Tíminn - 30.11.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 30.11.1972, Blaðsíða 11
10 TÍMINN Fimmtudagur 30. nóvember 1972 Fimmtudagur 30. nóvember 1972 TÍMINN n legra erfiðleika. Ég nefni sem dæmi menntaskólann i Hamra- hlíö sem er allur á einni hæð. Annars hefur Styrktarfélag lamaöra og fatlaöra nokkurs konar vinnumiölun fyrir fatlaö fólk. Almennt má segja aö eldra fólk eigi i meiri erfiöleikum hvaö þetta snertir en yngra, enda hefur þaö f fæstum tilfellum notiö skólagöngu. Námið í fyrirrúmi Þegar við höfum spjallaö um skólann og fræðzt um hann göng- um við til herbergja nemenda, þvi að okkur langar til að hitta þá að máli og kynnast þeim litillega. A drengjaganginum hittum viö hóp drengja sem eru aö leika viö litla telpu i hjólastól. Hún heitir Guðrún og segir að henni finnist gaman að leika sér með strákun- um, en það sem henni þætti kannski allra skemmtilegast sé að horfa á Linu langsokk i sjón- varpinu og við komumst brátt að þvi, að kvenskörungur sá á sér marga aðdáendur hér eins og annars staðar. Við tökum dreng- ina tali. — Hvernig eyðið þið deginum hérna? Við erum oftast að læra. 1 sið- ustu viku vorum við i prófum. — Hvað lærið þið helzt? Allt mögulegt, landafræði, bibliusögur og reikning. Svo erum við i handavinnu, aðallega föndri. — Svo hafið þið stundum fri, hvað gerið þið þá? Við höfum sundlaug og förum oft i sund. Núna er hún frosin en við leikum okkur þá bara á svell- inu. Svo horfum við á Linu lang- sokk og teiknimyndirnar i sjónvarpinu og á fimmtudögum höfum við bió. — Leiðist ykkur aldrei? Þeir gefa litið út á það. Stund- um, segja sumir, en aðrir segja að þeim leiðist aldrei, þeir hafi alltaf eitthvað við að vera. Það er greinilegt að það er ekki mikið vandamál hjá þessum börnum að fá timann til að liða, eins og hjá sumum sem heilbrigðir eru og ættu að hafa meiri möguleika. Stúlkurnar hafa ekkert á móti þvi að eiga stutt blaðaviðtal. Þær eru að búa sig upp þegar við kom- um inn á ganginn til þeirra og ein þeirra er að skemmta hinum með þvi að leika gamla konu með sjal. Þær segjast stundum setja upp leikrit og segja okkur frá ýmsum leikjum sem þær fara i þegar færi gefst frá náminu. — Svikizt þið aldrei undan að læra? Þetta þykir þeim kjánaleg spurning og naumast svara verð. Þær segjast gera allt mögulegt þegar náminu sleppir sauma, horfa á sjónvarp, fara i göngu- ferðir og á sumrin reka þau skepnurnar á nágrannabænum. Eitt sumarið voru meira að segja geitur á bænum og það þótti þeim ekki ónýtt. Uppi á vegg hangir stórt plakat af siðhærðum manni með gitar. Við spyrjum um nánari deili á honum. „Þetta er einhver bitill” Þeir höfðu svo mikiö að gera, að þeir gáfu sér varla tlma tU að fá sér miðdegiskaffi. Við fengum þó aði tefja þá um stund og spjalla við þá og taka eina mynd. Stofnanir, sem hafa það að markmiði að sinna þörfum hinna lítilsmegandi í þjóð- félaginu eru ekki alltaf í sviðsljósinu og fréttir af þeim falla gjarna í skugg- ann fyrir öðrum, enda eru þeirsem þarvinna sjaldnast mikið gefnir fyrir að trana sér og sínum verkum fram. Eina slíka stofnun sóttum við heim í vikunni er leið, skóla Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal í Mosfellssveit. Skólast jórinn þar er Svanhildur Svavarsdóttir og hefur hún gegnt því starfi frá stofnun skólans. Hún sýndi okkur staðinn og sagði okkur frá starfinu, sem þar er unnið og við gefum henni orðið. Þörf á auknu húsrými Það var sumarið 1969, ég var forstööukona við barnaheimili Styrktarfélags