Tíminn - 29.11.1972, Qupperneq 3

Tíminn - 29.11.1972, Qupperneq 3
Miðvikudagur 2!). nóvember 1972 TÍMINN 3 Skammt frá heitavatnsgeymunum á öskjuhlið hefur verið komið fyrir skilti, sem sýnir gangstiga um hliðina og skipulag hennar i framtiðinni Við Háubakka við Súðarvog hcfur einnig verið komið fyrir skilti með örvamerkingum, sem sýna jarðlögin, sem þar má sjá i 8 m þverskurði. Hinir réttu „fulltrúar alþýðunnar” Merking sérstakra staða i borgarlandinu hafin — Háubakkar og Oskjuhlíð auðkennd og kortlögð Erl—Reykjavik. i gær boðaði Náttúruverndar- nefnd Reykjavikur til blaða- mannafundar i tiiefni þess, að hún hefur nú hafizt handa við að taka fyrir ákveðna staði i borgar- landinu, vekja athygli manna á þeim og gera þá aðgengilegri al- menningi en verið hefur. i þvi skyni hafa verið sett upp skilti á tveim stöðum nú þegar og fleiri eru í undirbúningi. Þar er fólki bent á þessa staði og jafnframt, að um þá verði að fara með aðgát. Þeir tveir staðir.sem þegar hafa verið merktir eru HÍiuhakkar við Súðarvog og öskjuhlið. 1 Háubökkum gefst kostur á að rekja jarðlögin undir Reykjavik um 20D.000 ár aftur i timann, og eru þau hin fjölbreytilegustu. Geta áreiðanlega fáar eða engar borgir i heiminum státað af þvi, að gefa ibúum sinum kost á að skoða undirstöðu sina svo vel sem þar. Náttúruverndarnefnd leggur áherzlu á,að jarðlögin i Háu- bökkum og Fossvogi, þar sem yngri lög eru, verði vernduð og staðirnir gerðir að náttúru- verndarsvæðum. Við Fossvogs- lögin var i fyrra sett upp skilti til að visa á þau. Við hitaveitugeymana á öskju- hlið hefur verið sett upp skilti með korti af gangstigum i hlið- Leiðrétting i viðtali við Jón Skaftason i blaðinu i gær varð ruglingur á tölum, og biðjumst við vel- virðingar á þvi, en rétt er máls- greinin þannig: Stofna á norrænan sjóð til að l'jármagna framkvæmdaáætlun Norðurlanda á sviði iðnþróunar, orkumála. byggðamála, um- hverfismála og samgöngumála, en gerð slikrar áa'tlunar var sam- þykkt á siðasta ráðsfundi i Ilelsingfors, að tillögu Ölofs l’alme. f orsætisráðherra Sviþjóðar. Stolnfé sjóðsins á að vera 50 milljónir sænskra króna eða nálega einn milljarður isl. króna. Byrjunarframlag i hann er tiu milljónirsænskra króna og greiða islendingar 100 þúsund sænskar krónur af þeirri ljárhæð. Leiðrétting Sú misritun varð i lrásögn af snyrtislolunni Capri i Aðalstræti hér i blaðinu á dögunum, að sagt var, að þar ynnu ..þrir nemar” ásamt meistara, en átti að vera þrir sveinar i iðninni. inni, svo að fólk eigi hægara um vik að njóta þessa ágæta úti- vistarstaðar við bæjardyrnar. Þar hefur mikið verið unnið að hreinsun og lagfæringu á stigum, jafnframt þvi sem hlynnt hefur verið að gróðri. Þá hefur mikið verið gróðursett þar, einkum birki og viðir, t.d. voru 40.000 plöntur gróðursettar i sumar. Vilhjálmur Sigtryggsson hefur gert skipulag af þessu svæði, og hefur það hlotið staðfestingu. Þá kom það fram á fundinum, að sl. sumar gekkst Náttúru- verndarnefndin fyrir talningu hrossa á Mosfellsheiði og Hellis- heiði. Á afgirtu landi taldi dr. Sturla Friðriksson, sem annaðist verkið, 572 hross, en i lausagöngu 103. Eins og kunnugt er, er nú