritari hefur vafalaust mikið til sins máls. Vel má vera, að hin fastmótaða námsskrá skólanna hafi þau áhrif, að menn leiti ekki fanga ut- an skyldunámsins og þá verða gjarna útundan efni, sem fróð- leiksfúst fólk sækir fróðleik og skemmtun til. Hins vegar álitur Landfari, að menntamenn séu ekki einir um þetta. Þvi fer fjarri, að fjölmiðlar á íslandi leggi hófuðáherzlu á fræðandi efni, þvert á móti situr þar ýmis konar afþreyingarefni einatt i fyrir- rúmi. Könnun sem gerð var á vegum myndlistarskólans fyrir nokkru meðal umsækjenda um skólavist þar benti i það minnsta ekki til að þar stæði almenn þekk- ing á háu stigi og ekki var þar um langskólagengið fólk að ræða þótt auðvitað hefði það liklega setið meira og minna á skólabekk. En þjóðfélagið hefur þörf fyrir sér- hæfingu segja menn og skólarnir bera þess merki. Og ætli það sé ekki almennt viðhorf, að skólarn- ir eigi fyrst og fremst að þjóna at- vinnulifinu. OF ÞRÖNGUR SJÓN- DKILDARHRINGUR Má ég biðja Landfara fyrir ör- fáar linur — heiti þvi að vera ekki langorður? Tilefnið: Tveir út- varpsþættir um helgina. t fyrri þættinum voru fræði- menn að ræða sin á milli, landslýð til leiðsögu, um bók Thors Vil- hjálmssonar, Foldu. Ef til vill var það yfirlætisleysi og annað ekki, að einn fræðimaðurinn komst svo að orði, þegar talið barst að kon- unni, sem reis upp úr fönninni og leitarmenn réðust á, þar sem þeir hugðu hana dauða og aftur- gengna, að hann „rámaði i", að viðlika atburðar væri getið i þjóð- sögum, og sagðist ,,loks" hafa fundið hann þar. Nú er sagan um Bjarna-Disu ein af hinum kunn- ustu þjóðsögum og registur þjóð- sagna Jóns Arnasonar einstak- lega gott, þökk sé Bjarna Vil- hjálmssyni, svo að mér finnst hér heldur mikið gert úr fyrirhöfn, sem ekki sýnist stórvægileg, jafn- vel fyrir ólærðan alþýðumann. Hitt var þó öllu verri vitnis- burður um yfirsýn mannsins á sviði bóklegra fræða, að hann gat ekki áttað sig' á þvi, hvaðan Bifreiðaeigendur Hafið þið tryggt ykkur númer ykkar í Bílnúmerahappdrætti Styrktarfélags vangefinna? 4 glæsilegir vinningar: Hornet SST Peugeot 304 Datsun 1200 Volkswagen 1300 Forkaupsréttur bifreiðaeigenda rennur út 5. desember n.k. Hringið í síma 1-59-41 eða snúið ykkur til næsta umboðsmanns Styrktarfélag vangefinna t I.:' :.-\ Sólaóir hjólbaroar til sölu á ýmsar stærðir fólksbíla. Mjög hagstætt verð. Full ábyrgð tekin á sólningunni. Sendum um allt land gegn póstkröfu. BARÐINN ÁRMOLA 7 SÍMI 30501 REYKJAVÍK. Foldu-nafnið var runnið, en hefði þó auðheyranlega getað haft sitt- hvað sér leiðbeiningar. Það er auðfundið, að kvenmaður sá er lsfoldRunólfsdóttirfrá Fagradal, sem frá er sagt i þjóðsögnum Jóns Árnasonar — boldangskven- maður, sem bæði drakk lýsi og bar lýsiskagga i fangi sér. (Hér bið ég setjara að gæta þess, að konan hét ísfold — ekki fsafold). Svona finnst mér, að þeir menn eigi að vita, er taka að sér að skýra og skilgreina bækur i al- þjóðaráheyrn — þeir mega ekki gata á þvi, sem mikill fjöldi hlust- enda i hópi verkamanna og bænda og fiskimanna er viðbúinn að svara fyrirvaralaust. Næsta kvöld á eftir sagði is- lenzkur fræðimaður i Sviþjóð frá komu sinni á sýningu i Stokk- hólmi, þar sem Árnasafn i Höfn kynnti islenzk handrit. Honum varð á skemmtilegan og geðþekk- an hátt starsýnt á handrit með goðfræðilegum teikningum. bessi maður tilgreindi samvizkusam- lega safnnúmer, sem ég hvorki veit né man, en gerði þvi skóna i lokaorðum sinum, að höfundurinn væri maður, sem búið hefði við „fáeinar skjátur" á sjávar- ströndu — einhvers konar ör- birgðarrómantik, sem mér er ekki grunlaust um, að sé runnin frá Nóbelsskáldinu okkar góða. Höfundurinn er raunar séra Ólafur Brynjólfsson á Kirkjubæ i Hróarstungu. Þetta hefur mann- inum kannski verið riiægt að kanna, þar sem hann situr i Gautaborg, en allvel þekkt mun þetta handrit þó vera, og förlist mér ekki minni, eru eitthvað sjö, átta ár siðan um það var allræki- lega verið skrifað i dagblöð is- lenzk, gerð grein fyrir höfundi þess og flestar myndirnar birtar. En hér ber að þeim sama brunni, að okkar ungu, menntuðu og vel gerðu menn, sem margir eiga að baki glæsilegan náms- feril, virðast hafa lifað og hrærzt i allt of þröngum heimi skólalær- dóms sins og ekki vita nóg i kring um sig að öðru leyti til þess, að sjóndeildarhringurinn sé jafnvið- ur og æskilegt er. Ég tek það fram, að ég er ekki á neinn hátt að veitast að þessum mönnum, sem hér eiga i hlut, heldur fyrst og fremst að vekja athygli á þvi, að skólakerfi okkar virðist ekki vikka mjög sjón- deildarhring manna, þótt gott kunni að vera að vissu marki — jafnvel öllu fremur iþyngja mönnum með svo ströngum kröf- um á afmörkuðum sviðum, að þeim veitist ekki stund né næði til þess að hyggja að mörgu, sem þó er óneitanlega hluti almennrar menntunar islenzkrar. Bið svo afsökunar á skrafinu. Verkamaður. BÆNDUR Við seljum: Fólksbila, Vörubila, Dráttarvélar, og a'llar gerðir búvéla. BÍLA, BATA OG VERÐBRÉFASALAN Vift Miklatorg. Sirnar IK675 og IH677. VETRAR FllKURNAR þótt úrvalið sé þegar þad stærsta í bænum. Hér eru tvær þær nýjustu: Sífellt bætist við 12=^. VID LÆKJAHTORG ^rS *—T------ .....M^MII !¦!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.