Tíminn - 30.11.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 30.11.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Fimmtudagur 30. nóvember 1972 Þeir hlutu viðurkenningu á ársþingi UMSK: Helgi Hauksson, tugþrautarmeistari, Steinar Lúðvlksson, félagsmálamaður, Asbjörn Sveinsson, afreksmaður og Guðmundur H. Jónsson, fþróttamaður ársins hjá UMSK. Fimmtíu ára af- mælisþing UMSK 50. ársþing Ung- mennasamba nds Kja larnesþings, var haldið dagana 18. og 19. nóvember í Félags- heimili Seitjarnarness. Um 50 fulltrúar sátu þingið auk gesta frá Í.S.Í., UMFÍ og öðrum héraðssamböndum. Á laugardagskvöldið gekkst sambandið fyrir hátiðarsam- komu á sama stað. Voru þar samankomnir á þriðja hundr- að félagar og gestir. Mættir voru flestir formenn UMSK frá upphafi, voru þeir allir heiðraðir auk nokkura ann- arra félaga, sem mikið hafa starfað aö málum sambands- ins. Skúli Þorsteinsson var gerður að heiðursfélaga UMF1!. Jón M. Guðmundsson og Sigurður Skarphéðinsson hlutu starfsmerki UMFI. Ólafur Þórðarson og Gestur Guðmundsson hlutu gullmerki l.S.l. Við þetta tækifæri var Guðbjörn Guðmundsson fyrsti formaður UMSK gerður að heiðursformanni sambands- ins. UMSK bárust margar rausnarlegar gjafir og árnað- aróskir, en ýmsir forustu- menn heiðruðu sambandið með nærveru sinni svo sem Gisli Halldórsson forseti Í.S.t. Hafsteinn Þorvaldsson for- maður UMFl, Þorsteinn Ein- arsson iþróttafulltrúi rikisins, Þingfulltrúar á 50 ársþingi UMSK. Reynir Karlsson æskulýðsfull- trúi rikisins og fulltrúar ann- arra héraðssambanda. Einnig voru mættir fulltrúar flestra bæjar- og sveitar- stjórna og sýslunefnda á sam- bandssvæðinu. A skemmtuninni sá fólk úr félögum UMSK fyrir skemmtidagskrá, en hljóm- sveit lék fyrir dansi. A sunnudag héldu þingstörf áfram og voru umræður fjör- ugar, mörg mál rædd og til- lögur samþykktar. Akveðið var að ráða framkvæmda- stjóra i fullt starf. Nokkur verðlaun voru af- hent á þinginu. Guðmundur H. Jónsson Breiðabliki, hlaut titilinn iþróttamaður ársins innan UMSK, Steinar Lúð- viksson Breiðabliki, hlaut titilinn félagsmálamaður árs- ins, Ásbirni Sveinssyni Breiðabliki var afhentur af- reksbikar Gests Guðmunds- sonar fyrir sigur i þremur greinum á Héraðsmóti UMSK i frjálsum iþróttum. Helgi Hauksson hlaut tugþrautar- bikar UMSK. I lok þingsins fóru fram kosningar og var Sigurður Skarphéðinsson kosinn for- maður þriðja árið i röð. Svipmynd frá þinginu Guðmundur endur- ráðinn hjá Fram Enda þótt margir mán- uðir séu þangað til að knattspyrnuvertiðin hefjist aftur, eru félögin þegar farin að gera ráðstafanir vegna þjálfaramála. Eins og komið hefur fram i fréttum hafa Valsmenn þegar ráðið þjálfara, en sá er rússneskur. Nú hafa borizt fréttir um það, að Fram hafi endurráðið Gúð- mund Jónsson sem þjálfara 1. deildar liðs félagsins. Guðmund- ur hefur náð sérlega góðum árangri með Fram á undanförn- um árum, en undir handleiðslu hans hafa Framarar hlotið öll verðlaun, sem hægt er að hljóta i islenzkri knattspyrnu, þ.e. íslandsmeistaratitil, bikarmeist- aratitil, sigrað i Meistarakeppni KSI og orðið Reykjavikurmeist- arar oftar en einu sinni. Guðmundur mun hafa haft hug á þvi að hætta þjálfun i bili, en tók að sér þjálfun hjá Fram eitt ár til viðbótar vegna þrábeiðni Fram- ara, sem taka þátt i Evrópu- keppninni á næsta ári. Guðmund- ur hefur einu sinni áður fylgt Fram i Evrópukeppni, en það var i fyrra, þegar Fram tók þátt i Evrópukeppni bikarhafa og léku gegn bikarmeisturum Möltu. Sigraði Fram i öðrum leiknum og er það i fyrsta og eina sinn, sem islenzkt knattspyrnulið hefur sigrað i Evrópukeppni. Guömundur Jónsson Víkingur Rvíkur- meistarar 1972 Vikingur vann kæruna gegn 1R og var þvi liðið Reykjavikur- meistarar i handknattleik karla 1972. Eins og menn muna, þá urðu Vikingur og Valur jöfn að stigum i Reykjavikurmótinu, liðin hlutu 11 stig og þurfti þvi aukaleik til að skera úr um, hvort liðið mundi hljóta Reykjavikurmeistaratitil- inn. En áður en af þvi varð, kærði Vikingur leik liðsins gegn 1R, sem lauk með jafntefli 10:10 — Viking- ur kærði leikinn — ástæðan — 1R- liðið lék með ólöglegan leikmann. Markvörður liðsins, Geir Thor- steinsson, var talinn ólöglegur út af þvi, að hann mátti ekki leika með liðinu, þar sem tveir mánuð- ir voru ekki liðnir frá félagsskipt- um, en hann gekk úr Gróttu yfir i ÍR. Dómstóll HKRR dæmdi i mál- inu s.l. laugardag og vann Viking- ur málið. Enda þótt alltaf sé leiðinlegt að vinna leiki eða mót á kæru, er ástæðulaust að gera litið úr sigri Vikings. Eflaust hefðu öll önnur félög gert það sama og Vikingar, hefðu þau verið i sporum þeirra. Og það vill gleymast, að Vikingar léku skinandi vel i mótinu og hafa sjaldan verið betri. Iþróttasiða Timans óskar Vikingum til hamingju með Reykjavikur- meistaratitilinn 1972. Guðjón Magnússon, einn af Reykjavikurmeisturum Víkings, sést hér skora i leik á móti unglingalandsliði Svía.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.