Fréttablaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 6
6 4. júlí 2004 SUNNUDAGUR Hryðjuverkamenn vilja koma í veg fyrir kosningar: Átök í Afganistan AFGANISTAN, AP Bandarískir her- menn drápu 12 uppreisnarmenn í Afganistan í vikunni. Samkvæmt talsmönnum Bandaríkjahers er um að ræða upreisnarmenn sem leiddir eru af talibönum. Þessar aðgerðir Bandaríkja- hers eru liður í miklu átaki sem hófst í lok maí gegn uppreisnar- mönnum. Tala látinna í röðum uppreisnarmanna er komin í upp í 120 frá byrjun átaksins. Sjö bandarískir hermenn og 20 af- ganskir löggæslumenn hafa látist á sama tímabili. Talsmenn Bandaríkjahers segja þennan árangur gegn upp- reisnarmönnunum bera þess merki að sigur sé að nást í barátt- unni gegn talibönum og al-Kaída sem hótað hafa hryðjuverkum til að koma í veg fyrir að lýðræðis- legar kosningar geti farið fram í landinu í september. Átökin sýna að enn er óánægja meðal sumra Afgana með Hamid Karzai, for- seta landsins, sem studdur hefur verið dyggilega af Bandaríkja- stjórn. ■ Grjót á götum Borgar- túns eftir sprengingu Fjórar rúður brotnuðu í húsi Ríkiskaupa og lítill fólksbíll skemmdist þegar sprenging bygginga- verktaka við Borgartún fór úrskeiðis. Ekki er óalgengt að slíkt gerist og því reynt að sprengja þegar umgangur er lítill. NÝBYGGING Grjóthnullungum rign- di yfir Borgartún og í hús Ríkis- kaupa um klukkan þrjú í gærdag. Fjórar rúður brotnuðu og lenti grót á litlum fólksbíl sem lagt var í götunni og beyglaðist. Grjót, allt að tíu sentimetrar í þvermál, þeyttust allt að sjötíu metra og lágu á götunni. Menn frá Jarðvél- um voru að sprengja fyrir tveggja hæða djúpum bílakjallarara sem á að standa undir nýju fjögurra hæða húsi á móti R í k i s k a u p u m , Borgartúni 7. Mikil mildi var að enginn átti leið um götuna þegar sprengingin varð. Óskar Borg var við störf í byggingu Ríkis- kaupa þegar sprengingin varð. Honum varð ó n e i t a n l e g a brugðið. „Það komu skruðningar og ég heyrði brothljóð en það var miklu meiri hvellur og dynkur. Ég var hérna hinum megin í húsinu og tók strax eftir því að þetta var ekki eins og það átti að vera.“ Óskar segir engan hafa verið að vinna þeim megin í húsinu sem snýr að götunni. Hann segir ekki miklar skemmdir vera innanhúss en einn steinn hafi sloppið í gegn og inn á skrifstofu sem var mannlaus. Óskar átti bílinn fyrir framan bygg- inguna og segir að hann hefði lagt honum annars staðar hefði hann vitað af sprengingunum. Bjarni Kristjánsson sprengju- stjóri segir alltaf hættu á að svona fari. Helst sé því kosið að spreng- ja á kvöldin eða um helgar. Þetta hafi gerst þar sem yfirbreiðsla yfir holurnar sjö sem geymdu um 20-30 kíló af dínamíti hafi ekki hulið svæðið nægilega vel. Tjónið sé ekki mikið og fyrirtækið tryggt fyrir því. Ráðstafanir verði gerð- ar svo þetta komi ekki fyrir aftur. „Við fáum betri yfirbreiðslur og tökum minna í einu svo það sé ör- uggt að það geti hvergi sloppið steinn.“ Pétur Guðmundsson, aðalvarð- stjóri Lögreglunnar í Reykjavík, segir framkvæmdir hafa verið stoppaðar á meðan vettvangs- rannsókn rannsóknardeildarinnar stóð yfir. Hún hafi skoðað hvað hafi misfarist. gag@frettabladid.is ,,Ég var hérna hin- um megin í húsinu og tók strax eftir því að þetta var ekki eins og það átti að vera. VEISTU SVARIÐ? 1Hvað voru margar sólskinsstundir íReykjavík í júní? 2Hvað heitir aðalhagfræðingur Seðla-bankans? 3Dóttir hvaða þjóðarleiðtoga vill verjaSaddam Hussein? Svörin eru á bls. 22 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 24 84 3 0 5/ 20 04 NETSMELLUR – alltaf ódýrast á netinu Allt að 18 ferðir á dag Sumaráætlun Icelandair Bókaðu á www.icelandair.is Engin þjónustugjöld þegar bókað er á netinu. Innifalið: Flug og flugvallarskattar. Breytingagjald 5.000 kr. Icelandair ódýrari í 54,5% tilfella í júní og júlí í sumar til Kaupmannahafnar og London Úttektin var framkvæmd af IMG Deloitte fyrir Icelandair á tímabilinu 6. - 14. maí. Miðað er við algengustu tegund sumarleyfisferða sem er yfir helgi. Til að gæta fyllsta hlutleysis var íslenskur samkeppnisaðili Icelandair á þessum flugleiðum látinn vita að verðkönnun yrði gerð á fyrrgreindu tímabili. Ódýrastir til Evrópu Verð á mann frá 14.490 kr.* Í MOSKU Í KABÚL Óvíst er hvort kosningar geti farið fram í Afganistan í september sökum ástandsins í landinu. Skemmtiferðaskip: Albatros á áætlun REYKJAVÍKURHÖFN Skemmtiferða- skipið Albatros er komið aftur til landsins á áætlun. Skipið varð fyrir neðarsjávarskemmd í síð- ustu ferð og gistu farþegarnir í Reykjavík tveimur dögum lengur en áætlað var meðan íslenskir verktakar gerðu við skipið í Straumsvík. Ólafía Sveinsdóttir, deildar- stjóri skipadeildar Atlantik, segir um sjö hundruð farþega um borð. „Skipið verður á Akureyri á morg- un og fer þaðan til Svalbarða. Síð- an fer það til Nordkapp í Noregi og siglir loks niður með norsku fjörðunum til Þýskalands.“ ■ ALBATROS Er aftur komið til landsins eftir skakkaföllin í síðustu ferð. Farþegarnir misstu þá af heimsókn til Akureyrar og Svalbarða en nú er skipið á áætlun. BORGARTÚN Steinar lágu um götuna eftir að sprenging byggingaverktaka við Borgartún fór úrskeiðis. Verið var að sprengja fyrir átta metra djúpum grunni þar sem reisa á tvöfaldan bílakjallara og fjögurra hæða hús. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N 06-07 3.7.2004 21:06 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.