Tíminn - 30.11.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 30.11.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Fimmtudagur 30. nóvember 1972 „Ég átti nú ekki við það. Þetta um Burma og ákvörðun mina um að snúa til baka. „Nei, alls ekki,” endurtók Paterson. „Ég er feginn að heyra það,” sagði majórinn. Nú var ekkert meira að segja, og majórinn rétti feiminn og dálitið ringlaðurfram hönd sina til kveðju eða til að bjóða góða nótt eða til að leggja áherzlu á það, sem þeir höföu sagt. Paterson tók i hönd hans og þrýsti hana andartak. Majórinn brosti, en hvorugur sagði nokkuð. Paterson gekk burt frá fleti majórsins, sem óneitanlega minnti á fugla- búr, og yfir aö buikknum, þar sem Tuesday hafði búið um hann eins og venjulega. Litlu siðar kom Nadia til hans. Hún hafði núið andlit sitt og likama með tanakablómum. Þau höfðu sætan og áfenganilm. Hann þreifaði eftir, hvort hún hefði blóm i hárinu og fann að svo var. Andartak lá hann kyrr og horfði upp i himininn. Hann fann, að hann skildi majórinn og ákvörðun hans um að snúa til baka. Svo fór hann að segja Nadiu frá majórnum og stjörnufiskunum hans, og þau hlóu bæði og skemmtu sér lengi saman. Majór Brain lá undir flugnanetinu sinu og heyrði þau hlæja, og snöggvast öfundaði hann Paterson, en öfundin vék brátt fyrir djúpri samhygð og skilningi. ll.KAFLI. Portman var harðákveðinn i að vinna upp þann tima, sem tapazt hefði og láta gamminn geysa, en viða voru krappar beygjur á veginum, og sums staðar var hann svo mjór, að ekki var hægt að komast framhjá öðrum bilum. Bambusskógurinn óx saman yfir veginum og hvað eftir annað slógust greinar trjánna i bilinn. Þrjátiu kilómetrar á klukku- stund á þessum lélega vegi voru á við niutiu á venjulegum þjóðvegi. Af og til lá við að billinn festist i sandhvörfunum, sem voru i veginum með niutiu til hundrað metra millibili. I hvörfunum var viða stórgrýti hulið sandi, og þar tók allóþyrmilega niðri, svo að allt virtist ætla að bresta. Stundum lá við að allt sæti fast, hjólin snerust i lausum, fingerðum sandinum, sem þyrlaðist upp kringum bilinn, og einungis með mikilli varfærni var hægt að komast hjá þvi að festa bilinn alveg. Sandhvörfin virtust alveg botnlaus. Skömmu eftir, að þau lögðu af staö, lentu þau i einu, og það leið meira en klukkutimi, þar til þeim tókst aö ná bilnum upp. Það reyndist nauösynlegt að láta konurnar fara út úr bilnum, meðan karlmennirnir grófu frá hjólunum og lögðu grjót og bambus undir þau. Nú einbeitti Portman sér að þvi að koma i veg fyrir fleiri slik óhöpp. Þau höfðu gott forskot framyfir Paterson og — þaðsem mikilvæg- ara var— fram yfir flóttamannastrauminn. Innst inni fannst Portman ástæðulaust annað en að leggja trúnaö á það, sem Hollendingurinn hafði verið að segja. Kólera og morð voru svo að segja sjálfsagðir fylgi- fiskar, þegar um skipulausan flótta fjölda fólks var að ræða og jafnvel þótt kóleraogmorð hefðu ekki veriðannaðen staðlaus orðrómur hingað til, þurfti enginn að efast um, að taugaveiki, malariaoggripadeildiryrðu brátt daglegt brauð. Portman hafði ekki i hyggju að taka nokkra áhættu. Allan timann skyggndist hann um eftir Hollendingnum. Þau gátu greint förin eftir dekkin á bilnum hans i rykinu á veginum, en ennþá