Fréttablaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 SUNNUDAGUR SPRENGING Í BORGARTÚNI Fjórar rúður brotnuðu í húsi Ríkiskaupa og lítill fólksbíll skemmdist þegar spreng- ing byggingaverktaka við Borgartún fór úrskeiðis. Sjá síðu 6. METALLICA Í EGILSHÖLLINNI Hin heimsfræga þungarokkhljómsveit Metallica heldur stórtónleika í Egilshöll- inni i Grafarvogi í kvöld. Búist er við átján þúsund manns í höllina. Á meðal hljóm- sveita sem hita upp eru Mínus og Brain Police. Húsið opnar klukkan 17. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 4. júlí 2004 – 180. tölublað – 4. árgangur Íslensk blaðaútgúfa hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Ungt fólk hefur verið iðið við kolann. EINNA BEST AUSTANLANDS Ef fer sem horfir verður bjart með köflum austantil. Skýjað og skúrir vestantil á landinu. Hiti 10-15 stig. Sjá síðu 6. FERÐAHELGINNI AÐ LJÚKA Þús- undir Íslendinga sóttu skipulagðar hátíðir víða um land um helgina. Tíu þúsund manns sóttu Landsmót hestamanna á Hellu. Þúsundir gesta voru á Akureyri. Sjá síðu 4 SKÍFAN SELD Gengið var frá kaupum á Skífunni í gær þegar félag í eigu Róberts Melax keypti fyrirtækið af Norðurljósum. Kaupin voru gerð eftir að forkaupsréttur Jóns Ólafssonar rann út. Sjá síðu 2 FÉLL Í SJÓINN Maður féll í sjóinn af Miðbakka í Reykjavíkurhöfn um fimmleytið í gær. Lögregla kom fljótt á staðinn og stuttu síðar köfunarsveit og tækjabíll slökkviliðsins ásamt sjúkrabíl. Sjá síðu 2 SÍÐUR 12 &13 ▲ Sextán ára stríðinu er lokið. Ísfirska hörkutólið lék slyngan leik við sláttumanninn slæga. Í minningu Rabba SÍÐA 16 Leiðist hugmyndaleysi ▲ SÍÐUR 18 &19 Enn ríkir óvissa Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks reyna að ná samkomulagi um þátttökuskilyrði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ríkisstjórnarfundur í dag. Þingmenn Framsóknar harðir á sínu. Íslensk götublöð gömul og ný ▲ Knattspyrnuáhuga- maðurinn Þorsteinn J. ræðir um fótboltann, þjóðfélagið og framtíðina. ÞJÓÐARATKVÆÐI Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra og Davíð Oddsson forsætisráðherra fund- uðu í gær til þess að freista þess að ná samkomulagi um lagafrum- varp um þjóðaratkvæðagreiðslur, sem leggja á fyrir Alþingi á morg- un. Stefnt hafði verið að því að leggja frumvarpið fram á ríkis- stjórnarfundi í gær en ekkert varð úr því þar sem stjórnarflokk- arnir höfðu ekki enn náð saman um lágmarks þátttökuskilyrði. Framsóknarmenn vilja að lág- markið miðist við að 25-30 prósent kosningabærra kjósenda þurfi til að fella lög úr gildi en sjálfstæðis- menn hafa lýst því yfir að þeir vilji að lágmarkið verði 44 pró- sent. Þeir stjórnarþingmenn sem Fréttablaðið ræddi við telja lík- legt að Davíð og Halldór nái sam- komulagi um málið fyrir ríkis- stjórnarfundinn í dag. Halldór hefur umboð frá sínum þingflokki um að semja um að hámarki 30 prósent. Þeir þingmenn Fram- sóknarflokksins sem blaðið ræddi við segja að verði niðurstaða for- mannanna sú að meira en 30 pró- sent þurfi til að fella lög úr gildi telji þeir sig óbundna til að fallast á frumvarpið. Þá ríkir óvissa um afgreiðslu málsins á þingi. Reiknað er með því að frum- varpið, verði það tilbúið, verði kynnt þingflokkum beggja stjórn- arflokkanna annað hvort eftir rík- isstjórnarfundinn í kvöld eða snemma í fyrramálið. Sjá nánar á síðu 2 trausti@frettabladid.is Á HESTVAGNI Í HNAPPHELDUNA Þau geisluðu af hamingju, brúðhjónin sem mættu ljósmyndara Fréttablaðsins á mótum Miklu- brautar og Lönguhlíðar í gærdag. Þau voru ekki á hraðferð úr kirkju til ljósmyndara og síðan í veislu eins og tíðkast oft á brúðkaupsdegi heldur nutu augnabliksins í hestvagni. AÐ FÁ MIKIÐ FYRIR LÍTIÐ Maður í Ohio í Bandaríkjunum kaupir miða í 290 milljón dollara Mega Million lottódrættinum. Bandarískt lóttó: Vann 20 milljarða ATLANTA,AP Lottómiði sem seldur var í vínbúð í Lowell, Massachu- setts í Bandaríkjunum er rúmlega 20 milljarða króna virði. Allur potturinn í milliríkjalottóinu Mega Million fór á þennan eina miða. Vinningurinn er sá hæsti í sögu lottósins. Fyrir dráttinn í lottóinu mynduðust raðir á sölustöðum lottómiðanna þar sem fólk kepptist við ná sér í miða til að eiga mögu- leika á stóra vinningnum. Sagt var að fólk sem aldrei spilaði í lottóinu hefði tekið þátt. Enn er ekki vitað hver sé lukkunnar pamfíllinn sem eigi vinningsmiðann. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N 01 forsíða 3.7.2004 22:13 Page 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.