Tíminn - 29.11.1972, Page 6

Tíminn - 29.11.1972, Page 6
6 TÍMINN Miövikudagur 29. nóvember 1972 Páll H. Jónsson, Laugum: Rétthverfa mann- lífsins og ranghverfa Fyrir fáum dögum, þegar þetta er ritað, flutti einn af mennta- mönnum þjóöarinnar erindi i útvarpið. Þá vitnaði hann i nokkurra áratuga gömul ummæli frægasta núlifandi andlegs iþróttamanns Islendinga. Þau voru á þá leið, að ef þjóðin ástundaði ekki menningarlif i landinu.heldur lifði þar eins og skepnur, ætti engin mannavist réttá sér á íslandi; væri þjóöinni þá sæmst að flytja tafarlaust til hlýrra lands, þar sem dýrum merkurinnar væri vistin miklum mun auðveldari. Hafi hin tilvitnuðu orð verið rétt og sönn, þegar þau voru rituð, eru þau það enn i dag. Hins vegar er það staðreynd, að þjóðin hefur ekki flutt til annars lands, þar sem lifið væri dýrum léttara en hér. Hún hefur þraukað á tslandi i þeirri trú, að hún væri menn.en ekki skepnur. A siðustu árum hefur mjög verið haft á orði nauðsyn á „jafn- vægi i byggð landsins”. Viröist þá átt við, að þjóðin safnist ekki öll saman á einn eða fáa staði i landinu, en að öðru leyti leggist það i eyði. Hvað sem um þetta hefur verið sagt, býr nú þegar stórum mikiil meirihluti þjóðarinnar i þéttbýli meðfram ströndum landsins og litill minnihluti i dreifbýli i dölum og sveitum, sem ná misjafnlega langt uppfrá þéttbýlinu. Þannig hefur þetta verið i áratugi. Og þótt hlutfallið á milli ibúatölu þéttbýlis og dreifbýlis hafi lát- laust breytzt þéttbýlinu i hag, er staðreyndin sú, að ennþá er dreif- býlið til i landinu'. Þótt ekki skuli dregið i efa, að „jafnvægi i byggð landsins” sé þjóðinni lifsnauðsyn, þá er annað i þvi sambandi, sem sjaldan er rættog ritað um, en hefur þó stór- kostlega þýðingu fyrir allt menningarlif. Það eru sambúðar- hættir þéttbýlis og dreifbýlis. Hér verður fjallað um sam- búðarhætti dreifbýlis og þéttbýlis i litlum afmörkuðum landshluta, sveitunum upp frá Skjálfandaflóa og Húsavik, eins og þeir hafa komið og koma enn greinar- höfundi fyrir sjónir. Þar þekkir hann bezt til. Hins vegar býður honum i grun, að margt það, er hér verður sagt, eigi að stórum hluta við á mörgum stöðum öðrum. Sambúð Húsavikur og dreif- býlisins upp af Skjálfanda, allt til innstu byggða, hefur verið og er enn margvisleg og gripur til flestra greina mannlifsins. Húsavik hefur veitt og veitir sveitunum margs konar þjónustu i daglegri lifsbaráttu. Þangaö sækir sveitafólkið verzlun sina ásamt i útibú kaupfélagsins, en á Húsavik eru aðalstöðvar þess. I verzlunum, jafnt kaupfélagsins sem kaupmanna, fær það fyrir- myndar þjónustu.og reynt er að sjá fyrir þörfum þess i hvivetna. Til Húsavikur flytja bændurnir afurðir sinar til þess að fá þeim komið i hæsta hugsanlegt verð á hverjum tima. Um langt skeiö á meðan sam- göngur voru erfiðar, átti fólk úr sveitunum visa gistingu og hvers könar aðhlynningu hjá fjöl- skyldum á Húsavik hvenær, sem það þurfti þess meö, næstum alltaf endurgjaldslaust, og á það raunar enn. Siðar komu þar upp hótel, sem léttu einhverju af þessari kvöð af herðum húsviskra f jölsky ldna. Gegn þessari þjónustu kom það, að börn og unglingar frá Húsavik áttu athvarf til sumar- dvalar á heimilum i sveitunum, og viðskipti sveitafólksins áttu og eiga þýðingarmikinn hlut að atvinnulifi á Húsavik og viðgangi bæjarins. Sú var tið, að fólk úr sveitunum