Tíminn - 30.11.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.11.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Fimmtudagur :!0. nóvember 1972 ALÞINGI U m sjon : Elias Snæland Jónsson Tillaga fimm þingmanna Suðurlandsk/ördæmis: Þyrla fíytji farþega milli lands og Eyja þegar ekki eru skilyrði til áætlunarflugs Fimm þingmenn Suðurlands- kjördæmis hafa flutt í sameinuðu þingi tillögu til þingsályktunar um þyrluflug milli lands og Vest- mannaeyja. t tillögunni er ályktað að fela rikisstjórninni að hlutast til um, að þyrla verði fyrir hendi, sem geti flutt farþega milli lands og Vestmannaeyja, þegar ekki eru skilyrði til flugs með venjulegum áætlunarvélum. Flutningsmenn eru Ingólfur Jónsson (S), Agúst Þorvaldsson (F), Guðlaugur Gislason (S), Björn Fr. Kjörnsson (F), og Steinþór Gestsson (S). í greinargerð með tillögunni segir m.a.: „Samgöngur milli lands og Vestmannaeyja hafa ávalit veriö erfiöleikum bundnar. Sfðan flug- völlur var gerður i Vestmanna- eyjum hefur verið flogiö reglu- bundið til Eyja, eftir þvi sem veö- urskilyröi hafa leyft. Eftir að þverbraut kom til nota á flugvell- inum, hefur flugdögum fjölgaö mikið og flugsamgöngur oröið tiöari og betri en áður. Er nú tal- ið, að flugdagar séu um 280 á ári. Eru þá 85 dagar árlega, sem áætl- unarflug leggst alveg niður. Suma daga er aðeins fært litla stund og þvi ekki unnt að fara nema eina ferð þá daga, þótt 2—3 ferðir séu i áætlun fyrir daginn. ' Flm. þessarar till. telja, að til mikilla bóta mætti verða, sér- staklega að vetrarlagi, að flytja flugfarþega með þyrlu yfir sund ið milli lands og Vestmannaeyja. Þanniggætu þeir, sem fljúga með þyrlu til eða frá Vestmannaeyj- um, verið i sambandi við áætl- unarbifreiðar Austurleiðar. At- huga þarf, hvort Landhelgisgæzl an gæti annazt þessa þjónustu, án þess að það gangi út yfir aðalstörf hennar. Einnig væri eðlilegt, að málið væri sérstaklega rætt við Flugfélag tslandsh/f, sem annast farþegaflug til og frá Vestmanna- eyjum. Það er skoðun flm., að meö þeim hætti, sem hér er bent á, megi gera ráðstafanir til þess, aö flugsamgöngur til Vestmanna eyja falli mjög sjaldan niður”. Ferðafélag íslands 45 ára: Yfir 5000 manns í ferðum félagsins á árinu Þó-Reykjavik Fyrir rösklega 45 árum, eða nánar tiltekið 27. nóvember 1927 komi 63 menn saman til fundar i þeim tilgangi, að stofna félag, sem annast skyldi ferðamál á ts- landi. Félagið hlaut nafnið Ferða- félag tslands og ætla má að varla sé til það mannsbarn á landinu, sem þekki ekki félagið, annað- hvort af eigin reynslu eða þá af afspurn. t tilefni þessara timamóta i sögu Ferðafélagsins var haldin svonefnd Sviðamessa, sem lengi var árlegur siður hjá félaginu en hefur nú legið niðri um alllangt skeið. Sviðamessan var haldin að þessu sinni i Skiðaskálanum I Hveradölum og voru þar saman komnir sjórnendur félagsins og blaðamenn. Af stofnendum félagsins var þarna einn maður nefndur, Ósvaldur Knudsen, ljósmyndari, sem allir þekkja. Félagar i Ferðafélagi tslands eru nú 6800 og hafa aldrei verið