Tíminn - 29.11.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.11.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Miðvikudagur 29. nóvember 1972 ALÞINGI Umræður á alþingi um afnám vínveitinga i veizlum á vegum rikisins: Ráðamenn þjóðarinnar gangi á undan með góðu fordæmi Umsjón: Elias Snæland Jónsson Vilhjálmur Hjálmarsson (F) mælti i gær i sameinuou þingi fyrir til- lögu til þingsályktunar, sem hann flytur ásamt fjórum öörum þing- mönnum, um afnám vinveitinga á vegum rikisins. Eftir nokkrar um- ræöur var umræöunni frestaö vegna fjarveru ráöherra, sem þá sátu á rikisstjórnarfundi og verður umræðunni þvf fram haldið síðar. Tillögu þessa flytja þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum, en þeir eru auk Vilhjálms.þeir Jón 'Arm. Héðinsson, (A), Karvel Pálmason (SFV), Helgi F. Seljan (Ab), og Oddur ólafsson (S). Vilhjálmur sagði m.a. i framsöguræðu sinni, að tillögu- greinin vær' stutt eða svo- hljóðandi: Al- þingi ályktar að skora á rlkis- stjórninia að hætta vinveitingum i veizlum sinum." Greinargerðin er einnig fáorð, þannig: „Stöðugt sigur á ógæfuhlið i áfengismálum Islendinga. And- spyrna félaga og einstaklinga fær ekki rönd við reist. Opinberar skýrslur sanna almannaróm i þessu efni. Að dómi flutningsmanna þessarar tillögu er fyllsta ástæða til þess.að rikisvaldið gefi hér gott fordæmi, i stað þess að kynna Lína norður: 200MW-lína kostar um 600 millj. Bf gert er ráð fyrir linu norður, scm flytur 200 MW, þá ¦ii ii íi hún kosta um (i00 milljónir króna. Ég tel, að stefna beri að slikri linu, en verið er að kanna, hvort hún verður lögð I einum eða tveimur áföngum, — sagði Magnús K jartansson, iðnaðarráðherra I sameinuðu þingi i gær. Ráöherra svaraði fyrirspurn frá Braga Sigurjónssyni (A) um háspennullnu frá Sigöldu til Akureyrar, kostnað við slika linu, kostnaðarverð rafmagns komnu til Akureyrar, og jöfnun á raforkuverði. Ráðherra sagði, að aðeins væri hægt að gefa bráðabirgðatölur, þvi könnun á málinu stæði enn yfii;eins og hann hefði nýlega skýrt itarlega frá á alþingi. Ef leggja ætti linu, sem einungis flytti rafmagn til al- mennra þarfa Norðlendinga fyrir raforku, væri nóg að hafa 50 MW línu, sem myndi kosta um 250 milljónir. Ef hins vegar v'æri stefnt að samtengingu orkusvæðanna með stórvirkjun t.d. meö Dettifoss i huga, þá yrði linan að geta flutt 200 MW og kostaði um 600 milljónir. Varðandi orkuverðið, þá sagði ráðherra það stefnu rikisstjórnarinnar, að jafna aðstöðu landsmanna á þessu sviði. Fyrsta skrefið væri að hafa sama heildsöluverð raf- orku um land allt. Frumfor- senda þess væri samtenging veitukerfanna á Suðurlandi og Norðurlandi. Bragi Sigurjónsson (A) sagði svör ráðherra gefa til kynna, að óljóst væri, hvernig háspennulinan yrði. Varðandi samtengingu taldi Bragi, að enginn væri á móti henni sem sllkri, fremur væri deilt um hvort hún ætti að eiga sér stað nú eða slðar. drykkjusiði við margvisleg tæki- færi." Siðan sagði Vilhjálmur: Þessi greinargerð segir nálega allt, sem ég kýs að taka fram, um leið og ég fylgi tillögu okkar fimm menninganna úr