Tíminn - 29.11.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 29.11.1972, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 29. nóvember 1972 TÍMINN J7 íslandsmótið í handknattleik: Tveir sfór- Valur 2 1 0 1 38:29 2 Fram 2 1 0 1 34:31 2 Haukar 2 1 0 1 36:32 2 Viking. 1 1 0 1 16:15 2 Armann 2 0 0 2 23:42 0 Kr 3 0 0 3 44:57 0 leikir í kvöld — Tekst ,,Mulningsvélinni" að stöðva hættulegar stórskyttur Víkings og hvað gerir Geir gegn Geir og félögum úr Firðinum ? í kvöld fara fram tveir þýðingamiklir leikir i 1. deildarkeppninni og verða þeir leiknir i Laugardalshöllinni. Það eru toppliðin ÍR og FH, sem leiða saman hesta sina, en liðin hafa ekki tapað leik i íslands- mótinu til þessa — þess vegna verður örugglega hart barizt, þvi að það lið, sem vinnur, er komið með góða forustu i 1. deildinni. Áður en ÍR og FH ieika, mætast Iteykjavikurliðin Vík- ingur og Valur, og má reikna með þvi, að I e i k u r i n n v e r ð i skemmtilegur — Vikingsliðið hefur ekki tapað leik enn þá, aftur ámótitöpuðu Valsmenn fyrir Fram um daginn. Fyrri leikurinn i kvöld hefst kl. 20.15. Staðan í 1. deildinni er nú þessi: 1R 2 2 0 0 38:27 4 FH 2 2 0 0 33:29 4 Það má búast við.að mjög' margir áhorfendur komi i Laugardalshöllina i kvöld til að sjá leik toppliðanna i deildinni; þrjú lið.sem leika i kvöld, hafa ekki tapað leik.og leggja leik- menn þessara liða örugglega mikla áherzlu á, að liðið verði taplaust áfram. Fyrri leikurinn hefst kl. 20.15 — en þá leika Reykjavikurmeistararnir Vikingur gegn Val — Vikingsliðið rétt marði sigur yfir Haukum.og verða leikmenn liðsins að gera betur, ef þeir ætla að ná tveimur stigum af Val. Valsliðið fékk skell i fyrsta leik mótsins, þegar það tapaði fyrir Fram 13:18, eins og frægt er orðið. Ef Valsliðið nær að sýna góðan leik i kvöld, ætti leikur liðsins gegn Viking að verða skemmtilegur og tvisýnn. Spurningin er þessi: TEKST ,,MULNINGSVÉL1NNI”, AÐ STÖDVA HINAR HÆTTULEGU STÓRSKYTTUR VtKINGS? Siðari leikurinn i kvöld verður einnig tvisýnn og skemmtilegur, eins og alltaf þegar lið 1R og FH mætast. A siðastg keppnistima- bili gerðu liðin jafntefli i iþrótta- húsinu i Hafnarfirði, i skemmti- legum og æsispennandi leik. ÍR- liðinu tókst að jafna á siðustu sek. Leikur liðanna i Laugardals- höllinni var einnig spennandi, en ,,Jm .$« ***-»:•; Þessi mynd var tekin i leik ÍR og FIi, þegar liðin mættust i Laugardalshöllinni i fyrra. Asgeir Elias- son, sést stökkva inn i vitateig FH og skora. ólafur Tómasson og Arni Guðjónsson, horfa spenntir á. As- geir hefur ekki leikið með ÍR-liðinu i vetur, þvi að hann er á iþróttakennaraskólanum að Laugarvatni. þar sigraði FH með litlum mun. Bæði liðin leika hraðan og skemmtilegan sóknarleik og þau hafa á að skipa skemmtilegum leikmönnum. Beztu markverðir landsins leika með liðunum, en það eru þeir Hjalti Einarsson, FH, og hinn stórefnilegi mark- vörður IR-liðsins, Geir Thor- steinsson. Undirritaður sá Geir leika með 1. flokki 1R gegn Val á sunnudaginn, en i þeim leik sýndi hann frábæra markvörzlu, varði hann allt.sem að markinu