Tíminn - 29.11.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 29.11.1972, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 29. nóvember 1972 TÍMINN 19 míiasís&mastL wm k_> Hörpukonur Hafnarfirði, Garða- og Bessastaoahreppi Fundur verður haldinn að Strandgötu 33 Hafnarfirði mið- vikudaginn 29. nóv. kl. 20.30. Fundarefni: 1. Féiugsmál. 2. Kosning fulltr. á kjördæmisþing. 3. Kynning á isl. tizkuvörum Ur ull og skinni. Kaffi. Félagskonur fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Reykjaneskjördæmi Kjördæmisþing KFR 1972 verður haldið i Festi, nýja samkomuhúsinu i Grindavik,sunnudaginn 3. des. og hefst kl. 9.30 f.h. Stjórnin. Kópavogur Freyia félag frumsóknarkvenna.heldur aðalfund miðviku- daeinn 29. nóvember i Félagsheimilinu Neðstutröð 4, kl. 20.30. 5 Stjórnin J Kópavogur Aðalfundur FUF i Kópavogi verður haldinn að Neðstu-Tröð 4, fimmtudaginn 30. nóvember kl. 20.30. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltr. á kjördæmisþing. 3. Onnur mál. Stjórnin. Kópavogur Aðalfundur Framsóknarfélugs Kópuvogs verður huldinn uð Neðstutröð 4, föstuduginn 1. desember klukkun 20.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundurstörf. Stjórnin Mannlíf Frh. á bls. 6 dyrum skólans eftir að þeim hefur verið læst, svo við hefur legið, að hurðin væri brotin og haft i hótunum að brjóta rúður — og raunar húsið allt. Þegar forstöðukona husmæðra- skólans hefur á kurteisan hátt reynt að sefa þessa óboðnu gesti og reynt að fá þá með góðu til að fara, hefur verið gerð tilraun að berja hana með sópskafti, henni verið sagt að ,,éta skit", „éta hund" og annað eftir þvi. Stöku sinnum hafa húsráðendur á Laugum verið til neyddir að kalla á lögreglu frá Hiisavik um 40 kilómetra vegalengd, til þess að hirða óhappamennina, og er það þó ekki gert fyrr en i fulla hnefana. Fyrir hefur komið, að bifreiðarstjóri, sem ekið hefur þessum vesalings farþegum á staðinn, hefur siðan snúið á brott og skilið þá eftir, hvort sem ástæðan hefur verið sú, að hann hafi viljað fela nafn sitt og breiðarnúmer, eða einhver önnur. Lögregluvörzlu á staðnum hafa skólarnir ekki fengið. Hinir aumkunarverðu ölvuðu árásarmenn hafa flestir verið frá þéttbýlinu á Husavik. Ekki allir. En nógu margir til þess, að hér á staðnum ganga þeir undir sam- heitinu „húsvikingar". Það er sorgleg staðreynd fyrir þann fjölda ágætisfólks, sem býr á Húsavik og á hér engan hlut að máli. Heitið, Húsvikingar, á skilið allt aðra og betri merkingu og hefur það lika i flestum tilfellum. Það er harla ólikur blær á sam- skiptum þessara Húsvikinga við héraðsskólann að Laugum og þeim gagnkvæmu heimsóknum nemenda skólanna á þeim tveim stöðum, sem áður er lýst. Og ólikt var fyrr, þegar ung- mennafélagar úr héraðinu komu heim að Laugum ár eftir ár, til þess að vinna að snyrtingu og fegrun i kring um skólana I sjálf- boðavinnu. Þetta ástand, sem rætt hefur verið hér að framan, i sambúðar- háttum umhverfisins, og þá fyrst og fremst þéttbýlisins, við skólana á Laugum er með öllu óviðunandi. Það spillir öllu skóla- starfi. Það er hættulegt. Og það er vansæmandi svo sem framast má vera. Skólarnir á Laugum hljóta að lýsa þungri sök á hendur þeim ungu mönnum, sem haga sér eins og að framan er lýst. ölóður maður er að visu sjúkur og ósjálf- ráður gerða sinna, þegar svo er komið. En það er tæplega hugsanlegt, að nokkur Islend- ingur, sem kominn er af barns- aldri, nema þá að hann sé fáviti, sé svo illa að sér, að hann viti ekki hver eru i stórum dráttum áhrif áfengis. Arásarlýðurinn, sem situr um skólana veit vel hvað af þvi getur hlotizt að neyta þess. Hann