fleiri. Höfuðstöðvar félagsins eru i Reykjavik, en að auki starfa niu aðrar deildir á landinu eða á tsafirði, Sauðárkróki, Dalvik, Akureyri, Húsavik, Vopnafirði, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum og i Keflavik. Farið hefur verið i 161 ferð, það sem af er þessu ári, og farþegar eru orðnir 5079, þar af eru út- lendingar 857 eða 15%. A siðast- liðnu ári voru farþegar 3935 i 146 ferðum, og hefur aukningin orðið 29%. I fyrra varð aukningin 25% og þar áður 26% og bera þessar tölur vott um uppgang félagsins. A þessu ári hefur oftast verið farið i Þórsmörk, eða alls 40 sinnum með 150 farþega, næst koma Landmannalaugar með 19 ferðir og 500 farþega og Kjalarferðir eru 10 með 278 farþega. Lengd ferðanna hefur verið frá hluta úr degi og upp i 27 daga. Skálar Ferðafélags tslands og deilda þess eru nú 16 talsins: Á Jökulhálsi á Snæfellsnesi, Hlöðuvöllum, við Hagavatn, i Hitárnesi, i Kerlingarfjöllum, á Hveravöllum, við Laugafell, i Herðubreiðarlindum, i Drekagili við Oskju, við Snæfell, i Kverka- ljöllum, á Sprengisandi, við Veiðivötn, i Landmannalaugum, i Þjófadölum og i Þórsmörk, en skáli félagsins þar var stækkaður um helming á siðasta ári. Bygging skipalyftu í Eyjum hefst senn Erl—Reykjavik. Nú er i undirbúningi að byggja skipalyftu i Vestmannaeyjum. t þessari miklu verstöð, sem liggur miðsvæðis fyrir hafnlausri strönd, hafa til þessa aðeins verið dráttarbrautir i einkaeign, en það er hafnarsjóður Vestmannaeyja, sem gengst fyrir þessum fram- kvæmdum, með stuðningi rikis- ins, sem mun greiða 40% kostnaðarins. Forsaga málsins er sú, að fyrir nokkrum árum pöntuðu Hafn- firðingar skipalyftu frá Póllandi en þegar til kom höfðu þeir tak- markaðan áhuga á henni, og ákváðu þá Vestmannaeyingar að ganga inn i kaupin. Nutu þeir þar stuðnings Hafnarmálaskrifstof- unnar og Framkvæmdastofnunar rikisins. Á Faxaflóasvæðinu er urmull af skipalyftum og dráttar- brautum, en fyrir suðurströnd- inni, þar sem hálfur bátaflotinn hefur stundum verið að veiðum, hefur til þessa ekki verið til staður. þar sem hægt væri að taka upp skip fyrirvaralaust. Geta menn þvi séð hvilikt öryggisleysi hefur þarna rikt . Skip.sem leki kæmi skyndilega að, fyrir suður- ströndinni ætti héðan af að vera i minni hættu en áður. þvi að eftir að lyftan er komin, ætti að vera hægt að taka það upp fyrirvara- laust á stað, sem e.t.v. væri helm- ingi nær en ella hefði þurft að draga skipið. Efnið i lyftuna mun nú að mestu komið til landsins, og sumt af þvi til Eyja, en væntanlega verður hafizt handa við byggingu lyft- unnar snemma á næsta ári. ■I Fundur var i báðum deildum alþingis i gær. t neðri deild voru tvö mál tekin fyrir. Skipulagsbreyting á Tryggingastofnuninni Magnús Kjartansson, trygg- ingamálaráðherra, mælti fyrir stjórnarfrumvarpi um breytingar á lögum um al- mannatryggingar, en gerð var grein fyrir efni þess frum- varps hér i blaðinu i fyrradag. Helzta nýmæli frumvarpsins er, að i staö þess, að sýslu- menn og bæjarfógetar annist umboðsstörf fyrir Trygginga- stofnunina hver