Tíminn - 30.11.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.11.1972, Blaðsíða 9
Fimmtudagur :iO. nóvember 1972 TÍMINN 9 ^...............................................................................^ (Jtgefandi: Fra'msóknarflokkurínn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-S: arinn Þórarinsson (ábm.). Jón Helgason, Tómas Karlsson. Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs TImáns)J:;!; Auglýsingastjóri: Steingrfmur, Gfslasqfrii,' Ritstjórnarskrif-;:;i; stofur í Edduhúsinu við Lindargötu, sfmar 18300-18306j;:;: Skrifstofur I Bankastræti 7 — afgreiðslusími 12323 — auglýs :;!;! ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurtsimi 18300. Askriftargjaldi;:;: £25 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-*!!; takið. Blaðaprent h.f. Samningúrnir við Breta Siðustu ráðherraviðræðum milli íslendinga og Breta um bráðabirgðalausn fiskveiðideil- unnar lauk á sama veg og áður. Bretar héldu i megindráttum fast við fyrri afstöðu sina. Þeir vilja ekki á neinn raunhæfan hátt draga úr sókn sinni á fslandsmið, enda þótt fyrirsjáan- legt sé, að þorskstofninn er að eyðast, ef ekki verður gripið til róttækra friðunaraðgerða. Þeir vilja ekki heldur viðurkenna neinn sér- stakan forgangsrétt strandrikisins, enda þótt öll þróun alþjóðaréttar stefni nú i þá átt að viðurkenna viðtækan forgangsrétt strandrikja, þegar gripa. þarf til friðunaraðgerða. Þrátt fyrir það, þótt viðræðurnar bæru ekki árangur vegna þessarar afstöðu Breta, hefur náðst viss árangur af þessum og öðrum við- ræðum við Breta um bráðabirgðalausn fisk- veiðideilunnar, en þær hófust fyrir frumkvæði íslendinga i nóvember i fyrra og eru þvi búnar að standa yfir i meira en eitt ár. Þessi árangur er fyrst og fremst fólginn i þvi, að viðræðurnar hafa sýnt mikinn samkomulagsvilja ís- lendinga, enda þótt þeir eigi mjög óhæga samningsafstöðu sökum ofveiðinnar á þorskstofninum. Viðræðurnar hafa leitt i ljós, að íslendingar vilja taka fullt tillit til hinna minni veiðiskipa Breta, sem eru mun háðari veiðum við fsland er stærri skipin. íslendingar hafa þannig viljað gefa brezkri útgerð og brezkum sjómönnum mikilsverðan umþóttun- artima. Þessi sanngirni íslendinga mun áreiðanlega styrkja aðstöðu Islendinga i málflutningi á alþjóðavettvangi. Ef Bretar hefðu metið þessa sanngirni rétt, væri nú þegar komið á bráðabirgðasamkomulag milli Is- lendinga og þeirra i likingu við samkomulagið milli tslendinga og Belgiumanna. Islendingar munu ekki breyta þessari sann- gjörnu afstöðu sinni þó hún hafi ekki mætt skilningi Breta til þessa. Þeir verða áfram reiðubúnir til samninga við Breta á þeim grundvelli sem fellst i tillögum þeim, sem samningamenn íslands hafa lagt fram. Þess- vegna stendur samningaleiðin enn opin. Það veltur alveg á Bretum, hvort þeir vilja fallast á hinar sanngjörnu tillögur Islendinga eða ekki. Þeir, sem hafa kynnzt eða kynnt sér, þrjózku og seiglu Breta i allri samningagerð, undrast áreiðanlega ekki neitt yfir þvi, þótt þeir hafi hafnað tillögum íslendinga til þessa. Það mátti telja næstum 100% öruggt, að þannig myndi þetta fara. Annað hefði verið ólikt brezkum starfsaðferðum. Við þvi má lika búast, að Bretar haldi áfram um sinn að neita öllum til- boðum íslendinga um lausn deilunnar og beri ef til vill fram nýjar óljósar og flóknar tillögur um lausn deilunnar. Þannig reyna Bretar jafnan að þreyta mótherja sina og fá þá til undanláts