Fréttablaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 17
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 6 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 58 stk. Keypt & selt 20 stk. Þjónusta 26 stk. Heilsa 3 stk. Skólar & námskeið 1 stk. Heimilið 8 stk. Tómstundir & ferðir 9 stk. Húsnæði 29 stk. Atvinna 16 stk. Tilkynningar 2 stk. Einföld í notkun en bíður samt upp á eftirtektarverð myndgæði. 4.0 milljón díla CCD flaga. 3x aðdráttarlinsa. Tekur upp kvikmyndir, 10 ramma á sek í 160x120 dílum. Hugbúnaður, rafhlaða, 16MB minniskort og snúrur fylgja. Kostar aðeins kr. 27.900,- Finepix A340 SPARAÐU ÞÉR FERÐINA! 3.1 milljón díla fjórðu kynslóðar Super CCD HR flaga – allt að 6 milljón díla myndir. Létt (145 gr.) og nett (7,7x6,9x26,4cm). Mjög fljót að verða tökuklár og skilar frábærum myndum. Tekur upp kvikmyndir, 30 ramma á sek í 320x240 dílum, 3x aðdráttarlinsa. Hugbúnaður, hleðslurafhlaða, hleðslutæki, 16MB minniskort og snúrur fylgja. Kostar aðeins kr. 44.900,- Finepix F420 Sækið ókeypis netframköllunar-forrit á www.fujifilm.is. Einfaldar og flýtir fyrir sendingu mynda. Skipholti 31, Reykjavík, s: 568 0450 ı Kaupvangsstræti 1, Akureyri, s: 461 2850 Myndsmiðjan Egilsstöðum ı Framköllunarþjónustan Borgarnesi ı Filmverk Selfossi Sjá nánar á www.fujifilm.is Sendiherra Sameinuðu þjóðanna BLS. 2 Góðan dag! Í dag er sunnudagurinn 4. júlí, 186. dagur ársins 2004. Reykjavík 13.21 13.32 23.51 Akureyri 12.11 13.17 24.19 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á María Gréta Einarsdóttir hóf störf sem verslunarstjóri Sautján ekki alls fyrir löngu. „Ég byrjaði að vinna hjá NTC fyrir fjórum árum og hef flakkað á milli búða síðan. Í fyrstu var ég verslunarstjóri Smash á Laugavegi en síðar opnaði Jeans á sama stað og þar hélt ég áfram. Síðan hefur þetta undið uppá sig og í mars síðastliðnum fór ég yfir í Sautján,“ segir María sem varð landanum kunnug þegar hún stjórnaði tón- listarþætti fyrsta starfsvetur Skjás eins. „Þetta er fjölbreytt vinna, ég er líka í innkaupum og skrepp til útlanda á sýn- ingar að velja föt í búðina. Þá erum við ýmist að kaupa vörur fram í tímann eða það sem vantar hverju sinni. Tvisvar á ári förum við nokkur frá fyrirtækinu á stóra sýningu í Kaupmannahöfn og í Düsseldorf er haldin skósýning á hálfs árs fresti. Svo er stundum farið í styttri ferðir, til dæmis til London og Parísar.“ María segist fylgjast vel með tísku- straumum enda er það partur af hennar starfi. Auk þess hefur hún umsjón með ýmsu tengdu daglegum rekstri verslun- arinnar í Kringlunni. „Ég sé um starfs- mannahald, geri upp og mér finnst líka gaman að vera úti á gólfi að selja.“ María viðurkennir aðspurð að hún sé al- gjört fatafrík. „Ég á mest af skóm og galla- buxum, það er lítið annað hægt en að kaupa mikið af fötum þegar maður vinnur hérna. Annars finnst mér líka rosalega gaman að kaupa föt í útlöndum, kíkja í H&M og sec- ond hand búðir.