sótti bókakost til Húsavikur i Bókasafn Þingeyinga, til viðbótar þvi lesefni, sem það hafði heima fyrir. Bókasafnið var stofnað og upp byggt af fólkinu i dreifbýlinu og þéttbýlinu i sameiningum. Eitt sinn var haft eftir vitrum manni, að bókasafnið á Húsavik hefði verið „háskóli Þingeyinga”. Látum hann um þau stóryrði. En vist er það, að þessi þáttur i samskiptum dreif- býlisins og þéttbýlsins hafði afgerandi þýðingu fyrir menningu héraðsins á meðan svo var. Iþróttafélag æskufólks á Húsavik hefur áratugum saman staðið við hlið ungmenna- félaganna i héraðinu i eflingu iþrótta og iþróttakeppni, innan sýslu og utan. A það samstarf veit ég ekki til að hafi borið neinn skugga. Þéttbýlið og dreifbýlið hefur stutt hvort annað. Um marga áratugi hafa söng- kórar á Húsavfk lagt ómetan- legan skerf til samstarfs sams konar félagsskapar i dreifbýlinu. Kirkjukórinn á Húsavik gekk á sinum tima i félag við kirkjukóra héraðsins til eflingar kirkjusöngs og söngstarfs yfirleitt. Þar varð hann, vegna aðstöðu sinnar, stórum veitandi, en naut i staöinn gleði samvinnunnar og samsöngsins. Þessi samvinna varir enn. Karlakórinn Þrymur á Húsavik og karlakórar sveitanna hafa um næstum fjörutiu ára skeið verið virkir þátttakendur i Söngfélaginu Heklu, sem er sam- band karlakóra i dreifbýli og þéttbýli alls Norðlendinga- fjórðungs. En nánast hefur samstarf Þryms verið við kórana i héraðinu. 1 þvi samstarfi hefur hann, vegna aðstöðu sinnar, verið veitandi. Kórarnir hafa sungið saman við ýms tækifæri; nú siðast hafa þeir lagt það á sig að æfa sameiginlegan kór, sem komið hefur fram á tveimur söngmótum. A siðasta vori hefur hin ágæta Lúðrasveit Húsavikur, sem að umtalsverðum hluta er skipuð æskufólki, lagt það á sig að ganga til samstarfs við áður- nefndan sameiginlegan karlakór, til ómetanlegrar gleði fyrir söng- mennina.og ég vona, einnig sér til ánægju. Fyrir vikið varð söngur kórsins og leikur lúðrasveitar- innar tónlistarviðburður. Auk þessa hafa kórarnir á Húsavik og Lúðrasveit Húsavikur haldið fjölda hljómleika á mörgum stöðum i dreifbýlinu. Kórar sveitanna hafa einnig sungið á Húsavik. Leikfélag hefurstarfað á Húsa- vik i fjölda ára. Leiksýningar þess hefur sveitafólkið sótt oft og mörgum sinnum sér til óbland- innar gleði og uppbyggingar. Til Húsavikur hafa einnig komið leikflokkar úr sveitunum, haft þar sýningar og notið gestrisni og góðvildar. 1 óteljandi skipti hefur sveita- fólkið leitað til Húsavikur og fengið þaðan skemmtikrafta og karla og konur til listkynningar, jafnt á lokaðar samkomur sem opinberar: kvartetta, ein- söngvara, leikara, skáld, tón- listarfólk o.s.frv. Það hefur einnig komið fyrir að fólk úr sveitunum hefur farið sömu erinda til Húsavikur. Margs hins sama og hér hefur verið drepið á, hefur dreifhýlið upp af Skj&lfanda notið frá þéttbýlinu á Akureyri. A sinum tima barðist fólkið i byggðunum.sem hér er fjallað um, fyrir þvi, að komið væri upp tveimur menntastofnunum hlið við hlið i miðju héraöi, að Laugum i Reykjadal. Sú bar- átta var háð af miklum stór - hug og að mikilli fórnfýsi héraðsbúa og samkvæmt þeirra lifsskoðun og lifstrú, einnig af mikilli þörf. Héraðsskóiinn og húsmæðra skóli Þingeyinga að Laugum hafa nú starfað hátt i hálfa öld. Stór hluti húsmæðra héraðsins og margar utan þess hafa stundað nám við húsmæöraskólann. Mikill meirihluti