Tíminn - 01.12.1972, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.12.1972, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 1. desember 1972 Munir til einskis hluta hýtir Listamenn og háðfuglar hafa löngum haft gaman af að teikna eða búa til hluti sem ekki er nokkur leið að nota til neins. En nú er svo komið, að munir af þessu tagi eru komnir i tizku og fariðer að framleiða þá i fjölda- framleiðslu og eru þeir kallaðir gjafavörur. Margir kannast við þau óskaplegu vandræði þegar fara á að gefa fólki, ,,sem á allt” afmælis eða jólagjafir. Er sýnu erfiðara að velja tækifærisgjafir fyrir þá sem þannig er ástatt fyrir, en vesalingana, sem alltaf hafa þörf fyrir eitthvað. Meðfyigjandi myndir eru meðal vörutegunda, sem seldar eru i gjafaverzlunum i Þýzka- landi og er spáð mikilli sölu á þessum alls ónýtu gripum. Borðtennisborðið sem gengur i bylgjum er til alls ónothæft nema til að hlæja að þvi. Kaffi kanna með stútinn ofan við handfangið er stórhættuleg þeim sem léti sér detta i hug að nota hana til að hella úr könn- unni heitu kaffi. Hanzkar til að bregða á fætur sér og ganga á eru sjálfsagt afskaplega óþjált skótau Saumavel sem hamstur i hjóli dregur áfram er ekki fljótvirkari til sauma, en að nota nál og fingurbjörg, og er hér um mikla tæknilega afturför að ræða. Byssa með bognu hlaupi er hættulegri þeim, sem úr henni skýtur, en þeim sem miðað er á. Hvernig reka á nagla með harminum þeim arna er erfiðari gestaþraut en aðstandendur Spegilsins treysta sér til að ráða. Reiðhjól, sem hægt er að hjóla á i tvær áttir samtimis er kannski i sjálfu sér þörf uppfinning, en tæpast verður það gert með farar- tækinu á meðfylgjandi mynd. Og vatnskraninn, sem er með stútinn i hring hefur þann kost að stiflast aldrei, en honum fylgir sá ókostur, að úr honum fæst heldur aldrei vatn. En hvað sem notagildi þessara muna allra liður.er vist, að búist er við mikilli sölu á þeim, og fleirum slikum og fara þeir sem slikar gjafir fá tæp- ast i jólaköttinn. — Hvort eitthvað yrði öðruvisi, ef ég mætti lifa lífinu aftur? Já, ég mundi skipta i miðju. DENNI DÆAAALAUSI Hvað mamma? Ef þú veizt ekki hver á mig, hver veit þaö þá?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.