höfðu þau ekki komið auga á bilinn. Þegar þau loksins næðu honum, ætlaði Portman að sjá til þess, að Betteson og frú færu yfir i bilinn til Hollendingsins. Þannig gæti hann létt á bilnum sinum sem var alltof hlaðinn, og um leið losnaði hann við að sjá og heyra þetta skelfilega fólk. Hann hafði þrátt fyrir allt uppgötvaö, að Betteson var með þetta margfræga bornslikneski sitt og þegar Portman innti hann eftir hvers vegna, svaraði Betteson þvi til, að það færði sér gæfu. Portman hafði siðan þá verið að hugsa um, að Betteson væri vist einn af þessum mönnum, sem sifellt eru að rata i einhver vandræði, og hann var sjálf- um sér gramur fyrir að hafa fallizt á að taka þau i bilinn. Um kvöldið sagði hann konu sinni frá Betteson og bronslikneskinu hans. Henni virt- istfinnast þetta allt mjög skemmtilegt og sagði: „Þetta var þó likt fólki af hans tagi! Það væri sannarlega gott, ef við hittum þennan Hollend- ing fljótlega.” Um hádegisbilið þriðja daginn var hraðinn ekki nema tuttugu kiló- metrar á klukkustund. Stundum var ekkert flóttafólk á veginum á hálfs kilómetra kafla eða meira, en aldrei leið á löngu, unz þau óku aftur fram á hóp, sem i voru frá tiu til fimmtán fjölskyldur og allt upp i heila ættbálka, og fólkið eigraði ringlað fram og aftur á veginum, þegar flautað var á það. Venjulega var þetta hersing með nokkrar uxakerrur i fararbroddi. Kerrurnar voru mjög háfermdar og ofan á öllu saman sátu kolbrúnir krakkagrislingar og gláptu niður, flötum, heimskuleg- um andlitum. Aftan við kerrurnar var oftast hópur af skinhoruðum og skitugum kúm, og lestina rak svo fólkiö, óhreint og tötralegt, oft sextiu til áttatiu manns, sem seint og um siðir hugkvæmdist að vikja út i veg- brúnina, svo að Portman kæmist framhjá. Vegurinn varð þrengri eftir þvi sem lengra dró og brattinn óx stöðugt. Landslagið varð sifellt eyðilegra, Portman hafði andstyggð á allri þessari sviðnu auðn. Fyrir augum höfðu þau ekkert annað en nakta kletta, sundurskorna af djúpum giljum. Neðst i giljunum voru sums staðar nokkrir lágvaxnir pálmar með þurr og skrælnuð blöð. Þegar lengra var komið og fjöllin urðu aftur lægri og frjósamari, komu þau inn i bambusskóg, sem ekki var grænn eins og bambusskógurinn niðri á sléttunni, heldur litlaus og likt og steinrunninn undir brennandi sólar- geilsunum. Rétt til að rjúfa þögnina, hallaði Portman sér aftur i sætinu og sagði um öxl við Betteson: „Alveg rétt — ég ætlaði að muna eftir aö spyrja yður, hvort þér hefð- uð gefið Tuesday nokkuð?” „Nei, það hef ég ekki gert.” „Ég ætlaði að gefa honum tuttugu skildinga, en þótt merkilegt megi virðast vildi hann ekki þiggja þá.” „Hann er nú varla mjög séður,” svaraði Betteson. „Hann hefði ekki neitað, væri hann Indverji,” sagði frú Portman. „Já, hugsa sér að vera aftur I Indlandi!” sagði Portman. „Þaö fyrsta, sem ég geri, þegar ég kem til Indlands, er að storma beint i klúbbinn og panta þann stærsta og sterkasta gindrykk, sem hægt er að fá.” „Það gerir þú ekki,” sagði frú Portman. „Nei, við förum strax sem leið liggur til Vanini. Vanini i Chowringe — þekkið þér hann frú Bette- son?” „Nei.” „Sjáið til, Vanini er svissneskur, hann framreiðir heimsins bezta te! ” „Æ, vertu ekki að tala um það,” sagði Portman. „Ég þoli ekki einu sinni að heyra á það minnzt.” „Eða kökurnar og brauðið hjá honum!” hélt frú Protman mis- kunnarlaust áfram. „Smáhluti af raunverulegu Sviss inni i miðju Ind- landi.” Lárétt 1) Storki.n,- 6) Blóm,- 8) Burt.