Tíminn - 29.11.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 29.11.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Miðvikudagur 29. nóvember 1972 þar sem þær voru komnar. Við bugðu á veginum lá dauður uxi, sem þegar var orðinn að daunillu hræi. Gammarnir héldu veizlu á skrokkn- um, þeír hoppuðu um, rifu og tættu með miklum fyrirgangi. Hrædaunn- inn var megn og stækur I logninu, hann lá yfir veginum á löngum kafla, og majórinn losnaði ekki við hann úr nösunum, það sem eftir var dags- ins. Um kvöldið, þegar þau fór að borða og tjalda, fannst majórnum, að ekki þyrfti mikið til að hann færi að kasta upp. Þar sem þau höfðu að- eins eitt tjald, þurfti majórinn að sofa undir berum himni. Paterson fór út til hans til að bjóða góða nótt og sá þá, að hann haföi sett upp flugna- net. Hann hafði búið til grind úr bambus og strengt netið yfir hana. Nú lá hann undir netinu með kvöldpipuna sina og horfði hugsandi upp i stjórnubjartan himininn. „Yður finnst vist ákaflega heimskulegt að vera með flugnanet núna", sagði hann við Paterson. ,,bað finnst mér alls ekki". „Þetta er vanifrá þviég varihernum",sagði majórinn undir netinu. „Malariu fær maður þrátt fyrir það". Paterson fann, að majórnum lá eitthvað á hjarta og langaði af ein- hverjum ástæðum til að tala við einhvern. Paterson settist á kassa, sem var það i námunda. „Hafið þér einhvern tima fengið malariu? Þér hafið nú varla komizt hjá þvi". „Ég fékk hana einu sinni", svaraði Paterson. „Þá fáið þér hana sennilega aftur, þannig hagar þessi sjúkdómur sér. Ég þekkti hermann i Madras, sem hafði fengið hana nitján sinnum". Paterson sagði ekkert, hann horfði á glóðina i pipu majórsins, sem lýsti upp eins og rauð stjarna hvert sinn, sem hann dró að sér reykinn. „Madras er ekki skemmtilegur bær. Einhvern veginn hef ég aldrei kunnað vel við Indland". Majórinn hafði greinilega mikla þörf fyrir áð tala um hversdagslega og einskisverða hluti. / „En samt getur Rangoon svo sem verið nógu slæm". „Það er alveg rétt hjá yður, já". „Mér hefur alltaf leiðst sá bær. Það er eins og hann tilheyri alls ekki Burma, Siðast, þegar ég kom þangað, voru sumir burmönsku karl- mennirnir farnir að ganga i evrópskum fötum — það var heldur óskemmtileg sjón". Paterson tók eftir, að ljósið var slökkt i tjaldinu. Nú lægi Nadia. og biði þess, að ungfrú Alison sofnaði, þá niundi htin læðast út að bilnum. Paterson stóð upp af kassanum og ætlaði að fara. „Herra Paterson". „Já — ?" „A morgun sný ég við". Rödd majórsins var róleg og ákveðin. Raddblærinn bar vott um sannfæringuna, sem að baki orða hans lá. Paterson vissi ekki, hvort hann ætti aö mótmæla eða láta i ljós undrun sina. „Ég hef allan timann séð eftir, að ég ákvað að fara með". „Það hefur vel mátt skilja það á yður". „t hreinskilni sagt var það þess vegna, sem mér var svo mikið i mun, að taka hjólið með". Svalur gustur kom ofan úr fjöllunum, léttur, ósýnilegur og næstum ómerkjanlegur, en mjög þægilegur i hitamettuðu myrkrinu. Stjörnurn- ar ljómuðu óaflátanlega uppi á niðdimmum himningum, og marjóninn lá hreyfingarlaus og starði á þær. „Það verður erfitt að hjóla þetta", sagði Paterson. „Ég býst ekki við, að ég