ráðgert að friða þessi svæði fyrir hrossum og banna upprekstur þeirra á heiðarnar. Halldór Haraldsson, Jean Pierre Jacquillat og Rögnvaldur Sigurjónsson á blaðamannafundinum I gær. Hljóð úr horni Fræg saga er af árvekni og rösklegri framgöngu rit- höfundar eins, sem norskt blað sendi hingað fréttaritara á alþingishátiðina 1930. A þessum árum var skeytasam- band við útlönd ekki sem full- komnast, og hinn dyggi frétta- ritari óttaðist að hann kæmist ekki að með fréttir sinar, ef hann biði fram á siðustu stundu. Hann þóttist aftur á móti vita nokkurn veginn, hvað fulltrúi Norðmanna myndi segja á Þingvöllum, samdi þess vegna frásögn sina af hátiðahöddunum og boð- skap landa sins með góðum fyrirvara — og sendi þetta til blaðs sins. Allt komst þetta vel til skila. En sá var gallinn, að blað hans birti fréttina fjórum dögum áður en hátiðahöldin á Þing- völlum hófust. Við rifjum þetta kimilega atvik upp vegna þess, að hinum mikla krossferðar- riddara. Birni Matthiassyni, hefur farið á likan hátt. Hann birti i Morgunblaðinu i gær greinum framleiðsluráð land- búnaðarins — væntanlega með þann bakþanka, að vissara væri að tryggja sér rúm i blaðinu sem allra fyrst. Greinin hefst á þessum orðum: ,,Um þessar mundir liggur fyrir alþingi stjórnarfrum- varp til laga um framleiðslu- ráð landbúnaðarins. Þegar þetta er ritað, hafa farið fram tvær umræður um frum- varpið, og hafa þær verið heldur daufar”. Af þvi sem á undan var sagt, grunar menn það ef til vill, að ekki sé farið að ræða frumvarpið á þingi. Vitaskuld er það lika þannig. Og það, sem meira er: Frumvarpið hefuralls ekki verið lagt fram á þingi. Þess vegna verður að telja það hálfgerða óbilgirni hjá þessum fyrirhyggjusama manni að brigzla þing- mönnunum um deyfð. Þar fer hann aðrar götur en norska skáldið: Það lét vel af ófluttri ræðu landa sins. Svo er ekki annað eftir en að óska Birni Matthiassyni til hamingju með framtak sitt og árvekni. Við lifum i þeirri von, að hann gleymdi ekki að segja timanlega frá þriðju umræð- unni, þó að hann kunni að eiga annrikt við hagvisindin i seðlabankanum. Grimkell. 5. tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitarinnar Erl—Reykjavik. Sinfóniuhljómsveit tslands heldur fimmtu tónleika sina á starfsárinu á morgun, 30. nóv. Stjórnandi hennar að þessu sinni er Frakkinn Jean Pierre Jacq- uillat, sem undanfarin þrjú ár hefur verið einn af hljómsveitar- stjórum hinnar frægu hljóm- sveitar Orchestre de Paris, og ferðast með henni bæði til austurs og vesturs. Auk þessa starfs sins, starfar hann einnig við óperuna i Lyon sem hljómsveitarstjóri. Héðan fer Jacquillat til Parisar þar sem hann mun stjórna hljóm- sveitinni við Grand Opera i Brúð- kaupi Figarós. Einleikarar með Sinfóniu- hljómsveitinni verða að þessu sinni þeir Halldór Haraldsson og Rögnvaldur Sigurjónsson, en hvorugan þeirra ætti að þurfa að kynna tslendingum, svo mjög sem þeir hafa sett svip sinn á tón- listarlif þjóðarinnar. Á efnisskránni á morgun eru eftirtalin verk: Sinfónia nr. 29 eftir Mozart,- Konsert i d-moll fyrir tvö pianó og hljómsveit eftir Francis Poulenc og Sinfónia nr. 4 eftir Schumann. Aðalfundur