Tíminn - 29.11.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.11.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Miovikudagur 29. nóvember 1972 Þessi skemmtilega mynd er tekin inni í segla- og bátageymslu siglingaklúbbsins i Nauthólsvlk. Ingi stendur hér vi6 seglin og hvílir hendina á einni veifunni, hreykinn á svip. Báfasmíð að vetri og siglingar að sumri Siglingaklúbburinn Siglunes sóttur heim Einn eftirmiðdag fyrir skömmu sögðum við skilið við malbikið um stund, undirritaður og Gunnar Ijósmyndari, og brugðum okkur niður að sjó, nánar tiltekiðniður í Nauthólsvik. Erindið var að f ræðast ögn um starfsemi nokkra, sem þarna fer fram og mjög er vinsæl meðal unglinga borgarinnar. Það, sem hér Hér er Magnús Eggertsson, 12 ára, og sagar krossviöinn fagmannlega. Hann er aö smiöa sjóskáta eins og Jón og ætlar einnig aö reyna að klára hann um jólaleytió. um ræðir er starfsemi Siglingaklúbbsins Siglu- ness, er Æskulýðsráð Reykjavíkur hefur rekið í nokkur ár. Verkstjórinn og forstöðu- maður klúbbsins heitir Ingi Guðmonsson, maður nokk- uð við aldur, og með mikla reynslu að baki á þessu sviði, starfaði reyndar til skamms tima sem skipa- smíðameistari. Þartil fyrir 4-5 árum rak hann eigin bátastöð, á Akranesi, Báta- stöð Akraness. Starfrækti hann þessa stöð i alls 23 ár og smiðaði 97 báta, stóra og smáa. Árið 1942 fluttist Ingi til Akraness frá Drangsnesi í Strandasýslu, þar sem hann stundaði sjó- sókn með meiru, en í Kol- beinsvik við sunnanverðan Reykjafjörð, sem nú er kominn í eyði, ólst hann upp. Aldurinn hefur lítt sett merki sin á Inga, enda þótt hann eigi nú 70 æviár að baki. Hann er kvikur í hreyfingum og gengur að verki sem ungur maður. Og glettinn er hann. — Þeir segja mig Ijúga því, bless- aðir, er ég kveðst vera sjötugur, en ég held það sé nú satt samt, samkvæmt kirkjubókunum — segir hann og hlær við. Allslóbátarsmíð- aðirá síðastaári — Hvenær var klúbbur þessi, Siglingakúbburinn Siglunes, stofnaður og hver rekur hann? — Hann var stofnaður árið 1966 og eru það Æskulýðsráð Reykja- vikur og Æskulýðsráð Kópavogs, sem reka hann i sameiningu. Og hérna hinum megin við fjörðinn, þ.e. Kópavogsmegin, er siglinga- klúbbur, er ber sama nafn. Þessa báða klúbba hafa félögin rekið i sameiningu, hvað snertir eftirlit og fleira. — Hvernig er rekstrinum varið svona i stórum dráttum? — Ja, strákarnir hafa smiðað bátana sjálfir, með aðstoð og til- sögn, og þeir hafa sjálfir borgað efnið. Hins vegar hafa þeir fengiö leiðbeiningar og aðstöðu alla án endurgjalds. — Voru strákarnir ekki fljótir að taka við sér, þegar þessi starf- semi fór á stað? — bað er vist óhætt að segja það. Þeir komu strax svo margir, að ekki var hægt að anna þeim öllum. Við vorum þvi neyddir til að láta suma biða eða hliðra til, þannig að þetta gæti blessast. Nú, eins og géngur voru drengirnir misröskir við verkefni sin. Þeir, sem duglegir voru, kláruðu sig fljótt, en þeir seinvirku og óvan- ari drógust nokkuð aftur úr og voru lengur að klára sina báta. Mikill kraftur var settur i starf- semina i fyrra.Þá byrjaði fyrri flokkurinn i október og var búinn að klára sina báta um hátiðar, alls 8 báta. Seinni flokkurinn var svo við frá áramótum og eitthvað frameftir vetri og luku einnig 8 bátum. Og það vil ég segja, að drengirnir hafa staðið sig aldeilis með sóma og unnið að verkefnum sinum hér af mikilli natni og sam- vizkusemi jafnhliða skólanám- inu. Á þessum 6 árum hafa alls verið smiðaðir um 40 bátar hér. — Þetta er sem sé vetrarstarf- ið, en hvað er svo um að vera hér yfir sumarið? — Þá er siglt, maður, það held ég nú. Siglt og siglt af miklum krafti, en ekkert smiðað. — Er farið langt út? — Þeir fara hérna út á fjörðinn, það er nú takmarkað, hvað þeir mega fara. Þetta er allt undir opinberu eftirliti. Það má enginn fara á sjóinn nema hann sé i sjó- vesti og með öll öryggistæki, sem til eru hjá okkur. Svo er hraðbát- ur frá okkur, sem fylgir þeim eft- ir. — Og þeir eru bæði með árar og segl, strákarnir? — Já, já, það held ég nú. Þetta eru mjög góð segl úr finu nylon- efni, sem ekki fást hér á landi. Höfum við fengið þau frá Skot- landi. — Hver eru hin raunverulegu aldurstakmörk hér? — Lágmarksaldurinn er 12 ára, en hámarksaldurinn er eiginlega enginn samkvæmt reglugerð. Algengasti aldurinn er 12 ára og til fermingaraldurs, en einnig er Séð yfir vinnusalinn. Þau verk eru ætfo flji

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.