geti hjólað alla leiðina, en ég get þó leitt hjól- ið og notað það undir farangurinn". Einhvers staðar langt inn milli fjallanna voru sjakalarnir farnir að væla. t myrkrinu Hktist hljóðið kveinstöfum kvenna. „Éghef ekkimátt tilþesshugsa.hvaðkomiðgætifyrir ungfrú Ross - og doktor Fielding heima á sjúkrahúsinu". „Hm". „Þetta þverbrýtur lika öll lögmál, sem ég hef tileinkað mér I langri herþjónustu — stinga af, hlaupast brott.... það er það auvirðilegasta, sem hægt er að hugsa sér". „Ég skil yður vel", sagði Paterson. „Ég er tengdur Burma og fólkinu hér mjög sterkum böndum, þannig hefur það verið alveg frá þvi ég kom hingað. En það þekkið þér nú frá sjálfum yður". „Hvað vitið þér um það?" „Það sér maður á yður". Tjaldið var opnað gætilega og i myrkrinu heyrðist varla skrjáfið í segldúknum. Paterson heyrði þruskið og vissi, að nú væri Nadia á leið- inni til hans. Hann sat kyrr hjá majórnum, en athygli hans beindist bæði að honum og stúlkunni bak við hann. „Það getur maður séð á þvi, hvernig þér umgangist Burmabúa. Evrópumenn, sem koma til Austurlanda, eru vanir að haga sér eins og skepnur gagnvart innfæddum undirsátum slnum, en yður þykir vænt um landið, og ibúa þess. Vinnan i rlsmyllunni var yður ekki einungis skyldustarf — yður þótti vænt um hana og hún var yður mikils virði". Paterson var snortinn af orðum majórsins, og hann vissi ekki, hverju hann ætti að svara. Að önnur manneskja skyldi klæða ást hans til Burma i orð olli þvi, að hún varð allt I einu einkennilega lifandi i hon- um. „Þannig tilfinningum getur maður ekki hlaupið frá," sagði majór- inn. Nadia hafði heyrt raddir þeirra og gengið aftur að tjaldinu. Dauft skrjáf heyrðist, þegar tjaldinu var lokað. „Að vissu leyti er vel hægt að skilja Portman og Betteson, þeir eru verzlunarmenn og hafa ekki búið i Burma ánægjunnar vegna. Þeir hafa sinar ákveðnu hugmyndir um gildi og skoðanir. Það er lika sjón- armið út af fyrir sig." Paterson sat og hlustaði eftir Nadíu, en heyrði ekkert. „Ég get vel komið auga á sjónarmið hinna, en ég er þeim ekki sam- mála, get það bókstaflega ekki. Nú eru meira en þrjátiu ársfiðan ég hef komið til Englands og ef ég ætti að eiga heima þar, hefði ég ekki hug- mynd um hvað ég ætti að taka mér fyrir hendur til að eyða tlmanum. Ég tilheyri Burma." „Hvenær hafið þér hugsað yður að leggja af stað á morgun?" „Égbiðþar tilþér eruðfarinn.þá snýég við." „Við verðum að muna, að þér fáið vatn og matvæli með yður," sagði Paterson. Honum fannst óþarfi að orðlengja þetta frekar og reis upp. Umhverfis þá var fullkomlega kyrrt, ekkert hljóð og engin hreyfing, og sjakalarnir i fjarska höfðu lika þagnað um stund. Alger kyrrð fyllti myrkur hitabeltisins. „Furðuleguraragrúi afstjörnum, sem tiler!" sagði majórinn. „Mér hefuralltaf fundiztþær vera eins og fiskar, sem syntu um þarna uppi." Paterson hló, og majórinn leit snöggt á hann. „Yður finnst þetta Hklega eintóm þvæla?" "Með fiskana? Alls ekki." 1271 1) Ungdómurinn.- 6) Titt.- 8) Hæð.- 10) Dýr.- 12) Samt.- 13) Slagur.- 14) Gutl.- 16) Snæddu.- 17) Timabils.- 19) Skæla.- Lóðrétt 2) Ætijurt.- 3) Skst.- 4) Óhreinka.- 5) Tæki.- 7) Farði.- 9) Brjálaða.- 11) Fum.- 15) Krot.