Fréttablaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 27
SUNNUDAGUR 4. júlí 2004 19 TÍMINN STENDUR Í STAÐ Rabbi lést á sunnudagsmorgni. Spessi tók mynd af stól húsbóndans á Norðurbrautinni þar sem hann stóð tómur í eldhúsi fjölskyldunnar aðeins fáum klukkustundum eftir andlátið. Ummerkin láta engan ósnortinn. Dauðinn hefur komið í heimsókn og tíminn stendur í stað. Í eldhúsinu er bæði merki um líf og dauða. Morgunmatur á borðum, stólar fjölskyldunnar og þetta óaðskiljanlega hjálpartæki Rabba, sem gerði honum kleift að lifa sem eðlilegustu lífi í fjötrum sjúkdómsins. Tómur hjólastóllinn er merki um sorg og söknuð en líka tákn um frelsi Rabba úr viðjum lúins líkama. Lj ó sm yn d : S P E S S I hvatning til dáða. Þannig varð- veita þeir minningu hans best. Rabbi hafði undirbúið sig og aðra undir óumflýjanlega stund sem aldrei er þó hægt að undirbúa nógu vel. Það lýsir manni sem hef- ur haft yfir óvenjulegum sálar- styrk og æðruleysi að ráða. HARALDUR FREYR GÍSLASON trommuleikari Botnleðju Það lýsir Rabba kannski vel hvernig hann tók á móti mér þegar ég var að leita að útgef- enda fyrir barnaplötuna mína Hallilúja. Ég var frekar til baka, óframfærinn og feiminn þegar ég kom til hans því ég vissi ekki hvernig hann myndi taka í hug- myndina. Ég var með smá demó af efninu og spurði hvort hann hefði áhuga og tíma til að hlusta á það. Og ef honum litist vel á, hvort hann væri kannski hugs- anlega til í að gefa efnið út. Rabbi tók við spólunni og sagðist vissulega vera til í að hlusta á hana en ég bjóst við að hann kæmi með einhverja afsökun. Þess í stað spurði hann mig af sinni sönnu ljúfmennsku: „Eig- um við ekki bara að kýla á þetta?“. Það liðu svo ekki nema þrír dagar þar til talið var í. Rabbi gaf einnig út þrjár fyrstu plötur Botnleðju. Hann var sá fyrsti sem við leituðum til og við vissum að það væri hægt að treysta á hann enda kom það á daginn. Hann var mjög heiðar- legur maður og við áttum frá- bært samstarf. SPESSI Vestfirðingur og ljósmyndari Ég átti um daginn fínt spjall við Rabba þar sem ég spurði hvern- ig honum liði með þennan raun- veruleika sem dauðinn er og beið handan hornsins, og hvort hann teldi að hans biði líf eftir dauðann. Hann sagðist ekki al- veg viss en þótti trúlegra að svo væri. Svo þegar dánarstundin nálgaðist og andlátið færðist yfir sagði mér Dedda, konan hans Rabba, að hann hefði verið mjög glaður áður en hann skildi við; með alveg á hreinu að það væri í besta lagi að fara yfir móðuna miklu. Mér fannst það flott móment og reyndar auðvit- að dálítið skrýtið að pæla í svona hlutum við mann sem veit að dauðinn verður ekki umflúinn. Mér fannst Rabbi svo æðrulaus og þegar við spjölluðum var hann næstum viss, en svo alveg með það á hreinu, en Dedda sagði hann ekki hafa verið hið minnsta stressaðan, heldur sátt- an og glaðan; búinn að kveðja alla og tilbúinn til brottfarar. Við Rabbi erum báðir Ísfirð- ingar og kynntumst í upphafi unglingsáranna fyrir vestan. Með okkur tókst ævilöng vinátta og ég sá um að vinna fyrir hann plötuumslög frá upphafi. Rétt fyrir andlátið vorum við með á prjónunum að taka mynd fyrir umslagið á nýju plötunni hans, en hugmyndin var að taka mynd af Rabba sitjandi í hjólastólnum á flugbraut. Þegar til kastanna kom treysti Rabbi sér ekki al- veg í það og bað mig að taka heldur mynd af tómum hjóla- stólnum úti á flugbrautinni. Mér fannst það ansi flott hugmynd en sagði við Rabba að mér þætti þá eins og hann væri farinn, sem hann var ekki, þá enn með- al lifenda. Fannst það konsept ekki ganga upp og Rabba fannst það við nánari umhugsun ekki meika neinn sens heldur. Því biðum við eftir hlýjum sumar- degi til verksins, en þegar sá dagur kom var mjög dregið af Rabba og hann treysti sér ekki í myndatökuna. En núna gengur auðvitað upp að taka mynd af tómum hjólastólnum, enda Rabbi farinn. Mér finnst gefa auga leið að hann eigi nú bjarta daga, laus úr erfiðum líkama og loksins frjáls. •••• 26-27 (18-19) RABBI bs 3.7.2004 21:01 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.