Tíminn - 29.11.1972, Side 7

Tíminn - 29.11.1972, Side 7
Miðvikudagur 29. nóvember 1972 TÍMINN 7 Þegar loft- belgurinn sveif yfir Austurbæinn KJ—Reykjavík Sunnudaginn 22. júni 1957, var mikiðum að vera á Reykjavikur- flugvclli. Þá efndi Flugmálafélag islands til „flugdags” þar sem hinar ýmsu greinar flugsins voru kynntar, og flugvélar voru til sýnis. Hápunktur hátiðahaldanna á „flugdeginum” var flug hollenzks loftbelgs, sem hollenzk hjón flugu. Flugferð þeirra hjóna varð að visu ekki löng, en hún er þeim i fersku minni, sem með henni fylgdust. Loftbelgurinn var griðarstór eða 27 metrar i þvermál, þar sem hann var gild- astur, og var belgurinn fylltur vetni. Neðan i honum hékk bast- karfa, sem varla rúmaði meira en þau hjón og tiu kg af pósti. Töluverðan tima tók að fylla belginn, og voru miklar varúðar- ráðstafanir viðhafðar, enda þúsundir manna á flugvellinum i sólskini og bliðu. Að flugsýningunni lokinni, var komið nægilegt vetni i belginn, og var honum fyrst sleppt upp i loftið i kaðli, en siðan stigu þau hjón um borð. Sandpokar voru i körf- unni, og eftir þvi sem pokunum var sleppt, steig belgurinn hærra i loft upp. Eftir skamma stund barst belgurinn i austanátt yfir bæinn, jafnframt þvi sem hann steig stöðugt hærra i loft upp. Eins og áður segir, þá varð flug belgsins ekki langt, enda ekki við þvi búizt, og var lent á túninu á Korpúlfsstöðum, þar sem fél. úr Reynsluferð loftbelgsins Hríseyingar Spila- og myndakvöld verður að Hótel Esju, fimmtudaginn 30. þm. Salurinn opnaður kl. 8.30 eh. Skemmtinefndin. Mannfjöldinn fylgdist með þegar loftbelgurinn steig hægt og tigulega I loft úpp. Otlit bilanna og klæðn aður kvenfólksins ber þess greinileg merki að myndin er orðin fimmtán ára gömul. (Timamyndir Kári) Flugbjörgunarsveitinni voru til taks. Lendingin gekk að óskum, og jafnskjótt og karfan nam við jörð, var póstpokinn tekinn úr henni, og honum ekið i næsta pósthús, sem var Brúarland i Mosfellssveit. Þar sem aðeins voru flutt tiu kiló af pósti i þessari fyrstu loft- belgsferð á fslandi, stigu um- slögin strax mjög i verði, en þegar frá leið lækkaði það, og mun vera i kring um fimmtán hundruð krónur i dag. f dag ráðgera þeir Hamra- hliðarofurhugar að fara á loft i fyrsta islenzka loftbelgnum, og fylgja þeim góðar óskir, er þeir fara i kjölfar Hollendinganna i loftbelg um loftin blá. LUCAS-RAFGEYMAR i flestar gerðir bifreiða og vinnuvéla fyrirlíggjandí Létt í spori Þessi Singer saumavél kostar aðeins kr. 18.669,00, en hefur flesta kosti dýrari saumavéla og þann kost fram yfir að hún vegur aðeins 6 kíló og er þess vegna mjög létt í meðförum. Þegar þér saumið úr hinum nýju tízkuefnum getið þér valið úr mörgum teygjusaumum, m. a. ,,overlock“, svo að engin hætta er á að þráðurinn slitni þó að togni á efninu. Singer 438 hefur einnig: ^ innbyggðan, sjálfvirkan hnappagata- saum tvöfalda nál, öryggishnapp (gott þar sem börn eru), fjölbreyttan skrautsaum og marga fleiri kosti. SÖLU- OG SÝNINGARSTAÐIR: Liverpool, Laugavegi 18A, Domus, Laugavegi 91, Gefjun, Austurstræti, Dráttarvélar, Hafnarstræti 23, Véladeild SlS, Ármúla 3 og Kaupfélögin um land ailt. SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA $ Véladeild ARMULA 3 REYKJAVIK. SIMI 38900 Tökum gamlar vélar sem greiðslu upp í nýjar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.