Fréttablaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 7
7SUNNUDAGUR 4. júlí 2004 Sólartilboð til Florida Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða Fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mán. - fös. kl. 9-17, lau. kl. 9-17 og sun. kl. 10-16). VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina Icelandair tekur við ferðaávísun MasterCard og orlofsávísunum VR í pakkaferðir. Florida Verðdæmi: 30. nóv.-7. des. 04 / 11.-18. jan. 05 / 24.-31.jan. 05 Verð með afslætti frá 45.000 kr.** Flug og bíll – 7 daga ferð *Innifalið: Flug, flugvallarskattar, eldsneytisgjald, gisting og þjónustugjöld. Verð á mann miðað við að greitt sé með 5.000 kr. MasterCard-ávísun og 5.000 kr. VR-ávísun. **Innifalið: Flug, flugvallarskattar, eldsneytisgjald, bíll í A-flokki í eina viku og þjónustugjöld. Verð á mann miðað við að greitt sé með 5.000 kr. MasterCard-ávísun og 5.000 kr. VR-ávísun. Við fljúgum til Orlando fjórum sinnum í viku frá 5. nóvember til 31. mars. á mann m.v. 2 í bíl í eina viku í A-flokki Verð með afslætti frá 78.950 kr.* Best Western Plaza Jólaferð 23.12.04 - 03.01.05 - 11 daga ferð á mann m.v. 2 fullorðna ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 25 20 4 0 7/ 20 04 Fjórum sinnum í viku Verð með afslætti frá 49.200 kr.* Best Western Plaza – 7 daga ferð á mann m.v. 2 fullorðna Verð með afslætti frá 42.813 kr.* á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn Verð með afslætti frá 40.713 kr.* á mann m.v. 4 í bíl í eina viku í A-flokki, 2 börn og 2 fullorðna Verð með afslætti frá 65.165 kr.* á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn Fleiri möguleikar Að sjálfsögðu eru í boði ferðir á öðrum tímum í vetur og gisting á öðrum gististöðum. í allan vetur Pólskir hermenn: Fundu leifar efnavopna ÍRAK, AP Pólskir hermenn í Írak fundu skothylki eldflauga sem innihéldu örlítið magn af ban- vænu eiturefni. Skothylkin eru sögð frá því á níunda áratug síð- asta aldar. „Skothylkin eru án nokkurs vafa frá tímabilinu 1980- 1988 og voru notuð gegn Kúrdum og í stríði Íraka og Írana,“ sagði í yfirlýsingu pólsku hersveitanna. Bandarískir sérfræðingar hafa kannað skothylkin og staðfesta að í það minnsta tvö þeirra innihaldi GB-GF eiturefnið sem er mun sterkara en sarín. Magn þeirra sé hins vegar svo lítið að lítil eða engin hætta stafaði af þeim. ■ LANDHELGISGÆSLAN Sprengjusér- fræðingar Landhelgisgæslunnar fjarlægðu í fyrradag tundurdufl úr togaranum Brettingi og eyddu alls 227 kílóum af sprengiefni. Togarinn fékk tundurduflið í vörpuna þar sem hann var að veiðum úti af Austfjörðum á svokölluðu Tangaflaki. Skipstjór- inn hringdi strax í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Samkvæmt lýsingu skipstjórans var um sprengihleðslu ásamt forsprengju að ræða og hafði hún fallið niður í fiskimóttökuna. Skipstjóranum var leiðbeint um frágang og ráð- lagt að koma að landi. Brettingi var siglt til Seyðis- fjarðar þar sem sprengjusérfræð- ingar fóru um borð og fjarlægðu forsprengjuna frá aðalsprengju- hleðslunni. Þá var hægt að sigla togaranum að bryggju. Lögreglan stöðvaði alla umferð um höfnina áður en togarinn lagðist að og duflið var tekið í land. Duflið var síðan flutt á afvikinn stað þar sem sprengiefnið var brennt. Þetta var breskt tundurdufl úr seinni heim- styrjöldinni. ■ Togarinn Brettingur fékk tundurdufl í trollið: Gæslan eyddi 227 kílóum af sprengiefni BRESKT TUNDURDUFL Tundurduflið var breskt og frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Þorgerður Katrín: Styður Geir STJÓRNMÁL Ef Davíð Oddsson hættir sem formaður Sjálfstæðisflokksins segist Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra styðja Geir H. Haarde í embættið. Þetta kom fram í viðtali við ráðherrann í DV í gær. Þorgerður Katrín segist ekki stefna sjálf á formannsembættið. Geir sé varaformaður og hafi staðið sig vel sem fjármálaráðherra. „Ég sé hann taka við af Davíð í flokknum,“ segir Þorgerður Katrín. Samkvæmt nýlegri skoðana- könnun Fréttablaðsins sögðust sjö- tíu prósent þeirra sem afstöðu tóku vilja sjá Geir Haarde sem formann Sjálfstæðisflokksins ef Davíð Odds- son lætur af störfum. Tæplega átján prósent sögðust vilja að Þorgerður Katrín tæki við embættinu. ■ MENNTAMÁLARÁÐHERRA Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segist ekki stefna sjálf á formannsembætti Sjálfstæð- isflokksins ef Davíð hætti. Fjölskylduhjálpin: Skortir matvæli BÁGSTADDIR Mikið álag hefur verið á starfsemi Fjölskylduhjálparinn- ar undanfarna daga þar sem hún er eina félagið sem nú hjálpar efnalitlum fjölskyldum. Ásgerður Jóna Flosadóttir, for- maður Fjölskylduhjálparinnar, segir ástandið frekar slæmt núna þar sem önnur félög eða samtök sem leggi bágstöddum lið séu með lokað þar til í ágúst eða septem- ber. Hún segir hundruð fjöl- skyldna þurfa á hjálp að halda og álagið hafi verið mikið undanfar- ið. Nú sé svo komið að það skorti matvæli fyrir fólk sem leiti til Fjölskylduhjálparinnar. Hún seg- ir þá sem vilji leggja Fjölskyldu- hjálpinni lið geta komið með mat- væli á skrifstofu félagsins við Eskihlíð á þriðjudögum milli klukkan 13 og 17. ■ BYSSUMENN SKOTNIR TIL BANA Ísraelskar hersveitir urðu fimm palestínskum byssumönnum að bana á nærri aðalbraut Gaza- svæðisins í fyrradag. Samkvæmt upplýsingum frá Ísraelsher urðu verðir varir við hóp vopnaðra manna sem nálguðust og hófu skothríð að þeim. Skothríðin stóð yfir í nokkrar klukkustundir og endaði með dauða byssumann- anna. ■ MIÐAUSTURLÖND 06-07 3.7.2004 21:13 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.