Fréttablaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 16
16 4. júlí 2004 SUNNUDAGUR EM lýkur í dag og í kvöldstýrir Þorsteinn J. Vil-hjálmsson lokaþætti sínum í þáttaröðinni „Spurt að leikslok- um“ þar sem rýnt hefur verið í frammistöðu einstakra liða. Þor- steinn er sannarlega ekki ókunnur knattspyrnu, var á sínum tíma í sigurliði í yngri flokki Fram og spilaði með meistaraflokki tæp- lega þrjátíu leiki. „Ég hætti mjög fljótlega að hafa áhuga á að leika knattspyrnu en ég hef ætíð haft gaman af allri hugmyndafræðinni í kringum fótboltann,“ segir Þor- steinn. „Það er fáránleg einföldun í sjálfu sér að líkja fótbolta við líf- ið eða stórfyrirtæki og segja að ákveðin taktík í fótboltanum gangi líka upp í rekstri en það er samt gríðarlegur undirtexti í leiknum sjálfum. Ég hef til dæmis mikinn áhuga á leikskipulagi og leikað- ferðum þjálfara. Gott dæmi er hvernig Scholari, þjálfari Portú- gala, fer höndum um Figo fyrir- liða, sem fór í fýlu vegna þess að hann var tekinn út af í miðjum leik. Íslenska þjálfaraaðferðin hefði sennilega verið sú að segja: „Á bekkinn með hann – í gapa- stokkinn – sendum hann í sveit“. En Scolari gerði það ekki heldur virkjaði gremju leikmannsins í næsta leik og Figo var maður leiksins. Það eru svona hlutir sem kveikja í mér varðandi fótboltann. Og það eru forréttindi að fá að vinna við þáttagerð eins og þessa fremur en að sitja kauplaus heima í sófa og horfa á leikina.“ Kunni að verjast Þættirnir „Spurt af leikslokum“ einkennast af mikilli fjölbreytni og eru ekki bara fyrir fólk sem hefur brennandi áhuga á knattspyrnu, enda fær mannlegi þáttur leiksins gott rými. „Ég hef oft saknað ítar- legrar umfjöllunar í kringum svona keppni,“ segir Þorsteinn. „Með því að skoða EM eins og hvert annað efni, en ekki bara íþróttaefni, þá er hægt að finna fullt af skemmtilegum flötum og nóg af áhugaverðu fólki sem hefur gaman af leiknum. Það er ekki meðvitað að þetta eigi að vera „íþróttir fyrir alla“ þáttur en hann verður það kannski af því að mað- ur skoðar mótið í stóru samhengi vallarins, einblínir ekki bara liðið á vellinum heldur beinir einnig sjón- um að þeim sem eru í stúkunni.“ Þú leyfir þér líka að hafa skoð- anir, til dæmis gafstu það í skyn og sagðir reyndar berum orðum að gríska liðið leiki leiðinlega knatt- spyrnu „Þá kannast maður kannski við sig í Kjósinni vegna þess að ég var í vörninni á sínum tíma, var góður í að verjast og kunni manna best að hreinsa vel frá marki og brjóta niður leik sóknarmannsins. Ég var síðri í að sækja og reyndar langt frá þeim kröfum sem gerðar eru í dag í þeim efnum. Kannski leiðist manni mest það sem maður kannast best við. Það er alltaf gaman að sjá lið vera að skapa. Leikur gríska liðsins er hins veg- ar dálítið eins og framtíðarstefna ríkisstjórnarinnar, þar er ekkert nýtt. Það er bara verið að gera það sem hefur alltaf staðið í bókunum, hvort sem það er stóriðja eða að moka fé í Byggðastofnun. Mér leiðist hugmyndaleysi. Ég hef ekkert á móti Grikkjum en stefna þjálfarans er steingeld og leiðin- leg jafnvel þótt hún skili hagvexti í mótinu.“ Leiktíminn var ekki úti Þorsteinn er þaulvanur fjöl- miðlamaður og stjórnaði á sínum tíma þættinum „Viltu vinna millj- ón?“ á Stöð 2. Frammistaða hans sem þáttastjórnandi var óumdeil- anlega mjög góð og því kom á óvart þegar honum var sagt upp því starfi. „Svo við líkjum þessu við fótboltann þá held ég að leik- tíminn hafi alls ekki verið úti. Fyrir mér var um það bil komið að hálfleik,“ segir hann. „Ég hafði hugmyndir um að breyta þættin- um og mig langaði að hjálpa hon- um að þróast. Líftími svona þáttar er að mínu mati þrjú til fimm ár, jafnvel þótt ég hafi ekki séð mig þar allan þann tíma. Ég svosem skil þetta ekki. Ég hef ekki horft á þáttinn síðan ég hætti með hann. En mér fannst synd að sjá hann vera kominn fyrir neðan Osbour- nes í vinsældum. Ég fékk aldrei neinn botn í af hverju mér var sagt upp, annað en að það ætti að gera þáttinn léttari og skemmti- legri. Mér skilst að Stöð 2 hafi verið að taka niður rándýra leik- myndina um daginn og séu búnir að leggja þáttinn niður. Það má segja að Stöðin hafi tapað seinni hálfleiknum 3-0, eða kannski voru það blessaðir áskrifendurnir, sem höfðu sæmilega gaman af þættin- um einsog hann var, sem töpuðu mest á þessum vitleysisgangi.