Tíminn - 30.11.1972, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.11.1972, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Fimmtudagur :!0. nóvember 1972 Og salernin úr skíragulli t>að eru fleiri rikir menn, sem berast mikið á, en grisku stórút- gerðarmennirnir, sem ávallt hafa lag á að vekja heimsat- hygli fyrir alls konar tiltæki sin og óhemjulega eyðslusemi, en samt verða þeir ávallt rikari og rikari. Snekkjan, sem myndirnar eru af, er i eigu bandarisks arki- tekts F. W. Levitt, og heitir far- kosturinn La Belle Simona, eftir konu arkitektsins. Snekkjan er á stærð við stóran skuttogara, en iburðurinn er gifurlegur. fír til dæmis allur stjórnpallurinn fóðraður með kálfskinni, og hefði slikt þótt mikil eyðslusemi i þá tið er bækur voru skrifaðar á skinnið. Sundlaugin i snekkj- unni er gerð úr Carraramarm- ara og klósettin eru lögð gulli. Snekkjan var byggð á ftaliu og kostaði eigandann rúman milljarð króna, og ætti karlinum og gestum hans að liða sæmi- lega vel um borð. sc> Smálist Listaverkið á meðfylgjandi mynd er heldur smágert, enda er það gert úr eldspýtu. Er myndin eftir perúanska mynd- höggvarann Leanardo Bullnes Mallea, sem bersýnilega álitur að listaverk þurfi ekki að vera stórt i sniðum til að vera fram- bærilegt. Myndarlegur hjólbaröi Þetta er sagður vera stærsti hjólbarði, sem nokkru sinni hefur verið framleiddur. Hann er gerður úr nyloni hjá hjól- barðaverksmiðjunni Firestone. Er hjólbarðinn gerður fyrir griðarmikla mulningsvél. Hann er rúmlega þrir metrar i þver- mál og vegur 2850 kiló. Verðið er rúmlega 10 milljónir króna. Bíöur dóms fyrir svik Edith Irving eiginkona bandariska rithöfundarins Cliff- ords Irvings, sem situr i fang- elsi i heimalandi sinu fyrir að hafa falsað æviminningar Howards Hughes, kom nýlega til Sviss með tvö börn sin, en þar i landi er hún ákærð fyrir fals og svik, en hún er meðsek manni sinum i sambandi við ritun bók- arinnar og fyrir að hafa svikið peninga út úr svissneskum bönkum, samtals að upphæð um sex milljónir króna. Frúin var látin laus gegn tryggingu, en búizt er við að réttarhöldin gegn henni hefjist i byrjun næsta árs. Maður hennar afplánar tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. — Ég sagði öllum, að ég vildi heldur flöskur. Blóm visna bara. — Þeir segja að málin séu XCIV — XLII — XCVI — Ummm. Hér er dásamleg matarlykt. Afsakið, ef ég hef villzt. * DENNI DÆMALAUSI Jesús minn. Ég sem hélt, að Matthias væri prúður og stilltur piltur, en hann getur greiniiega slegist.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.