lamaöra og fatlaöra að þeir Haukur Þórðar son yfirlæknir á Reykjalundi og Kristbjörn Tryggvason yfirlæknir á Barnaspltala Hringsins komu aö máli viö mig og fóru fram á það að ég tæki að mér að veita skólanum forstööu, ef tækist að koma honum á fót. Ég var dálitið hikandi að taka þetta aö mér enda hafði ég litla reynslu sem kenn- ari. Þó varö það úr. Auk min voru ráðnir hingaö tveir kennarar auk teiknikennara, sem kemur hingað úr Reykjavik. Til viðbótar hafa svo veriö ráönar tvær fóstrur og ráðskona og aöstoöarstúlka I eld- gerir þaö að verkum að i kennsl- unni verðum við að sinna hverj- um nemanda sérstaklega þannig að allir hafi gagn af henni. Skóladagurinn er skipulagður þannig að kennsla hefst klukkan 9 á morgnana og er kennt til klukk- an tólf. Þá er matarhlé til l,30ogsiðan kenntaftur til 3,30 þá er kaffihlé og enn er kennt til 6.40. Eins og sést af þessu er kennsludagurinn nokkuð langur, en það er eingöngu vegna þess hve nemendurnir eru misjafnlega staddir i náminu. En þess ber að gæta að hjá okkur eru löng helgarfri, frá föstudegi til mánu- dags og þá fara flest börnin heim til sin. Við höfum á námsskránni flest þau bóklegu fög sem kennd eru til unglingaprófs i almennum gagn- fræðaskólum og að auki ýmis konar handavinnu, drengir og stúlkur hina sömu. Handavinnan miðar auðvitað fyrst og fremst að þvi að þjálfa hreyfiskyn barn- anna auk þess sem hún er auðvit- að tilbreyting frá hinu bóklega námi. En það gildir það sama um hana og hið bóklega að hún verð- ur að miðast við það að hver ein- staklingur fái verkefni i samræmi við sina getu. Við getum sagt að markmiðið með skóla sem þessum sé tvi- þætt: að gefa lömuðum og fötluð- um börnum kost á skólagöngu þar sem þau um leiö fá nauðsvnlega sjúkraþjálfun. t öðru lagi hlýtur skólinn að leggja áherzlu á að Ólina Jónsdóttir handavinnukennari. Drengirnir eru ekki siður áhugasamir við föndrið en stúlkurnar. Skólastúlkur spjalla við blaðamann. Guðrún Norðfjörð kennari i kennslustund. / . Þaö er ekki dauft yfir þeim þessum. — Þykir ykkur gaman að bitl- um, segjum viö. Já, alls konar bitlatónlist. — Að hverjum þykir ykkur mest gaman. Þessi spurning veldur miklum deilum. Ein stúlknanna minnist þess nú að i sumar fór hún til Akureyrar þar sem Ingimar Ey- dal á heima og fellir þann úr- skurð, að hljómsveitin hans sé sú bezta á landinu aö minnsta kosti á Norðurlandi. En önnur lætur sér fátt um finnast og segir að hann sé alveg ferlega fúll. Hins vegar segir hún ab það sé gaman að koma til Akureyrar. Það .versta viö Akureyri eru kirkjutröppurn- ar. Það eru hundrað og sextiu tröppur upp aö kirkjunni, segir hún. Markmiðið að gera hinum fatlaða kleift að lifa eðlilegu lífi húsi. Skólinn tók til starfa haustið 1969 og settust þá i hann 16 nem- endurá aldrinum 7-17 ára. Nú eru i skólanum 24 nemendur og fleir- um getum við ekki tekið við. Sumardvalarheimili haföi verið hér fyrir fötluö börn frá árinu 1963 og var á sinum tima keypt gamalt ibúöarhús til þeirra nota. Nú hef- ur veriö reist hér viöbygging, en það er áriðandi að fá aukið hús- næði fyrir starfsemina um leið og styrktarfélagið hefur fjárhags- lega tök á þvi. Við vitum um börn, sem hefðu þörf fyrir að komast á heimili sem þetta, en við getum ekki veitt þeim viðtöku, en þetta er eini skólinn sinnar tegundar á landinu. Raunar hefur aldrei ver- ið fullkannað hver þörfin er, það er ekki vitað hve mörg börn á landinu eiga við svo alvarlega fötlun aö striða, aö þau geti ekki verið I skólum með