i sinu um- dæmi eins og nú er, skal stofn- unin koma á stofn sérstökum umboðsskrifstofum um landið eftir þvi sem þörf reynist. Auk þess skulu sérstakir trúnaðarmenn vera tilnefndir ihverjuþvi sveitarfélagi, þar sem ekki verður starfandi um- boösskrifstofa. Friðjón Þðrðarson (S)taldi, að þessi skipulagsbreyting yrði ekki til bóta. Samkvæmt frumvarpinu væri það ráö- herra.sem ætti að ráða fjölda, staðarvali og öðru varöandi umboðsskrifstofurnar. Taldi hann mjög vafasamt, aö af þessu leiddi sparnaður eða að þetta nýja skipulag myndi stuðla að betri þjónustu og aukinni þekkingu hvers og eins á rétti sinum. Kvaðst hann myndi flytja breytinga- tillögu þess efnis, að ákvæðin um skipulagsbreytinguna yrðu felld niður. Jóhann llafstein (S> taldi, að nefnd sú, sem fengi málið til meðferðar, kannaði það vandlega, hvort þessi breyt- ing væri til bóta, og tók undir ýmsar efasemdir, sem fram komu i máli Friðjóns. Málinu var siðan visað til nefndar. Jarðarsala i Grýtubakkahreppi Þá mælti Gisli Guðmunds- son <F) fyrir frumvarpi, sem hann flytur ásamt öðrum þingmönnum Norðurlands eystra i deildinni um, að rikis- stjórninni verði heimilt að selja Grýtubakkahreppi jörð- ina Grenivik, eyðibýlið Svæði og nýbýlið Höfðabrekku. Var frumvarpinu siðan visað til nefndar. Verðjöfnunarsjóður í efri deild Lúðvik Jósefsson, sjávarút- vegsráðherra, mælti i efri deild fyrir frumvarpi rikis- stjórnarinnar um breytingu á lögum um Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins, sem neðri deild hefur þegar afgreitt. Lagði hann áherzlu á, að málinu yrði hraðað, þar sem það hefði þegar dregizt lengur en við var búizt i meðferð alþingis. Miklar umræður urðu um málið, eins og i neöri deild. Til máls tóku á eftir fram- söguræðu ráðherra: Magnús Jónsson (S), Jón Ármann Héðinsson (A), Lúðvik Jósefsson og ólafur Jóhannesson, forsætisráö- herra. Töluðu sumir oftar en einu sinni.og stóð umræðan i tæpar tvær klukkustundir. Var málinu siðan visað til 2. um- ræðu og nefndar. Mótorrafstöövar hjá bændum Magnús Kjartansson, iðnaðarráðherra, mælti fyrir stjórnarfrumvarpi um breyt- ingu á orkulögum þess efnis, að Orkusjóður megi veita ein stökum bændum, sem búa utan þess svæðis, sem sam- veitum er ætlað að ná til i náinni framtið,lán til að koma upp mótorrafstöövum á heim- ilum sinum, og nemi lánið kostnaðarverði rafstöðvar- innar. Ráðherra rakti þá áætlun um rafvæðingu sveitanna, sem 3ja ára áætlunin gerir ráð fyrir og nú er unnið að. Benti hann á, að þegar þessi áætlun væri komin i framkvæmd myndu um 150 býli verða utan samveitna. Á nokkrum býlanna megi bæta úr þörfinni með litlum vatnsaflsstöðvum, en viðast verði að gera þetta með mótorrafstöðvum. Frum- varpið gerir ráð fyrir, að Orkusjóður geti lánað bændum allt kostnaðarverð mótorrafstöðva til heimilis- nota, en samkvæmt núgild- andi lögum er aðeins heimilt að veita 70% af kostnaðar- verðinu. Steingrimur Hermannsson (F) fagnaði frumvarpinu, en lagði áherzlu á, að þessi fyrir- greiðsla, sem þarna væri fyrirhuguð, mætti ekki draga á