- 10) Sykruð.- 12) Ekki,- 13) Röð.- 14) Röð,- 16) Stofu.- 17) Maður.- 19) Dúkka. Lóðrétt 2) Söl - 3) Kr,- 4) Ata,- 5) Áhald.- 7) Litur,- 9) Óða,- 11) Pat,- 15) Pár,- 16) Ást,- 18) Rá,- Lóðrétt 2) Þungbúin. 3) Friður,- 4) Svei.- 5) Yfirbragð.- 7) Duglegur,- 9) Þak,- 11) Borð- andi - 15) Dropi,- 16) Venju.- 18) Belju.- Ráðning á gátu No. 1273 Lárétt 1) Æskan,- 6) Ort,- 8) Hól.- 10) Api,- 12) Að,- 13) Ars,- 19) Gráta,- D R E K I ii II fiiHHi I FIMMTUDAGUR 30. nóvember 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7,00, 8.15 og 10.10 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Arnhildur Jónsdóttir heldur áfram lestri sögunn- ar um „Fjársjóðinn i Ár- bakkakastala” eftir Eilis Dillon (3). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög á milli liða. Heil- brigðismál kl. 10.25: Geð- heiisa III: Ásgeir Karlsson læknir talar um taugaveikl- un, einkenni hennar og orsakir. Morgunpopp kl. 10.45. John Kay syngur. Fréttir kl. 1.00. Hljómplötu- safniðíendurt. þáttur G.G.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Á frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.15 Búnaðarþáttur. Sveinn Hallgrimsson ráðunautur talar um fengieldi (endurt.) 14.30 Bjalian hringir. Tiundi þátturum skyldunámsstigið i skólum, félagslif. Umsjón hafa Þórunn Friðriksdóttir, Steinunn Harðardóttir og Valgerður Jónsdóttir. eftir Vitoli. Wilhelm Kempff leikur á Pianó „Járnsmið- inn söngvisa” og Menúett eftir Handel. Anton Heiller leikur á orgel partitu um „Sei gegrusset Jesu gutig” eftir Bach. 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 16.25 Popphornið.Dóra Ingva- dóttir kynnir. 17.10 Barnatimi: Ágústa Björnsdóttir stjórnar.a. Um Vatnajökulshundinn Bonsó og fleiri hundæLesarar með Ágústu: Hjálmar Arnason og Karl Guðmundsson leik- ari. b. Útvarpssaga barn- anna: „Sagan hans Hjalta litla” eftir Stefán Jónsson. Gisli Halldórsson leikari les. (17) 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Daglegt mál., Páll Bjarnason menntaskóla- kennari flytur þáttinn. 19.25 Glugginn. Umsjónar- menn: Sigrún Björnsdóttir, Guðrún Helgadóttir og Gylfi Gislason. 20.00 Leikritið: „Stormurinn” eftir Sigurð Róbertsson Leikstjóri: Gisli Halldórs- son. Persónur og leikendur: Jóakim smiður / Þorsteinn O. Stephensen, Anna kona hans / Guðbjörg Þor- bjarnardóttir, Maria dóttir þeirra / Edda Þórarinsdótt- ir, Jósep / Þorsteinn Gunn- arsson, Manases kaupmað- ur / Valur Gislason, Benjamin sonur hans / Borgar Garðarsson, Séra Teddens / Helgi Skúlason, Vinstúlka / Soffia Jakobs- dóttir, Nornin / Inga Þórð- ardóttir, Stormurinn / Pét- ur Einarsson, Skripi / Karl Guðmundsson, Piltur / Sig- urður Karlsson, Ung stúlka / Margrét H. Jóhannsdóttir. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Reykja- víkurpistill Páls Heiðars Jónssonar. 22.45 Manstu eftir þessu? Tónlistarþáttur i umsjá Guðmundar Jónssonar pianóleikara. 23.30 Fréttir i suttu máli. Dagskrárlok.. Tlminner peningar Auglýntf iTÍmanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.