heilbrigðum börnum. Þaö má geta þess i þessu sam- bandi að nú eru uppi hugmyndir um svokallaða sérkennslumið- stöö og ef hún kæmizt á laggirnar yrði hún i Reykjavik og þá flyttist þessi skóli þangað. Þvi var raun- ar spáð af sumum þegar við vor- um aö byrja hérna að staðsetning skólans mundi valda erfiðleikum. Sem betur fer hefur það ekki orö- ið aö neinu verulegu leyti. Ég hef getað fengiö alla sérfræðinga aö- stoð sem við höfum þarfnazt úr Reykjavik og um leiö tel ég að það sé hollt fyrir börnin að losna úr skarkala borgarinnar. Kyrrðin hér hefur áreiöanlega góð áhrif á þau. Það þarf lika ekki mikið að hafa fyrir þvi nú orðið að komast til Reykjavikur, það verður að heita má aldrei ófært hér á milli og meö tilkomu nýju hraö- brautarinnar hefur þetta enn batnab til muna. Sú sérfræðilega þjónusta, sem við þörfnumst er fyrst og fremst sjúkraþjálfun og sálfræðiþjón- usta. Auk þess höfum við mikla þörf fyrir sérmenntaðar fóstrur. Hverjum einstaklingi veröur að sinna Það er augljóst mál að kennslu verður að haga með töluvert öðr- um hætti i skóla sem þessum en venjulegum skólum með • heil- brigðum nemendum. Nem- endurnir hérna eru á ýmsum aldri, og hafa hlotið mismunandi góðan undirbúning. Sumir hafa til dæmis ekki stundað nám annars staöar en hér. Það koma lika stundum nemendur sem eru lamaðir vegna heilaskemmda og þá er greindarþroski þeirra oft fyrir neöan meðallag. Allt þetta þroska nemendursina félagslega. Mörg börnin sem hingaö hafa komiðhafa átt i erfiðleikum, hafa verið illa félagslega aðlöguð og átt i erfiðleikum að mynda félagsleg tengsl við önnur börn. Þetta á ef til vill rætur sinar að rekja til þess að á heimilum þeirra hefur þeim verið sýnd of mikil vorkunnsemi á kostnað raunverulegs skilnings á högum þeirra, og þau hafa fengið það á tilfinninguna, að þau yröu aldrei annað en litlu vesælu börnin. Hérna kynnast þau öörum börn- um, sem likt er ástatt um og þau læra að umbera fötlun sina og sætta sig betur viö hlutskipti sitt. En þau verða ekki hér alla sina ævi og þvi væri allt unnið fyrir gig ef þau yröu ekki hæfari aö bjarga sér þegar út I lifsbaráttuna kem- ur en ella. Og ég er bjartsýn á að við getum, i fiestum tilfellum að minnsta kosti, náð þvi takmarki. 1 fyrra útskrifuðum við sex börn með miðskólapróf og þau eru öll i áframhaldandi námi og árið þar áður útskrifuðum við tvö börn og annað þeirra er nú komið i menntaskóla. Margir þessara nemenda segja mér að þau hefðu e.t.v. ekki lagt út i þetta ef þau hefðu farið á mis við dvölina hér. Altént bendir þetta til þess að þau hafi öðlazt nægilegt sjálfstraust til að umgangast annað fólk og deila kjörum við það. Ef þessi árangur verður almennur hjá okkur er ég auðvitað mjög ánægð og tel að stóru marki sé náð. Fatlað fólk i atvinnulífinu Vitaskuld eru ekki allir erfið- leikar úr sögunni þótt skólanám sé afstaðið. Flest i okkar þjóð- félagi er miðað við þá sem heil- brigðir eru og þeir sem eiga við fötlun aö striða, standa oft illa að vigi t.d. á hinum almenna vinnu- markaði. Við getum hugsað okk- ur, að ef tveir umsækjendur sækja um starf, annar alheil- brigður en hinn meira eða minna fatlaður, þá velji vinnuveitandi þann heilbrigða að öðru jöfnu. En ég held að skilningur á kjörum fatlaöra sé að aukast og að opin- berar byggingar verði i framtið- inni þannig sniðnar að þar geti fatlaðir fariö út og inn án óskap- Reykjadalur I Mosfellssveit. Svanhildur Sva varsdóttir skólastjóri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.