kom, t.d. fjögur vitaköst, en hann réði ekki við það fimmta, þegar nokkrar sek. voru til leiksloka. Leiknum lauk með sigri 1R 5:1. Það verður gaman að sjá hvað Geir gerir í kvöld, þegar hann leikur gegn stórskyttum FH-liðs- ins: TEKST GEIR AÐ STÖÐVA GEIR OG FÉLAGA? —SOS Reykjavíkurmðtið í handknattleik: Lokastaðan í M.fl. kvenna og markhæstu stúlkurnar Stefán landsliðs- þjálfari kvenna Stefán Sandholt þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Val. og 1. deildarliði KR i handknattleik hefur verið ráðin iandsliðsþjálfari kvenna i handknattleik. Stefán hefur þjálfað kvennalandsliðið undanfarin ár með góðum árangri, hann þjálfaði t.d. kvennalandsliðið, sem stóð sig mjög vel i Norðurlandsmótinu i vor. Nú á næstunni verður valinn stór hópur til æfinga og verður byrjað af fullum krafti lyrir áramót. Landsliðsnefnd kvenna mun velja stúlkur til æfinga, en landsliðsnefnd er skipuð eftirtöldum mönnum: Gunnar Kjartansson, for- maður nefndarinnar, Heinz Steinmann og Guðmundur Frimansson, en þessir menn áttu einnig sæti i nefndinni — stúlkur valdar fljótlega til æfinga siðastliðið keppnistimabil. Við munum fljótlega birta nöfn stúlnanna, sem nefndin velur til landsliðsæfinga. SOS. Lyftinga- deild KR Aðatfundur Lyftingadeildar KR verður haldinn i KR-heimilinu. föstudaginn 15. desember kl. 20.00. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Venjuleg aðalfundar- störf. Stjórnin Lokastaðan i Ileykjavikurmótinu i handknatt- leik, meistaraflokki kvenna varð þessi: Valur 5 4 1 0 40:18 9 Ármann 5 4 0 1 23:11 8 Fram 5 3 1 1 30:18 7 Vik. 5 2 0 3 19:23 4 KR 5 1 0 4 23:28 2 ÍR 5 0 0 5 13:50 0 Þrjár stúlkur skoruðu jafn mörg og flest mörkin i mótinu, en annars var röðin þannig: Arnþrúður Karlsdóttir Fram 11 Oddný Sigsteinsd., Fram' 11 Svala Sigurtryggsd. Val 11 Hjördis Sigurbjörnsd., KR 9 Ólöf Einarsd., 1R 9 Björg Guðmundsd., Val 8 Elin Kristinsd. Val 8 Erla Sverrisd. Árm. 8 Agnes Bragsd Vik. 5 Björg Jónsd.Val 5 Guðrún Helgad. Vik. 5 íslandsmótið i kvennaflokki 1. og 2. deild byrjar fljótlega eftir áramót. 1 1. deild leika eftirtalin lið: Valur Ármann, Fram, Vikingur, Breiðablik og KR, sem sigraði 2. deild i fyrra. 1 2. deild leika Njarðvik, en liðið féll úr 1. deild, IR, Fylkir, FH og Keflavik. Við munum nánar rabba um handknattleik kvenna hér á siðunni fljótlega. Eins og við sögöum frá hér á síðunni i gær, þá varð meistaraflokkur kvénna I Val Reykja- vfkurmeistari i handknattleik. Hér birtum við mynd af liðinu og innan sviga eru mörkin, sem stúlkurnar skoruðu i mótinu. Efri röð frá vinstri: Elin Kristinsdóttir (8), Jóna Dóra Karlsdóttir (2) Björg Jónsdóttir (5) Hildur Sigurðardóttir, Hrefna Bjarnadóttir og Sigurjóna Siguröardóttir (2). Neðri röð frá vinstri: Svala Sigtryggsdóttir (11) Harpa Guðmundsdóttir (4) Oddgerður Oddgeirsdóttir, Inga Birgis- dóttir, Björg Guömundsdóttir, og Kristjána Magnúsdóttir. ADIDAS æfingaskór ALLAIl STÆRÐIR Póstsendum Sportvöruverzlun Ingólfs óskarssonar Klappantlg 44 — Slmi 11783 — ÍUykJavtt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.