“ thorat@frettabladid.is Starfið mitt: Sjúk í föt! atvinna@frettabladid.is Fjölgun virðist vera framundan á vinnumarkaðinum. Þetta segir í niðurstöðum könnunar Samtaka atvinnulífsins sem gerð var í síð- asta mánuði. Átján prósent fyrir- tækja hyggjast fjölga starfsfólki næstu þrjá til fjóra mánuðina en tíu prósent hyggjast fækka því. Eins og áður eru þó langflest fyrirtæki sem ætla að halda starfsmannafjölda óbreyttum, eða um 72 prósent fyrirtækja. Þessar niðurstöður sýna þó nokkra breytingu frá könnun Samtaka at- vinnulífsins í desember á síðasta ári. Þá ætluðu fimmtán prósent fyrirtækja að fjölga starfsfólki sínu en fjórtán prósent hugðust fækka því. Spurningar varðandi könnun- ina núna í júní voru sendar til 828 aðildarfyrirtækja Samtaka at- vinnulífsins og svör bárust frá 437, eða 53 prósentum. Samkeppnisstofnun hefur nú tekið saman skýrar og aðgengi- legar starfsreglur fyrir fyrirtæki sem veita þjónustu á netinu. Reglurnar ná yfir öll fyrirtæki, ein- staklinga og félög sem veita þjón- ustu þar. Upplýsingar um þessar reglur er hægt að finna á vefsíðu Samkeppnisstofnunnar, sam- keppni.is. Samkeppnisstofnun hefur síðan eftirlit með því að þessum lögum sé framfylgt. Regl- urnar taka líka á hvernig megi markaðssetja vöru og þjónustu á netinu, upplýsingar sem þarf að veita neytendum áður en pöntun er gerð, afgreiðsla pöntunar og meðferð hugsanlegra skila á vör- unni. Þetta framtak Samkeppnis- stofnunnar ætti að auðvelda þeim sem veita netþjónustu að móta starfsreglur sínar. Útlendingar á íslenskum mark- aði hafa ekki haft nægilega trygga stöðu. Þess vegna gerðu Alþýðusam- band Íslands og Samtök atvinnulífsins með sér samkomulag í tengslum við kjarasamninga um málsmeðferð í ágreiningsmálum er varða erlenda starfsmenn. Með því er stefnan að tryggja betur að útlendingar sem starfa á íslensk- um vinnumarkaði njóti kjara og annarra réttinda í samræmi við kjarasamninga og lög. Starfsfólk á aldrinum fimmtíu ára og eldra er sjaldnar frá vegna veikinda en yngra fólk en vinnur ívið hægar. Fólk eldra en fimmtíu ára er mun jákvæðara í garð vinnunnar. Þessar niðurstöður er hægt að sjá í könnun Samtaka atvinnulífsins meðal aðildarfyrir- tækja. Spurningarnar voru samdar í samráði við nefnd félagsmála- ráðuneytisins sem kannar stöðu miðaldra fólks á vinnumarkaði. Könnunin var gerð í júní og voru spurningar sendar til 828 aðildar- fyrirtækja Samtaka atvinnulífsins og svör bárust frá 437. María Gréta er fatafrík og hendist um heiminn til að finna það flottasta. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í ATVINNU Húsbíll. Fiat Ducato TDI árg. ‘01 með svefnplássi fyrir 6. Sólskyggni, topp- grind, hjólagrind. Einn með öllu. S. 892 2594 & 899 7005. Til sýnis hjá Evró, Skeifunni. Marex 290. Verð 11 millj. Uppl. í s. 892 7922. Ríkulega útbúinn. Útsala hafin! 20-50% afsláttur. Róbert Bangsi og unglingarnir, Hlíðasmára 12, S. 555 6688. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Atvinnutekjur fólks í aðal- starfi hækka um 4,4 pró- sent á milli áranna 2002 og 2003. Meðalatvinnutekjur voru 2.636 þúsund krónur árið 2003. Tekjur karla hækkuðu um 3,7 prósent en kvenna um 5,8 prósent. Konur höfðu 61,6 prósent af tekjum karla miðað við sex- tíu prósent árið 2002. Árið 2003 voru skatt- skyldar heildaratvinnutekj- ur 422.3 miljarðar króna samanborið við 405.4 milj- arða króna árið 2002. Þar af voru 275.5 miljarðar króna heildartekjur á höfuðborg- arsvæðinu árið 2003, eða rúm 65 prósent tekna. Atvinnutekjur eru skil- greindar sem beinar skatt- skyldar launagreiðslur fyrir vinnuframlag í aðal- starfi auk skattskyldra dag- peninga og ökutækjastyrks. Hagstofa Íslands birtir nú þessar tölur í annað sinn. ■ Meðalatvinnutekjur fólks voru 2.636 þúsund krónur árið 2003. Atvinnutekjur í aðalstarfi: Hækka á milli ára 17 (01) Allt forsida 3.7.2004 18:14 Page 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.