allraungmennai sveitum þess hafa sótt nám til héraðsskólans. A skólatima, öll þessi ár, hafa nemendur og kennarar skólanna haft margvisleg góð og holl sam- skipti við héraðsbúa og Hús- vikinga. Hvað eftir annað hafa góðir gestir frá Húsavik flutt skólunum skemmtun og fróðleik. Nemendur héraðsskólans og gagnfræðaskólans á Húsavik hafa skipzt á heimsóknum, keppt i iþróttum og skemmt sér saman. I sambandi við þær heimsóknir hafa Húsvikingar tekið nemendur frá Laugum inn á heimili sin og veitt þeim hinn bezta beina. Nemendur frá Laugum hafa hvað eftir annað verið boðnir til Húsavikur til þess að skoða mannvirki og fyrirtæki Kaup- félags Þingeyinga. Þau boð hafa haft á sér svip fróðleiks, góð- vildar og gestrisni. Haft hefur verið á orði á Húsavik, hve nemendur frá Laugum, sem komið hafa þessara erinda, hafi sýnt prúðmannlegan áhuga. Trú min og skoðun er sú, að þau dæmi, sem hér hafa verið nefnd um sambúðarhætti þéttbýlisins á Húsavik og dreifbýlisins upp af Skjálfanda, beri vitni baráttu fyrir menningu og tilraunum að vinna þegnrétt manna.en ekki dýra i þessum harðbýla lands- hluta. Páll H. Jónsson Ég veit.að hliðstæða lýsingu er hægt að gefa viðs vegar að af iandinu. Það er einnig bjargföst trú min, að með slikri sambúð dreif- býlis og þéttbýlis sé verið á réttri leið, og að hún sé bókstaflega grundvöllur þess, að „jafnvægi i byggð landsins” sé ekki orðin tóm. A þessi gagnkvæmu menningarsamskipti, sem lýst er hér að framan, hefur nú á siðari árum borið dimman skugga i si- vaxandi mæli. ölvaðir óhappamenn setja svip sinn á gleðisam- komur i félagsheimilum dreif- býlisins með þeim hætti að tæpast hefur sézt þar vottur neins þess, er talizt geti til menningar. Þetta er ekki vegna þess.að á slikum samkomum sé ekki mikill fjöldi prúðmenna, heldur af þeim sökum, að óhappamennirnir eru nægilega fjölmennir og nægilega illa á sig komnir til þess að sam- komurnar beri þeirra svip, en ekki hinna. Skuggi þeirra er svo svartur, að engin birta gleði eða prúðmennsku megnar að veita honum viðnám. Fjöldi þessara ölvuðu og sjúku ólánsmanna er tæpast kominn af barnsaldri og langt frá því að vera lögráða. Það réttlætir þó sannarlega ekki gerðir þeirra eða sviptir þá ábyrgð. En það sannar hins vegar, að þeir hafa lent i höndunum á villimönnum, leynivinsölunum, og skiptir þar ekki máli hvort þeir hafa selt þeim vinið úr bifreiðum sinum eða útvegað þeim það á annan hátt. Sök leynivinsalanna er þeim mun þyngri en unglinganna, að þeir eiga þó að heita fulltiða menn. Þeir bera ábyrgð á þvi, að ungmenni eru fársjúk, þar sem þau ættu að vera hraust, reið og hrygg, þar sem þau ættu að vera glöð, viti sinu fjær, þar sem þau ættu að nota þá greind, sem þeim er gefin, villidýr, þar sem þau ættu að vera menn. Leynivinsalarnir og hin sjúku ungmenni bera ábyrgð á þvi, að foreldrar biða þess skjálfandi af ótta, hvort börn þeirra komi óslösuð heim af samkomum, sem áttu að vera þeim til gleði. A þeim árstimum, sem vegir eru vel færir um allt land, koma bölvaldarnir hvaðanæva að. Þeir flytja með sér svartan skugga vansæmdarinnar inn i mannlif byggðanna. Langflestir þeirra, jafnt vinsalarnir sem hin ölvuðu fórnarlömb þeirra, eru úr þétt- býlinu. Þó ekki allir. Fjarri þvi. En nógu margir til þess.að sökin er lögð á herðar þess. Ekki er langt siðan það var á orði á Húsa- vik — og er ef til