nokkurn hátt úr þvi.að býli fái rafmagn frá samveitum, sé þess nokkur kostur. Einnig tóku til máls Stein- þórGestsson (S)og Þórvaldur G. Kristjánsson (S). Fyrirspurn um veiðitakmarkanir Steingrimur Hermannsson (F) lagði i gær fram fyrir- spurn til sjávarútvegsráð- herra, svohljóðandi: Hvernig tekur sjávarút- vegsráðuneytið ákvarðanir um leyfisveitingar, fjölda báta, veiðitima, veiðimagn og aðrar takmarkanir á veiöi? Einkum er óskað upplýsinga um eftirgreind atriði: 1. Er ávallt leitað umsagnar Hafrannsóknastofnunarinn- ar? 2. Er leitaö umsagna annarra aöila? 3. Hefur ráðuneytið almennt farið eftir slikum umsögnum, einkum Hafrannsókna- stofnunarinnar?”. öryggismál á dagskrá A dagskrá sameinaðs þings i dag er m.a. þingsályktunar- tillaga Alþýðuflokksmanna um öryggismál tslands. Einnig er tillagan um afnám vinveitinga á vegum rikisins til framhaldsumræðu, og þingsályktunartillaga um veggjald af hraðbrautum er einnig á dagskrá. Afgreiða íslenzk fiskiskip svo lengi sem slys á sér ekki stað ÞÓ—Keykjavik. Hafnarverkamenn i v-þýzku hafnarborgunum Bremerhaven og Cuxhaven héldu fundi i fyrra- dag, þar sem rædd voru átökin milli islenzks varðskips og v- þýzkra togara út af S- Austur- landi fyrir helgina, og hvort hætta ætti að afgreiða islenzk fiskiskip i v-þýzkum höfnum. — Samþykkt var að halda afgreiðslu islenzkra fiskiskipa áfram, en ef slys ætti sér stað um borð i v-þýzkum togara og hægt væri að kenna átökum i landhelgismálinu um,þá bæri að hætta afgreiðslu islenzkra fiskiskipa i v-þýzkum höfnum. Stuðningur frá Þetta eru jótaplattarnir þrir, sem Hringurinnhefurgefið út. Þeir eru i biáum litum og kosta lOOOkrónur liver. (Timamynd Gunnar) Jólakaffisala og jólaplattar Hringsins sjómönnum Erl—Reykjavik Sjómannasambandi Islands hefur borizt skeyti frá sjómanna- samtökum i Norður-Noregi, „Nordland fylkefiskarlag", sem i lauslegri islenzkri þýðingu hljóð- ar svo: „Sjómenn i Norðurlandsfylki i Noregi styðja islenzka sjómenn i baráttu sinni fyrir bættum lifs- kjörum i framtiðinni m.a. með út- færslu fiskveiðilögsögunnar”. SB—Reykjavik Arleg jólakaffisala Kvenfélags- ins Hringsins verður nú i 20. sinn á sunnudaginn að Hótel Borg og verður einnig seld jólahanda- vinna. Skyndihappdrætti verður jafnhliða kaffinu og eru 200 vinn- ingar. Þá er kominn út þriðji jólaplatti Hringsins og kostar 1000 krónur eins og hinir fyrri. Teikn- ingin er eftir Halldór Pétursson. Eins og áður rennur allur ágóði af kaffi- og handavinnusölunni til Barnaspitala Hringsins, svo og af sölu plattanna, en þess má geta, að þeir eru allir fáanlegir ennþá. Barnaspitali Hringsins tók til starfa árið 1965 og eru þar 62 rúm. Árlega eru lögð þar inn um 1400 börn viðsvegar að af land- inu. Geðdeild Barnaspitalans var opnuð 1971 og hafa siðan komið þangað um 365, en rúm er fyrir 19 i einu. Hringurinn heldur sifellt áfram að búa deildirnar nýjum tækjum og búnaði,og nú er næsti áfangi félagsins að koma upp legudeild fyrir unglinga við geð- deildina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.