- 16) Kærleikur.- 18) Tré.- Ráðning á gátu No. 1270. Lárétt 1) Útlát.- 6) Alt.- 8) Ból. 10) Sem.-12) Ei.-13) Tá.-14) Iða.- 16) Þar.- 17) Nóa.- 19) tskur.- Lóðrétt 2) Tal.- 3) LL.- 4) Ats.- 5) Obeit.- 7) Smári.- 9) Oið.- 11) Eta.- 15) Ans,- 16) Þau.- 18) Ok. HVELL G E I R I D R E K I Röddin sagði að ^við förum ¦ rikið skyldi vera Jheim.Xú að M eitt.jÞá er yifa I friði, eins^ yfirráðum okkary og hann skipaði Skipið er hér og þyrlan' isprengjunum er fyrir Hjá ollufélagi I evrópskri borg Skeyti frá aðalstöðvunum. . Það verður að afhenda þeiml milljón.eða þeir láta sprengjurnar falla R*2SQ1 i 5=* MIÐVIKUDAGUR 29. nóvember 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.15 Ljáðu mér eyra. Séra Lárus Halldórsson svarar spurningum hlustenda. 14.30 Síðdegissagan: „Gömul kynni" eftir Ingunni Jóns- dóttur. Jónas R. Jónsson á Melum les (7). 15.00 Miðdegistónleikar: ts- lenzk tónlist 16.00 Fréttir. 16.15 Veður- fregnir. Tilkynningar. 16.25 Popphornið* Jón Þór Hannesson kynnir. 17.10 Tónlistarsaga. Atli Heimir Sveinsson sér um þáttinn. 17.40 Litli barnatlminnÞórdis Ásgeirsdóttir og Gróa Jóns- dóttir sjá um timann. 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Bein lina til Magnúsar Kjartanssonar iðnaðarráð- herra. Fréttamennirnir Arni Gunnarsson og Einar Karl Haraldsson stjórna þættinum. 20.00 Kvöldvakaa. Einsöngur Sigurður Björnsson syngur lögeftirPál ísólfsson, Jónas Þorbergsson, Eyþór Stefánsson o.fl. Guðrún Kristinsdóttir leikur á pianó. b. Klerkurinn á Klausturhólum. Séra Gisli Brynjólfsson flytur sjötta hluta frásagnar sinnar. c. Visur eftir Benedikt Valdimarsson á Akureyri. Laufey Sigurðardóttir les og Þorbjörn Kristinsson kveð- ur. d. öfuguggi.Þorsteinn frá Hmari tekur saman þáttinn og flytur ásamt Guðrúnu Svövu Svavars- dóttur. e. Um islenzka þjóð- hætti. Árni Björnsson cand.mag. talar. f. Kór- söngur, Kammerkórinn syngur islenzk lög, Ruth Magnússon stjórnar. 21.30 Að tafli. Ingvar As- mundsson flytur skákþátt. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. útvarps- sagan: „útbrunnið skar" eftir Graham Greene. Jó- hanna Sveinsdóttir les þýð- ingu sina, — sögulok (17). 22.45 Djassþáttur I umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.40 Fréttir i stuttu má'li. Dagskrárlok. 18.00 Teiknimyndir. 18.15 Chaplin. 18.35 Hljómsveit Tónlistar- skólans. Leiknir eru rúmenskir dansar fyrir Béla Bartok og þættir úr Serenöðu, op. 48, eftir Tsjækovski. Stjórnandi Björn Olafsson. Aður sýnt 5. júni sl. 19.00 Hlé. 20.00 Fréttir- 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Þotufólk. Nýr teikni- myndaflokkur eftir höfunda „Steinaldarmannanna". Járngerður ketnur til sögúnnarÞýðandi Jón Thor Haraldsson. Hér er f jallað i gamansömum tón um dag- legt lif fólk i tækniheimi framtiðarinnar. 21.00 Munir og minjar „Hesti er bezt að hleypa á skeið" Þór Magnússon, þjóðminja- vörður, segir fra söðlum og söðlaskrauti og sýnir gömul reiðtygi ýmiss ,konar, sem varðveitt eru i Þjóðminja- safni tslands. 21.30 Kloss höfuðsmaður Pólskur njósnamynda- flokkur Execelsíór-hótel Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 22.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.