skref fyrir skref. Fyrir íslendinga er ekki önnur leið til en að vera a.m.k. jafnokar Breta i úthaldi og seiglu. Annað væri uppgjöf, sem gæti haft hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir framtið þjóðarinnar. Þetta getur kostað það, að landhelgisdeilan harðni og það getur leitt til þess að erlendir aðilar reyni að beita Islendinga efnahagsþvingunum. En ts- lendingar þurfa ekki að óttast úrslitin, ef þá brestur ekki úthald. Anthony Sylvester, The Scotsman: Gierek vill aukin skipti við vestrænar þjóðir Hann virðist njóta öflugs stuðnings þjóðarinnar PÓLVERJAR sækja mjög fast að koma á vinsamlegum samskiptum við margar vest- rænar þjóðir og er þetta nokk- urt undrunarefni, jafnt meðal vestrænna manna og Rússa. Naumast getur hjá þvi farið, að slik viðleitni af hálfu fylgi- rikis i Austur-Evrópu veki bæði athygli og tortryggni i Moskvu. Edward Gierek leiðtoga pólskra kommúnista virðist þó hafa tekizt að lægja ótta vald- hafanna i Kreml. Honum hefir lika tekizt að koma málum i viðunandi horf heima fyrir og er meira að segja talinn ein- hver bezti kommúnistaleiðtogi i Ausfiir-Evrópu. PÓLSKIR leiðtogar hafa að undanförnu lagt höfuðáherzlu á tvennt i viðræðum sinum við vestræna stjórnmálamenn, eða nauðsyn þess annars veg- ar að varðveita óbreytt ástand i Austur-Evrópu og hins veg- ar, að haldin verði öryggis- málaráðstefna álfunnar. Efa- laust er öllum Pólverjum, jafnt kommúnistum sem öðr- um, mikið i mun, að tilraun verði ekki gerð til að breyta gildandi landamærum i Evrópu, enda vilja þeir ekki fyrir nokkurn mun missa neitt af þvi viðáttumikla landi, sem þeim áskotnaðist i vestri frá Þýzkalandi. Rússar hafa að undanförnu' hamrað á nauðsyn þess, að auka öryggið i Evrópu og sótt fast að fá haldna öryggis- málaráðstefnu. Flestum mun finnast eðlilegt, að Pólverjar séu fúsir til að ljá leiðtogunum I Moskvu lið. Hitt er þó engu að siður ljóst, að Pólland er ekki þvilikt stórveldi, að nokk- ur kosti kapps um að ræða öryggismál við leiðtoga þess, hvað þá fækkun I herjum eða takmörkun vigbúnaðar. VIÐLEITNI Pólverja til að vingast við vesturlandamenn hefir verið tekið með mismikl- um fögnuði. Sir Alec Douglas- Home utanrikisráðherra Breta er manna óliklegastur til að láta blekkjast af leik- brögðum kommúnista. Kunn- ugt er þó, að hann lét i ljós i viðtali við hinn pólska starfs- bróður sinn, StefanOlszowski utanrikisráðherra Póllands, er hann hitti að máli á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóð- anna, að hann teldi góðar horfur á aukinni vinsemd i samskiptum Breta og Pól- verja. Þeir eru sagðir hafa orðið ásáttir um, að heilla- vænlegast væri að byrja á þvi að auka verzlunarviðskiptin. Siðan þetta samtal fór fram hefir John Davis, sem þá var verzlunar- og iðnaðarráð- herra, skroppið til Póllands i „könnunarferð”. Aukin samvinna i efnahags- málum og iðnaði er Pólverjum mikils virði einmitt nú, þegar Efnahagsbandalag Evrópu er um það bil að færa út kviarn- ar. Pólverjar gera ráð fyrir að auka innflutning frá vestur- löndum um 75% á árunum 1970-75, og búast einmitt við mestum aukningi innflutnings frá Evrópurikjum, en gera hins vegar ekki ráð fyrir, að innflutningur Póllands frá öðrum kommúnistarikjum aukist um nema rétt rúm 50% á sama timabili. Vera má að verndarstefna Efnahags- bandalagsrikjanna torveldi Pólverjum sölu á land- búnaðarafurðum i Efnahags- bandalagsrikjunum i nægilega miklum mæli til þess, að