hlaði. Til þess að fyrribyggja mis- skilning vil ég þó geta þess, að frá minni hendi a.m.k. er tillagan ekki l'lutt i sparnaðarskyni. Ég hef ekki kynnzt þvi í átthógum minum né heldur annars staðar á landinu, að gestgjafar spari við gesti sina. Ætlast ég ekki heldur til þess af rikisvaldinu, þegar ráðamenn telja hæfilegt að halda uppi risnu. Ennfremur vil ég segja þetta: Þrásinnis hef ég heyrt fyrirliða þjóðarinnar lýsa ugg sinum út af vaxandi vindrykkju ungmenna — en engan lofa núverandi ástand á þvi sviði. Þegar svo er komið sýnist mér einboðiö, að rikis- valdið taki upp þá hætti,sem til- lagart greinir, enda hef ég aldrei heyrt dregið i el'u.aö gott fordæmi sé góðra gjalda vert. Þessi tillaga fjallar um tiltölu- lega afmarkað atriði og ætti þvi að vera fremur auðveld i með- förum og afgreiðslu. Helgi F. Seljan (AB)sagði, að rikið hefði miklar beinar tekjur af áfengissólu, en hins vegar einnig mikil bein og óbein útgjold vegna áfengisneyzlu. Hann taldi, að skylda til aðgerða gegn þvi yfir- þyrmandi vandamáli, sem áfengisneyzlan væri, hvildi þyngra á ráðamönnum þjóðar- innar en öðrum. Færi þvi vel á þvi, að þeir sköpuðu gott fordæmi eins og tillagan gerði ráð fyrir Hann ræddi siðan um opinberar veizlur, sem sýndar væru i sjón- varpi og i blöðum. Væri þetta eins konar kennsla I drykkjusiðum, og hefði þau áhrif, að ýmsir teldu áfengisneyzlu eðlilegri en ella myndi vera, þvi eftiröpun væri rikjandi I þjóðfélaginu. Þá taldi þingmaðurinn, að opin- berar veizlur væru oft upphaf að allsherjar fyllirii þeirra, sem þátt I þeim taka. Þíngmaðurínn taldi, að yfir- gnæfandi meirihluti fólks væri fylgjandi tillögunni, og kæmi þar til heilbrigð skynsemi og heil- brigð lifsskoðun. Karvel Pálmason (sfv) sagði að sérhefði virzt sem ýmsir þing- menn hefðu brosað eða hrist höfuðið yfir þessari tillögu. Vonandi teldu þessir þingmenn þó ekki, að hér væri um gamanmál að ræða, og flutningsmennirnir svo fanatískir og kreddufullir, að engu tali tæki, þvi hér væri ekki um neitt gamanmál að ræða. Áfengisbölið væri það versta vandamál.sem landsmenn ættu við að striða. Þingmenn ættu þar að sporna á móti. Þá taldi. hann fylleri I veizlum ýmissa samtaka hneyksli. Einnig væri hneyksli, að ráðherrar byðu til vindrykkju. Timi væri til kominn, að ráðamenn sýndu gott fordæmi, þvi það væri hneyksli, ef hið opinbera hefði frumkvæði að þvi að kynna drykkjusiði. Oddur Ólafsson ^ (S) taldi þetta merka tillögu. Vandamál vegna áfengis- neyzlu væru mjög stór, og allt það, sem legði þeim lið, sem gegn á- fengisbölinu berj- ast, væri af hinu góða. Það væri tilgangur tillögunnar að veita siðferðislegan stuðning þeim, sem stæðu í baráttunni gegn áfengisbölinu. Hann taldi.að ef tillagan yrði samþykkt, myndi af því leiða heilbrigðari þegnar og bættir Framhald á bls. 13 Mikill áhugi erlendra fyrirtækja á stóriðju hér: Vandinn frekar að velja en að leita Viðræður við Alþjóðabankann um lán vegna Sigölduvirkjunar Nokkur fyrirtæki hafa mikinn áhuga á þvl, að setja niður hér á landi orkufrekan iðnað i tengslum við Sigölduvirkjun, og er útlit