vill enn — að þar væri ekki um samkomuspjöll að ræða, vegna þess að „rónarnir” væru allir á samkomum i sveit- unum. Húsvikingar vita bezt sjálfir, hvort þetta er satt eða ekki. En hitt er vist, að allir spell- virkjar á samkomum þess héraðs, sem um er rætt, eru ekki frá Húsavik. Engan veginn. En sú staðreynd sýknar ekki Húsvik- inga af sinum hluta sakarinnar. Sök dreifbýlisins er einnig þung. Það hefur boðið upp á þá sambúðarhætti,sem hér er lýst. Með þvi móti vinnur það gegn þegnrétti manna i landinu. Skylt er að geta þess, að enn er margs konar mannfagnaður haldinn i dreifbýlinu upp af Skjálfanda, án þess að samkomu- spjöll verði. Og það er athyglis- vert fyrir alla, ekki sizt fyrir félagsmálaleiðtoga, að það eru einkum samkomur, sem hafa upp á að bjóða fjölbreytt skemmtiatriði, önnur en dans. Þessi dimmi skuggi á sam- býlisháttum dreifðra byggða og fjölmennisins við ströndina, hefur komið — og sifellt í vaxandi mæli — þar niður, er menn sizt skyldu ætla. Skólarnir á Laugúm hafa undanfarin haust ekki fyrr hafið störf, en skólaheimilin likjast umsetinni borg. Kvöld eftir kvöld, viku eftir viku og mánuðum saman, hafa safnazt að þeim ölvaðir óhappamenn i bifreiðum, truflað vinnufrið, brotið friðhelgi heimilanna og bifreiðarnar valdið stórkostlegri slysahættu á lóðum skólanna. Þeir hafa engin erindi átt önnur en þau að spilla. Þeir hafa reynt eftir mætti að lokka istöðul itla unglinga upp i bifreiðar sinar, fá þá til þess að neyta með sér áfengis og brjóta skólareglur. Þetta ástand hefur farið siversnandi og nú i haust hefur um þverbak keyrt. Skólarnir hafa verið neyddir til að „vlggirða” skólalóðirnar fyrir þessu árásar- liði, með læstum girðingum og um leið að láta standa vörð i hvernig veðri sem er, til þess að opna fyrir gestum, sem eiga eðli- leg erindi heim að skólunum. Þessar girðingar minnka slysahættu af bifreiðaakstri, en útiloka enganveginn ölvaða menn frá þvi að komast leiðar sinnar. Þeir hafa hvað eftir annað farið heim að húsum skólanna og valdið þar hvers konar truflunum. Þeir hafa gert sig heimakomna og farið óboðnir inn um ganga og stofur Héraðs- skólans. Hafi þeim verið varnað inngöngu, eða eftir að húsum hefur verið lokað, hafa þeir skriðið inn um glugga sem að flestra skilningi heyri undir inn- brot. Skólastjóri og kennarar hafa orðið, eftir erfiðan vinnu- dag, að eiga í útistöðum við þessa ölvuðu menn, sem oftast eru innan lögráða aldur til þess að reyna að forða frá slysum, verja skólaheimilið og reyna með lip'urð að koma þeim burt af skólalóðinni. Árásarlýðurinn hefur komið vopnaður tvieggjuðum, stórum sveðjum, sem þeir hafa otað að heimamönnum, sagzt ætla að „skera skólastjórann” og „þræða nemendurna” upp á sveðjur sinar. Þeir hafa ráðizt á kennara með barsmiðum og valdið meiðslum, hversu mjög sem þeir siðastnefndu hafa lagt sig fram um að komast hjá átökum. Þeir hafa valdið skemmdum á húsum skólans. Húsmæðraskólinn hi fur ekki farið varhluta af þessum ófögnuði. Slikur óboðinn gestur hefur slagað þar inn I dagstofu skólans öllum að óvörum, hvar nemendur sátu við vinnu, og þegar hann ekki fékk nein svör við rövli slnu, rændi hann einum af húsmunum skólans, án þess að vörnum yrði við komið. Ofurölva menn hafa barið á úti- Framhald á bls. 19 Laugar I Suður-Þingeyjarsýslu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.