greiða þann vélakost til iðnaðarframleiðslu og þá tækniaðstoð frá vesturlönd- um, sem þeir þrá og þarfnast. VIÐSKIPTI Pólverja og Breta hafa aukizt jafnt og þétt á undangengnum árum. Þau námu 91 milljón punda fyrstu 8 mánuði þessa árs, en það er 6 milljónum punda meira en 'ásama timabili i fyrra.Pólverj- um er umhugað um, að létt verði af þeim magnhömlum, sem i gildi eru á innflutningi Pólskrar vefnaðarvöru til Bret- lands. Þeim er þó mest i mun, að hin ábatasama sala þeirra á svinakjöti til Bretlands fari ekki forgörðum við inngöngu Breta i Efnahagsbandalagið, eins og við blasir ef ekki er að gert. Fjarri fer, að forustumenn i Varsjá og London hafi i hyggju að flana að þvi að fall- ast i faðma. Vitað er þó, að samningar til langs tima um verzlun og samvinnu i iðnaði eru i athugun. Vic Feather og sendinefnd frá CBI fóru til Póllands fyrir skömmu til þess að athuga nánar ýmislegt i sambandi við slika samn- ingagerð. PÓLVERJAR hafa að undanförnu farið á stúfana viðar en i Bretlandi. Þeir hafa til dæmis i ár gert viðskipta- samninga við Frakka og Svia. Samskipti þeirra og Vestur- Þjóðverja hafa þó þótt frétt- næmust. Olszowski utanríkis- ráðherra heimsótti rikis- stjórnina i Bonn i september i haust og var þá ákveðið, að rikisstjórnir landanna skipt- ust á sendiherrum. Viðskipta- samningar hafa þó ekki verið gerðir og margan vanda þarf að leysa áður en allt fellur i ljúfa löð. Þrátt fyrir þetta verzla Pól- verjar meira við Vestur- Þýzkaland en nokkurt annað vestrænt riki. Þeir gera sér einnig vonir um að fá sótt þangað þá r.útima tækni, sem bætt lifskjör i náinni framtið hljóti að byggjast á. Verkalyðssamtök og við- skiptajöfrar i Vestur-Þýzka- landi hafa staðið gegn öllum kröfum um minnkaðar hömlur á innflutningi vefnaðarvöru og annars iðnvarnings frá Pól- landi. Helztu röksemdirnar eru þær, að varhugavert sé að hella inn á þýzka markaðinn miklum iðnvarningi, sem framleiddur sé með vinnuafli, sem fær i laun aðeins litið bort af þvi, sem vestur-þýzkum verkamönnum sé greitt. EFALAUST er þó meiri og verri viðfangs annar vandi, sem stafar af hinum gifurlega muni á lifskjörum i Vestur- Þýzkalandi og Póllandi. Vest- ur-Þjóðverjar halda til dæmis fram, að samkvæmt athugun þýzka Rauða krossins vilji 250 þúsund Þjóðverjar flytja bú- ferlum frá Póllandi til Vestur- Þýzkalands, en Pólverjar hafi hert á hömlum i þessu efni og þeir, sem leyfist að flytjast úr landi mánuð hvern, séu nú innan við eitt þúsund. Pólverjar svara þvi til, að Þjóðverjar búsettir i Póllandi séu hvergi nærri svona marg- ir. Hins vegar hafi margir aðrir en Þjóðverjar sótt um leyfi til að flytjast til Vestur- Þýzkalands einmitt vegna þess, að lifskjör séu þar allt önnur og miklu rýmri en i Pól- landi. Aftur á móti sé ekki heppilegt, hvorki af efnahags- né stjórnmálaástæðum, að heimila pólskum þegnum af pólskum ættum að flykkjast burt úr landinu. Hvað sem þessu liður hafa samherjar Pólverja i Rúss- landi og Austur-Evrópu lagt að þeim að flýta sér hægt i samskiptum við Vestur-Þjóð- verja. Svigrúm Pólverja kann þvi að vera litið á sviði utan- rikismálanna, en sú hefir raunin ávallt verið. Hitt telst til nýlundu, að Gierek er fyrsti kommúnistaleiðtoginn, sem getur með nokkrum rétti hald- ið fram, að hann eigi visan stuðning meirihluta pólsku þjóðarinnar, að minnsta kosti að þvi er tekur til samskipta við aðrar þjóðir. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.