er aumkunarverðir afvega- leiddir vesalingar. En það sviftir ekki þessa ungu menn ábyrgð á orðum og gerðum. Þeim er enginn greiði að þvi að þeir séu afsakaðir. Enda er það svo, að séu þessi ungmenni ekki undir áhrifum áfengis, en flest þeirra mjög venjuleg mannsefni og sumir bæði greindir og góðir drengir. En fleiri eiga hlut að þessu sorglega ástandi. Skólarnir hljóta að sak- fella harðlega alla þá bifreiða- stjóra, sem flytja hina ólánssömu menn á staðinn, annað hvort ókeypis eða selja þeim far og brjóta með þvi lög, séu þeir ekki leigubifreiðastjórar. Þeir vita vel hvert þeir eru að fara og til hvers. Þeim er vorkunnarlaust að taka ekki þátt i þessum vansæmandi og hættulega skripa- leik. Skólarnir geta ekki annað en lýst biturri sök á hendur þeim, sem selja óhappamönnunum áfengi. Hinir óboðnu slysagestir eru flestir undir þeim aldri, að þeir lögum samkvæmt megi kaupa vin. Þeir hljóta þvi að fá það eftir ólöglegum leiðum. Þeir hafa lent i höndunum á samvizku- lausum lögbrjótum og oftast okrurum, sem nota sér vesaldóm þeirra og sjúklegu hneigðir. Og siðast en ekki sizt geta skólarnir ekki annað en ásakað stórlega þjóðfélagið sem slikt, að þvi leyti sem það ber ábyrgð á áfengisbölinu. Einnig þau stjórn- völd, sem ekki veita skóla- heimilunum þá vernd, sem ekki verður séð annað en þau eigi heimtingu á. Það getur ekki verið neitt réttlæti i þvi, hvað þá skylda, að starfsfólk skólanna þurfi að stunda löggæzlustörf i fritima sinum, til varnar eignum skól- anna og að ekki verði slys af óboðnum gestum, sem skólunum koma ekkert við og skólarnir ekki þeim. Að þeir geti látið málið afskipalaust og ekki látizt sjá það, er jafnfráleitt. Enginn hefur beðið mig að skrifa þessa grein, né heldur hvatt mig til þess. Forlögin hafa hagað þvi svo, að ég get ekki tekið þátt i mannlifii héraðs mins né skóla þess, svo nokkru nemi. Ég skrifa hana á eigin ábyrgð og sem áhorfandi. I henni hefi ég brugðið upp tveim myndum af tilteknu, afmörkuðu svæði landsins, þótt ég viti að þær eru I meginatriðum algildar. önnur myndin er björt. Hin er svört. önnur er af rétthverfu mann- lifsins, hin af ranghverfu þess. Su fyrr nefnda er af sambúðar- háttum, sem leiða til vaxandi þegnréttar I menningarþjóð- félagi. Sii siðar nefnda til glötunar á þeim þegnrétti, og i átt tilsamfélagsdýra ieinhverju þvi landi, þar sem auðveldara er að bita gras eða ræna sér til matar, heldur en á íslandi. Þvf samfélagi gæti það að visu orðið til fram- dráttar, að dýrin hafa ekki lært að framleiða né neyta áfengis sér til dómsáfellis. Ritað I nóvember 1972 Bátasmíð Framhald iaí bls. U G. HINRIKSSON Simi 24033 Til tœkifœris gjafa Demantshringar Steinhringar GULL OG SILFUR fyrir dömur og herra Gullarmhönd Hnappar Hálsmen o. fl. Sent i póstkröfu GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON ^ gullsmiður «v Bankastræti 12 |r Sími 14007 j| — Ja, ég er að láta hliðarnar á, sko, það er komið þarna framan i, og svo er bara eftir að setja hliðarplöturnar i ognegla þær við grindina. — Hvenær heldurðu, að þú klárir bátinn? — Ég veit það nú ekki, ætli ekki svona um jólin. — Er þetta þaðfyrsta, sem þú smiðar, eða eru kannski þegar reyndur smiður? — Ne-ei, ég hef nú eiginlega aldrei smiðað neitt dður. Og þó að ég sé að þessu, ætla ég hvorki að verða smiður né sjómaður. Ég ætla bara að hafa þetta sem sport. — Finnst þér ekki gaman að hvila þig hér frá skólanum og smiða báta upp á eigin spýtur? — Jú-hú, það er alveg ofsa- lega gaman að smiða svona sjálfur. En samt er enn skemmtilegra á sumrin, þvi þá förum við að sigla á bátunum. Ég var sko hérna