fyrir, að hægt verði að ganga frá viðunandi samningum viö eitthvert slíkt fyrir- tæki fyrir mitt næsta ár, — að því er Steingrímur Hermannsson (F) sagði á alþingi i gær. Fyrir fundi i sameinuðu þingi lá fyrirspurn frá Braga Sigurjóns- syni (A) til iðnaðarráðherra um Sigölduvirkjun. Var spurt, hvort rikisstjórnin hefði tryggt sér lán til þessarar virkjunar, hvað áætlað væri, að virkjunin kostaði, og fyrír hve mikinn hluta orku- framleiðslunnar sé þegar try^gður markaður. Magnús Kjartansson, iðiiaðarráð- heri-a. kvað stjórn Lands- virkjunar eiga i viðræðum við A 1 þj ó ð a - bankann, og væru likur á,að lán fengist á næsta ári. Einnig væri fyrirhuguð lántaka vegna kaupa á búnaði og vélum, og litlar likur til annars en hún fengist. Samtals væru þessar lántökur eitthvað á 3ja milljarð króna. Þá myndi Landsvirkjun leita lántöku á alþjóðlegum peninga- markaði, en óvlst væri hversu há sú lántaka þyrfti að vera. Aætlaðan kostnað við virkjunina sagði ráðherra vera á fjórða milljarð króna. Nánari upplýsingar væri óvarlegt að gefa vegna útboða, sem fyrir liggja um þessar mundir. Ráðherra sagði, að Sigölduvirkjun myndi bæta 800 GWst af tryggðri orku við vinnslu kerfi Landsvirkjunar, sem yrði 2150 GWst á næsta ári. Ef hins vegar væri aðeins miðað við orku fyrir hinn almenna markað, þá yrði orkuaukningin minni, eða um 700 GWst. Ráðherra sagði það fyrst og fremst hlutverk Sigölduvirkjunar að fullnægja almennum markaði, en miðað við sama vöxt.yrði raf- orkuþörfin árið 1980 um 255 GWst á ári umfram núverandi kerfi Landsvirkjunar. Þá sagði ráðherra, að nefnd á vegum iðnaðarráðuneytisins hefði átt viðræður við erlend fyrirtæki um orkufrekan iðnað á Islandi, og væru likindi til, að samningar um slikan iðnað gætu tekizt á þeim grundvelli, sem hann hefði oft áður lýst, að ts- lendingar hefðu meirihlutavald i hinu nýja fyrirtæki. Kragi Sigurjónsson (S) sagði svör ráðherra sýna, að lán væru ekki tryggð, og markaður heldur ekki tryggður. Geir Hallgrimsson (S)sagði, að tafir hefðu orðið á samningaum- leitunum við Alþjóðabankann og á hönnun virkjunarinnar. Alþjóðabankinn drægi i efa fjár- hagslegan grundvöll virkjunar- innar án stóriðju. Likur væru á, að 1. vél virkjunarinnar kæmist ekki i gagnið 1. desember 1975, heldur 1. april 1976. Slik töf myndi valda orkuskorti f landínu yeturinn 1975-'76. Þá sagði hann, að fyrirsjáanleg væri 25% hækkun á heildsöluverði rafmagns frá Landsvirkjun, ef ekki fylgdi stóriðja Sigöldu- virkjun. Raforkuverð til stóriðju frá Sigöldu þyrfti að vera helmingi hærra en frá Búrfelli til Alversins. Steingrímur Hermannsson (F) kvaðst vera I nefnd þeirri, sem iðnaðarráðherra nefndi,að ætti I viðræðum við erlend fyrirtæki um stóriðju hér á landi. Hefði orðið vart við mikinn áhuga hjá er- lendum fyrirtækjum að reisa hér stóriðjuver, sem Islendingar hefðu meirihlutaeign I og sem lyti islenzkum lögum. Vandinn væri fremur að velja úr en leita að stóriðjuverkefnum. Væri von um hagstæðan samning fyrir mitt næsta ár. Halldór Blöndal á þing Á fundi sameinaðs alþingis i gær var kjörbréf Halldórs