Tíminn - 29.11.1972, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.11.1972, Blaðsíða 4
TÍMINN Miðvikudagur 29. nóvember 1972 ..... II' :;::«r i.......I...IIIIH........ii.....1..1.......1..IIIIHI. QOqí Loks blöskraði Svium. Christina Prinsessa af Sviþjóð var nýlega á ferö i Bandarikjun- um og vakti þar mikla eftirtekt eins og kóngafólk gerir jafnan þar i landi. En Amerikuferð hennar vakti einnig athygli i Sviþjóð, og eru heimamenn þar yfir sig hneykslaðir á klæða- burði prinsessunnar. Þótti Svi- um efnið i kjól, sem hún var i i mikilli veizlu i Los Angeles, vera heldur spart notað og blöskrar Svium ekki hvað sem er i þeim efnum. Blöð i Bandarikjunum spör- uðu hvergi rúm til að birta myndir af prinsessunni i flegna kjólnum og i Sviþjóð kepptust blöðin um að birta sömu myndir og hneyksluðust ákaflega á þvi myndaefni, sem þau voru sjálf að birta. # # £ Smágjöf handa Jackie. Ari Onassis er ekkert smá- smugulegur þegar um er að ræða gjafir fyrir eiginkonuna. Flestir eiginmenn mundu telja sæmilega gott að gefa konum sinum demant, en gamli mað- urinn er nú staddur i Suður- Afriku, ásamt syni sinum Alexander og 30 jarðfræðingum og verkfræðingum, og eru þeir að skoða álitlega demants- námu, sem er til sölu og ætlar Ari að gefa konu sinni námuna þegar hann hefur gengið frá kaupunum. Myndin, sem hér fylgir með af hjónunum, er tek- in er þau héldu upp á fjögurra ára brúpkaupsafmæli sitt i New York fyrir skömmu. Prinsessan flýtir sér um of. Brezkur dómstóll á nú mikinn vanda fyrirhöndum. Anna prin- sessa hefur tvivegis verið tekin föst fyrir of hraðan akstur. t fyrra sinnið slapp hún með áminningu, en þegar hún braut umferðarlögin nokkrum dögum siðar var ekki hægt að láta mál- ið niður falla. En leyfist konung- bornu fólki að brjóta lög? Nei, segja yfirvöldin, en samt sem áður er tæpast hægt að dæma prinsa og prinsessur. Það eru til einhver forn lög, sem segja svo um að þeir, sem standa næstir krúnunni verði ekki dæmdir af veraldlegum dómstólum. Er þvi liklegast að prinsessan sleppi með áminningu i annað sinn. En dómarar i Bretlandi eru samt sem áður harðir við konungborið fólk. Ekki alls fyrir löngu var frændi prinsessunnar, jarlinn af Lichfield dæmdur fyr- ir að aka bil undur áhrifum áfengis. Missti hann ökuleyfið i tvöár. Annar frændi hennar var dæmdur fyrir mun alvarlegra brot. Það var Mountbatten lá- varður af Burma, sem var dæmdur i sekt fyrir að blanda vatni saman við mjólk, sem seld var frá búgarði hans i Hampshire. 5P Blóðsuguveizla Giinter Sachs er þekktur fyrir samneyti sitt við fagrar konur og peningaeyðslu. Hann hélt ný- lega upp á afmæli sitt með mik- illi veizlu, og voru allir gestirnir klæddir eins og blóðsugur, eins og þeim er lýst i kvikmyndum. Meðal gestanna var mikið af riku og frægu fólki, má þar nefna kvikmyndahöfundinn Rpger Vadim, sem eitt sinn var kvæntur Birgitte Bardot, var reyndar fyrsti eiginmaður hennar, en afmælisbarnið var sá þriðji i röðinni, og Roman Polanski, sem gert hefur kvik- mynd um blóðsugur, og lék þá- verandi eiginkona hans, Sharon Tate, aðalhlutverkið, en hún var siðar myrt á hryllilegan hátt. Veizlan stóð til klukkan fimm að morgni og fór að sögn prúð- mannlega fram, enda var sterk- ur lögregluvörður umhverfis glauminn og var engum hleypt inn, sem klæddur var, eða leit út fyrir að vera nokkurn veginn venjuleg manneskja. Myndirnar eru af nokkrum veizlugestanna, á þeirri efstu er leikkonan Elsa Martinelli, þá barón Guy de Rothchild og frú og á neðstu myndinni er Cristina Onassis, dóttir auðjöf- ursins, en samkvæmisherra hennar er Mick einhver Flick, sem við vitum engin deili á. — Tjara er ekki tollskyld er það? CUSTOM ZOLL TOLD — Það er eitthvað að hjartanu, en ég er hræddur um, að ég geti ekkert gert. — Nei, það gekk vel á skrifstof- unni, en svo fór ég heim i strætó.... DENNI DÆAAALAUSI Ég vil enga inn. Það þýðir, að ég hafði mitl fram, en samt fæ ég ekkert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.