i sumar, og einu sinni fórum við tveir strák- ar út á GP-skútu. Það var dálit- ið hvasst og við ætluðum að prufa að velta honum og þá valt hann bara allt i einu. Og það var allt i lagi með skútuna, hún flaut. En við þurftum að busla smástund i sjónum og sukkum ekki heldur, þvi að við vorum i björgunarvestum og svoleiðis. Og svo kom hraðbáturinn, sem fylgist alltaf með bátunum, og bjargaði okkur. Við vorum ekki vitund hræddir. — Hvenær kemurðu hingað? Stelstu nokkuð úr skólanum? — Nei, nei, ég kem bara eftir hádegi á föstudögum, þvi að þá á ég fri úr skólanum og þá eru litlu skúturnar smiðaðar. En stærri skúturnar, GP-skúturn- ar, eru smiðaðir á mánudögum og þriðjudögum. — Langar þig ekki að smiða bát fyrir varðskipaflotann? — Það væri sossum gaman, en ég get það nú ekki, hann þarf að vera svo stór, með fall- byssu og svoleiðis...... Siglingaíþróttiner ákjósanlegtilaðefla fjölskyldutengslin — Ahuginn á þessu starfi hér og á slikri starfsemi yfirleitt er mikill og á eftir að fara geysi- lega vaxandi. Yfirleitt finnur maður núna, að viðhorfið til tómstundaiðkana er að breytast mikið og á ef til vill stytting vinnuvikunnar sinn þátt i þvi. Það er töluverður fjöldi manns, sem er búinn með sina vinnu- viku um miðjan dag á föstudög- um og margt af þeim eru menn, sem vilja finna sér sport af þessu tagi. Siglingar eru sport fyrir alla f jölskylduna. Það þarf ekki að leggja i mikinn kostnað til að eignast bát fyrir 3, 4, 5 manns, og það er vart hægt að hugsa sér nokkuð, sem færir fjölskylduna eins saman og sport af þessu tagi.- Þannig fórust Hinrik Bjarna- syni, framkvæmdastjóra Æsku- lýðsráðs Reykjavikur, orð með- al annars, er undirritaður náði tali af honum niðri i siglinga- klúbbi á dögunum. I stuttu við- tali við hann kom fram, að fólk hefur mjög sótt eftir að fá að geyma báta sina og hafa að- stöðu fyrir þá við bryggju Siglingaklúbbsins. En Hinrik kvað það hins vegar vera stefnu Æskulýðsráðs að láta aðeins unglingunum þessa aðstöðu i té, vegna þeirra væri klúbburinn rekinn. Það væri leitt að þurfa að visa fólki frá, og mjög æski- legt væri, að þeim yrði búin að- staða fyrir báta sina á góðum stað einhvers staðar við strand- lengjuna, og þeir væru margir. Einnig kom fram, að Æskulyðsráð hefur gert frum- athugun á þvi, hvort hægt væri að l'á framleiðendur plastbáta (báta úr trefjagleri) hér á landi til að framleiða báta af viður- kenndum, alþjóðlegum klassa. Með slikum samstæðum bátum væri t.d. hægt að koma á lög- legri siglingakeppni, sem gæti orðið mjög skemmtileg. TILKYNNING frá Mosfellshreppi Framvegis verður viðtals- og afgreiðslu- timi á skrifstofum hreppsins i Hlégarði sem hér segir: 1. Almenn skrifstofa, afgreiðslutlmi: mánudaga til fimmtudaga kl. 9,30-16,00, föstudaga kl. 9,30-19,00. 2. Viðtalstlmi sveiturstjóru: þriðjudaga til fimmtudaga kl. 10,00-12,00, föstudaga kl. 16,00-19,00. 3. Byggingafulltrúi: þriðjudaga kl. 13,00-15,00, fimmtudaga kl. 10,00-12,00. Hlégarði 28. nóvember 1972 Sveitarstjórinn. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur Lönd og landgæði í hverra eigu? Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur efnir til al- menns fundar í Sigtúni við Austurvöll nk. mið- vikudag, 29. nóvember 1972, er hefst kl. 9 e.h. Umræðuefni fundarins nefndist „Lönd og landgæði — í hverra eigu?" Framsögumenn: Bragi Sigurjónsson, alþingis- maður, og Eyjólfur Konráð Jónsson, ritstjóri Morgunblaðsins. Fólk er eindregið hvatt til þess að f jölmenna á þennan fund um mál sem nú er m(ög til um- ræðu manna á meðal. STJÓRNIN.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.