Kúbufélagsins Aðalfundur Vináttufélags ts- lands og Kúbu verður haldinn fimmtudaginn 30. nóvember n.k. og hefst kl 20.30. að Laugavegi 28 A. Auk venjulegra aðalfundar- starfa mun Rafn Guðmundsson ræöa um framtiðarverkefni félagsins, en áætlað er að halda á vegum þess kúbanska, viku eftir nýárið. Jafnframt verður kannaður áhugi fyrir vinnuferð- um til Kúbu, en hliðstæð félög i Skandinaviu gangast fyrir slikum ferðum á hverju ári. Mbl. í nýju hlutverki Það er aldeilis búið að hafa cndaskipti á hlutunum. Morgunblaðið er orðið skel- eggasta kjarabaráttublaðið. ()g það er málflutningur manna. sem blaðið kallaði áður steinrunna, sértrúaða M o s k v u k o m m ú n i s t a o g niðurrifsmenn. sem nú eru þcir verkalýðsforingjar einir. sem takandi er eitt- livert mark á og eiga skilið sérstaka umgctningu i Mbl. Við blásum nú bara á menn eins og Guðmund Garðars- son og aðra álika skósveina rikisstjórnarinnar. Nú eru það „gömlu komma- kcmpurnar”, sem eru okkar menn. Þeir láta ekki hefta sig inn i neinum „efnahags- rainma”, sem Guðmundur II. Garðarsson segir, að kjarabaráttan eigi að tak- markast af. Loksins, loksins liefur ritstjórum Mbl. skilizt, að beztu vinir þeirra og sam- lierjar á ASÍ-þingi eru engir aðrir en mennirnir, sem skipa „litlu, Ijótu komma- klikuna”, sem Mbl. skrifaði svo mikið um i „dentið”. Vonbrigði Þetta kcmur svo greini- lega i Ijós i grcin i Mbl. i gær. sem fréttamaður blaðsins á ASÍ-þinginu skrifar uni „þakkarþingið”, er hann ncfnir svo. Þessi grein, ásanit leiðurum Mbl. undan- farna daga, speglar þau miklu vonbrigði, sem rit- sljórar Mbl. urðu fyrir vegna ASi-þingsins og lykta þess. Það fór bara á allt annan veg en Mbl. liafði fastlega vonazt til og vissulega livatt mjög cinarðlega til. Það stóð nefnilega heilmikið til i Mbl. áður cn þingið kom sainan. Það átli livorki meira né minna en fella rikis- sljórnina. Svo var henni bara þakkað! Þetta átti að vcrða „feigðarþing" rikisstjórnar- innar, en varð svo að „þakkarþingi". Og Mbl. spyr i gær: „Kannski á rikis- stjórnin Alþýðusambands- þingið?” Að minnsta kosti telur Mbl. sér skylt að mótmæla orðum eins lulltrúa á ASi-þingi um rikis- sljórnina: „Við eigum liana"! Hinir réttu „fulltrúar alþýðunnar” En þrátt fyrir vonbrigðin i Mbl. með þctta „þakkar- þing” eru menn þar að reyna að manna sig upp með nýjun björtum franitiðarvonum. Það kcmur nýtt ASÍ-þing eftir 4 ár „og varla býst nokkurvið þvi að þessi „vin vcitta” ríkisstjórn veröi þá cnn við völd”, segir Mbl. I gær. Og i næstu setningu á eftirskapar þessi Ijúfa fram- tiðarsýn af sér nýja ósk- hyggju. Það er ekkert aö marka þetta ASÍ-þing eöa hug og viöhorf þess fólks, sem þarsat: „islenzk alþýöa er nefnilega ekki eins þakk- lát og fulltrúar, sem veljast á ASi-þing”. Þetta var eins konar loka- kveðja Mbl. til ASÍ-fulltrúa. Kólksins, sem kosið hafði verið af stéttarsystkinum lieima i byggðarlögunum til að sitja þetta þing. Það er að dómi Mbl. ekki einu sinni liluti „islenzkrar alþýðu”, hvað þá meir. Hins vegar fer ekkert milli mála við lestur Mbl. að þar eru fulltrúar „alþýðunnar” að starfi!! —TK

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.