“ Nú ertu að ljúka þáttaröðinni „Spurt af leikslokum“, hvað tekur þá við? „Ég veit ekki. Það breytir í raun og veru engu um það hvað ég er að gera eða hvar ég vinn. Mér líður dálítið eins og atvinnumanni sem er í fínu formi en spilar ekki í neinu liði. Ég er að velta vöngum yfir mörgum hlutum. Loks er net- ið að verða fullburða þannig að möguleikar á að nýta það sem sjónvarpsmiðil er orðnir raun- hæfir. Það eru margir möguleikar á að búa til eigið efni og koma því á framfæri. Það er það sem ég ætla að gera áfram sem endranær.“ Forréttindavandamál Stutt er síðan frumsýnd var á RÚV heimildarmynd eftir Þor- stein um málverkafölsunarmálið og hann segist hafa margar hug- myndir um fleiri heimildarmynd- ir. „Sömuleiðis hef ég hugmyndir um mannlífsportrett sem ég hef gert nokkuð af í gegnum tíðina. Ég hef verið að velta því fyrir mér að endurlífga nafn á útvarps- þætti sem ég var með fyrir nokkrum árum og hét „Þetta líf – þetta líf“ og útfæra á nýjan hátt. Efniviðurinn er út um allt. Fyrir hvern er ég að vinna? Ég held að maður sé fyrst og fremst að vinna fyrir sjálfan sig. Maður fær hug- myndir og verður að hafa trú á þeim verkefnum sem maður vinn- ur að. Ef maður hefur það ekki sjálfur þá hefur það enginn.“ Fyrir nokkrum árum sendi hann frá sér minningabók um móður sína, „Takk mamma mín“ og allnokkrum árum áður hand- skrifaði hann ljóðabók í hundrað eintökum fyrir tíu árum. „Það tók mig þrjá mánuði,“ segir hann og bætir við. „Hverri hugmynd hæf- ir sitt form. Ég er ekki mikið að velta því fyrir mér hver verður næsta bók. Ef ég fæ hugmynd að bók þá skrifa ég hana bara. Ég er ekki bundinn af því að þurfa að skrifa. Guð forði mér frá því að skrifa epíska skáldsögu, það myndi drepa mig.“ Þú hefur gaman af að skoða umhverfi þitt. Hvernig horfir þú á þjóðfélagið þar sem mörg hávaða- mál eru í gangi? „Maður getur sagt svipað um þjóðfélagið og fjölmiðlana, að þar séum við að nota lítið af þeim möguleikum sem við höfum. Það hefur verið ótrúlegt þvarg um forsetaembættið og ríkisstjórn- ina, og forsetakosningarnar voru niðurlægingin á þessu öllu saman. Þetta er óskaplega þreytandi. Ég ek Hringbrautina á morgnana og skil ekki þessa vitleysu að leggja nýja þjóðbraut í Vatnsmýrinni, á ekki að byggja þarna eftir fáein ár? Eða á kannski flugvöllurinn að vera þarna í hundrað og sextíu ár til viðbótar, þetta er skítredding, í stað þess að huga að framtíðinni. Við tökum alltaf auðveldasta kost- inn. Kárahnjúkavirkjun er annað dæmi um það – næstversti virkj- anakostur af öllum en við tökum hann samt af því að við ætlum að hafa það þokkalegt næstu fjögur árin. Mér finnst við bera ábyrgð á því að skila þessu landi sæmilega frá okkur til komandi kynslóða. Við erum ekki með Ísland í rekstr- arleigu. Ég hef mikinn áhuga á framtíðarhugmyndum. Við eigum ekki að leysa mál með lausnum sem nýtast okkur fram yfir helgi og bjarga mánuðinum með því að framlengja víxli, eins og við gerð- um í gamla daga. Þetta eru þeir bestu tímar sem við getum lifað á, bæði í fjölmiðl- um og þjóðfélaginu. Það er, fyrir- gefið þið, nóg til alls. Ég fór á sín- um tíma til Afríku og gerði heim- ildarefni um íslenskan trúboða. Einn daginn vaknaði ég upp á sunnudagsmorgni í leirkofa í litlu þorpi og heyrði einkennilegan há- vaða. Ég fór út og þá var hafin kennslustund; enska fyrir byrj- endur. Það var ekki neitt til neins, bara einföld tafla sem hékk á tré og börn sem sátu nán- ast á jörðinni og einn kennari sem var að kenna þeim að telja upp á tuttugu. Þegar ég kom aft- ur til Íslands snerist umræðan hér um vanda grunnskólans, að tölvukostur væri ekki fullnægj- andi og matsalur nemanda væri ekki til staðar. Þegar allt kemur til alls eru þetta forréttinda- vandamál.“ kolla@frettabladid.is Knattspyrnuáhugamaðurinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson ræðir um fótboltann, þjóðfélagið og framtíðina. Mér leiðist hugmyndaleysi Ég ek Hringbrautina á morgnana og skil ekki þessa vitleysu að legg- ja nýja þjóðbraut í Vatns- mýrinni, á ekki að byggja þarna eftir fáein ár? Eða á kannski flugvöllurinn að vera þarna í hundrað og sextíu ár til viðbótar, þetta er skítredding.“ ,, FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R 16-25 (16-17) Þorsteinn J. 3.7.2004 18:15 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.