Blöndáls, kennara. (S) tekið fyrir og samþykkt, en hann tók sæti á alþingi i fjarveru Ellerts B. Schrams, sem er erlendis. Húsnæðisleysi skólafólks Lárus Jónsson (S) mælti i gær fyrir þingsályktunartil- lögu, sem hann flytur ásamt Matthiasi Bjarnasyni (S) um bætta aðstöðu nemenda lands- byggðarinnar, sem sækja sér- skóla á höfuðborgarsvæðinu. Einnig tóku til máls um til- löguna Vilhjálmur lljálmarsson <F), Helgi F. Seljan (AB) og Ragnhildur Helgadóttir (S). Viövörunarkerfi á hraö- brautum Oddur ólafsson (S) mælti fyrir þingsályktunartillögu i gær um, að sett verði upp við- vörunarkerfi á hraðbrautum. Er hér um að ræða tæki, sem notuð hafa verið erlendis og vara við hálku. Kom fram, að tæki þessi eru nokkuð dýr, en flutningsmaður benti á, að slys á hraðbrautum væru þjóðfélaginu einnig mjóg dýr. Jarðarsölur Gisli Guðmundsson (F),Lárus Jónsson (S),Stefán Valgeirsson (F) og Ingvar Gislason (F) lögðu i gær fram i neðri deild frumvarp til laga um heimild fyrir rikisstjórn- ina til að selja Grýtubakka- hreppi jörðina Grenivik, eyði- býlið Svæði og nábýlið Höfða- brekku. Frumvarpið var flutt samkvæmt ósk hreppsnefndar Grýtubakkahrepps og I samráði við þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra i efri deild. Laxárvirkjun III á hilluna Þvi hefur verið margiýst yfir, að virkjun i Laxá um- fram það, sem nú er unnið að, er ekki á dagskrá hjá iðnaðar- ráðuneytinu, og get ég endur- tekið það hér, sagði Magniís Kjartansson ^jðnaðarráðherra i svari við fyrirspurn frá Braga Sigurjónssyni (A)um Framhald á bls. 13 Tillaga Ingvars Gislasonar(F) og fleiri: Stofnaður verði húsfriðunarsjóður Ingvar Gislason (F) og Þórarinn Þórarinsson (F) lögðu I gær fram i neðri deild frumvarp til laga uin Húsfriðunarsjóð, en hlutverk sjóðsins skal vera að styrkja með fjárframlögum friðun, viðhald og endurbætur húsa, húshluta og annarra mann- virkja, sem hafa menningarsögu- legt eða listrænt gildi. Heimilt er aö verja allt að 10% af árlegu ráð- stöfunarfé sjóðsins til upplýsinga- og kynningarstarfsemi f þágu byggingaverndarmála. ígreinargerð með frumvarpinu eru húsfriðunarmál rakin itar- lega og fjallað nánar um sjóðsstofnunina. Þar segir m.a.: „Eins og fram kemur i 1. gr. þessa frv., er hlutverk Húsfrið- unarsjóðs hugsað svo, að sjóðurinn styrki friðun, viðhald og endurbætur húsa og annarra mannvirkja, sem hafa menningarsögulegt eða listrænt gildi. Einnig er svo fyrir mælt, að heimilt sé að veita fé úr sjóðnum að tilteknu marki (10% ráð- söfnunarfjár) til upplýsinga- og kynningarstarfsemi I þágu byggingaverndarmála. t 2. gr. frv. er gert ráð fyrir, að árlegar tekjur sjóðsins yrðu eigi minni en 8 millj. kr. á ári. Ef frumvarp þetta næði fram að ganga, væri stigið stórt spor fram á við i afar mikilvægu menningarmáli. Það mundi gerbreyta aðstöðu allri að þvi,er varðar raunhæfar aðgerðii* i húsafriðunarmálum. Til þess ber brýna nauðsyn. Um land allt, næstum að segja i hverri sveit, er að finna byggingarsöguleg verðmæti, sem gætu orðið skjótri eyðingu að Framhald á bls. 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.